Þjóðólfur - 17.09.1886, Qupperneq 2
166
ar óskir, fyllti hús þeirra með auð-
æfum, og gerði þá sæla í ástarefnum
og sigursæla í orustum. Einmitt slík-
ur andi er frelsið. Það kemur fyr-
ir að það tekur á sig gervi viðbjóðs-
legs skriðkvikindis. Það mjak ir sj sr
á maganum í dustinu, bvæsir og sting-
ur. En illu beilli eru þeir menn í
heiminn bornir, sem lýsa viðbjóð
á því, og dirfast að misþyrma því.
Og sælir eru þeir, sem bafa hug til
að veita því viðtöku i ægimynd sinni
og niðurlægingu. Þeir munu að lok-
um mikil laun taka, þegar það er kom-
ið í ríkið sitt í allri sinni fegurð og
dýrðarljóma.
Það er að eins eitt meðal við bölv-
um þeim, er leiðir af nýunnu frelsi, og
það meðal er: frelsi. Þegar fanginn
fyrst skilur við klefa sinn, getur bann
ekki þolað dagsljosið. Hann getur
ekki greint liti, nje þekkt andlit
manna. En meðalið til þess að lækna
bann er ekki að senda manninn apt-
ur inn í myrkvastofuna og láta bann
dúsa þar, heldur að venja hann við
sólarljósið. Hið skæra leyptur sann-
leikans og frelsisins getur stundum
við fyrsta tillit blindað og ruglað með
ofbirtu sinni þær þjóðir, sem eru orðn-
ar hálfblindar í myrkvastofu þræl-
dómsins, En látum þær halda áfram
að stara, og þær munu brátt geta þol-
að birtuna. A fám árum læra menn
að bugsa með skynsemi. Ofga-ofsa
skoðananna fer að lægja. Andstæðar
skoðanir leiðrjetta hver aðra. Hinir
dreifðu frumhlutar sannleikans hætta
að berjast og taka að tengjast saman.
Og að lokum myndast eitt rjettlætis-
kerfi upp úr óskapnaðinum.
Margir stjórnfræðingar vorra tíma
eru vanir að halda fram þeirri setn-
ingu, sem nokkru, er segi sig sjálft, að
engin þjóð eigi að verða frjáls, fyr en
hún sje orðinn fær um að nota frelsi sjer
sitt. þessi lífsregla hefur sama gildi eins
og regla aulabárðarins í sögunni gömlu,
sem ásetti sjer að dýfa sjer aldrei í
vatn, fyrr en hann væri búinn að
læra að synda. Ef menn eiga að bíða
eptir frelsinu, þangað til þeir verða
vitrir og góðir i þrældómi, þá mega
þeir sannarlega bíða til eilífðaru.
Málfræðingafundurinn í Stokkhólmi.
(Frá frjettaritara Djóðólfs á fundinum).
—:0:—
Stokkhólmi 14. ágúst 1886
Eins og mörgum lesendum Þjóðólfs
mnn kunnugt er það mjög farið að
tíðkast, að vísindamenn frá fleiri lönd-
um stofna til funda með sjer á nokk-
urra ára fresti til þess að tala um af-
rek sín og annarra í vísindanna þjón-
ustu. Áður voru menn að bauka hver
í sinu horni, og litu svo að segja hvorki
til hægri nje vinstri. En eptir því, sem
stundir liðu fram varð mönnum æ ljós-
ara og ljósara að góð samvinna milli
sem flestra vísindamanna, sem fást við
sömu grein, var mjög nauðsynleg til
þess, að framfarirnar gætu orðið bæði
notadrjúgar og skjótar. En helzta und-
irstaðan undir samvinnunni er persónu-
| leg viðkynning. Það er því aðal mark
og mið vísindafundanna að koma þeim
mönnum, er stunda sömu grein, í kynni
hverjum við aðra.
! Fyrir 10 árum síðan tóku nokkrir
j málfræðingar hjer á Norðurlöndum sig
j saman um að stofna til málfræðinga-
funda fyrir Norðurlönd sjer á 5 ára
fresti. Mun málfræðinga kóngurinn,
j gamli Madvíg, og próf. Wimmer, hafa
j verið heiztu frumkvöðlar þess, ásamt
fleirum góðum mönnum. Hinn fyrsti
af fundum þessum var haldinn í Khöfn
1876 og vóru á þeim fundi tveir ís-
lendingar. Annar var haldinn í Krist-
janíu 1881, og voru á honum 3 íslend-
í ingar. Hinn þriðji var haldinn nú í
j ár frá 10.—13. ág. hjer í Stokkhólmi
og voru á honum 3' íslendingar: Dr.
Finnur Jónsson, cand. mag. Jón Þor-
kellsson og stud. mag. Yaltýr Guð-
mundsson.
Fundurinn var haldinn í ríkisdags-
byggingunni, í sal neðri deildar. Voru
þar samankomnir 56 málfræðingar frá
Norvegi, 70 frá Danmörku (að með-
töldum 3 íslendingum), 5 fráFinnlandi
og 6 frá Þýzkalandi og Frakklandi til
samans. Frá Svíþjóð voru liðugt 100.
Alls voru á fundinum um hálft þriðja
hundrað manns. Fundirnir voruhaldn-
ir frá kl. 10—3 hvern dag.
Lektor Törnebladh frá Stokkhólmi
setti fundinn. Til ræðustjóra á fundin-
um í heild sinni voru kosnir Wimmer
(D.), Bugge (N.), Synnerberg (F.) og
Törnebladh (S.). Síðan hjelt prófessor
Wimmer fyrirlestur um „fornsænskar
rúnaleifar í DanmÖrku“. Þá voru
sendar málþráðarkveðjur frá fundin-
um til Svíakonungs (hann bjó þá í
lystihöll suður á Skáni) og gamlaMad-
vígs. Síðan skiptust menn í 4 deildir
norræna, klassiska (grísk-rómv.), nýrri
mála og uppeldisfræðisdeild.
í norrænu deildinni voru kosnir ræðu-
stjórar: prófastur Fritzner (N.), dr.
Finnur Jónsson (ísl.) og próf. Tegnér
(S).
Það yrði langt mál og of umfangs-
mikið fyrir Þjóðólf, að telja upp alla
þá fyrirlestra, sem málfræðisgarpar
hinna einstöku deilda hjeldu og ræður
þær, er út af þeim spunnust. En eins
og lög gera ráð fyrir gekk þar margt
fróðlegt og viturlegt orð út af vísinda-
munnum orðfræðinganna.
í norrrænudeildinni hjelt próf. Bugge
fyrírlestur um germanskar hljóðbreyt-
ingar. Fritzner um talsháttinn „yfir
liöfði Jóni“ í Njálu, og rakti það til
Postulanna gjörninga og setti í sam-
band við nafn Jóhannesar skírara. Einn
ísl. tók þátt í umræðum eptir þann
fyrirlestur: Jón Þorkellsson. Á al-
mennum fundi hjeidu fyrirlestra: próf.
G. Storm um norræn staðanöfn í Nor-
mandí. Sannaði hann, að flest þau
nöfn, er menn hefðu áður skoðað sem
dönsk eða norræn að uppruna, væru
það ekki, heldur frankisk. Dr. Monte-
lius hjelt fyrirlestur um aldur rúnanna
hjer á Norðurlöndum. Dr Finnur Jóns-
son um uppruna, viðgang og þýðingu
skáldskaparins í fornöld. Þótti honum
vel segjast. Einn ísl. tók þar þátt í
umræðum: Valtýr Guðmundsson. Að
endingu var samþykkt að lialda næsta
fund í Khöfn árið 1891.
Að loknum öllum málfræðisstörfum
gengu menn til veizlu á Hasselbacken,
lystistað fyrir utan bæinn. Voru út-
lendingar boðnir til hennar en Svíar