Þjóðólfur - 14.10.1887, Síða 2

Þjóðólfur - 14.10.1887, Síða 2
 halda menn, að vjer fáum innlenda stjórn fyrirhafnarlaust, með því að gjöra ekki annað en geispa og gapa, gægjast út um gluggann og tauta"sVo við sjálfan sig: „Tíminn erekkihent- ugur nú; það er bezt að leggja sig til svefns, þangað til hentugur timi kemurw. Ef þetta á að vera aðferð Islendinga til að fá stjórnina inn- lenda, til að fá sjálfstjórn i landsmál- um, þá er eins gott að sleppa því að heimta þetta, og þá er eins gott að geyma þetta starf niðjum vorum, og þá er eins gott fyrir vesalings ^ís- lendinga að hætta að hafa um hönd erindið: Táp og fjör og frískir menn finnast hjer á landi enn, þjettir á velli, þjettir í lund, þrautgóðir á raunastund. Það er einkenni sumra að vilja skjóta öllu á frest. Eriðrik mikli Prússakon- ungur sagði um slika menn, að þeir dræpi tíðina og góð fyrirtæki. Slíkt mætti segja um minni bluta menn í sumar, en vjer viljum þó ekki gjöra það að óreyndu, en það á landið og þjóð- in heimting á að vita hj á þeim, hvað er meining þeirra með að bíða. Þjóð- in á heimting á að vita vilja þeirra skýlaust og hreinskilnislega, hvort þeir eru alveg snúnir og vilja bíða til eilífðar, eins og sjera Þórarinn lík- lega vill, eða þeir vilja að eins bíða i sumar og svo halda áfram. Þjóðin getur ekki þolað neinn yfirdrepskap, hún getur ekki þolað neina óhrein- skilni eða að fulltrúar hennar sjeu úlfar i sauðargærum. Þetta verða menn í kjördæmum minni hluta manna að fá að vita, og er það siðferðisleg skylda kjósendanna að láta hjer ekki vera neinn misskilning á milli sín og fulltrúa síns, og ef kjósendurnir fá ekki að vita fulla vissu sina í þessu efni, þá er það siðferðisleg skylda hvers minni hluta manns, að segja þingmennskunni af sjer. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn 30. sept. 1887. Englendingar slitu þingi 16. sept. Þeir hafa verið að þinga og mest- megnis um írska málið siðan 27. jan. Það er eitthvert hið lengsta þing á þessari öld. Nií ætlar stjórnin að beita hinum nýju lögum, sem hún fjekk framgengt á þinginu, miskunar- laust, að binda hendurnar á hinu vold- uga írska þjóðfjelagi og gera Ira spaka eins og lömb. Hún er farin að banna fundi og setja menn í fangelsi fyrir ræðuhöld. I Mitchelstown urðu mann- dráp, sem voru lögregluliðinu að kenna. O’Brien (Brjánn) þingmaður og rit- stjóri blaðsins „IJnited Ireland" hef- ur verið dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir ræður, sem hann hefur haldið. Báðgjafi írlands fær ótal brjef, sem hóta honum herfilegum dauða ogpísl- um helvítis. Irar kvað ætla að fara að beita dynamit og sprengiráðum apt- ur. Það má því heita, að það sje bæði vindöld og vargöld á írlandi núna og allar líkur til aðjDessi vetur verði mesti fimbulvetur þar í landi; það verður samt enginn frægðarvetur fyri" stjórn- ina. A Englandi sjálfu rekur hvert ó- happið annað. Leikhús brann í Exeter og nærri 200 manna brunnu inni. Járn- brautir rákust á við Doncaster og varð þetta 20—30 manna bani en fjöldi I limlestust. Bandolph Curchill hjelt ný- lega merkilega ræðu um sparnað á ríkisfje; honum þykir ofboðslega miklu eytt í eptirlaun og embættismannalaun og líka of margir embættismenn. Með ríærri mönnum og minna fje mætti | vinna sama verk betur og rækilegar. Frakkar hafa reynt eina af her- deildum sínum og eru ánægðir með j her sinn. Boulanger hefur haldið ræðu | og beðið hermennina að leggja sig meir eptir sókn en vörn. Á landa- mærunum eru þeir allt af að smá- narta hvorir í aðra Frakkar og Þjóð- verja. Sonur Schnábele, sem fyr er getið, hefur sett franskt flagg upp í þýzku trje og Þjóðverjar sett hann í j fangelsi fyrir það. Nýlega hefur þýzk- ur umsjónarmaður í skógi við landa- mærin skotið franskan hermann og sært annan en segir að það sjeu óvilja skot. Það er verið að rannsaka mál- ið og það verður ekki stríð úr þvi að svo komnu. Grreifinn af París, höfuð konungs sinna, hefur sent sínum lið- um brjef. Hann kveðst vera boðinn og búinn til að taka taumana, þegar allt sje komið á hausinn og í ólestur undir þjóðveldinu og þjóðveldið sje nú líka langt leitt. Plestir halda að greifinn muni hafa lítið upp úr þessu brjefi. Bismark hefur haldið júbilhátíð 23. september; þann dag voru 25 ár sið- an hann varð ráðgjafi. Hann var sendiherra i París og hjet Bismark- Schönhausen 1862, þegar Prússakon- konungur kallaði hann heim. Keisari sendi honum brjef og blómsveig úr járni, enda hefur það lengi verið orð- tak Bisinarks: járn og blóð (Eisen und Blut). I Búlgaríumálinu hefur Bismark snúizt algjörlega í lið með ítússum. Bæjarstjóri einn í Búlgar- íu hafði farið óvægum orðum um þýzkan konsúl í blaði sínu. Bismark varð svo fokvondur að honum nægði ekki minna en að bæjarstjórinn yrði settur af og blaðið gert upptækt, sem var gert, og ætlaði jafnvel að senda herskip til Búlgaríu. Annars situr við sama þar. Milli Eússa og Tyrkja hafa verið endalausir samningar um Búlgariu; Tyrkinn er seinn í snún- ingum, og hvorugur vill verða til að hengja bjölluna á köttinn (Búlgaríu). Vilhjálmur keisari fór til Stettin að vera við hersýningu og blöðin töluðu mikið um að Rússakeisari, sem nú er i Höfn, ætlaði að hitta hann þar. Það varð samt ekki af því, og af þessu ráða blöðin að kalt sje milli þeirra frænda, hvað sem hæft er í þvi. í Svíþjóð hafa verið kosningar um allt land til neðri deildar, þeim er nú að mestu lokið. Tollijendur hafa orðið ofaná. Skáldinu Henrik Ibsen var haldið mikið gildi í Stokkholmi á laug- ardaginn var. Hann hjelt ræðu, sem ekki er hægt að segja hjer frá í fám orðum. Hann er nú staddur hjer í Höfn. Frá Banmörk er í politík ekkert að frjetta. Þann 7. september var drottning vor Lovise sjötug að aldri.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.