Þjóðólfur

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 1886næsti mánaðurin
    mifrlesu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðólfur - 28.05.1886, Síða 2

Þjóðólfur - 28.05.1886, Síða 2
86 um sem þingmanni, að sýslubúar hafi nú ástæðu til að svipta hann því trausti, er hann svo lengi hefur notið meðal þeirra ? Eins og flokkum hagaði á þingi fyrst er sjera Þór. kom á þing, var hann nokkuð sjerstæður eða stóð að nekkru leyti milli flokka; sjerstak- lega var hann ásamt Ben. Sveinssyni annar sá, er sú málamiðlun var einkum að þakka á alþingi, sem leiddi til þess að vjer höfum fengið stjórnarskrá þá, sem nú er. Varla hefur sýslubúum mislíkað sú framkoma hans úr því þeir sífellt síðan hafa endurkosið hann. Eptir að löggjafarþing komst á, var í fyrstu lítið um flokkaskipun á þingi, en sífellt hefur sjera Þórarinn færzt i hina frjálslyndari átt á þinginu. 1881 var eiginlega fyrst skýr vottur um flokkaskipun á þingi og var sjera Þórarinn einn með helztu fyrirliðum í hinum frjálslynda meirihluta; hann var i helztu og þýðingarmestu nefnd- um og varaforseti neðri deildar. 1883 riðlaðist flokkr sá, er 1881 stýrði meiri hluta á þingi. Hjer um bil helming- urinn af þeim, er 1881 höfðu verið í meiri hluta, sameinuðu sig þá (1883) við þá, er áðr höfðu verið mótstöðu- menn þeirra og í minni hluta og mynd- uðu ásamt þeim eins konar meiri hluta 1883, er þó hafði ekki annan sýnileg- an tilgang, en að bægja þeim þing- mönnum, er fjölhæfastri þekkingu voru gæddir, frá nefndarkosningum, en troða þeirn Tryggva G unnarssyni og hans fylgismönnum inn í ailar nefndir án nokkurs tillits til hæfileika þeirra. I þessum liðhlaupsflokki var sjera Þor- kell merkisberinn í annan fylkingar- arm. Sjera Þórarinn þar á móti hjelt óbreyttri stefnu frá fyrra þingi. 1885 varð líkt ofan á, utan hvað hið svo- nefnda „ riddara“lið varð æ veikara er á leið, og riðlaðist algjörlega í sum- um málum; þannig urðu ekki nema þrir eptir í liði Tryggva í stjórnar- skrármálinu af hans gömlu flokksmönn- um, nefnilega hann sjálfur og Halldór Eriðriksson og sjera Þorkell, auk þess að sjera Arnljótur bættist við úr hin- um flokknum. Bæði þessi þing stóð sjera Þórarinn með hinum íremstu í sínum flokki, og það var sá flokkur, er Benedikt Sveinsson, Jón á Gaut- löndum (’85) og jeg og fleiri góðir menn fylltum. Að áliðnu þingi 1883 neyddist sjálft riddaraliðið til að breyta um varaforseta, og var þá sjera Þór. kosinn varaforseti með atkvæðum iir báðum flokkum. 1885 var hann enn varaforseti neðri deiidar, þótt flokkur hans væri þar eigi í meiri hluta, og sýnir það, hve mjög hann hefur áunn- ið sjer traust og virðing þingmanna af Öllurn flokkum. Sjera Þórarinn hef- ur verið styrkjandi menntun alþýðu, framlög til eflingar atvinnuvegum, forvígismaður rýmkunar á kirkjulegu frelsi, svo sem fríkirkjumálið bezt vott- ar, sem á sanngirni hans og tilhlutun mest og bezt framgang sinn að þakka. Sjera Þórarinn vill efla sjálfstæði þjóð- arinnar og leyfa henni að neyta sjálfri krafta sinna; hann trúir á það, að hún muni læra við baráttuna, og að frelsið sjálft muni uppala hana; hanu álitur ekki (eins og sjera Þorkell) Is- lendinga, þótt viðvæningar sje i sjálfs- stjórnarlegu tilliti, þá skrælingja, að þeir sje því ékkivaxnir að stjórnasjer sjálfir, sje því verr vaxnir en ókunn- ugir útlendingar. Er þetta þá þess vert, að hann eigi að missa fylgi og traust kjósenda? Er það fyrir það að hann, jeg get vel sagt það, hefur ekki gengið aptur á bak heldur áfram með árunum? Er það fyrir það, að hann hefur áunnið sjer ár frá ári meiri á- hrif á þingi og meira traust einna frjálslyndustu samþingismanna sinna, að kjósendur nú eiga að kasta honum fyrir borð? Eða er það fyrir það, að hann hefur ekki viljað berjast móti efling atvinnuvega í kjördæmi sinu eins og honum var borið á brýn í Hafnarfirði um daginn? Eða er það fyrir það, að kjósendur lesa ekki þing- tíðindin og láta svo segja sjer hæfu- lausar ósannindasögur á fundum, eins og sjera Þorkell gjörði á Hafnarfjarð- arfundinum um daginn — sjálfsagt af stöku minnisleysi ? Eða er það af þvi, að Kjósar- og Gullbringusýsla ætli sjer þann heiður og hyggnisbragð, að verða eina kjördæmið landsins, er sendir á þing fulltrúa, sem mótmæli stjórnar- skrárbreytingunni ? Eru sýslubúar á því að sanua mál sjera Þorkels, að vjerís- lendingar sjeum ekki vaxnir sjálfstjórn enn ? Er þetta það þroska-vottorð, sem þeir ætla að gefa sjálfum sjer? Því biðja þeir þá ekki heldur hreint og beint um að innleiða einveldið aptur? Allt alþingishald er þá óþarfur kostnaður, sem sjera Þorkeil ætti að kenna þeim að spara alveg. Því gefur ekki Reyni- vallapresturinn kjósendum slíkan guðlax á diskiun, úr því hann er að traktjera þá á þessum sparnaðar-bitlingum ? Hann svarar máske því, að það sje til einskis, því að það fái ekki framgang. En það veit hann vel, að allt þetta sparnaðar- gjamm, sem hann hefur verið að glenna sig með framan í kjósendur, hefur ekki átt neins árangurs von. Og hvað gjör- ir það, þegar allt er gjört til að synast? Jeg vil ekki með þessu neita því, að sjera Þorkell vilji spara landsfje (að minnsta kosti að svo miklu leyti hann á ekki sjálfur að liafa þess not); en jeg neita því, að hann hafl sýnt nokkra sannari sparnaðarviðleitni en jeg og aðrir, sem liann vísvitandi hefur (í ísa- fold) brugðið um, að við viljum „ausa út landsíje1*; jeg neita því, að það sje sannur sparnaður, að eyða þingtíman- um til að búa til sparnaðaruppástung- ur, sem hver heilvita maður sjer og veit að enginn árangur getur verið að ann- ar, en að reyna að kaupa sjer með því „billega“ lofdýrð allra grunnhyggnustu og fáfröðustu almúgamanna, sem vita ekkert um, hvað á þingi skeður, heyra þaðan fátt, og skilja af því fáa ekkert annað, en að þeir liafi heyrt, að „hann sjera Þorkell talaði um sult, umskipt- inga, sparnað og stjórnarskrá11. En það er jeg viss um, að það eru einungis hinir fáfróðustu og grunnhyggnustu, sem glæpast á þessu. Hver hygginn og skynberandi alþýðumaður sjer á auga- bragði, ef hann kynnir sjer þingtíðind- in, að sjera Þorkell liefur eytt miklu meiru fje frá landsmönnum til þess að gjöra þýðingarlaust og árangurslaust sparnaðarglamur sjer til lofs og dýrðar í einfeldninga augum, heldur en hann liefur áunnið landinu með öllu því, er hann hefur afrekað á þingi. Ef sjera Þorkell Ijeti sjer nægja að ríða gand- reið á sparnaðinum, berjandi barlóms- trumbuna og einblínandi á sinn andlega sjóndeildarhring: krónuna, þá mundi hann fá að sigla sinn sjó í friði og enda fleiri trúa að honum væri alvara en nú gera það. Jeg fyrir mitt leyti játa, að þegar jeg verð þess var, að hann getur ekki rætt svo mál, ekki einu sinni mál, sem hann er samdóma sjera Þórarni um, að hann ekki bregði út frá efninu til að veita honum persónuleg áreitnisorð al- veg óviðkomandi því, sem fyrir liggur, eins og hann hefur gjört á þingi, þá vaknar hjá mjer grunur um, að hjer ráði persónuleg óvild til manns meiru en áhugi á málinu. Og þegar sjera Þorkell getur ekki svarað röksamlegum og kurteisum uinmælum Bjarnar rit- stjóra Jónssonar urn stjórnarmálið, án þess að velta sjer inn á hann og mig (sem þá átti engan orðastað við hann) með tilhæfulaus brigzl um, að við „lif- um í alls nægtum í Reykjavík" og sje- um óbágir á að „ausa út landsfje“, sem er vitanlega á engum minnsta flugufæti byggt, þá má hann við búast, að menn fara að veita því eptirtekt, í hverjum erindum hann er úti, og er þá auðsætt, að þetta er heldur ódýr veiði-aðferð til að snapa sjer atkvæði. Ef málstaður hans er góður, þá ætti hann að verja

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar: 22. tölublað (28.05.1886)
https://timarit.is/issue/136584

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

22. tölublað (28.05.1886)

Gongd: