Þjóðólfur - 24.08.1886, Page 2

Þjóðólfur - 24.08.1886, Page 2
150 Getr nokknr heilvitamaður vilzt á |>ví, að ’fall’ í samhandi við hafsdjúp sé=sjóarfall? Skilja ekki allir orðtækin ’að sæta falli’, ’sitja af sjer fall’, ’að liggja úti í fjögur föll’, o. s. frv.? Aðfinningin er í alla staði hið fullkomnasta tilhæfuleysi. Um hin dæmin frá bls. 8 og 89 get eg pess, að þýðing dómara minna á hinu fyrra, þó óbundið mál sé, færir málsgreinir frum- málsins úr stað, og er svo óglögg, að þeir þurfa að skýra hana, enn þegar það er búið fellur alt ’upp á hár’ saman viö mína þýðingu, og það enda þótt þeir liafi breytt frummálinu þýðingu sinni heldr í vil, (sleppt ’by’ á eptir ’but,). Síðara dæmið (frummálið rangt) þýða dómarar mínir orði til orðs eins og eg, og bæta þar við skýringu, sem segir orð fyrir orð hið sama og þýðingin! Gonzalo ávarpar bátsvein, orðhákinn: ’Nú, guðlast, náð sem blótar fyrir borð, Áttu ekkert blótsorð er þú ert í landi’? ’Uetta á að vera illhægt að skilj’! Það skyldi þá vera fyrir hálfvita eða þá sem ekki vita hvað greinarmerki þýða. Það væri hyggilegt fyrir þá, sem búa í glerkytrum af þessu tagi, að temja sjer ekki grjótkast. Og ættu dómar- ar mínir að vera ritstjóra Þjóðólfs þakklátir, að hann leyfði sér að stytta dæmi þeirra af' þessu og öðru líku tægi. í öllum Storminum er ekki ein einasta málsgrein er ekki sé hverjum læsum manni auðskilin. / ’Sumstaðar’ á þýðingin að vera ónákvæm af því jeg þýði eptir öðrum frumtexta enn eg hefi prentað. Þegar dómrinn var ritaðr, náði þetta heim um eitt einasta orð í öllum Storm- inum. I prentuninni láðist eftir að setja á 83. bls. (II) ’sunset’ fyrir ’summer’, ’) eins og eg hafði lagt fyrir. Skýringin á bls. 179 (II) gefr þó einmitt þessa texta breytingu, og viðauka leiðrjettingarnar við Storminn, lagfæra þessa litlu yfirsjón. Enn að segja, að þetta komi fyrir ’sumstaðar’, ’stundum’, og að halda lestr út af því, hvað það negli lesendr, það er rit- vendni sem fleiri mun furða á enn mig. Orðin: ’sem ósteðja’ eiga ekki að vera nógu nákvæm. Enn ekki treystast dómarar mínir að bæta þar úr, þykir það ’óþarfi’!! Nú er ’unstaunched’=incontinent=óstilt, ’wench’= stelpa. Enn ’ósteðja’ er algengt orð, og þýðir ’óstilt stelpa’. Aðlinning dómara því tóm hót- fyndui. Málsgreinin: ’og með munninn kaldan’, á og að vera ónákvæm. Sjómenn æpa: til bæna, til bæna’! og svo svarar bátsveinn, sem er sjógarpr og orhákr, til að dreifa æðru þeirra: ’Hvað og með munninn kaldan’? (o: eigum við að fara að bænast, án þess að velgja okkr 1) óheppilega tekst dómurum ininum að skýra orðin ’after summer’=’þegar sumarið er liðið (o: á haustin)’ i sömu vísunni sem Ariel syngr: ’Nú verðr lífið mér unaðsemd ein innan um blómiu sem hanga við grein’. Hvaða greinar (’boughs’) er það sem bera blóm á haustin? — Sona hefir enginn skýrt þessi orð fyrri eins og nærri má geta. í munni, o: brennivínslausir ?) og er máltæki mitt beinlínis tilsvarandi orðum og anda frum- málsins; enn þetta svar vilja dómarar mínir hafa sona:—Hvað, ’verða (hljóta) munnar okkar að verða (! !=’be’) kaldir ? Þetta er ekki óféleg leiðrjetting eða hitt þó heldr! í sjónsviðs fyrirsögnum — sem annars eru nú ekki skáldskapur eftir Shakspere! — hefi eg þýtt ’within’ ’fyrir utan’ ’útifyrir’, vegna þess, að á Shaksperes dögum sneri sjónsvið að á- horfendasviði sem ékki var rœfrað yfir, var opið. Alt leikhúsið var því eiginlega opið. Það að eins sem við bar á bak við sjónsviðið var innan húss, það sem við bar á sjónsvæðinu, utan húss. Enn, eins, og leikhús eru nú hugsa menn sér að alt, sem leik við kemr, beri við fyrir utan, sem ekki verðr á sjón- sviðinu sjálfu. Þýðing mín er því alveg rjett; enn þýðing dómara minna gagnstæð hinu rjetta, eins og hver maðr getr séð, sem les frummál og þýðingu með ofurlitlum athuga. Eg er dómurum mínum þakklátr fyrir að þeir hafa bent mér á tvær málvillur í íslenzk- unni (bl. Y, og XII). *) Hin fimm dæmin eru engar málvillur í neinu tilliti. — Dæmin sem þeir tilfæra til sönnunar því, að málið á þýð- ingunni sé ’mjög óviðfeldin’ eru hneixlanlega hégómleg og þýðingin á infect=’að hnekkja’, alveg ótæk, eun ’að æra af viti’ ætli eg sé orðtak í anda klassiskrar íslenzku. Hverjum þarf að skýra önnur eins orð og þetta: ’Var frá Milano rekinn burt Milan, að yrðu niðjar hans Neapels kongar ?’ Þegar lávarðr, sem hefir staðarlegt (territorial) nafn, er nefndr hvað eptir annað í sambandi, þar sem rætt er hvað helzt um hann sjálfan, svo sem t. a. m. Well- ington, Salisbury, Granville, hafa þá dómarar mínir aldrei séð nafn hans nefnt nema tignar- titlinum hafi jafnan verið bætt við? Stein- grímr hikar sér ekki við í ’Lear’ að fara á sama hátt og eg hér, með staðarleg lávarðanöfn. Hér var sjálfsagt, að hafa þýðinguna eins og eg hefi liaft liana, svo hún bæri frummálsins rétta einkennilega svip. Eg skil ekkert hvað steðjar að dómendum mínum, svo gáfuðum og lærðum mönnum sem þeir kvað vera, er þeir segja að ensk tunga hafl tekið ’afarmiklum’ (!!) breytingum síðan á dögum Shaksperes. Það er rétt eins og þeir segðu að íslenzka hefði tekið afarmiklum breytingum síðan á dögum Stepháns Ólafssonar eða sænska síðan á dögum Bellmanns af því menn skilja þá ekki nú alstaðar nema skýr- ingar komi til. Enska hefir eiginlega engum og allra sízt nokkrum verulegum, bl'eytingum tekið síðan, og það er ekki þess vegna, að Shakspere þarf skýringa ; heldr þess, fyrst og fremst, að texti rita hans er svo skemmdr, því hann styðst víða á miðr vönduðum leikhúss af- skrifturn; þar næst þess, að hugmyndaleikrinn (allusionirnar) styðst svo oft við efni sem al- (1 Hvað gengr dómurum þessum tilað kalla formála minni ’þýðingu’ á Shakspere ? menningi eru ókunn; og loks, sem langsizt, þess, að töluvert finnst af orðum í honum sem annaðhvort eru honum sjálfum eiginleg, eða eru úrelt, annaðhvort alveg eða í sumum þýðingum. Skrá þessarra orða, sem fylgir út- gáfunni af Shaksp., sýnir að um engan ýkju- fjölda er að ræða. í Storminum er, að tiltölu, mjög fátt um slík orð, og þau öll skýrð í minni útgáfu. Dómarar minir segja, að eg hefði alstaðar átt að hafa nýenskuna áþví ,sem þeir halda sé úrelt, því það gjöri Dr. Wright. Þeir halda, (af þvi Dr. Wrigbt er enskur og ritar á ensku) að allar skýringar hans á Shakspere útgáfu, sem ætluð er skólabörnum, sé nýenska yfir úreltan Shakspere!!! í skýringunum á að vera ofmikill lærdómr fyrir almenning. Eg svara:—frá skýringunum er svo gengið, að þær bæði gagna almenningi og þeim, er almenn- ingi eiga að kenna. Mig varðar ekkert um, hvort almenningr les þær. Hann um það. Enn mitt, er að skýra það, sem eg álít skýr- ingarvert, svo, að þeim er skýrt er fyrir sé komið i svo réttan og fullan skilning, sein unt er. Úr því eg fór að gefa út bók af þessu tagi á annað borð, þá var sjálfsagt að ganga frá henni svo, að kenna mætti eftir henni. Dómarar mínir, eins og svo inargir íslendingar, hafa almenningsgagnið á vökrum vörum, enn meina ekkert með því. Almenn- ingi á að vera mest gagn að bókum sem hann getr sjálfr hjálparlaust lesið; enn ekkert gagn að þeim, sem hann (börn og upprennandi kynslóð) þarf annarra hjálpar til að lesa og skilja. Þetta þýðir að almenningur íslands eigi aldrei að taka sér fram í menntun eins og aðrar þjóðir, enn eigi að dumma í fákunnáttu um alla æfi svo því hægra sé að þrælka hann. í beinu samandi við bóklegt ’gagn’ almennings eins og sumum skilzt það, stendr það, að landssjóðr eigi að styrkja þau rit, sem almenn- ingr hefir þörf fyrir, og þess vegna, kaupir! Með öðrum orðum, því þarflegri sem almenningi er bók; — sem náttúrlega þýðir alls ekki nauð- synlega að hann mentist af henni — þess meira kaupir liann af henni, og þess örar á lands- sjóðr að styrkja útgáfu hennar !!! (Framh.). Eiríkur Magnússon. A 1 þ i n g. Stjórnarskrármálið. Nefndin, sem var sett í það mál í efri deild, kaus Ben. Kristjánsson fyrir formann og framsögumann og Jón Ólafsson fyrir skrifara. Nefndin hefur ráðið deild- inni til að samþykkja stjórnarskrár- frumvarpið alveg óbreytt. 1. umræðu málsins í efri deild lauk 21. þ. m. Landsh. lýsti þar sem í neðri deild yíir, að stjórnin mundi enganveginn fallazt á frumvarpið, svo að það væri árangurslaust að samþykkja það. Arn-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.