Þjóðólfur - 07.06.1889, Side 1

Þjóðólfur - 07.06.1889, Side 1
Kemur út & föstudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. -rrr ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö íiramót, ógild nema komi til fltgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reyk,jaYÍk fiistiidasinii 7. júní 1889. Nr. 25. Samgöngumál. i. Eptir Björn Bjarnarson jarðyrkjumann. Vegir eru fyrir land sama sem æðar fyrir likama. Vegir eru akbrautir á landi og fast ákveðnar gufuskipaferðir með ströndum fram. Komist gufubátshug- mynd sjera Jens Pálssonar (o. fl.) til fram- kvæmda, væri það hin besta vegabót fyrir vesturjaðar landsins. Og fyrirtæk- ið er svo þjóð-nauðsynlegt, að telja má alveg víst, að alþingi styrki það að gagni. Með líku fyrirkomulagi þarf að bæta úr | samgönguleysinu á öðrum jöðrum lands- ! ins, að svo miklu leyti því verður við komið. Frá helstu skipstöðvunum á svo að leggja landvegina um hjeruðin, þar sem mest not geta orðið að þeim fyrir byggðina þar í nánd. Samtengingarvegi milli hjeraða og skipstöðva væri svo gott að fá, en það dregst líklega fram yfir aldamótin. Hitt ætti töluvert að geta lagast á næsta áratug. Víðlendustu sveitirnar, sem fjærstliggja frá sjó, eða eiga lengst að skipstöðvum, þarf að meta mest með landvegina. Sje Eyrarbakkahöfn ómöguleg fyrir gufuskip, er land-veganauðsynin einna mest fyrir suðurjaðars sýslurnar til Rvíkur. Ann- ars væri sjálfsagt, að benda veginum þar j til Eyrarbakka. Þar næst eru hjeruðin upp frá Borgarfirði beggja megin Hvít- ár, og Hjeraðið á austurlandi. Fyrir syðri hluta Borgarfjarðar hjeraðanna er góð skipstöð á Akranesi og líklega við Mýrar fyrir vesturhlutann. Og byrjað hefur verið á vegi frá Seyðisfirði upp til Hjeraðs eystra. Sömuleiðis er spotti bú- inn af vegi milli Rvikur og Árnessýslu, enn að mestu í óbyggð. Hið allra fyrsta, helst þegar í sumar, ætti að stofna embætti fyrir veggjörða- sfcjóra (samgöngumálaráðgjafa) — stofna nýtt embætti með 3—4000 kr. launum —; það dugir ekki, að láta sig hrylla við þvi, ef nokkuð á að verða úr „framför- um Islands“, sem flestir munu þó óska. Lanclið getur náð öllum þrifum án bisk- ups, amtmanna og með svo sem hálfu færri hjeraðsdómurum, en án reglubundinna vegabóta, án umsjónarmanns og leiðtoga við allt, sem gjört er til að bæta sam- göngurnar getur það aldrei náð veruleg- um framförum eða þrifum. En með því slikur maður þarf að vera vel menntað- ur í sinni grein, og embættið kostnaðar- samt, með því veggjörðastjórinn þyrfti að hafa mikil ferðalög, má eigi búast við að fá hæfan mann til þess starfa nema með ríflegum launum, enda kæmu þeir peningar þjóðinni að meiri notum, en mörg önnur embættismannalaun; og væri því eigi horfandi í kostnaðinn, en ráð að ná honum upp annars staðar frá, t. d. með almennum hundaskatti til lands- sjóðs, 2 kr. af dýri, er koma ætti í lög frá næstk. nýári (1890) — þvi hin sbip- uðu ónauðsynlegu embætti verður naum- ast losast við að sinni. Nú þegar eru margir menn hjerlend- ir orðnir vanir vegavinnu, og þarf því eiginlega ekki að fa annars staðar að vega- vinnumenn framvegis; en veggjörðafróð- an mann þarf til að mæla út og áætla vegina þar sem þeir eru fyrirhugaðir, sömuleiðis brýr, og sjá um bygging þeirra m. fl., og það ætti að vera aðalstarf sam- göngumálaráðgjafans, hins nýja embætt- ismanns, sem jeg hefi talað um, eins og að gefa tillögu um, hvað gjöra skyldi fyrir samgöngurnar árlega, bæði á sjó og landi. I næsta kafla skal jeg reyna að sýna, hver áhrif það mundi hafa á landbiinað- inn m. fl., ef reglubundið lag kæmist á stjórn og framkvæmd samgangnanna hjer á landi. Landsmálapistlar frá sveitapresti. 1. Löglilýðni. Eitt af hinu marga, sem oss er ábótavant í, er löghlýðni. Jeg hefi orðið þess var, að menn eru almennt sár- grætilega kærulausir með að hlýða laga- ákvörðunum; það er hvorttveggja, að menn þekkja ekki hávaðann af hinum allra algengustu lagafyrirmælum, enda kæra menn sig ekkert um það. Sjerstak- lega er það þó meinið, hvað margir af þeim, sem framfylgja eiga lögum og reglu, eru frábærlega hirðulausir um það, t. a. m. hreppstjórar og sveitarstjórnir, sem hvað mest gætu látið gott af sjer leiða í þessu efni, eins og þær nú margar hverjar láta mest illt af sjer standa. Jeg hefi opt hugsað: „Hvað gagna þessi þörfu nýmæli, sem alþingi kemur með? þessu er ekki fylgt nje hlýtt“. Jeg eraðvísu ekki viða kunnugur, en víða þar sem jeg til þekki, er hraparlegt skeytingarleysi meðal sveitarstjórna með að framfylgja lögum, eins og að sjá um, að lagabrot hljóti refsingu. Hylmingar og brot hald- ast í hendur, og kemur þetta Ijóst fram í því, er jeg heyri fjölda marga kvarta um, hvað erfitt er opt að fá menn til að bera vitui fyrir dómi samkvæmt þvi, er þeir þess utan hafa fullyrt og fjölyrt um, og hafa sagst þá jafnvel ekkert vita. Eins og menn kæra sig lítið um, þótt þeir brjóti lög og hylmi lagabrot, eins hugsa menn hins vegar ekkert um það, að fá lögum, sem eru óhagkvæm í ein- hverju, breytt til batnaðar á lögl. hátt; þá þykir nær að brjóta. Opt heyri jeg það er viðkvæðið, þegar vandað er um brot á lögum og hylmingar: „Þetta gera em- bættismennirnir i Reykjavík, þar sem þeir kaupa hiklaust og vísvitandi, skotna æðarfugla, og allt er látið gott heita, ef þeir eru kallaðir „pokaandir". Ritstjór- inn getur ef til vill sagt eittkvað út af þessu, þótt það mundi kosta langt mál, ef hrært væri rækilega upp i sliku. Út af þessu vildi jeg taka fram: Oss er lífsnauðsynlegt að fá komið inn hjá þjóð vorri meiri, langt um meiri og siðferð- islegri löghlýðni og lögfylgi; fá aukið virðingu fyrir rjetti og skyldum. For- sprakkar í þessu ættu að sjálfsögðu, að vera prestar vorir og allir kennendur æskulýðs og alþýðu; enn fremur blað- stjórar og allir hærri embættismenn ; og eins og nú á stendur væri það sjerstak- lega gleðilegt og þarft, ef einhverjir góðir menn, af hvaða flokki sem er, vildu manna sig upp og berjast sjerstaklega fyrir lagfæringu á þessu. i Reykjavík að v<u-a hlifuðstaður ís- lands? Það kann að virðast svo, sem þessi spurning sje óþörf, með því nú sje

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.