Þjóðólfur - 03.08.1886, Síða 4

Þjóðólfur - 03.08.1886, Síða 4
128 frestað. líefndin kaus Ben. Sveinss. fyrir form. en Síg. Jónsson fyrir skrifara. 31. júlí. í neðri deild l.umr. um frumv. til laga um liiggilding verzlunarstaðar við Þórs- höfn í Gullbringusýslu visað til 2. umr. — 1. umr. um frumvarp til laga um breytingar á lögum 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. Efni pessa frumvarps er pað, að í fiskiveiðasampykkt megi ákveða, „að öll veiðarfæri, er brúkuð eru gagnstætt ákvæðum sampykktar, sjeu upptæk og töpuð eiganda", en að andvirði peirra tilfalli fátækrasjóði og upp- ljóstrarmönnum. Yísað til 2. umr. Bæði pessi frumvörp frá pingmönnum Gullbr. og Kjósarj. 2. ág. í n.d.; 2. umr. um löggilding Þórs- hafnar; samp. og visað til 3. umr. — Prumv. um löggilding verzlunarstaðar að Haukadal í Dýrafirði og á Höfn í Sljettuhreppi. Vísað til 2. umr. — Nefnd kosin til að rannsaka Pens- marksmálið: Þorleifur Jónsson (20 atkv.), Lár- us Halldórsson (17), Ólafur Briem (17), Sig. Stef. (17), Þorv. Kjerúlf (17) Á undan nefnd- arkosningunni voru litlar umræður. Þorlákur Guðmundss. og Þorl. Jónss. mæltu með að setja nefndina og landsh. tók vel í pað, og kvað við pá rannsókn mundu margt skýrast á annan veg en orð væri á. Betur, að svo yrði. í efri deild 1. umr. um frv. til laga um breyting á lögum 8. jan. 1886 um lán úr við- lagasjóði til handa sýslufjelögum til æðar- varpsræktar (flutningsm. Jak. Guðmundsson). Efni pess er, að lánið skuli veitast amtsráði vesturamtsins. „Skal pað verja pví til að eyða flugvargi peim, sem æðarfugli grandar á svæði pví, er æðarræktarfjel. í Breiðafirði og við Strandaflóa nær yfir, sainkvæmt reglum er fjel. setur og amtsráðið sampykkir. Visað til 2. umr. Reykjavík 3. ágúst 1886. Lausn frá prestskap fjekk 29. f. m. sjera Kjartan Jönsson, prestur að Eyvindarhólum sakir ellilasleika. (Kominn á nýræðisaldur). Nýlosnuð hrauð. Þingvellir við Öxará met. 853 kr. (28. f. m.). Brauðið veitt með peim fyrirvara, að Úlfljótsvatnssókn kunni að verða sameinuð við brauðið, og verður sá, sem brauð- ið fær, að ganga að pví. Eyvindarhólar, met. 1018 kr. (29. f. m.). Mannalát. Frjetzt hefur, að látinn sje merkisbóndinn Arni Sigurðsson í Höfnum á Skaga i Húnavatnssýslu. Hin síðustu ár var hann mjög heilsulítill. Árni sálugi var búmað- ur einhver hinn bezti og sannkallaður sveitar- höfðingi. 11. júní síðastl. dó merkiskonan Ingiríður Jónsdóttir á Hamri i Borgarhreppi á sjötugsaldri, kona sýslunefndarmanns Gunnars Vigfússonar. Ingir. sál. var vönduð og vel látin, guðhrædd og gestrisin. Jóel Sigurðsson, fyrrum kaupmaður hjer í bænum og hattari, er fór til Ameríku í fyrra, ljezt par 8. júni síðastliðinn. íslenzkaílaggið afhent póstskipimi Romny. 1. p. m. kl. 10V2 f. h. færði Þorlákur kaup- maður Ó. Johnson skipstjóranum á póstskipinu Romny að gjöf bláan fána með hvítum fálka handa skipinu. Með Þorl. Johnson fóru út á skipið ýmsir bæjarbúar, einn Englendingur og einn Amerikumaður. Skipstjóri Sörensen tók fegins hendi móti gjöfinni, og ljet draga flaggið pegar upp á frammastur skipsins. Eptir pað bauð hann komumönnum til drykkju, flutti par ræðu, par sem bann pakkaði fyrir flaggið, og kvaðst jafnan mundu brúka pað á ferðunum hingað jafnframt danska flagginu. í förinni út á skipið var og Helgi Helgason trjesmiður með söngflokk sinn; ljeku peir Helgi á horn á leið- inni út og úti á skipinu. Piskiskúturnar íslenzku hafa nú snmar komið inn með mikinn afla, yfir og um 8000 hver. Leiðrjetting í 30. tbl. 118. bls. 3. d. 18. 1. a. o. fætur fyrir tætur. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Kvennaskólinn í Reykjavík. Þeir, sem vilja koma konfirmeruðum, efni- legum yngisstúlknm á kvennaskólann næstkom- andi vetur (1. okt. til 14. mai) snúi sjer í peim efnum til undirskrifaðrar forstöðukonu skólans fyrir lok næstk. ágústmánaðar. Stúlkur úr fjarliggjandi sveitum geta, eins og að undan- anförnu, fengið húsnæði og fæði m. fl. í skóla- húsinu fyrir mjög ssnngjarna borgun. Að öðru leyti vísast til auglýsingar kvenna- skólans 4. júní p. á. (ísafold XIII. 24, 25, 26), par sem gefið er í skyn, að stofna mætti hinn þriðja bekk handa stúlkum, er lengra væru komnar, eða vildu ná meiri menntun, en almennt gerist, ef hlutaðeigendur sýndu nægan áhuga í pví máli, og sendu nógu margar proskaðar og hæfilega undirbúnar stúlkur til skólans. Reykjavik 30. júlí 1886. Thora Melsted. White amer stál-saumavjelar. Oss undirskrifuðum, sem keypt höfum Ame- rískar saumavjelar hjá kaupmanni M. Johan- nessen hjer í bænum, er sönn ánægja að votta pað, að pær eru hinar beztu saumavjelar, er vjer höfum saumað með. Þær taka öðrum saumavjelum einkum fram i pví, að pær vinna mjög ljett og pögult, að nál og skytta eru mjög auðpræddar, að pær spóla sjálfar án pess, að maður purfi að skipta sjer af tvinnanum, og að prýstarann má hækka eða lækka eptir pví, hve pykkt eða punnt er saumað í peim. Reykjavík 27. febr. 1886. Hólmfríður Björnsdóttir. Vigdís Ólafsdóttir. Skrœder H. Andersen. G. Commichau & Co. i Silkeborg Danmark Grundlagt 1877 j söger en solid Eneforhandler for Island for j deres velrennomerede og reele danske Trikotage j og Uldvarefabrikata. Pabrikken er en af de störste og bedst ind- 1 rettede i sit Slags i Danmark. Nærmere Oplysninger, Priskurant, Pröver veu direkte Henvendelse til Firmaet. J»ær stúlkur, sem vilja vera á kvennaskólan- um á Ytriey næsta vetur, verða að sækja um pað til skólaforstöðunefndarinnar eða undirskrif- aðrar forstöðukonu skólans. Skólinn byrjar 1. október og stendur til 8. maí. Hver stúlka skal borga 70 a. um daginn ogskalmeðgjöfin borgast að hálfu fyrirfram. A skólanum fást keyptar bækur einnig sniðapappír, málbönd og fatakrit, par að auki efni í ýmsa muni. Stúlkum, sem kynnu að eiga óhægt með að hafa með sjer nóg af saumefni, verða útveguð föt til að sauma. Skólanum verður eins og næstliðinn vetur skipt í 3 bekki og kenndar sömu námsgreinir, sjá 26. tbl. Þjóðólfs p. á. Að haustinu verður kennd niðursuða á kjöti og ostagjörð. Reykjavík 27. júlí 1886. Elín Briem. Til almounings! Læknisaðvörun. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents", sem hr. C. A. Niss- en hefur búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Jeg iief komizt yfir eitt glas af vökva pessum. Jeg verð að segja, að naftiið Brama-lífs- essents er mjög villandi par eð essents pessi er með öllu ólíkur hinum ekta Brama- lífs-elixír frá hr. Mansfeld-Búllner & Lass- en, og pví eigi getur haft pá eiginlegleika, sem ágœta hinn egta. Þar eðjegummörg ár hef haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-Búllner & Lassen er kostaheztur, get jeg ekki nóg- samlega mælt tram með honum einum, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júli 1884. E. J. Melchior, lseknir. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egtaBrama-lifs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir. Kaupmannahöfn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur .Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.