Þjóðólfur - 17.08.1886, Side 2

Þjóðólfur - 17.08.1886, Side 2
142 sem minstum kostnaði og jöfnustum. Og að Jiessi 5 ára frestur, sem hjer er farið fram á, sje að nokkru leyti málinu til tjðns, svo að nauðsyn heimti að hafa hann skemmri, er hrein skammsýni; þessi frestur og fjárframlag, er mjög litils vert í samanburði við allar þær rðstur, óánægju og handalögmál, lögleysu og rifrildi, sem þetta fiausturverk hlýtur að draga á eptir sjer. Menn geta nú sagt, að þetta sje spádómUr, sem ekki rætist, enn þeim mun ganga alt ver að sanna, að svo sje; það eitt er þeim til svars, að hjer geti legið og er vist að leggja bækur, skjöl og skýrteini ýms, sem enginn maður veit neitt að ráði um, bæði i safni Árna Magnús- sonar sg eins í leyndarskjalasafni konungs og auk þess víðs vegar um heim, og jafn vel fiti í páfagarði í Kómaliorg. Þetta er alt órann- sakað, og þó nú þingið þrumaði það fram af sjer í þatta sinn, að gera gangskör að þessu, þá rekur þó að því af öðrum ástæðum áður langt um liði, að við getum ekki látið þetta ógert, ef við eigum að sýna á okkur nokkurn vilja eða viðleitni til að halda í sóma okkar sjálfra og bókmenta okkar, því allir sjá að ekkert verður gert við allan miðhlutann i sögu landsins, nema hundakák, fyrri en alt þetta er safnað saman og búið að gefa það út. Jeg leyfi mjer því að bera fram þá tilögu til þingsins, að það vilji vinda sem allra bráð- astan hug að framkvæmdum þessa máls, og gera þetta nú þegar, því ella er það um sein- ann; lengi frestinn um 5 ár að minsta kosti og geri allar nauðsynlegar ákvarðanir því til framgangs, að það verði gefið út, sem tiltæki- legt þykir af máldögum, dómum og brjefum, sem nauðsynleg eru fyrir landamerkjamálið; hitt mætir auðvitað afgangi. það þarf að semja við færan inann helzt strax, og gera honum að skyldu að gefa út vissan part á ári, svo að öllu þvi nauðsynlegasta verði lokið á þessu timahili. Það helsta verður þetta: Skálholts- máldagar: Jóns Halldórssonar, Jóns Indriðasoar, Jóns Sigurðssonar, Gyrðis, Oddgeirs, Mikaels, Vilk- ins, Sveins spaka, Stefáns, Ögmuudar, Marteins, Gísla, Odds og Bynjólfs. Frá Hólum: Mál- dagar Auðunar, Jóns skalla og Pjeturs Niku- lássonar, brjefabók Jóns Villijálmssonar, máld. Olafs Rögnvaldssónar, SigTirðarregistur svo og máldagar Guðbrandar og Gisla. Auk þessa eru brjefabækur ýmsra biskupa og þó einkum Brynjólfs Sveinssonar, sem bæði er mest og merkust; svo eru og ýms brjef og dómar á við og dreif, sem bæði er margt og merkilegt, og snertir allt meira og minna eignir og ítök um allt land. Kaupmannahöfn 17. júlí 86. Þorsteinn Erlingsson. Úr þingsköpunum. Þar sem sagt er í þingfrjettunum hjer í blaðinu, að eitthvert mál hafi verlð samþykkt við fyrstu eða aðra umræðu, þá höfum vjer orð- ið þess varir, að eiustaka maður hefur mis- skilið þetta, og haldið, að málið sje leitt til lykta, úr því að sagt er, að það haíi verið sam- þykkt við einhverja umræðu. Þetta kemur til af því, að menn þekkja ekki nögu vel þing- sköpin og stjórnarskrána. En þar er svo á- kveðið, að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja til fiillnaðar, fyr en það hefur verið rætt þrisvar sinnum í hverri þingcleildinni um sig. Það fara þannig fram þrjár umræður um hvert lagafrumvarp í hvorri deild; milli umræðnanna skulu jafnan liða 2 dagar. Við aðra og þriðju umræðu má gera breytingar á frumvarpinu, svo að það er auðsætt, að þótt eitthvað sje sam- þykkt við 2. umr., getur það breyzt eða fallið við 3. umr. Það lagafrumvarp. sem borið er upp i annari deildinni, t. d. í neðri deild, verð- ur að ræðast þar í þrem umræðum; síðan geng- ur það til efri deildar og þar fara sömuleiðis fram þrjár umræður um það. Þar getur það annað- hvort orðið fellt eða samþykkt, eða því breytt. Ef það verður samþykkt þar við þriðju umr. alveg eins og það kom frá neðri deild, þá er það leitt til lykta frá þingsins hálfu og verð- ur afgreitt til landshöfðingja. En geri efri deildin einhverja breyting á því, gengur það aptur til neðri deildar, sem þá ræðir það í einni umræðu, og ef þá verða samþykktar breyt- ingar efri deildar, verður það afgreitt til lands- höfðingja. En geri neðri deild þar á móti breyting á því, gengur það aptur til efri deild- ar; er það þá rætt þar í einni umr., og sje það samþykkt óbreytt, verður það afgreitt til landshöfðingja; en verði gjörð breyting á því, þá gengur það til sameinaðs þings; þar eru báðar deildir þingsius á sameiginlegum fundi og ræða málið í einni umræðu. Þar geta kom- ið fram breytingar. Ræður þar atkvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku málsatriði, én til þess að lagafrumvarp verði samþykkt í heild sinni i sameinuðu þingi þurfa með frumvarpinu tveir þriðjungar atkvæða þeirra sem greidd eru. Menn sjá, að það er talsverður rekstur á lagafrumvörpunum, áður en þau verða afgreidd sem lög frá þinginu. Er það gert til þess að allt verði sem bezt af hendi leyst. A 1 þ i n g. Fensmarksmálið. Nefndin, sem sett var 2. þ. m. til að rannsaka þetta mál, kaus Lárus Halldórsson fyrir formann og Ól. Briem fyrir skrifara. Fyrstu dagarnir gengu í að fá skjöl og skilriki málinu til skýringar hj á landshöfðingja, amtmanni, landfógeta og hinum umboðslega endurskoðara. Til þess að rannsaka þetta mál út í æsar, þarf miklu lengri tíma, en nefnd- in hefur haft yíir að ráða, svo að hún hefur orðið að veita þvi mest athygli, sem henni þótti allra nauðsynlegast, og einkum reikningsskil Fensmarks og aðgjörðir landshöfðingja og amtmanns, þá er Fensmark gerði ekki reiknings- skil í tæka tíð. Samkvæmt reglugjörð 13. febr 1873 um opinber reikningsskil og heimt- ingu opinberra gjalda á Islandi skulu reikningshaMarar (sýslumenn, bæjar- fógetar og umboðsmenn) borga gjöM- in í jarðabókarsjóð eða aðalfjárhirzl- una jafnóðum og þau verða heimt saman og senda þau með fyrstu póst- ferð eptir að þau eru greidd reikn- ingshaldaranum (4. gr.). Eptir reglu- gjörð 25. mai 1878 skulu aukatekjur og önnur gjöM, sem þar ræðir urn, borgast í lanssjóð við lok hvers árs- fjórðungs; sama er að segja um út- flutningsgjald af fiski og lýsi sbr. reglugjörð 6. júlí 1882. Innan loka febmarmánaðar skal gera reikningana fyrir næsta ár á nndan og senda þá amtmanni áleiðis til landshöfðingja með næstu póstferð þar á eptir, (2. gr. i reglug. 1873) og „sje reiknings- haldari ekki búinn að borga allar þær tekjur, sem taldar eru í reikningnum skal fortalcslaicst standa skil á því, sem þannig stendur eptir, um leið og reikningurinn er sendur11. Reikning- ana fyrir útflutningsgjald og auka- tekjur skal þó gera fyr, þ. e. við lok hvers árs, og senda þá í janúar amt- manni áleiðis til landshöfðingja. „Ef reikningshaldari gerir ekki reikning í tækan tíma, eða hann stendur i skuM eptir reikningi þeim, sem fram er kominn, má hann ekki halda áfram að heimta saman opin- ber gjöM, fyr en hann hefur gjört tilhlýðilegan reikning og borgað skuM sína“. Skal þá landsh. annaðhvort víkja hlutaðeiganda frá embætti hans eða sýslan um stundarsakir, eða setja annan, til að innheimta gjöldin, á kostnað reikningshaldarans. (8. gr. reglugj. 1873 sbr. auglýs. 22. febr. 1875, 5. gr.)- Þegar nú þess er gætt, hvernig

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.