Þjóðólfur - 21.02.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.02.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Yerð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. —. Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reyk.javíb, föstudaginn 21. febr. 1890. Nr. 9. Kaupfjelög vor. (NiJurl.). Kaupfjelög vor láta, sem kunn- I er, umboðsinann sinn selja fyrir sig íslenskar vörur erlendis, en ekki höfum vjer sjeð, að slíkt eigi sjer stað í út- lendu kaupfjelögunum. Að kaupfjelögin láta þannig selja ís- lenskar vörur í útlöndum fyrir eiginn reikning hefur reynst mjög vel og hef- ur ýmsa kosti. Yfir höfuð munu fje- iagsmenn hafa fengið fullkomlega eins mikið fyrir þær, eins og hjá kaupmönn- um, og opt meira. En það sem mest er í varið í þessu efni, er að í fjelögunum, sumum að minnsta kosti, komast menn ekki að með vonda vöru, og nákvæm- lega gerður munur á verði vörunnar eptir gæðum, einkum á fjárverði að haustinu. Það er t. d. fróðlegt að sjá í skýrslu um kaupfjelag Dalamanna, að verðið á 95 pd. þungri kind varð 12 kr. 19 a., en því þyngri, sem kindin var, því hærra varð verðið á hverju pundi, svo að t. d. fyrir 150 pd. þunga kind fengust 27 kr. 43 a., og fyrir sauð, sem var 168 pd. að þyngd, fengust 32 kr. 55 a., náttúrlega að öllum kostnaði frádregnum. Slíkur verðmunur fæst hvergi annars staðar hjer á iandi. En verðmunur á vörum eptir gæðum kennir mönnum vöruvöndun og er hið eina ráð. sem dugir til að útrýma vondri vöruverkun, sem hingað til hefur allt of víða spillt fyrir íslenskum vörum, af því að kaupmenn hafa eigi gert nægan verð- mun á þeim eptir gæðum og þannig al- þetta banvæna eitur í islensku versl- uninni. Auk allra annara kosta við kaupfje- lagsverslunina, eykur hún samkeppni; bæði innlend vara, t. d. fje að haustinu, kemst 1 hærra verð, og kaupmenn fara S0]j3. vörur sinar rQ©ð lsögra vcröi 011 ella, svo að jafnv0l þ©ir, som ekbi ©ru í kaupfjelögunum, hafa hag af þeim og taka þannig fisk á þurru landi. Yjer leiddum rök að því í siðasta bl., að kaupmönnum er ómögulegt, að geta látið landsmenn fá útlendar vörur með jafngóðu verði, eins og kaupfjelögin, en þetta er þo auðvitað undir því komið, að kaupfjelögin hafi mikla verslun. Því meiri verslun, sem þau hafa, að því betri kostum kemst umboðsmaður þeirra í vöru- kaupum fyrir þau. Það eru flestir svo verslunarfróðir, að þeir viti það og sjái, að t. d. sá, sem kaupir mörg þúsund tunnur af korni í einu, getur fengið betra verð á hverri tunnu, en sá, sem ekki kaupir nema 100 tunnur. Þess vegna er meðal annars áríðandi, að kaupfjelögin nái sem mestri verslun undir sig og hafi öll sama umboðsmanninn erlendis tilvöru- kaupa og til að selja íslensku vörurnar. Það er torvelt að segja, hve miklu verslun kaupfjelaganna nemur á ári nú orðið, því að um það vanta skýrslur, en svo mikið er víst, að hún gæti verið marg- falt meiri, ef landsmenn legðust á eitt að efla kaupfjelögin. Eptir því, sem ætla má, eru fluttar árlega til landsins vörur fyrir 6 miljónir króna. Ekki væri það mikið, þótt kaupfjelögin næðu undir sig þriðjungnum af því, en það næmi þó 2 miljónum króna. Ef þau hefðu svona mikla verslun og hefðu öll sama um- boðsmanninn, má geta nærri, að hann kæmist að svo góðum kaupum á vörum erlendis, sem unnt væri. Vjer höfum nú borið kaupfjelög vor saman við útlendu kaupfjelögin og með- al annars sýnt fram á ýmsa kosti þeirra. Nú skulum vjer gefa hverjum sem vill, kost á að komast að i blaði voru með það, sem hann kann að hafa móti kaup- fjelögunum; munum vjer svo síðar hug- leiða mótbárur manna gegn þeim og at- huga, að hve miklu leyti þær hafa við rök að styðjast. Minnisvarði yfir Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Þrir menn í Þingeyjarsýslu hafa sent út boðsbrjef um samskottil minnisvarða yfir Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Það eru þeir alþm., próf. Árni Jónsson á Skútu- stöðum, Haraldur Sigurjónsson á Einars- stöðum og Steinþór Bjarnarson á Hellu- vaði. Ætlast þeir til, að minnisvarðinn sj e reistur á leiði hans og óska, að sam- skotin sje send sjer „fyrir lok júlímán- aðar næstkomandi með greinilegu nafni, stöðu og heimili gefenda. Munu þau á sínum tíma verða auglýst í dagblöðunum", segir í boðsbrjefinu. Það þarf ekki að efast um, að þessu boðsbrjefi verði vel tekið um land allt og að menn verði almennt fúsir að gera sitt til að heiðra minningu jafnágæts manns, eins og Jón Sigurðsson á G-aut- löndum var, með því að reisa honum veg- legan minnisvarða. Best ætti við, að þeir, sem þetta boðs- brjef hefur verið sent, og aðrir, sem finna köllun hjá sjer til þess, veittu sam- skotunum viðtöku hver í sinni sveit og sendu þau síðan forstöðumönnunum. Á þann hátt ganga samskotin greiðara, en ef hver gefandi á að senda gjöf sina til þeirra. Vjer viljum þvi vekja athygli manna á auglýsingu síðar í blaðinu um, að samskotum verður veitt viðtaka á skrifstofu Þjóðólfs. I sambandi við þetta viljum vjer leiða athygli forstöðumannanna að eptirfylgj- andi grein, sem vjer höfum meðtekið frá merkum manni. Málið er þess vert, að tillögur hans sjeu vandlega hugleiddar. Minnisvarðar. Eins og nú stendur, er verið að stofna til samskota til tveggja minnisvarða, sem sje yfir Jón Sigurðsson alþm. frá Grautl. og Kristján skáld Jónsson. Það er von- andi, að menn bregðist vel við samskot- um þessum. Einkum má ganga að því vísu, að þjóð vorri muni kært, að reisa Jóni sál. hinn veglegasta minnisvarða. En það eru miklar líkur til, að sam- skot í þessa stefnu fari smátt og smátt í vöxt; einkum þar eð svo fáum vorra helstu merkismanna hafa verið reistir bautasteinar. Að reisa helstu mönnum þjóðarinnar minnisvarða hefur ekki svo litla þýðingu; því að það er hvöt fyrir eptirkomend- urna til að leggja fram krapta sína, þeg- ar þeir sjá, að þjóðin kann að meta þá menn, er varið hafa kröptum sínum í hennar þjónustu. En hvar eiga minnismerkin að standa ? Og hverjir eiga mestu að ráða um það? Hingað til hafa frumkvöðlar samskot- anna til minnisvarðanna ráðið mestu eða öllu um það. Þar af leiðandi standa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.