Þjóðólfur - 11.06.1886, Side 2
9Í^/
þess að þekkja hann, getur hann eigi
gjört við honum. Reki hann sig á
kringumstæðurnar, lærir hann að því
skapi að þekkja þær.
Sjerhverri þjóð hlýtur nú að vera
háttað álíka og sjerhverjum einstakl-
ingi öðrum; hún lærir fyrst að þekkja
sjálfa sig, er hún er einráð og öðrum
óháð að mestu; þá er hún rekur sig
á ávöxt gjörða sjálfrar sín. Hún lærir
að sjá fyrir ráði sínu, er hún má til.
I stuttu máli: hún lærir því að eins
að stjórna sjer, að hún stjómi sjer
sjálf. (Niðurlag).
Um menntun og jafnrjetti
kvenna.
Eptir Guðm. Guðmundsson.
—o— \
(Niðurl.). Yjer skulum fyrst athuga
á hvaða stigi konur standa í þj óðfj e-
laginu hjá oss—að slepptum optnefnd-
um ijettarbótum — og síðan á hveiju
hefði átt að byrja, eða eigi að byrja
þeim næst.
Konur hafa um allar aldir—hjer sem
annarsstaðar—verið settar skör lægra
en karlmenn; þeim hefur aldrei verið
kennt að vera sjálfstæðar, aldrei verið
kennt að hjálpa sjer sjálfar, og aldrei
leyft að hafa forráð eigna sinna. Sið-
ferði þeirra hefur jafnan verið mælt á
aðra stiku en siðferði karlmanna; þær
hafa frá alda öðli verið fordæmdar til
að lifa líðandi (objectivu) lífi, en sífellt
bannað að lifa verkandi (subjectivu)
lífi. Afleiðingarnar af öllu þessu eru
þær, að konur eru yfir höfuð kjark-
minni og úrræðaminni en karlmenn,
kunna miður til fjárforráða, og eru enn
háðari almenningsálitinu en þeir, m. fl.
Að reyna að ráða bót á þessum ófull-
komlegleikum, sem meira kveður að
hjá konum en karlmönnum, er hið
fyrsta, sem löggjafarvald vort ætti að
gjöra. Þó má enginn taka orð mín
svo, að jeg ímyndi mjer að ráðin verði
bót á þessu með lagafyrírmælum ein-
um; hentugt uppeldi er bezta meðal
til þess. Hið fyrsta og helzta, sem
löggjafarvald vort getur gjört og á
að gjöra í þessum tilgangi, er að minni
ætlun það, sem nú skal greina:
Fyrst, að hlynna sem bezt að sjer-
stökum kvennaskólum; annað, að veita
konum aðgang að öllum menntastofn-
unum landsins með sömu kjörum og
skilyrðum sem karlmönnum, og þá
auðvitað veita þeim rjett til allra em-
bætta eins og karlmönnum; þriðja,
að veita giptum konum rjett til að
hafa fjárhag sinn aðskilinn frá fjárhag
bænda sinna. Margt má ef til vill
færa til mótmæla gegn þessu siðasta
atriði, en einnig ærið margt því til
meðmælingar.
Rúmið leyfir mjer eigi að fara mörg-
um orðum um það að sinni, enda þykir
mjer líklegt, að einhver, sem. færari
er til þess en jeg, láti opinberlega i
ljósi álit sitt um þetta.
Þó fæ jeg eigi stillt mig um, að
benda stuttlega á, hvílík herfileg rang-
indi það eru, að bændur skuli hafa
ótakmörkuð umráð yfir eignum kvenna
sinna. I borgaralegum lögum er ekkert
það, sem banni bændum að sóa öllu
því fje, sem þeir kunna að hafa feng-
ið með konum sínum, ef þeir að eins
vilja; konurnar verða að sættasigvið
það, þó fjeð hefði verið miklu betur
komið undir þeirra umsjón. Bóndi
getur þannig að ósekju komið konu
og börnum á vonarvöl'; lögin halda
engri vernd yfir þeim í þessu efni, og
álit almennings er svo afvegaleitt, að
engum dettur í hug, að bóndi sje neitt
verri drengur eptir en áður; sumum
þykir hann að eins vera ónýtur bú-
maður, en enginn lætur sjer um munn
fara, að hann hafi drýgt glæp.
Lögin leggja refsingu við því, ef
menn stela fje úr sjálfs síns hendi -—
og það með fyllsta rjetti—, en mönn-
um kemur hvorki til hugar, að láta
það varða við lög, ef bændur sóa eign-
um kvenna sinna í slarki eða ómennsku,
nje heldur að veita konum umráð fjár
síns, svo þær sjeu sjálfráðar að því,
hvort þær trúa bændum sínum að öllu
leyti fyrir umsjá þess eða ekki. Enn
eru menn ekki komnir svo langt, að
þeir geti rýmt saman helgi eignarrjett-
arins og hjónabandsins; það er þó all-
merkilegt. Ekki er samt allt búið enn.
Hið bitrasta er ótalið. Ef bóndi vinn-
ur glæp, sem fjársekt liggur við, eða
gjörir eitthvað það er sektum varðar,
þá er sektarfjeð með góðri samvizku
tekið jafnt af eignum konunnar sem
bóndans, þó konan hafi ekki einu sinni
vitað um óvirðingu bónda síns, því
síður átt nokkurn þátt í henni. Þess
eru fjölmörg dæmi, að kona hefur
orðið að fara á vonarvöl fyrir glæpi
bónda síns, þótt allar eigur þeirra hafi
i raun og veru heyrt henni til t. a. m.
ef bóndi hefur verið snauður en konan
rik, þegar þau áttust. Auk þeirra
harma, er yfirsjón bónda hennar hefur
bakað henni, hefur hún þannig orðið
að þola örbyrgð og volæði. Og svo
er rjettarmeðvitund manna sljó, að
þetta þykir öldungis náttúrlegt og
rjett. Vera má, að eittlivað megi finna,
sem löggjafarvaldið ætti jafnframt að
hrinda í lag, en þetta, sem nú er talið
hygg jeg mest áríðandi, svo framar-
lega sem nokkuð á að reyna, að efla
framfarir kvenna vorra. Jeg veit þeir
muni vera margir, sem helzt vildu,
að hagur kvenna væri látinn sitja við
sama eina öldina enn; ef menn eru
nógu samtaka i sliku, má vera það
takist, en það er víst, að fyr eða síð-
ar hlytur heimurinn að sjá svo sæmd
sína, að slíkt verði eigi lengur þolað.
Heill þeirri þjóð, sem hið bráðasta
lætur sjer skiljast nauðsyn tímanna,
en þeirri mun illa fara, sem eigi kann-
ast við kröfur tímans, heldur hangir
við fornar venjur sem lengst hún
getur.
Útlendar frjettir.
Khöfn, 27. maí 1886.
Englnnd. Hinn 10. maí hófst önnur umræða
um írska málið, eptir að báðir flokkar höfðu
haft nægan tíma til að rífast um málið í lieild
sinni í blöðum og á fundum. Það sem þeir
Chamberlain liafa helzt á móti frumvarpinu er.
að ríkisheildinni sje raskað, ef írar fái sjer-
stakt þing, en segjast ekkert hafa á móti því,
þó írar fái eigið þing, ef þeir lika eigi setu á
ríkisþinginu; jtessu svaraði Gladstone þannig,
að hann skyldi ganga að þeirri hreytingu, að
írar hefðu setu á rikisþinginu, þegar um al-
menn skattamál væri að ræða, en annars gæti
hann eigi gengið að frekari breytingum. Yið