Þjóðólfur - 29.10.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.10.1886, Blaðsíða 4
192 sjóðskirkjum, sbr. lög 12. maí 1882 umumsjón og fjárhald kirkna). Tillaga kom fram um að setja nefnd í málið, eins og gert héfur yerið út um land, til þess að geta gefið þinginu endi- legt svar. Indriði Einarsson gaf þá skýrslu, að tekjur kirkjunnar hefðu yerið 1884 alls hjer um hil 2160 kr., enn útgjöldin lijer um hil 2660 kr. Árni Thorsteinsson landfógeti tðk þá fram, að til kirkjunnar hefði nú um 40 undanfarin ár verið kostað úr ríkissjóði og landssjóði yfir 100 þús. kr. og kvað því sjálfsagt að láta kirkjuna dúsa eptirleiðis á landssjóði, vísa málinu frá og svara þinginu engu. Ýmsir andæfðu þessu rök- samlega, en þó varð það ofan á. Annað málið var, hvort söfnuðurinn vildi leyfa, að hin nýja sálmabók sálmahókarnefndarinnar (sjá Þjóðólf nr. 16 þ. á.) væri höfð við messu- gerð i dómkirkjunni í stað hinnar eldri (frá 1871—84), eins og þegar hefur verið gert í mörgum sóknum út um land. Hjer er það skjótast af að segja, að eptir heitar umræður í nærfellt 2 klukkustundir var með nafnakalli kveðið nei við leyfinu; sögðu 38 já, enn 48 nei. Neitendurnir þðttust vilja draga að veita leyfið og báru eingöngu fyrir kostnaðarauka, ef það væri veitt nú; enn hins vegar tóku margir fram hina miklu innri yfirburði nýju sálmabókarinn- ar yfir þá eldri og að þeir ættu hjer að ráða úrsiitum ; dðmkirkjupresturinn sjálfur kvaðst og óska, að leyfið væri veitt, svo að hann gæti fengið betri sálma úr að velja við messugerðina enn þá, er nú yrði opt að nota. Jón Ólafsson alþm. kvað það meðal annars mesta fjárhags- legan misskilning, að neita innfærslu hennar nú, þvi liún hlyti samt bráðum að ryðja hinni úr vegi, og yrði því allur dráttur á innfærslu hennar að eins til kostnaðarauka, til þess nl., að gefa eigöndum eldri sálmabókarinnar, útg. 1884 (þeim Bimi Jónssyni ritstj. og Kr. Ó. Þor- grímssyni bóksala) tækifæri til að koma alveg út, leifunum af henni, er þeir hefðu komizt yf- ir úr búi Einars prentara fyrir sárlítið verðog hefðu nú á boðstólum gagnvart hinni, enda væri nú leikurinn auðsjáanlega til þess gerður af þeim og þeirra sinnum, hvað sem þeir annars bæru fyrir. Gestur Pálsson, Halldór Friðriks- son og Jón Jensson börðust sjerstaklega af al- efli móti innfærslu nýju sálmabókarinnar. Þó tóku þeir eigi annað fram á móti henni, enn að bún væri of dýr í samanburði við þá eldri, er þeir Björn og Kristján hefðu, enda virtustþeir bókinni litt kunnugir. _Aptur á mðtisýndiJón Ólafsson o. fl., að nýja sálmabðkin væri að til- tölu ódýrari enn hin eldri var, áður enn hún varð „fallítsálmabók“, eins og sumir fundar- menn nefndu hana. — Sálmabókarnefndin bar af sjer óhróður, er á hana hafði verið borinn í „Suðra“. Þriðja málið var, hvort söfnuðurinn óskaði breytingar á greiðslunni á tekjum presta. Þetta mál kom fyrir á synodus í sumar, frá hjeraðs- fundi í ísafjarðarsýslu, og er nú lagt fyrir all- ar sóknir á landinu, enda er það mikilvægt mál. Nokkrir Reykvíkingar vildu setja nefnd í málið, en aðrir rjeðu til að vísa því á bug og var það samþykkt. Sú kynlega mótbára kom fram, að áhætta væri að gjöra nokkuð i þessu máli vegna þess, að ef Beykvíkingar gerðu nokkuð i því, þá mundi það verða gefið útfyr- ir þjóðvilja(!); en það mun mega fullyrða, enda er þess. líka óskandi, að aðgerðirnar og andinn á þessum fundi að minnsta kosti, verði eigi öðrum til fyrirmmyndar heldur til viðvöranar VlSINDALEG NÝMÆLI. Nýtt mál. Siðan á 17. öld liefur það verið mjög mikið áhugamál fyrir marga, að mynda eitt alheimstungumál, sem notað yrði við öll alþjóða-viðskipti. Menn hafa starfað að þessu með mjög miklum lærdómi og þolinmæði, og komið fram með fimmtíu til sextíu alheims- tungumál í þessum tilgangi á tveim síðustu öldum, enn samt þykir ekkertþeirra vera heppi- legt. Loks hefur þýzkur maður í Konstanz, Schleyer að nafni, mikill vísindamaður og ágæt- ur málfræðingur,. myndað nýtt alheimstungumál, sem þykir bera af öllum öðrum; hann hefur starfað að þvi í tuttugu ár. Hann nefnir mál- ið Volapuk, sem þýðir alheimstungumál, af vol heimur og piik tungumál; hann hefur samein- að þar einkenni ýmissa Evrópumála og skipað málinu mjög vel fyrir í eina heild. Rætur orð- anna hefur hann tekið úr öllum málum, enn einkum þó úr rómönskum og germönskum mál- um. Þannig er til dæmis úr latínu: pop þjóð, pos eptir, sap vizka, þekking, stel stjama, stim heiður, tum hundrað; úr ensku: beg bæn, fid matvæli, klin eign, mit kjöt, mun tungl, tim tími; úr þýzku: bon baun, fel akur, eng, nad nál, nef bróðurson, systurson, stof efni, uun sár. Schleyer gerði þetta fyrst uppskátt 1881 og nú halda menn þúsundum saman þessu máli fram í öllum löndum Evrópu; 63 fjelög erukom- in á fót í þeim tilgangi að halda því fram: á Þýzkalandi, i Austurríki, Hollandi, Svíþjóð, Eng- landi, Bandaríkjunum og jafnvel íBeirutáSýr- landi. Schleyer gaf út jafnhliða málfræðinni Volapiik-þýzka orðbók og eru í henni nálega 13,000 orð. Bæði málfræðin og orðbókin hafa þegar verið prentuð 4 sinnum, og ágripafmál- fræðinni hafa verið gerð ekki að eins á iatínu og nál. öllum Evrópumálum, heldur jafnvel á kínversku og Hottentotta-máli og er nú verið að semja orðbækur i því fyrir Frakka, Eng- lendinga, ítali og TJngverja. Tvö blöð eru nú gefin út á Volapiik. Volapiikmenn alstaðar að ætla að koma á fund í París 1889,'þegarallsherj- arsýningin á að verða þar og 100 ára minningar- hátíð frönsku stjórnarbiltingarinnar miklu. Ann- ars er fjöldi manna í París þessu sinnandi og eru margir þeirra frægir vísindamenn. Menn ætla sjer að stofna kennsluskóla fyrir þetta mál og það hefur þegar verið gerð tilraun til þess í æðri verzlunarskólum og gekk ágætlega. Lærisveinamir gátu eptir 8 stunda kennslu skrif- azt á við hvern Volapttkmann í Evrópu, sem vera skyldi. AUGL YSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Ferðamaður hefur tapað einhversstaðar hjer í bænum malpoka með ýmsu dóti í. — Finnandi beðinn að skila honum á afgreiðslu- stofu „Þjóðólfs“. White amer. stál-saumavjelar. Oss undirskrifuðum, sem keypt höfum Ame- rískar saumavjelar hjá kaupmanni M. Johan- nessen hjer í bænum, er sönn ánægja að votta það að þær eru hinar beztu saumavjelar, er vjer höfum saumað með. Þær taka öðrum saumavjelum einkum fram í því, að þær vinna mjög Ijett og þögult, að nál og skytta eru mjög auðþræddar, að þær spóla sjálfar án þess að maður þurfi að skipta sjer af tvinnanum og að þrýstarann má hækka eða lækka eptir því, hve þykkt eða þunnt er saumað í þeim. Reykjavík 27. febr. 1886. Hólmfríður Björnsdóttir. Vigdís Ólafsdóttir. Skrœder H. Andersen. Til almeimings! Læknisaðv’o’run. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefur búið til og nýlega tek- ið að selja á íslandi og kallar Brama- lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents ef mjög villandi þar eð essents þessi er með ollu ólíkur liinum ekta Brama-lífs-eliodr frá hr. Mansfeld-Bullner & Lassen, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágœta hinn egta. Þar eð jeg um mörg ár hef haft tækifæritil, aðsjááhrifýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-Bulln- < er & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nógsamlega mælt fram með hon um einum, um fram öll önnur bitter- efni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melctnor, imknir. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. Nissen á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs- elixir eru firmamerki vor á glas- inu, og á merki-skildinum á miðanum sjestbláttljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki ér á tappanum. _ Mansféld-Búllner & Lassen, sem einir húa til hinn veröláunaða Tirama- lífs-elixír. Kaupmannahöfn Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.