Þjóðólfur - 17.08.1886, Side 1

Þjóðólfur - 17.08.1886, Side 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR öppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. Reykjavík, þriðjudaginn 17. ágúst 1886. XXXVIII. árg. Landamerkjalögin, landeigendur og máldagar. Eptir rúmt ár, eða 26. júlí 1887, er frestur sá á enda, sem landamerkjalögin frá 17. marz 1882 veita, til þess að fullnægja ákvæðum sín- um. Þá á hver landeigandi eða landráðandi á íslandi að vera búinn að gefa sýslumanni sín- um fulla og glögga skýrslu um endimörk jarða sinna og ítaka, og eins þeirra, sem aðrir menn eiga í lians lönd, að öðrum kosti má hann húa sig undir, að punga út með allt að 40 krónur fyrir hvert. ár, sem markaskránni er ekki lok- ið1. Hjer eru engin undanbrögð, nema hvað 5. gr. virðist því að eins að heimila allt að 40 krón- um, að árið sje fullt, sem fram yflr er, annars vegar 20. Það er j)ó ein uudantekning frá þessu og það er 18 mánaða frestur sá, sem sýslu- maður á heimilt að veita, því það er hvergi tekið fram, að hann þurfi að nokkru eða öllu að falla f'yrir innan þennan 5 ára frest, ogþví ekki ást.æða til að binda hann við þau mörk. Enn þessi frestur er lítill og að litlu gagni. Þessi markasetning er eitt hið allra þýðingar- mesta atriði í sögu jarðeigna á íslandi Hún verður sú rödd, sem einlægt og óskorað segir hingað og ekki lengra við hvern eiganda og ráðanda hverrar jarðar, um hvað sem hann spyr eða um hvað sem hann er spurður, og þar st.randa öll landaþrætumál framtiðarinnar, nema því að eins, að landamerkjaskráin sjálf verði svo tvíræð eða vansköpuð á einhvern veg, að hún verði ekki skilin án hjálpar frá skjölum öðrum eða skírteinum. Hjer þarf því að búa vel um hnútana, því hjer verða töluð orð ekki apt.ur tekin. Þegar fresturinn er liðinn og skjalið undirskrifað af öllnm viðkomendum, þá er þvi máli lokið. Allir máldagar, öll eignar- brjef og öll skilriki á skinni og pappír, ung og gömul eru þá dauð og marklaus. Landamerkja- skráin ein gildir, og landamerkjadðmur, ef hann hefur gengið, þó þar liafi verið dæmt án allra 1) Þetta er ekki alveg rjett, þvi að sam- kvæmt landshöfðingja brjefi 15. júní þ. á. (sjá stjórnartiðindi 1886 B bls. 78) „kemur ekki til fyr en á manntalsþingum 1888 að fylgja tram úbyrgð á hendur þeim, sem þá verða uppvisir að því, að hafa vanrækt að fullnægja skyldum þeim, er 1.—4. gr. laudamerkjalaganna leggja þeim á herðar11, og fyrst á manntalsþingum 1889 her að beita tvöföldum sektum við því- líka vanrækslu. Ritstj. gagna og vitna. Það er því brýnasta skylda i hvurs landeiganda, að safna nú að sjer öllum þeim skilríkjum, sem unnt er að ná í, því það j er blóðugt að sjá lönd eða hlunnindi hafa geng- ið undan jörð sinni af þeirri ástæðu einni, að skilríkið kemur einum deginum of seint. En ] hjer er nú ekki við neitt barn að eiga, þar sem skilríki þessi eru; þau eru bæði víða dreifð og vandfundin. Það er reyndar ekki ólíklegt, að söfnin heima, bæði landsbókasafnið, hiskups- safnið og önnur skjalasöfn víðs vegar um land- ið verði rannsökuð að meira eða minna ieyti, enn þar á er þó sá liængur, að það starf er ekki fært. nema einst.ökum mönnum, sem kunn- ugir eru, ef það á ekki að vera ókljúfandi verk, og þessir menn geta þvi sett verk sitt svo dýrt, sem þeim sjálfum lízt, og þótt. þeir sýni alla sanngirni, þá tekur þetta samt afar tíma og verk, sem þeir geta þó ekki gefið hverjum manni og sem eptir vanalegum launum fyrir ritstörf kostar mörg þúsund krónur. Þessi eltingaleik- ur um öll söfnin verður því búinn að kosta hvern mann ærna peninga um það leyti, að liann er nokknrn veginn viss um, að allar upp- sprettur sjeu þurrar. Þetta er nú kannske vinnandi vegur heima, ef krónurnar eru nokk- urn veginn á reiðum höndum, enn hjer i Khöfn versnar sagan. Það er nú fyrst, að hjer á söfn- um er bæði miklu ft.eira og merkara af slík- um skjölum og skírteinum en lieima, þar við bætist líka, að mesti grúi þeirra er öllum mönn- um ókunnugur, og þetta hefur aldrei verið rann- sakað að neinu gagni. Brjefabækur biskupanna eru bæði margar og stórar og nauða merkileg- ar og nær ótæmandi uppspretta fyrir skilríkj- um jarðeigna og ítaka af öllu tagi, haga, veiði, afrjetta og reka, og þar hefur enginn farið yfir svo gagn sje að, og ekki Jón Sigurðsson sjálfur. Dómabækur og önnur skjöl sem við koma jarðeignum um allt land liggja sömuleið- is haugum saman, og um allt þetta veit eng- inn lifandi maður neitt að gagni; það eru að eins örfáir menn, sem liafa blaðað í því lítið eitt, þegar líf manns hefur legið við. Því að ganga gegn um þetta moldviðri, er verk sem menn leika sjer eltki við að nauðsynjalausu og sem allt af kostar ærinn tíma og peninga. En' nú er þegar komið i eindaga með frest- inn og allt þetta liggur órutt og órannsakað; það þarf því ekki að ganga neitt grublandi að því, að ekki tugir, heldur huiidruð af skjölum og skilríkjum, sem ern öldungis bráða nauðsyn- leg tyrir markasetninguna, fá að liggjahjer ó- notuð og öll hulin, og verða þar af leiðandi eigendum ónýt með öllu. — Hið einasta sem unnið hefur verið að þessu nauðsynja verki er Nr. 36. útgáfa bókmenntafjelagsins á fornbrjefunum, og svo það sem Jón Pjetursson háyfirdómari hefur tekið upp i tímarit sitt af brjefum og máldög- um. Þessar bækur eru því sú einasta hjálp, sem menn hafa í þessa átt, enn þó þær sjeu hinn bezti greiði og hinar þörfustu bækur sem menn eiga eins og nú stendur á, þá eru þær þó ekki nema byrjunin, og að eíns þúsundasti partur af því sem þörfin heimtar. Það er því alveg vist, að þessi lögboðna landamerkja-skrá fer á mis við ara grfia af nauðsynlegustu skrám og skjölum, eptirkomend- um okkar til angurs og ergelsis og sjálfum okkur, sem nú lifum, t.il einskis heiðurs, og það væri mjög ónærgætið og jafnvel beinlínis rangt, að kenna landeigendum eða landráðend- um þetta einum saman, því þá vantar fjeð, og auk þess er hjer enginn sá maður í Höfn, sem geti gengið að því að safna afskriftum fyrir einstaka menn svo að fullnægjandi sje fyrir þá peninga, sein þeir geta vænzt eptir að menn láti af hendi rakna; og að gera þetta á þeim tíma, sem eptir er, tekur ekkinokkru tali. Hjer er því mönnum sá einn kostur nauðugur, að láta merkjadóminn taka eignir sínar hers hönd- um án gagna og vitna, eptir tómum líkinda- reikningi, þar sem hann vantar skilríki. En þessi málalok eru löggjöf okkar til lítils heið- urs, og ætti því löggjafarvaldið að reyna að ráða bót á þessu með því að lengja frestinn að minnsta kosti um 5 ár og gera svo nauðsynleg- ar ákvarðanir til að út, verði gefnar á því tímabili allar helztu máldagabækur, ogfrumrit af brjefum öllum, sem landamerkjum við koma að minsta kosti, tilframhaldsfornhrjefasafni bókmenntafjelagsins. Til þess verður þingið að leggja fje, og sjá svo um að samið verði við þann eða þá menn, sem til þess verks eru hæfir. Þetta kostar peninga, en Bókinentafjelagið mun annast um prentun alls og jafnvel launa verkið að nokkru. Það ættu að nægja 1000 krónur á ári eða þar um bil, og þótt ekki yrði komið út allt, sem þyrfti á þessum 5 árum, þá ætti þó sá. sem að verkinu vinnur, að vera orðinn svo kunnugur á söfnum hjer og enda víðar, að hann ætti nokkurn veginn að geta leitað af sjer allan grun í þessa átt. Enn þó þetta kosti dálítið, þá fer ekki minua fje til þess, ef hver einstakur maður á að lát.a leita sjer að nokkru gagni á söfnunum, og óhætt að fullyrða, að það yrði ekki aimað eins, heldur helmingi meira og kæmi þó æði ójafnt. niður. Það getur víst enginn með sanni sagt, að nokkurn skapaðan hlut liggi á aðleiða landmerkjamálin til lykta; hjer er eingungis um að tala, að málinu verði ráðið til lykta með rjettlæti og hyggindum, og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.