Þjóðólfur - 23.07.1886, Page 2

Þjóðólfur - 23.07.1886, Page 2
118 með sparisjóðskjörum (15. gr.); sjálf- sjálfsagt af því að hann hefur fyrst um sinn nóg fje sjálfur til að lána út. I 6. gr. bankalaganna er meðal annars tekið fram, að bankinn eigi „að veita lán sveitum, bæjum og al- mannastofnunum hjer á landi gegn á- byrgð sveita og bæja‘b Hvernig út- búa eigi skjöl og skilriki fyrir þvi- líkum lánum, talar reglugjörðin ekk- ert um; hefði þó ekki veitt af þvi mönnum til leiðbeiningar, og af því að þær leiðbeiningar vanta, hefur það komið fyrir, að lánbeiðsla frá sveitar- fjelagi hefur orðið " apturreka sakir formgalla á skjölunum. Bankastjórn- in heimtar þessi skilriki fyrir láni til sveitar: Eptirrit af siðasta árs jafn- aðarreikningi hreppsins, til að sjá efna- hag sveitarsjóðsins; eptirrit þetta þarf að Vera staðfest af sýslumanni. Auk þess þarf vottorð frá oddvita hlutað- eigandi sýslunefndar um, að hún hafi gefið hreppnum leyfi til að taka lánið. Enn fremur þarf lánbeiðslan að vera undirskrifuð af oílum hreppsnefndar- mönnunum, eða ef hreppsnefndin gef- ur öðrum fullmakt til að taka lánið, þá þarf fullmaktin að vera undirskrif- uð af öllum hreppsnefndarmönnunum. Loks þarf vottorð frá sýslumanni um, að hreppsnefndarmennirnir sjeu í raun og veru hreppsneíndarmenn. Það er skylda bankans eptir 6. gr. bankalaganna, „að kaupa og selja víxla og ávísanir, hvort sem þær eiga að greiðast heldur hjer á landi eða erlendis, útlenda pen- inga, hankaseðla, brjefpeninga og auðseld arð- herandi verðbrjef“. Ein ávísun vitum vjer til að hefur verið boðin til sölu í bank- anum; það var ávísun upp á sýslu- manninn í Rangárvallasýslu og sam- þykkt (akcepteruð) af honum. En fram- kvæmdarstjórinn neitaði með öllu að kaupa hana, af þvi að það væri ekki víxill og þar eð greiðandinn byggi ekki i íteykjavík, þrátt fyrir það, að bankinn er jafnskyldugur til að kaupa ávísanir sem víxla.— Til þess að bank- inn geti uppfyllt skyldur sínar eptir 6. gr. bankalaganna, verður hann að standa i sambandi og viðskiptum við banka erlendis, en slíkt samband er enn ekki koinið á. Yj er viljum ekki geta þess til, að það dragist, en vjer furðum oss stórkostlega á, að bankinn skuli ekki nú þegar vera kominn í viðskipti við neinn banka erlendis. Að veita lán er því hið eina starf bankans enn sem komið er. Ollum öðrum störfum, sem hann á að hafa á hendi, er bægt á braut. Það, sem haft er fyrir augum í reglugjörð bank- ans og framkvæmdum hans er þvi, þegar alls er gætt, mjög mikil var- kárni, gróði bankans og hægð fyrir starfsmenn hans, en miklu síður hagur eða hægð landsmanna, sem góðs eiga að njóta af bankanum. Það er auð- vitað miklu náðugra fyrir starfsmenn bankans að útiloka frá honum svo mörg og öll hin vandasömustu störf. Tiigangur bankans er þó engan veg- inn sá að veita starfsmönnum sínum laun fyrir lítil og vandalaus verk. Ekki er sopið kálið, þótt í iiusuna sje komið. —0— (Niðurl.). Bptir að menn voru búnir að heyra afdrif þessa máls á alþingi, var fundur haldinn í æðarræktarfjelaginu hinnlð. okt f. á.; álitu allir fundarinenn að ðfært væri að skipta lánsfjenu milli sýslufjelaganna á Breiðafirði. Ritaði fundurinn hlutaðeigandi sýslunefndum og stakk upp á því, að 5 manna nefnd tæki við því af fjenu, er Breiðaflrði hlotnaðist, og annaðist um, að það yrði greitt fyrir eyðingu varga samkvæmt regl- nm þar að lútandi, er fundurinn samþykkti. Skyldi hver sýslunefnd á Breiðafirði kjósa einn mann úr sínum flokki í nefndina og æðarrækt- arfjelagið 2 menn. En fjelagið átti að bera allan kostnað, er þetta fyrirkomulag hefði í för með sjer. Yar ætlazt til, að þessi 5 manna nefnd gæfi hlutaðeigandi sýslumönnum skýrslu um það í tæka tíð, hversu mikil sje dúnpunda tala á ári hverju í öllum sýslunum til samans, svo þeir gætu sjeð af því, hversu mikið þeir mættu leggja á hvert dúnpund, hver í sinni sýslu til þess að ávaxta og endurborga nefnt lánsfje. Fundurinn ljet sýslunefndirnar vita jafnframt, að æðarræktarmenn sæju sjer ekki fært að nota lánsfjeð nema á þennan liátt, og myndu þeir að öðrum kosti afsala sjer því. Sýslunefndin í Dalasýslu hefur rætt mál þetta og látið það álit sitt í ljósi, að lánið geti ekki komið hverju einstöku sýslufjelagi að notum, nema því að eins að sýslunefndirnar kring um Breiðafjörð geti komið sjer saman um hagnýt- ingar þess. Yill nefndin því að það sje notað á þann hátt, er fjelagið hefur stungið upp á. En sýslunefndin í Snæfellsnessýslu vill alls ekki sinna áðurnefndri áskorun fjelagsins, livað sem því veldur. Ei að síður hefur oddviti nefndar- innar lýst yfir því, að nefndinni sje kunnugt um, að yfir æðarvarpi á Breiðafirði vofi hin mesta hætta, ef ekki sje sem fyrst röggsamlega leitast við að sporna við henni, enda hafa flest- allir varpmenn hjer i firðinum sömu skoðun. Þeir vita, að svartbakurinn hefur frá alda öðli eytt þar á hverju ári flestöllum æðarungum, og þeir eru sannfærðir um, að hann hafi frostavet- urinn mikla 1880—81 breytt þannig lífsháttum sínum sökum ætaleysis, að hann hafi þá einnig lagzt á fullorðna æðarfugla, og haldið þeim vana síðan; því næstliðin 4 ár hafa menn sjeð s-vartbakinn drepa þá hjer og hvar á firðinum á öllum ársins timum, sem mjög sjaldan bar við áður. Menu hafa og krufið svartbaka, sem skotnir voru næstliðið sumar, og fundið niður í þeim fætur af æðarfuglum, enda hefur æðar- varpið rýrnað á þessu 4 ára tímabili á allflest- um varpjörðum á Breiðafirði frá fimtung til helmings. Þð má gjöra ráð fyrir, að apturför varpsins verði meiri að tiltölu, þegar lengra liður; þvi það er deginum ljósara, að því meira sem þessi æti svartbaksins minka, þvi fyr þrjóta þau, verði honum ekki eytt. Aptur á hinn bóginn liggur það eins i augum uppi, að æðar- fuglinn hlýtur að fjölga, og það svo stórkost- lega, að hann jafnvel áttfaldast á 10 árum, verði hann fullkomlega friðaður. Þessa skoðuu sína byggja varpmenn á áætlun um fjölgun æðarfugla á Breiðafirði, sem samþykkt hefur verið á fundum fjelagsins. Hefur enginn mælt á móti henni, enda virðist hún á nægum rök- um byggð. Að minnsta kosti ættu menn að geta gengið út frá því sem gefnu, að dúntekja hjer á flrðinum, sem næstliðið ár mun hafa numið hjer um bil 30,000 kr. að frátöldum öll- um kostnaði, inuni áttfaldast áður en húið er að endurgreiða lánið á 28 árum, fái fjelagið að ráða, kvernig þvi sje varið. Vjer sjáum enga ástæðu til þess að neita þvi uui það. Þar á móti hafa þegar sjest deili til þess, að óheppi- legt hafi verið að veita sýslunefndunum öll um- ráð yfir láninu. Tvær þeirra, sem rætt hafa málið, eru hver á sinni ólíku skoðun um hag- nýtingu lánsins. Er því útsjeð um, að fjelagið fær ekkert fje í sumar til framkvæmda sinna. Bíða varpbændur á Breiðafirði við það meiri skaða í ár en öllu lánsfjenu nemur. Þeir eru flestallir komnir i stórskuldir, og geta því alls ekki lagt nægilega mikið fje fram í einu, til þess að friða æðarfuglinn, þótt þeir gætu orðið á eitt sáttir um, að skjóta þvi fje saman, sem ekki er að gjöra ráð fyrir. Þar á móti geta þeir greitt hið ákveðna árgjald af láninu, sem ekki nemur svo miklu, sem 2% af dúntekjunni, eins og hún er nú. Það er vonandi, að næsta alþing láti sjer um- hugað um, að kippa þessu máli i liðinn, svo að fjelagið fái öll umráð yfir láninu, eins og það fór fram á í upphafi. Ritað í maímánuði 1886. Nokkrir eigendur og ábúendur varpjarða á Briðaftrði.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.