Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 4
72 ÍSLENSKI GOOD-TEMPLAR 12. nr. á ári; Terð 75 au.; söhilaun 20%, ef 5 expl. eru keypt. Nýir kaupendur fá 1.—4. árg. fyrir 2 kr.— Eitstjóri Guðl. Guðmundsson, eand. jur. Blaðið flytur ritgjörðir og frjettir um bindindis- málið. — Allir bindindisvinir eru beðnir að styðja blaðið með jiví að gjörast áskrifendur._209 Arinbj. Sveinbjarnarson bókbindari leysir af hendi hverskonar bókband. (■yllir binkur í sniðum, ef æskt er. AIl ódýrt og- vel vandað. 210 Vinnustofa: Laugaveg 2. Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opin livern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 211 Verslunarmaður, æfður í öllum almennum verslunarstörfum óskar eptir atvinnu. Ritstjóri vísar á.________________________________212 Tímarit uni uppeldi og menntamál fæst fyrir 1 krónu árgangurinn hjá Sig- urði Kristjánssyni bóksala í Reykjavík. 213 WGT Skósmíöaverkstæöi og leðurverslun Björns Kristjánssonar 214____er i VESTURGÖTU nr, 4.__ Askorun. 1 umboði fjelags eins i ísafjarðar- sýslu skorum vjer undirritaðir hjer með á ])á herra alþingismenn Jðn Ólafsson, Pál Briem og Þorleif Jónsson, að eiga með oss fund á ísafirði einhvern tíma í ágústmánuði næstkomandi, til þess að ræða ágreiningsatriðin milli meiri- og minni hlutans í stjórnarskrármálinu og koma því í heppilegra og þjóðlegra horf en nú er, ef unnt er. Ferðakostnað greiðum vjer hverjum þeirra herra fyrir fjelagsins hönd með 100 krónum, ef þeir mæta eptir þessari áskorun, en um það óskum vjer að fá tillkynning fyrir júnímánaðarlok þ. á. Ísaíirði, 12. mars 1890. Sigmrður Stefánsson. (Junuar Halldórson 1. þingm. ísfirðinga. 2. þm. ísfirðinga. Skúli Thoroddsen. 215 Skóleður, brókarskinn. Sólaleður, söðlaleður. Bókbindaraskinn, flókaskór. Barnastígvjel, skó-yíirledur. í maí-byrjun kemjegmeð miklar birgðir af alls konar verkefni fyrir skósmiði, söðla- smiði og bókbindara með enn þá lægra verði en áður. Þá ný brókarskinn, sem ekki liafa áður þekkst hjer. E»á nýja teg- unij af skóleðri 70—75 a. pd., sem jeg á- byrgist að sjeu laus við fúa eða sólbruna. E»að er því vonandi, að menn um allt land kaupi skóleður hjá mjer. —- Ef 50 húðir eru keyptar í einu, er verðið þó talsvert lægra. Sjóskóleður nýtt, ódýrara en áður, ný verkjœri fyrir skósmiði og söðlasmiði, margs konar tegundir af saumþræði, Jeðri og skinnum, sem jeg ei áður hef flutt, þar á meðal svínaskinn. E»annig get jeg nú selt allt ódýrara en söðlasmiðir og skósmiðir hafa áður keypt verkeíni sitt í útlöndum. í maí læt jeg prenta verðlista yflr allt, sem verslun mín hefur til sölu, er jeg sendi hverjum ókeypis, sem óskar þess. P. t. Leipzig, 19. mars 1890. Björn Kristjánsson. 216 Stríðsráð dr. Winslöv, hjeraðs-og bæj- arlæknir í Nakskov ritar: „Eptir að jeg nákvæmlega hef kynnt mjer bitter þann, er þeir herrar Mansfeld- Bullner & Lassen búa til og selja með nafninu Brama-lífs-elexír, verð jeg að lýsa því yfir, að í bitter þessum eru að eins efni, sem skilyrðislaust eru styrkj- andi og gagnleg. Nakskov. Winslöv“. Einkenni & vorum eina egta Brama-lífs-eleaAr eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum á miðanum sjest blátt ljón, og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verhlaunaða Brama-llfs-elexir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Norregade, No. 6. 217 Eigandi og áhyrgðarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 50 Á fyrri árum söng Kristinn vanalega upp úr svefn- inum, þegar hann prjedikaði, og þóttist þá syngja með söngflokknnm. Nú á síðari árum syngur hann aldrei, þegar hann prjedikar, en bíður þegjandi jafnlangan tíma, og honum þykir sálmurinn vera sunginn. Þegar Krist- inn þykist fara ofan af stólnum, nefnir hann, hvern sálm eða vers úr sálmabókinni syngja skuli. Stundum hafa menn sungið sálminn eða versið, er Kristinn heí'ur tiltekið og hefur hann þá vanalega þagað heldur lengur en meðan þeir hafa sungið, en ekkert veit hann um þetta, heldur finnst honum einungis, að sinn gamli söng- flokkur syngi. Allan þennan 26 ára tíma hefur Kristinn sungið upp úr svefni öðru hvoru, þótt hann prjediki eigi. Þykir honum þá ætíð einhverjir vera viðstaddir, en ekki j neinu sjerstöku húsi. Optar kannast enginn við sálm- ana, er hann syngur, eins þótt fróðir menn hafl verið viðstaddir, enda hefur það komið fyrir, að Kristinn hefur talað í ljóðum í svefni, þótt hann sje alls ekki skáld- mæltur í vökunni. Þeir, sem hafa heyrt Kristinn prje- dika, segja að ræður hans geti eigi talist líkar öðrum ræðum, er þeir hafl áður heyrt, og sömu ræður heldur hann ekki optar en einu sinni, svo menn viti til. Kæð- ur hans eru sagðar nokkuð mismunandi, en skynsamir 51 menn hafa talið sumar þær ræður, er þeir hafa heyrt til hans, mjög góðar. Fyrst, þegar jeg heyrði sagt frá Kristni þessum, á- leit jeg, að hann mundi prjedika vakandi, en flest virð- ist mæla móti, að svo muni vera, því að Kristinn hefur það orð á sjer hjá öllum, sem hann þekkja, að hann sje mjög vandaður og sannsögull, enda lítur út fyrir, að hann beri það fyllilega með sjer. Hann er mjög hæg- látur og alveg laus við kvefsni og þess konar flysjungs- skap. Kristinn er alveg ómenntaður, alls ekki meira, en í meðallagi greindur og málstirður í vöku. Þar á móti lýsa ræður hans opt gáfum, þekkingu, mælsku* og fögru orðfæri. Stundum koma líka fyrir hjá honum til- vitnanir, er menn hafa reynt að væru rjettar, þótt hann í vökunni kannaðist ekkert við þær. Einnig er sagt, að hann syngi sálma orðrjett, þótt liann kunni ekkert orð í þeim. Kunnugum mönnum ber líka saman um, að slíkar ræður, sem Kristinn heldur opt, mundi hann alls ekki geta haldið í vöku, enda virðist auðsjeð á öllu, að maðurinn sje steinsofandi, þegar hann prjedikar. *) í þeirri ræðu, er jeg heyrði til Kristinns, kom hann t. a. m. með þessar og þvílikar setningar: „Hann hefur sett sinn veldis- stól föstum takmörkum á himnum“ .... „Vjer skulum umfaðma hann með elskuböndum vorra trúarkrapta“. „Þótt þetta líf sje skamm- vinnt, þá er það byrjun til hins óendanlega". . . .

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.