Þjóðólfur - 20.07.1891, Side 3
139
höfðingi með úrskurði til sekta allt að
400 kr. fyrir hvern þann mann, sem skip-
stjóri tekur á skip sitt gegn banni þessu,
og greiðist sektarfjeð af upphæð þeirri, er
útflutningsstjóri hefur að veði lagt.
Nú afhendir maður öðrum vegabrjef sitt,
og varðar það jafnháum sektum sem áður
er talið. Þau sektamál skal sækja sem
almenn Iögreglumál.
Undanskilin þessum ákvæðum eru eigin-
leg póstskip og seglskip þau, er eigi flytja
fleiri útfara en 10.
4. gr. Allar sektir eptir lögum þessum
renna í landssjóð.
Mngiuannafrumvörp. 32. um eyðing
svartbakseggja (Jens P, Páll Briem og Sig.
Jensson). 33. um búsetu fastakaupmanna
á íslandi. 34.-35, um löggilding versl-
unarstaða: við Vogavík (Jón Þórarinss.),
við Ingólfshöfða (Sv. Eir. og Ól. P.). 36.
um skipting á Prestsbakka-og Kálfafells-
sóknum í tvö prestaköll (Ól. P.). 37. um
að meta til dýrleika nokkrar jarðir í Vest-
ur-Skaptafellssýslu (Ól. P.).
Fallin frumvörp. 2. um að stjórninni
veitist heimild til að afhenda nokkrar þjóð-
jarðir í skiptum fyrir aðrar jarðir (stj. frv.),
fellt í neðri d. með 15 atkv. móti 3. 3.
um sölu silfurbergsnámanna í Helgastaða-
fjalli (stj. frumv.), fellt í neðri d. með 20
samhlj. atkv. 4. um almannafrið á helgi-
dögum þjóðkirkjunnar (stj. frumv.), fellt í
neðri d. með 12 atkv. móti 11. 5. um
breyting á prestakallalögunum 27. febr.
1880 (o: um skipun Borgar-, Staðarhrauns-,
Hítarness- og Miklaholtsprestakalla), fellt
í neðri d. með 12 atkv. móti 10.
t Ingibjörg Eggertsdóttir
á Tjörn á Vatnsnesi.
Hvað? Ertu horfin, og farin oss frá?
ó, fæ eg þá aldrei þig, kæra! að sjá ?
Þú kastaðir geislura minn æfiveg á.
Jeg elskaði ljósið, sem skein þjer af brá.
Þú komst, þegar grima lífs grúfði’ yfir mjer,
og gleðin og hamiugjan fylgdist með þjer.
Þú komst eins og geisli með líknandi ljós
og lífgaðir anda míns deyandi rós.
Því þú varst svo hrein eins og himinsins ljós.
Vjer hljótum að meina og Begja þitt hrós.
Já, hrein varstu’ og björt og svo guðlega góð!
Vjer geymum í hjörtum þinn minningar óð.
Ol'úf Sigurbardðttir.
Flutningur Fróöárkirkju.
Með þessari fyrirsögn hafið þjer, herra ritstjóri,
tekið grein í 21. og 22. tbl. Þjóðólfs, semjegætla
að leyfa mjer að svara fáeinum orðum, til þess að
leiðrjetta ýmislegt ranghermi, er hún hefur með-
ferðis.
Grein þessi skýrir frá ýmsum fundarhöldum í
Fróðársókn út af flutningi kirkjunnar til Ólafsvík-
ur. Greinarhöfundarnir virðist vilja vefengja þá
yfirlýsingu prófasts, að kirkjan væri ekki messu-
fær, en þessi vefengingartilraun er ljettvæg gagn-
vart vottorðum þriggja smiða, sem hafa skoðað
kirkjuaa og látið í ljósi undrun sína yfir því, að
hún skyldi ekki vera alveg fallin um koll, þar sem
hún sje gengin úr bindingnum og viðir meira og
minna fúnir.
Um fundarskýrslu greinarhöfundanna ætla jeg
ekki að vera langorður, en lýsa því yfir, að frá-
sögn þeirra er alveg röng, því ýmist fór það ekki
fram á funduuum, sem þeir bera fram eða fundirn-
ir voru ekki haldnir, til að ræða um kirkjuflutning,
svo sem annar fundurinn, er þeir uefna (fundurinn
að Fróðá), sem eingöngu var um það, hvort söfn-
uðurinn vildi taka að sjer umsjón og fjárhald Fróð-
árkirkju. Eu það þykir mjer kátlegast, að þeir
minnast alls ekki á hinn þriðja fund, er haldinn
var 9. mars f. á. og samþykktur hafði verið af
sjálfum greinarhöfundunum á Fróðárfundinum, því á
þessum fundi var samþykkt með 58 samhljóða at-
kvæðum af 80 atkvæðisbærum, að söfnuðurinn tæki
að sjer kirkjuna með því skylyrði. að hún fengist
cndurbyggð í Ólafsvik, og er það ósannindi, að
nokkur þeirra, er atkvæði greiddu, liafi ekki verið
108
sjer skot nje skóhljóð. Svo rjeði jeg af að borða, hátta,
og bíða dagsins að finna Jón, ef liann. kæmi ekki til
sæluhússins fyrir dag.
Jeg var nýbúinn að borða, þegar siðasta skarið á
þessu eina kerti í hinu afskekkta sæluhúsi fjell ofan i
stjakann og dó; við sátum í myrkrinu; að minnsta kosti
var engin önnur birta, en rauðleitur glampi, sem lagði
af arninum, því að það Iifði þar enn í nokkurum feyskj-
um eptir af eldinum, sem húsmóðirin liafði soðið við
baunirnar handa mjer.
„Þetta er fallegt“, sagði Hartin Seccó, „við höfum
enga ljóstýru til, þó að nokkur lægi á að kveikja á
guðs altari, og þjer verðið svo, herra Caballeró, að liátta
í myrkrinu!“
„Kærið yður eigi um það“ svaraði jeg, „jeg er
hermaður, eins og þjer sjáið, og vanur óþægindum“.
„Það er gott, því að jeg er viss um, að herrann
hefur ekkert fundið fyrir sjer nema óþægindi í fátæk-
lega sæluhúsinu okkar. Þegar jeg er orðinn nógu rík-
ur, ætla jeg mjer að halda gistihús á Alameda; og þá
ætti Caballeró að koma aptur til Malaga og muna eptir
Martin Seccó“.
Við þetta heyrði jeg það hoppaði hlátur niðri í
húsmóðurinni. En ekki vissi jeg þá, hvort það var af
voninni um að eignast fallegt gistihús, eða af því, að
105
mína ósjálfrátt, „ef sögurnar hans Pedrilió skyldn nú
vera sannar“.
Jeg skoðaði þau nú vandlega sæluhúshjónin.
Martin var breiðleitur og mikilleitur og snareygur,
og liafði svart skegg eins þjett og hrossfax. Hann
var munnvíður, og ljek alltaf bros um varirnar; en
aldrei náði þetta bros upp til augnanna — munnurinn
hló, en augun voru köld eins og gler, — það var illt
merki. Ennið var apturkembt, og eyrun voru fjarska
ofarlega. Jeg sá það óðara, að liann var dyggðasnautt
fúlmenni. Hann var álitlegur maður á velli, var í brúnni
treyju, brúnum stuttbuxum og svörtum sokkum. Hann
hafði hárnet um hár sjer, og bar gult belti yfir um
sig.
Kona lians var baskisk, og spænskan liennar var
nærri óskiljandi. Hár hennar var kolsvart og fljettað í
einn digran fljettiug, er náði nærri ofan á hæla. Hún var í
kjól úr stórgerðu, rauðu klæði, með þröngum ermum og
stuttum upphlut, en að neðan var hún í gulum ullar-
sokkum, og með lága leðurskó, sem voru bundnir með
böndum upp um öklana. Andlit hennar var hrikalegt
og uppblásið, og augnaráðið var voðalegt. Það var
eitthvað á milli þess að vera hið skarpa, grimmilega
augnaráð snáksins, og hið óstöðuga augnaráð í útþvældu
drykkjusvíni. Hún glápti á mig, og jeg sá ekki betur