Þjóðólfur - 03.02.1890, Page 2

Þjóðólfur - 03.02.1890, Page 2
22 seœi stjórnarinnar, og er ekki enn sjeð fyrir endann á þessu máli. Hið nafnfræga skáld Robert Browning, eitt af hinum þrem höfuðskáldum Englend- inga, sem nú hafa verið uppi um langan aldur, dó í Yenedig 12. des., 77 áragam- all. Lík hans var flutt til Westminster Abbey í London; síðan Darwin var grafinn þar 1882, hefur enginn Englendingur hlot- ið þann sóma fyr en nú Browning. Hann hefur ritað feikna mikið (34 bindi) en þykir torskilinn og ekki við alþýðu hæfi. Verkfall mikið hefur verið við gasgerð- arhús í Lundúnum, en verkmenn hafa ekki komið sínu fram, enda voru kröfur þeirra í þetta skipti ósanngjarnar og blöðin voru andstæð þeim. Aðrir menn hafa verið teknir i þeirra stað, svo þúsundum skiptir, og verður lögregluliðið að vernda þá gegn hinum. Þýskaland. Kosningar til þings eiga að fara fram 20. febrúar, og halda menn, að sósíalistar fjölgi á hinu nýja þingi. Þeir fjölguðu nýlega um helming í bæjarstjórn'- inni í Berlín við kosningar til hennar í bænum. Líklegt er og, að flokki þeim, er framfaramenn (Fortschrittler) heita, fækki við þingkosningarnar. Keisarinn hefur sjálfur hastað á „Kreuz-Zeitung“, blað hinna römmustu apturhaldsmanna og má af því marka, að hann er ekki eins ramm- ur apturhaldsmaður og sagt hefur verið. í Afríku og á Samoa-eyjunum gengur Þjóðverjum skrykkjótt. Þeir hafa orðið að setja aptur í konungssess Malietoa þann, er þeir fluttu burt frá Samoa-eyjum. Wiss- mann, foringi þeirra í Austur-Afríku, á í einlægum smáskærum, og verður lítið á- gengt. Ágústa, ekkja Vilhjálms keisara fyrsta, er nýdáin. Hún hefur unnið margt í þarf- ir særðra manna og sjúklinga og var á- gætiskona í sinni röð. Rússar eru að herða böndin að Þjóð- verjum í Eystrasaltsfylkjunum. í skólum og í bæjarstjórnum, í blöðum og tímarit- um er rússneska barin fram og þýska bæld niður. Þjóðverjar kveina sáran, en Bis- marck daufheyrist við kveinstöfum þeirra, því hann vill fyrir hvern mun ekki styggja Rússakeisara; Rússar hafa nú komið svo miklu liði fyrir á landamærunum vesturfrá við Þýskaland og Austurríki, að ekki kemst meira fyrir. í desembermánuði lánaði Búlgarastjórn mikið fje hjá banka í Vín og setti að veði ýmsar járnbrautir. Rússastjórn reiddist þessu og skipaði öllum sendiherrum sínum 31. desember, að segja stjórnunum í Ev- rópu, að með þessu tiltæki væri rofin ein af greinum Berlínarsáttmálans; járnbraut- ir þessar væru líka veðsettar Rússlandi fyrir skuldum. Noregur og Svíþjóð. Hinn 4. nóv. voru 75 ár liðin síðan Noregur og Svíþjóð sameinuðust. Voru haldnar margar ræð- ur, einkum í Stokkhólmi, fyrir sáttum og samlyndi milli beggja þjóðanna, en Björn- stjerne Björnsson vill helst slíta samband- inu, ef Noregur heldur áfram að vera und- irlægja Svíþjóðar, eins og nú er, segir hann. I Noregi eru menn farnir að skjóta sam- an fje, til að aukavarnir landsins; marg- ir gefa stórgjaflr, og ætla þeir fyrst að kaupa stórt brynskip. Danir byrjuðu fyr- ir mörgum árum, að safna fje til hins sama, og hafa safnað hátt á aðra miljón króna. Danmörk. Fólksþinginu í Danmörk var slitið nokkru eptir nýjár, rjett eptir að nefndarálit fjárlaganefndarinnar var lagt fyrir stjórnina. Kosningar eiga að fara fram 21. janúar, og eru nú mestu rimmur um allt landið í ræðum og riti. Vinstrimenn berjast hvorir á móti öðrum. Bergs flokkur vill engum sættum taka við stjórnina, en meiri hluti þingmanna vill semja við hana. Vinstriflokkarnir rífast eins og grimmir hundar, og E. Brandes, einn af þingmönnum í meiri flokknum, spáir, að hægrimenn muni vinna af vinstri mönnum allt að 11 kjördæmi, sem ekki er að furða, þegar svona er komið. Stjórn- inni þykir nú Höfn víggirt til fulls land- megin, en vill reisa mikið virki til að verja hana sjávarmegin. Vinstrimenn segja, að skjóta megi inn í borgina á svo löngu færi sjávarmegin (á nærri 2 mílna færi), að virkið sje betur óbyggt en byggt. Spánarkonungur, sem nú er þriggja ára gamall, hefur legið svo hætt veikur, að hann var talinn af. Þjóðveldismenn á Spáni ætluðu að nota sjer dauða hans til að gera Spán að þjóðveldi á svipstundu, eins og Brasilíu, en barnið raknaði við, og er nú úr allri hættu. A nýjársdag urðu mörg óhöpp. Höll Belgakonungs í Laeken brann til kaldra kola. Brunnu þar mörg listaverk og fóstra konungsdóttur brann inni. Konungur varð mjög kryggur yfir þessum hallarbruna. Skömmu síðar rak konungur höfuðið í ljósakrónu í kirkju, svo að hann fjell í öngvit, en varð þó ekki meint af. Sama dag brunnu leikhús í Ztirich og Florens, en engir brunnu þar inni. Sama dag brann mikið hús í Lundúnnm, sem var hæli fyr- ir fátæk börn; 26 af börnunum brunnu inni. Verkfall hefur verið mikið í Belgíu; allt að 100,000 verkmenn í kolanámum og við aðra vinnu, höfðu hætt vinnu og heimtuðu styttri vinnutíma og svo framv. Eptir 3 vikur sáu húsbændur þeirra sjer ekki annað fært, en ganga að kostum þeim, er þeir settu. Verkmenn í Belgíu hafa opt beðið ósigur í viðskiptum við húsbænd- ur sína, og þetta er í fyrsta sinn, að þeir hafa unnið sigur. í Portúgal eru miklar æsingar út af því, að stjórnin hefur látið undan Eng- lendingum. Konungur og ráðgjafar sátu á ráðstefnu hálfan dag og fram yflr mið- nætti, áður en þeir svöruðu Englandsstjórn, að þeir neyddust til að lúta valdinu, en mundi seinna leita rjettar síns. Salisbury hafði hótað, að kalla heim sendiherra Eng- lendinga í Lissabon, og enskt herskip beið eptir svari Portúgals, til að færa Salis- bury það jafnskjótt og það kæmi. í Lissa- bon hafa verið brotnir gluggar hjá Eng- lendingum og þeim gerður ýms óskundi. Portúgalsmenn ætla að hætta að kaupa vörur af þeim. Þjóðverjar kvað æíla að gera út menn til íslands til að sækja silfurberg, en ó- víst, livort þeir senda skip gagngjört ept- ir því. Ný lög. Auk þeirra 9 laga frá síðasta þingi, sem áður voru staðfest (sbr. 55. tbl. Þjóðólfs f. á.) hefur konungur staðfest 9. desember f. á.: 10. Lög um breyting á lögum 15. okt. 1875 um laun íslenskra embættismanna (prentuð orðrjett í 36. tbl. f. á.). 11. Lög um sölu nokkurra þjóðjarða (á- grip af þeim í 44. tbl. f. á.) 12. Lög um varúðarreglur til að forðast ásiglingar (pr. orðrjett í 37. tbl. f. á.). En 3. f. m. hafa verið staðfest: 13. Lög um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina (ágrip í 40. tbl. f. á.). 14. Lög um breyting á tilskipun um póstmál o. s. frv. (o: hækkun á burðargj. undir böggla á vetrum: 25 a. fyrir hver 25 kvint), 15. —19. Lög um löggilding verslunar- staðar að Arngerðareyri við ísafjarðardjúp, við Hólmavík í Steingrímsflrði, að Stapa í Snæfellsnessýslu, á Búðareyri við Reyðar- fjörð, að Múlahöfn við Hjeraðsflóa. Reykjavíkurbrauðið veitti konungur 2.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.