Þjóðólfur - 17.02.1888, Page 2
34
«
gullkaleikinn þann hinn mikla, er Jón
Arason hafði gjöra látið; hann var úr
skíru gulli og vo níu merkur, og er mælt,
að sendimenn hafi sagt, þá er þeir sáu
hann, að slíkan kjörgrip væri ísland ekki
verðugt að eiga, enda lutu þeir að því,
sem minna var í varið, svo sem bisk-
upsstöfum, rostungstönnum og öðru þess-
háttar, og rúðu þeir staðinn að gripum,
svo svo mest mátti verða“ (sjá Siðbótar-
sögu Þorkels Bjarnasonar bls. 142). Þessi
afreksverk unnu sendimenn Danakon-
ungs, þegar þeir voru að boða lúterska
trú hjer á landi.
En sleppum þessum atburðum. Hvern-
ig fór seinna, þegar kaupmannaeinokun-
in kom upp? Árið 1699 var Hólmfast-
ur Gruðmundsson dæmdur fyrir að hafa
selt nokkra úrkastsfiska í Keflavík, en
fyrir þetta „ljet Miiller amtmaður binda
hann við staur, að sjer ásjáandi, og fiengja
hann 16 vandarhöggum og skaut til æðra
úrskurðar, hvort hann skyldi losast við
þrælkun á Brimarahólmi“. Árið eptir
fengu kaupmenn Tómas Konráðsson
„dæmdan til að missa aleigu sína, og
þrælka á Brimarahólmi, fyrir að hann
hafði selt nokkra fiska að Búðum, sem
hann hafði aflað úti á Snæfellsnesi i
Dritvík, þar sem Stapa kaupmenn áttu
verslun“. „Þá var svo bundið allt með
samtökum Miillers og kaupmanna, að
menn máttu ekki skiptast nauðsynjum
sín á miili, enn síður eiga kaup saman,
því öll sala, hjálp eða lán, hvað sem við lá,
var kallað ,prang‘ og látið varða húðstrok-
um og þrælkunu. Þetta eru orð Jóns Sig-
urðssonar í Nýjum Fjelagsritum III. bls.
14—15. og eru þau hverju orði sannari.
Það var Kristján konungur IV., þessi
mikli Danakonungur sem innleiddi ein-
okunina og kaupmannakúgunina. Og
það var einnig þessi konungur, sem ætl-
aði, eptir að hann liafði selt atvinnu
landsmanna, að selja eða veðsetja sjálft
Island. Það eru enn til brjef Krist-
jáns IV. með eigin hendi til Korfitz
Ulfeld, tengdasonar hans, dags. 9. febr.
1645, þar sem þetta kemur berlega fram.
Brjefið er svo hljóðandi:
„Þessa dagana var hjá mjer maður frá
Hamborg fránokkrum kaupmönnum þar,
sem nefnir sig Ufifelen. Hann bauð mjer
500,000 dali, ef þeir fengi ísland að veði;
jeg gekk að þessu með nokkrum skil-
málum. Nú fáum við að sjá, hverju
fram vindur uin þetta kaup. Á þessum
timum má gjöra allt með peningunum,
ef guð almáttugur vill gefa mjer þá“.
En guð almáttugur vildi ekki gefa
honum peningana á þennan hátt og fór-
ust þessi kaup fyrir.
Eins og sjá má af því, sem áður er
sagt, gengu þeir Danahöfðingjar, sem
komu eptir daga Kristjáns IV., þó enn
betur fram í því, að blóðsjúga íslend-
inga. Og þegar fór að líða á 18. öld-
ina, þá kom varla það ár fyrir, að íslend-
ingar liðu ekki hungur, og svo sagði barón
Eggers: „Það mun óhætt að fullyrða, að
af einokunarversluninni hafi bæði leitt
fjárdauðann hinn mikla, að nokkru leyti,
og að þeim óvætti hafi einnig verið
blótaðar margar þúsundir manna, sem
hungurmorða hafa orðið á íslandi“. Og
það sagði hann enn fremur: „Þegar menn
falla af hungri nærfellt á hverju ári á
því landi, sem matvara er flutt frá mest-
megnis, þar verður landstjórninni að vera
töluvert ábótavant“.
En hvernig er það ekki á þessari Öld ?
Danastjórn ætlaði að fara með oss eins
og nýlendu, sem lítil eða engin rjettindi
hefði, hún sendi hingað hermenn, til þess
að ógna fulltrúum landsins, og hún gjörði
það ekki af góðmennsku, að veita oss
verslunarfrelsið 1854, heldur af þvi, að
hún mátti til, bæði vegna íslendinga
og annara þjóða, sjerstaklega Englend-
inga. Danastjórn var heldur ekki fús á,
að veita stj órnarskrána frá 5. jan. 1874.
Og þegar menn gá að fjárhagsmálinu, þá
er alveg hið sama ofan á. Þegar fjárhag-
urinn var aðskilinn, var annaðhvort að
gjöra af Dönum, að meta allar eigur og
skuldir Danmerkur og íslands, meta brýr,
vegi, hallir ríkisins o. s. frv. og skipta
svo eptir fólksfjölda, eða þá að Dana-
stjórn skilaði því, sem ísland átti að
telja til skulda, svo að það væri ekki
alveg blásnautt, eins og skilið var við
það, vegalaust, brúalaust og ekki eig-
andi að nokkrum almennilegum húskofa.
En þetta gerði Danastjórn hvorugt. Hún
skilaðiekki einusinni „styrktarsjóði handa
íslandi“, sem átti að vera orðiun á 2.
miljón króna, heldur þóttist hun lata
íslendinga fá tillag, sem hún svo skoð-
ar eins og nokkurs konar ölmusu, sem
Islendingar eigi að vera fjarska þakk-
látir fyrir. Hún neitar góðum lögum
fyrir landið, og hún reynir að svipta
þjóðina fulltrúum, sem hún heldur að
hafi bæði vit og vilja til að halda uppi
þjóðrjettindum vorum.
Þrátt fyrir þetta megum vjer ekki
minnast á sannleikann og segja við sjálfa
oss: „fátt er frá Dönum, sem gæfan oss
gaf“. Yjer eigum að vera þakklátir
Danastjórn fyrir það, að hún neitar oss
árlega um lagaskóla og kúgar syni
þjóðarinnar, til að læra dönsk lög og
danskan hugsunarhátt í framandi landi.
Oss finnst þetta engin velgjörð, og
það er ekki undarlegt, þótt islensk-
um námsmönnnm finnist það lítil vel-
gjörð, þótt Danir þrengi þeim til að
þiggja ölmusur af sjer í Kaupmannahöfn.
En vjer viljum ekki fara frekar út i
þetta að sinni. Vjer skulum i næsta
blaði minnast á þetta mál frá nokkuð
annari hlið. /
Bókmenntir.
Sent til ritstjórnarinnar:
Frumatriði stýrimannafræðinnar eptir S. 0.
L. Hempel. þýdd af Markfisi F. Bjarnasyni skip-
stjðra, kom út við síðustu árslok. Bók þessi kenn-
ir eiginlega ekki neitt í sjálfri stýrimannafræðinni,
heldur er hún ágrip at' talfræði, rúmmálsfræði og
hornmálsfræði (trigonometri), að svo in-iklu leyti,
sem með þarf til undirbúnings undir stýrimanua-
fræðina, en til slíks undirbúnings er hún ómiss-
andi. — i?að hefur hingað til ekki verið hlynnt
mikið að kennslu í stýrimannafræði lijer á landi,
þó að kunuátta í þeirri grein sje eitt af aðalskil-
yrðunum fyrir eflingu og framförum þilskipaútvegs.
Þeir fáu, sem hafa fengist við kennslu í stýri-
mannafræði hjer á landi, hafa fundið til þess, hve
örðugt hefur verið, að liafa ekki nema útlendar
bækur við kennsluna, með ]iví, að nemendurnir
hafa eigi kunuað útlent mál til hlitar. — Bók
þessi kemur l>vi í góðar þarfir. Hún liefur verið
viðhöfð sem kennslubók i stýriiiiannaskólum í Dan-
mörku og fengið þar orð á sig. Dað er nóg trygg-
ing fyrir, að hún sje í sjálfu sjer góð bók,- og út-
leggingin er vel af hendi leyst.
Vöru vöndun.
Herra Tryggvi Guimarsson skrifar í ísafold tbl.
8 þ. á. um vöruvönduu og fer mörgum orðum um,
hversu alþýða á Norður- og Austurlandi vandi illa
vörur sínar. „Þetta eru nú framfarirnar!“ hrópár
hann. Undir þetta tökuin vjer með honuin, en í
stað þess hlífðarlaust að álasa alinenningi, væri
best fyrir herra Tryggva að stinga hendinni í
sinn eiginn barrn og atliuga, að þetta eru nú fram-
farirnar, sem Gránufjelagið hefur afrekað, þetta
fjelag, sem stofnað var fyrir almenning, en ekki
til að vera fjeþúfa einstakra manna. Vöruóvönd-
un almennings, er eiugöngu hinu illa verslunar-
lagi kaupmanna og Gránufjelagsins, sem trúlega
hefur fýlgt þeim, að kenna. Kaupinenn sjálfir
gefa iðulega ekki meira, heldur minna, fyrir vand-
aða vöru, heldur en óvandaða vöru. Það eru
mörg dæmi til, að bændur, sem með mestu sam-
viskusemi liafa vandað ull sína, hafa fengið minua
fyrir ull sína, heldur en ríkismenn með mikla ó-