Þjóðólfur - 22.03.1889, Side 1

Þjóðólfur - 22.03.1889, Side 1
Kemur út á t'östudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR. Dppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. LXI. ár^. Reyk,JaTÍk föstudaginn 22. mars 1889. Nr. 13. Verslunarmál (slendinga. Það, sem mest er því til fyrirstöðu að hjer geti safnast auður í landinu, er fyrirkomulagið á verslaninni. Meðan faktoraverslunin, er leyfð hjer á landi, þá munum vjer jafnan verða, að segja: „fátæktin er vor fylgikona“. Fyrsta stigið var tekið 1854, þegar verslunin varð frjáls við allar þjóðir, en næsta sporið er, að gjöra verslunina inn- lenda. Það eru ýmsir, sem koma með hrak- spár um það, að verslunarkeppnin muni eigi geta orðið eins mikil, ef útlending- ar verði útilokaðir frá að versla. En í þessu liggur mikill misskilningur, því að afnám faktoraverslunarinnar hindrar útlendinga eigi að kaupa vörur hjer á landi. Menn eins og Coghill geta keypt alveg eins og þeir ætla sjer hesta og fje fyrir peninga. Útlendingar geta keypt saltfisk eins og þeir vilja. Þeir geta enn fremur keppt á annan hátt, sem vjer skulum skýra með dæmi. Veturinn 1883—84 var maður í Kaup- mannahöfn, sem sótti um leyfi hjá bæj- arstjórninni hjer í Reykjavík, til að setja hjer upp faktorsverslun með bækur og pappír. En bæjarstjórnin neitaði af því að hann væri eigi búsettur hjer, og var það mjög hyggilega gjört. Nú eru hjer í Reykjavík innlendir menn, sem versla með bækur og pappír, og af því, að dugn- aður og hyggni er með, þá er svo gott Terð t. a. m. á pappir, að hann er nú orðinn mjög ódýr. Bækurnar eru seld- ar með sama verði og í ritlöndum. En af hverju er þetta? Af því, að pappir- inn og bækurnar eru fengnar frá fýrstu hendi, og þannig eru það pappírsgjörð- arniennirnir og bókaútgefendur í útlönd- um- sem beinlínis keppa á markaðinum ^jer> og eins getur þetta verið í öðrum verslunarefnum. Það er einmitt þetta, sem er öllu fremur áríðandi. Kaupmenn- irnir þurfa að vera svo duglegir, fróðir og ötulir, að þeir geti fengið vörur sin- ar frá fyrstu hendi. Ef þeir hafa nokk- ur efni og nokkurn verslunarfróðleik, eiga þeir að geta fengið t. a. m. vefnað- arvörur beint frá verksmiðjunum á Eng- landi. Pappírsverslunin hjer í Reykja- | vík sýnir i smáum stíl, hvernig versl- unin á að vera. Hver bætir verslanina? Þvi játa allir menn, að verslunin hafi batnað mikið, síðan hún varð frjáls. En | hver hefur bætt verslanina ? Hafa menn | tekið eptir, að kaupmennirnir í Kaup- mannahöfn hafi gengið þar í broddi fylk- ingar? Nei. Það hafa einmitt verið ís- j lendingar sjálfir. Sjera Jón Þórðarson, j prófastur á Auðkúlu, átti hlutabrjef í fje- laginu á Húnaflóa og missti þau, eins og margir fieiri, en hann sagðist eigi sjá eptir þeim, því að hann hefði margfald- lega unnið þau upp á því, sem vöruverð- ið hefði batnað. Svo að ekki sje farið lengra en til saltfisksverðsins í sumar, þá voru það einmitt innlendir kaupmenn, sem menn áttu hjer að þakka, að verðið J hækkaði svo að mörgum tugum þús. kr. skipti. Siðustu árin hafa kaupfjelögin bætt verslunina mjög mikið. Þetta er jafn- vel viðurkennt í blaðinu „Lýð“. Segir ritstjórinn: „Yjer iátum, að hin seinustu pöntunarfjelög, hafi það sem af er, heppn- ast f'urðu vel og hafi stórum afstýrt vand- ræðum í svipinn, og sýnt töluverða menn- I ing hjá bændum og samheldni“. Það j erum vjer sjálfir innanlands, sem mest gjörum til að bæta verslanina, og það mundi þegar vera komið miklu betra lag á hana. en orðið er, ef kaupmenn hefðu allir verið innlendir. Innlenda verslunin er það, sem nátt- úruiögin færa með sjer; fyrir 20—30 ár- um síðan voru að eins 24 innlendir kaup- menn, en 1885 voru innlendir kaupmenn orðnir 56, og þó höfðu nokkrir kaup menn, t. a. m. Á. Ásgeirsson, Fischer o. fl. fluttst úr landi einmitt á þessum tíma. Það hefur verið gangurinn í versluninni, að kaupmenn hafa byrjað hjer, en þeg- ar þeir hafa verið búnir að safna hjer auði, hafa þeir flutt auðinn til útlanda, og það er það, sem á að hindra. Danir settu lög hjá sjer 15. jan. 1776 um rjettindi innborinna manna. í ástæð- um laganna segir: „Sanngirnin krefur, að landsins börn njóti landsins brauðs“. Það er einmitt þetta, sem vjer viljum fá framgengt hjá oss. England og verslunin. Þegar fyrst heyrðist um fundarálykt- un Þingvallafundarins um búsetu kaup- mmna, sögðu sumir menn: „Ekki er þetta svona í útlöndum“. Síðan Þjóð- ólfur skýrði frá lögunum á Norðurlönd- um, hefur þetta breyst dálitið og nú segja sumir menn. „Ekki er þetta svona á Englandi". En sannleikurinn er sá, að það hefur aldrei verið nein faktoraversl- un á Englandi. En hins vegar er vert að sjá það, á hvern hátt Englendingar urðu hin mesta verslunarþjóð í heimi. Fyrir daga Cromwells, sem stýrði Eng- landi í níu ár, frá 1649—58 voru Holl- endingar hin mesta verslunarþjóð í heimi, en Cromwell vildi bæði hefna sín á Holl- endingum fyrir ýmsar mótgjörðir og efla verslun Englands. Yiljum vjer taka upp orðrjett úr Yeraldarsögu Páls Melsteðs sögu þessa máls, en þar segir svo : „Hið enska parlament gaf þvi út (1651) hin nafnkenndu farmannalög (Navigationsact). I þeim lögum var öllum bannað að flytja nokkra nýlenduvöru frá öðrum heimsálf- um til Englands nema á enskum skip- um, en vöruaðflutningar til Englands voru því að eins leyfðir á útlendum skipum, að varan væri upprunnin heima í því landi, sem skipið var frá. Yoru lög þessi beinlínis til þess gjörð, að efla verslun Englendinga, en eyða verslun Niðurlend- inga; því að Niðurlendingar áttu um þær mundir miklu meiri og betri nýlendur í öðrum heimsálfum, heldur en aðrar þjóð- ir, og sátu því nær einir að öllum þeim vöruflutningum, er þaðan komu, og græddu ógrynni fjár á þeirri verslun. Þegar þeim voru nú fyrirmunaðir allir vöruflutningar á sínum skipum frá ný- lendum þessum til Englands, þá þoldu þeir eigi þann skaða. Yar nú reynt, að fá Englendinga til að nema úr gildi far- mannalögin“. — Það tókst eigi og lenti þeim í ófriði Englendingum og Hollend- ingum; Hollendingum veitti miður og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.