Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 4
208 Útlendar frjettir. Khöfn. 23. sept. 1891. „Yindinn, yindum ref Daíraðar“, segir í Darraðarljóðum, og svo má segja um þessar mundir. Pýskaiandskeisari lief- ur lialdið 5 ræður í ófriðarátt og 4 her- sýniugar í september. Rússar hafa lirætt Tyrkjasoldán tií að leyfa sjálfboðaflota1 þeirra að fara um sundin við Miklagarð. Þeir auka her sinn við landamærin vest- ur og suður, og hermálaráðgjafi þeirra kvað hafa unnið að því í mörg ár, að hver vopnfær maður væri til taks og allt í ó- friðarstellingum vorið 1892. Englending- ar taka þetta óstinnt upp. Blöð þeirra ógnuðu Tyrkjanum og Ijetu Bússa vita, að þó þeir tækju Miklagarð, þá mundu þeir fljótt hrökkva þaðan undan þrenning- arsambandinu. Nema Daily News, blað Œadstones. Pað vorkenndi Rússum, að þeir vildu eiga útleið úr Svartaliafi. Svo frjettist, að enskt brynskip hefði tekið eyna Sigri, vestanvert við Mytilene (Lesbos) fyrir vesturströnd Litlu-Asíu. Allt komst í uppnám út af þessu, en sendi- herra Englendinga í Miklagarði sagði það vera að eins meinlausar heræfingar. Eng- lendingar yfirgáfu eyna, en Soldáni skaut skelk í bringu, svo nú er hann bljúgari við þá. Ófriðarblikan er engu minni vestur en austur á bóginn. Jeg gat þess síðast, að Þýskalandskeisari Ijet ófriðarlega i ræðum í Merseburg og Schwarzenau. Síðan hjelt hann ræðu eptir hersýningarnar við Miinchen og kvaðst aldrei hafa sjeð jafn- frítt lið og mundu Þjóðverjar nú, ef þeir væru samtaka, geta staðið í öllum fjand- mönnum, eins og 1870. í Kassel hjelt hann ræðu eptir hersýningu og kvaðst hafa sjeð afa sinn ríða þar í bæ 1871, er hann kom úr her- ferð gegn Frökkum. Kvaðst hann treysta því, að Þjóðverjar væru jafnsnjallir nú og þá. í Erfurt hjelt hann ræðu eptir hersýningu. Aldrei hefði Þýskaland verið svívirt eins og brotið á bak aptur og hjer af hinum korsíkanska flökkumanni. Átti keisarinn með þessu við bardagann við Jena, sem stóð nálægt Erfurt; lika átti hann við það, er Napóleon mikli Ijet alla fursta á Þýskalandi og Rússakeisara horfa á franska leikend- ur, þar á meðal hinn ágæta Talma, í leik- húsinu í Erfurt 1808. En frá Erfurt kom líka sú elding, sem steypti Napóleon, sagði ') Svo kallast störskip, sem brúka má til her- flutninga og sem voru gerð út af ýmsum bæjum á Rússlandi af sjálfsdáðum 1878. keisari; Þjóðverjar hefndu harma sinna 1813. Frönsku blöðin urðu uppvæg út af þessari ræðu og þótti óvirðulega talað um Napóleon. Blað hinnar þýsku stjórnar hafði þá eptir keisara, að hann liefði sagt „Iandabrjótur“, en ekki „flökkumaður11. Nú víkur sögunni tii Frakklands. Her- sýningar, stórkostlegri en nokkru sinni hafa haldnar verið í nokkru landi, voru haldnar fyrir Freycinet, sem er bæði her- málaráðgjafi og forseti ráðaneytis. Sagði hanu í ræðu, að nú væri Frakkland að fullu viðreist eptir ófarirnar 1870—71. Nú stæðu Frakkar hverri þjóð á sporði og hefðu náð sæti sínu í Evrópu; sumir elsk- uðu þá, sumum stæði ótti af þeim í þess- um nýja sess. Nokkru síðar Ijet Carnot 100,000 manna ganga fram hjá sjer af liðinu og tóku allir áhorfendur, mörg þús- und manns, ofan i hvert sinn og fánar fóru fram hjá. Carnot sagði, að þessi fríði her byrgi friðnum, því nú treysti Frakk- land sjer vel. Til marks um, hversu uppstökkir Frakk- ar eru við Þjóðverja, skal þess getið, að um daginn átti að leika á söngleikahúsinu í París söngleik eptir Wagner „Lohengrin“. Safnaðist þá múgur og margmenni úti fyrir og æpti: „Iifi Frakkland, lifi Rússland". Stjórnin hafði mikið herlið og lögreglulið á verði. Voru um 1000 manns teknir höndum fyrsta kveldið, sem hinn þýski söngleikur var leikinn, og rúmir 500 í næsta skiptið. Rússar hafa lánað nokkur hundruð miljónir króna hjá frönskum auðmönnum. Og á Frakklandi gengur það staflaust, að Dagmar, dóttir Kristjáns níunda, drottning Rússa, hafi snúið harðstjóranum Alexand- er þriðja og fengið hann til að brjóta odd af oflæti sínu og taka saman við franska þjóðveldið. Dérouléde tók þetta fram í ræðu í París og endaði með því að lirópa: „lifi Dagmar“. Frakkar telja Dani vissa með sjer í ófriðnum og halda, að þeir hafi gengið í samband við Rússa, enda er nú verið að víggirða Höfn í gríð. Á nú að reisa 4 aukavirki landmegin og víggirð- ingin að vera búin haustið 1892. Rússar búast nefnilega við, að þá verði Glaðstone vinur þeirra kominn til valda, á Englandi og muni ekki taka þátt i ófriðnum. Aust- urríkisstjórn ætlar að heimta aukafje af þingi til hersins. Blöðin fárast yfir að Þjóðverjar, sem eru 11 miljónum rúmum fleiri en Frakkar, skuli hafa minni her en Frakkar. Vilja Þjóðverjar nú ekki horfa í skildinginn. í Austur-Afríku liafa Þjóðverjar beðið mikinn ósigur. Zalewski, einn af foringj- um þeirra, lagði inn í land með 600 svert- ingja og 20—30 Evrópumenn, forkunnar vel búið lið. En í landinu Uhelia rjeðst þjóðfiokkur sá, er Wahehe nefnist, á hann, Spjót og örvar urðu fallbyssum yfirsterk- ari. Fjellu 10 Evrópumenn, meðal þeirra Zalewski og 300 svertingja Þjóðverja meg- in, en hinir komust af austur að strönd eptir tvo mánuði í hrakningum, og sögðu sínar farir ekki sljettar. Á Spáni liafa ýms stórfljót flóð yfir bakka sína og unnið skaðræðistjón. Flóð- ið braut marga bæi, drekkti mörgum þús- undum manns og er skaðinn metinn á minnst 10 miljónir pjastra (1 p. er 3 kr. 22 aur.). Um 100,000 manns kvað vera húsviltir og ræna sumir þeirra og rupla til að halda í sjer lífinu. Lík liggja ó- grafin hrönnum saman og valda pestnæmi. Hermálaráðgjafinn hefur orðið að senda herlið til að jarða þau og hætta við her- æfingar, sem liann ætlaði að halda. Drottn- ing grjet hástöfum, er hún heyrði þessi ósköp; hefur hún gefið ógrynni fjár og veitt húsvilltum húsnæði á hallargörðum sinum. Stjórnin gerir allt, sem hún getur, til að bæta böl manna og fje er safnað í kirkjum, á skrifstofum blaða o. s. frv. Á Rússlandi er hallæri af korneklu. Víða upp til sveita hefur fólk að eins lauf og trjábörk að leggja sjer til munns. Stjórninni er þetta að kenna; frá 12. ágúst, er bannið á útflutningi korns kom út, til 27. s. m., er það öðlaðist gildi, var fiutt út tíu sinnum meira korn en á jafnlöng- um tíma (12.—27.) í fyrra. Stjórnin út- býtir pappírspeningum, einstakir menn gefa stórfje; það kemur fyrir ekki. Rússar deyja drottni sínum. Á Kínlandi eru kristnir menn ofsóttir og drepnir, og getur stjórnin ekki hamlað því. Sendiherra Evrópuríkjanna í Peking ámálgaði þetta hvað eptir annað við stjórn- ina, en hana vantar máttinn, þó hún hafi viljann til að taka í taumana. Það geng- ur staflaust meðal Kínverja, að kristnir menn kaupi kínversk börn og kvelji þau til dauða, svo von er þó þeir vilji hefna sín. Þeir halda líka, að þeir sjeu galdramenn og illvirkjar. Hin lengsta járnbraut í lieinii verð- ur Síberíujárnbrautin, sem nú er byrjað að Ieggja, að austan og vestan. Lengsta járnbraut í lieimi er sú, sem liggur yfir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.