Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.01.1890, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 10.01.1890, Qupperneq 3
7 -vjer að fá vitneskju áreiðanlega um á- lyktanir Norðlendinga (Húnvetn. o. fl.?), er til kemur“. * * * Aths. Það er enn mjög svo óvíst, að Norðlendingar, t. d. Húnvetningar, breyti nokkuð til með rjettir eða fjallgöngur á næsta hausti. En skyldu Húnvetningar þó gera það, þarf ekki að efast um, að sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu skrifi um það sýslumanni Árnesinga, jafnskjótt sem breytingin hefur verið afráðin, en vissara væri þó, að sýslumaður Árnesinga skrifaði sýslumanni Húnvetninga um þetta með næstu póstferð og bæði um upplýs- ingar um, hvað sýslunefnd Húnvetninga gerði í þessu máli, en gæfi aptur á móti sýslumanni Húnvetninga skýrslu um, hvað sýslunefnd Árnesinga afræður, jafn- skjótt sem því verður við komið. Ritstj. Rangárvallasýslu (Holtum), 31. desber. „Árið, sem er að kveðja í dag, má teljast eitt bið mesta gullár þessarar útlíðandi aldar, því flestir munu á sama máli um það, að núlifandi menn muni ekki jatnara gððæri um land allt, heldur en þetta ár befur átt að færa oss. — Slátturinn hjer í sýslu var hinn aflabesti með heyföng, þó að vísu hey reynist mjög ljett til fóðurs, helst af mýrlendi. Yeturinn, sem af honum er, hefur verið mjög hrak- Bamur vegna fjarskalegra vinda og úrkomu, en sjer- lega mildur að frostum, og hagar fram að jólurn viðast nægir; fjenaður er því orðinn mjög hrakinn og má búast við, að ekki megi spara gjöf, þegar út á liður, ef vel á að fara. — Heilsufar manna er yfir höfuð að tala gott, þó höfum við hjer í sýslu átt að sjá á bak einum okkar besta manni, Boga P. Pjeturssyni lækni á Kirkjubæ, sem er ný- sálaður; hann var sannkallaður hjeraðshöfðingi; er hans hjer því að maklegleikum sárt saknað. — Heð langmesta móti var hjer sem annars staðar i haust og sumar selt af fjenaði til Bnglands, og þó al- menningur bafi nú selt með besta móti, hvað verð- ið snertir, þá virðist mjer fjenaðarsalan i svona stórum stýl, vera mjög aðgæsluverð fyrir landbú- skap vorn“ Iiangárvallasýslu (Landi), 30. des. . . . „Fjárpestin gerir hjer vart við sig, og á einum bæ hjer í sveit hafa drepist 30 kindur. — 9. þ. m. um miðjan dag varð vart við jarðskjálptakipp nokkuð mikinn. — Til samskota hefur verið stofnað til orgelkaupa í Skarðskirkju, og hefur það mætt góðum undirtektum. Sömuleiðis er stofnun lestrar- fjelags 4 prjónunum, sem jeg hef einnig bestu von- ir um, þvi að menn eru hjer almennt framfaramenn og fjelagslegir“. Eyrarbakka, 5. jan. „Stormar og umhleyp- ingar hafa gengið um langan tíma, mest var þó veðrið nóttina milli 15. og 16. des. f. á.; gekk sjór þá svo hátt, að mikið var hærri en um stórstraum; allviða skemmdust sjógarðar og tún og sums stað- ar sópuðust grjótgarðar alveg burtu, brýr skemmd- ust og af sjógangi, svo sem brúin yfir Hraunsá, skammt fyrir austan Eyrarbakka. Fá höpp færði veður þetta með sjer; þó má geta þess, að trje all- mikið, yflr 20 álna langt, rak á Háeyrarlóð og lá það um morguninn fyrir innan sjógarðinn; hafði sjórinn lypt því svo hátt yfir garðinn, að hvergi hafði hinn minnsti steinn hrærst í garðinum. Nú er hjer talsverður snjór á jörð og fjenaður alstað- ar tekinn á gjöf. Á Stokkseyri aflaðist 28. f. m. 6—12 í hlut af ýsu; síðan ekki róið“. Bæjarstjórnarkosning. 6. þ. m. voru kosnir tveir menn i bæjarstjórnina í íteykjavík til 1 árs; annar í stað alþm. Jóns Ólafssonar, sem eptir beiðni hafði fengið lausn úr bæjarstjórninni, en hinn í stað Páls Þorkeissonar gullsmiðs, sem fór til útlanda í haust og dvelurþar. I bæjarstjórnina voru kosnir: fátækraf'ull- trúi G-unnlaugur Pjetursson með 149 atkv. og yfirrjettarmálfærslumaður Gruðiaugur Guðmundsson með 98 atkv. Ailabrögð. Um nýársleytið varð afla- laust í Garðssjó og nú því hvergi afli við Faxaflóa. Aptur á móti varð vel vart í Grindavík um helgina var af ný- gengnum stútungi og þyrsklingi. Svofelld auglýsing stóð fyrir skömmu í stór- blaðinu Times: „Fimm pund sterling skal sá mað- ur fá. sem getur gefið J. Wilson upplýsingar um, hvað orðið er af konunni hans, ef hún er enn á lifi. Tíu pund sterling fær sá, sem getur löglega sannað, að kona J. Wilsons sje dáin. Peningar, sem enginn gerir tilkall til. 1 bönkunum á Bretlandi hinu mikla eru 900 miljón- 4 sænsku, ensku, frakknesku og þýsku. Það, sem hjer fer á eptir, er að mestu leyti tekið úr þessari bók hans en að nokkru leyti eptir söguágripi, sem hann ritaði í lllustreret Tidende for Börn; og látum vjer hann sjálf- an segja frá. II. kapítull. Binar Þambarskelfir. — Drottning- Suðurlanda. — Hæstu trj e heimsins.— Hvað mun eiga fyrir mjer að liggja i Queenslandi? — Berserkjafjall — Sleipnir. Hinu 24. maí 1880 lagði jeg af stað á barkskipinu Einari Þambarskelti, sem fór frá Kristjaníu með hefl- aðan viðarfarm til Adelaide í Ástralíu. Jeg hafði með- al annars með mjer ýms veiðarfæri, bissur og skotfæri. Á ferðinni bar lítið merkilegt við nema 17. ágúst feng- um við ofsastorm, sjórinn gekk hvítfyssandi yíir skipið- optar en einu sinni; vatn komst niður í káetuna, svo að allt komst þar á sund; stígvjel, sokkar, bækur o. s. frv. syntu livað innan um annað. 30. ágúst komum við til Port-Ádelaide; þar er besta höfn í Suður-Astralíu. Umhverfls Adelaide er fagurt mjög; þar er skemmti- skógur stór. í bænum eru víða lestrarstofur, þar sem hver sem vill getur farið inn og lesið blöðin; þar er jafnan fullt fyrri liluta dagsins, einkum af verkampnn- um. Þaðan fór jeg til Melbourne, höfuðstaðarins í Vikt- oríu nýlendunni. Það er stór borg með 300,000 íbúum Hjá mannætum. Ferðasaga úr Ástralíu. Eptir Carl Lumholtz. I. kapítuli. Ástralía. — 138000 óbótamenn. — 80 miljónir sauðfjár. — 8 milj. nautgripa. — 100 ára hátíð. — Allt öfugt. — Carl Lumholtz. Ástralía er hin flmmta og minnsta heimsálfa þó ekki miklu minni en Evrópa. Ástralía er sú heimsálfa, sem síðast varð kunn Evrópumönnum, og það ekki fyr en á 17. öld. Árið 1788 fóru Englendingar að flytja þangað óbótamenn, sem útlægir voru gjörðir, og köst- uðu eign sinni á heimsálfu þessa. Það var 26. jan. 1788, sem skipstjóri Arthur Philip lenti þar með liinn fyrsta fangafarm, sem þangað var sendur frá Englandi. Eptir það var allra mesti sægur af óbótamönnum send- ur þangað frá Englandi, í fyrstu nýlenduna 60,000 ó- bótamenn; en þar var því hætt 1839; í aðra nýlenduna

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.