Þjóðólfur - 29.08.1890, Side 1
Kemur út á. föstudöp-
um — Verö árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg.
Reylíjavík, fðstudagiim 29. ágúst 1890.
Nr. 40.
Bæjarbrunar og brunaábyrgö.
Fjórir bæir hafa brunnið hjer á landi
á rúmu hálfu ári. Um orsökina til brun-
ans á einum þeirra (á Árbót) er ekki
kunnugt. Á einum þeirra (að Auðshaugi)
kviknaði í spónum, sem lágu við elda-
vjel. Á hinum tveimur (Hjaltabakka
og G-rímsstöðum) hafði eldurinn kviknað
í eldavjelarpípu, sem eigi hefur verið
nógu vel um búið. Eldavjelar eru nú
orðnar all-algengar hjer á landi, og þar
sem menn hafa nú fyrir sjer þessi dæmi,
er full ástæða til að vekja athygli manna
á, að búa vel um eldavjelar, einkum
pípurnar, sem ganga í gegn um lopt
eða þekju, auk þess sem jafnan er áríð-
andi að fara varlega með eldinn, þvi að
mikið er í húfi, ef illa fer.
En það eru jafnan einhverjir, sem
ekki sinna þvílíkum aðvörunum og geta
með lítilli ovarkarni valdið eldsvoða. Og
hvað varlega sem farið er með eld, getur
þó jafnan komið fyrir, að kvikni í bæj-
um Og húsum, þar sem farið er með
eld, af einhverjum atvikum. sem ómögu-
legl er að sjá fyrir eða sporna við. Þeg-
ar slíkt kemur fyrir á bæjum í sveitum,
brennur optast allur bærinn til kaldra
kola, og stundum allt, sem í honum er.
Eigendurnir standa þá uppi fjelitlir eða
jQelausir eptir. Með samskotum er að
vísu optast bætt að nokkru leyti úr
tjóni því, er bruninn hefur valdið, en
bæði geta þau gengið misjafnlega og
eru auk þess talsverður ábætir fyrir þá,
sem inna þau af hendi, með því að þeir
eru þá ef til vill eigi aflögufærir sjálfir.
Það er því hin mesta nauðsyn að geta
tryggt fyrir eldsvoða bæi og búshluti
ekki siður en timburhus eða steinhús
eins og yfir höfuð að gfeta tryggt alla
fjármuni sína fyrir hvers konar voða,
sem fyrir kann að koma. Auk þess sem
þeir fást endurgoldnir, ef þeir farast,
eru tryggðir munir í sjálfu sjer meira
virði en ótryggðir og auðfengnara lán
út á tryggða eign en ótryggða.
Útlend votryggingarfjelög taka eigi
torfbæi í ábyrgð eða muni, sem í þeim
eru geymdir. Það væri þvi mjög mikils-
vert að koma á fót innlendu votrygg-
ingarfjelagi, sem tæki í ábyrgð alls kon-
ar hús og torfbæi og muni þá, sem í
þeim eru geymdir. Þetta er því frem-
ur nauðsynlegt, sem brunabótagjald í út-
lendum votryggingarfjelögum er afar-
hátt og telja má víst, að það gæti verið
lægra í innlendu ábyrgðarfjelagi. I út-
lendu fjelögunum er ábyrgðargjaldið 5
af 1000 á ári, nema á húsum í Reykja-
vík, sem má skoða undantekningu. Þetta
gjald (5 °/oo) samsvarar því, að 5 hús
brenni af hverjum 1000 húsum á ári eða
eitt af hverjum 200 húsum. I þeirri
sýslu, þar sem eru 600 bæir, ætti þá að
brenna 3 bæir á ári eða 80 bæir á 10
árum. Slíkt hefur aldrei komið fyrir og
mun aldrei koma fyrir til jafnaðar.
Brunabótagjaldið gæti því verið miklu
lægra en það er í útlendu fjelögunum,
en hve lágt það mætti vera, verður
reynslan að skera úr.
Með því lengi mætti biða eptir inn-
lendu votryggingarfjelagi, ef einstakir
menn ættu að koma því á fót, verður
landið sjálft með landssjóð að bakhjalli
að stofna það. Það ætti ekki að neinu
leyti að geta verið hættulegt fyrir lands-
sjóð. Ef menn ættu að vera sjálfráðir,
mundu margir skjóta sjer undan að vo-
kryggja. Fyrir því teljum vjer sjálfsagt
að allir hús- og bæjaeigendur alstaðar á
landinu væru skyldaðir til að votryggja
hús sín og bæi, eins og húseigendur í
Reykjavík eru nú skyldaðir til að votryggja
hús sin. Á þann hátt yrði gagnið af
fjelaginu almennt, og votryggingargjald-
ið svo lítið sem frekast væri unnt.
Það er svo margt sem mælir með því,
að stofna innlent votryggingarfjelag, að
eigi er hægt að -telja það upp í stuttri
blaðagrein. I þetta sinn vildum vjer
að eins koma hreyíing á málið með þvi
að vekja athygli á nauðsyninni á ijelag-
inu og benda lauslega á, hvernig það
ætti að stofna. Þingið og landsstjórnin
verður að taka þetta mál að sjer, eins
og flest annað, sem landinu horíir til
framfara.
Brjef frá Englandi.
Frá frjettaritara. Þjóöólfs.
Oxford 6. ágúst 1890.
James Bryee.
Nafn þessa manns er ókunnugt heima
á Fróni, og þó er hann hinn mesti og
merkasti Islandsvinur, sem nú er uppi
á Englandi. Skáldið William Morris, sem
líka er mikill vinur íslands, þekkja þó
fáeinir menn heima.
Bryce er fæddur 1838 í Belfast á ír-
landi. Foreldrar hans voru af irskum
og skozkum ættum, og er því lítið enskt
blóð í æðum hans. Hann gekk á latínu-
skóla í G-lasgow, síðan á Oxford-háskóla
og seinna á Heidelberg-háskóla í Þýska-
landi. Hann ritaði svo ágætar verðlauna-
ritgj örðir í Oxford, að hann var skipað-
ur prófessor í lögum 1870 við þann há-
skóla, og er það enn. Fyrirlestrar hans
eru svo ágætir, að hinir prófessorarnir
flykkjast að til að hlusta á hann.
Hin fyrsta bók, er vann honum rit-
frægð, var „The Holy Roman Empire“
(hið helga rómverska keisaradæmi). Bók
þessi hefur komið út 8 sinnum og er
þýdd á flest Evrópumál. Hann sýnir í
henni, að keisaradæmið leið ekki undir
lok á 5. öld, en lifði í orði og á borði
til 1806. Bryce hefur setið á þingi síð-
an 1880 og er þingmaður Aberdeen,
sem er borg norðaustantil á Skotlandi.
Árið 1886 stýrði hann utanríkismálum í
ráðaneyti Gladstones, enda er hann manna
best fallinn til þess. Hann kann 16 mál,
og er alkunnur sem ferðamaður og fjall-
klifrari. Árið 1876 steig hann fyrstur
manna, aleinn, fæti á tind Ararats og
ritaði bók næsta ár um ferðir sinar um
Rússland, Irland og Japan. Hann hef-
ur ferðast um Ástraliu og 1873 var hann
á íslandi og lærði íslensku hjá yfirkenn-
ara Halldóri Friðrikssyni. Hann hefur
ritað snilldarlega grein um ísland í enskt
tímarit.
Um Bandarikin ferðaðist hann 1870,
1881 og 1883. Hann skoðaði hvert ríki
i krók og kring. kynntist öllum merk-
um Ameríkumönnum og hjelt fyrirlestra
í mörgum heldri borgum. Amerikumenn