Þjóðólfur


Þjóðólfur - 31.03.1888, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 31.03.1888, Qupperneq 4
68 Jíomin ör honum og ætluðu öt á land í vinnu, en þá dð maðurinn á leiðinni. Að jeg dylji vesturfara nokkurs, er jeg veit, og þeir jiui'fa að vita, viðvíkjandi Arneríku, get jeg með góðri samvisku neitað, enda benti jeg hinni nefndu gömlu konu á ]>að, áður en hún fðr, að við- sjált væri fyrir hana að hafa með sjer 2 börn. Konum þessum var gefið, á skipi Anchor-línunnar, 270 krónur á heimleiðinni, auk frífars heim, og getur maður þá ekki sagt, að þær kæmu allslaus- ar heim, því ekki átt.u þær neitt meira en far- gjaldið, þá þær fóru bjeðan. — Sem ötflutningsstjðra er mjer sama, hvort menn flytja til Canada eða Bandarikjanna, en betra svæði en Manitoba eða Dacota er vist hægt að fá. Keykjavlk, 24. mars 1888. Signi. Cíuðmundsson. Re.ykjarík. 31. mars 1888. Tíðarfar hefur verið óstöðugt og mjög óhagstætt um tíma, optast norðanhvassviðri með talsverðu frosti; á þriðjudagsnóttina 27. þ. m. var aftakanorðanveður og 16° frost á Cels. í gær fjúk en frostvægt. Afiabrögð. Sakir gæftaleysis hefur eigi verið róið þessa viku. Seinast þegar róið var, var góður afli í Garðsjó, en aflalaust að kalla á Innnesjum. Fiskilagabrot. Prír liafa brotið fiski- samþykktina syðra, með því að leggja net fyrir utan „línuna". AUGLÝSINGAR 2000 kr. ðskast til láns gegn 6—7% vöxtum og veði 6000 krðna virði. Páll Briem. 119 Commercial Union, vátryggingarfjelaq i Lundúnum, teliur í ábyrgð hús, vörubirgðir, alls konar innan- hússmuni o. fl. o. f . fyrir lægsta vátrygg- ingargjáld. Umboðsmaður í Reyhjavíh er Sighvatur Bjarnason banhabóhhaldari. 120 Hið konunglega oktrojeraða ábyrgðarfjelag tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Brydes verslun í Reykjavík. 121 Ofnar og eldavjelar. Mestu birgðir af alls konar steyptum munum til bygginga, af besta og sterk- asta tagi, og með besta verksmiðjuverði, og einkum velslipuðum ofnum og elda- vjelum, eru hjá J. E. Bjerrings Efterfölger, Borgergade 25, Kbhvn. Pantanir má sen.da til hr. múrmeistara Björns Guðmundssonar í Kvík 122 Leiðarvísir til lífsábyrgðarfæstókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 123 A L M A N A K Djððvinafjelagsins um árið 1888 er til sölu á af- greiðslustofu Þjóððlfs. Kostar 45 a. 124 Móðursýki. Kona mín hefur um nokkurn tíma þjáðst af móðursýki; hún hefur eigi að eins fundið ljetti um stundarsakir af því að neyta Brama-lífs-elixírs, heldur hefur drykkur þessi að fullu og öllu læknað þjáningar hennar. Þetta skal jeg eptir beiðni votta. Kaupmannahöfn E. Therhildsen. kryddmangari. Ænkenni á vorurn eina • egta Brama-lí/se- lixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merkiskildin- nm á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansýeld-Búllner & Lassen, sem einlr bda til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elúcir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Rörregade No. 6. 125 Eigandi og ábyrgðarmaður: Porleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. 58 ir þeim hjeðan af“, sagði Guttormur. „Það er öðru nær. Þeir veita okkur eptirför, ef þeir finna ekki ann- að fjemætara. Það er því áríðandi, að vera varkár og hafa auga á hverjum flngri“. Ingibjörgu varð ekki um sel við þessi orð, en Jackson var þá ekki seinn á sjer að segja, að það væri engin hætta á ferðum. Hann hefði opt aleinn átt við heilan hóp af þeim, án þess að fá minnstu skeinu 1 viðureign sinni við þá. Og með fimm þvílíkum rifflum og auk þess fimm skammhissum gætu þeir varist 100 Indíönum. „Auk þess er“, sagði hann, „þessi flokkur ekki stór. Nágrannaflokkur þeirra er lika svarinn óvinur þeirra, svo að þeir þora ekki að fara allir frá aðalstöð sinni, heldur senda í mesta Iagi nokkra frá sjer. Þá grunar varla, að þoir hitti þann fyrir, sem þekkir út í hörgul allar þeirra brellur og háttalag". í 2 daga hjeldu þau í vestur yflr fen og foræði og hvað sem fyrir varð. Og þá komu þau á grassljettuna og tóku stefnuna í suður. Ferðin gekk nú greitt; í 3 daga urðu þau einskis vör. En fjórða daginn í nánd við allstóran skóg, sem leið þeirra lá fram hjá, sagði Jackson þeim skyndilega að nema staðar. Það var við dálitla lækjarsprænu. Þar gáði hann vandlega að öllu, 59 og sagði síðan: „Hjer liafa Rauðskinnarnir* nýlega kom- ið. Þeir hafa eins og mig grunaði veitt okkur eptirför, eru nú komnir á undan okkur og leynast nú þarna í skóginum, til að sitja þar fyrir okkur, og hefna sín. Eu þeim skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu. Nú er áríðandi fyrir okkur að vera varkárir. Yið meg- um ekki fara of nálægt skóginum og verðum að setjast snemma að, til þess að við höfum tima til að búast um t.il varnar, áður en dimmt er orðið“. Þau hjeldu áfram, án þess að verða nokkurs vör. Tveim tímum fyrir sólarlag settust þau að. Vagnarnir, sem voru 3 að tölu, voru settir svo langt hver frá öðr- um, að bæði menn og liestar gátu verið milli þcirra. Undir vagnana var hrúgað mold, og milli þeirra hlað- inn torfgarður, svo að þessi vagnborg var eins konar kastali í smáum stíl. Þegar þcir voru að útbúa þetta heyrðu þeir óhljóð eins og úlfaýlfur. „Það er merki, sem þeir gefa hver öðrum“, sagði Jackson, „nú veit þetta illþýði, að við vitum um þá, og þess vegna vilja þeir vera varkárari. Jafnskjótt, sem við erum búnir, skulum við jeta kveldverð okkar. Þið getið svo farið að sofa. Jcg skal vekja ykkur, þogar með þarf. *) Indíanar eru stundum nefndir Rauðskinnar af hörundslit þeirra. :

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.