Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 3
207 fólki. Við nánari eptirgrennslun komast menn að raun uni, að konur þeirra, dæt- nr og systur eru þar einnig, en af klæða- burði þeirra og framgöngu skyldu menn ætla, að þær væru af meðalstjettinni, sem Englendingar svo kalla, en ekki af verk- mannastjettinni. Þetta kemur nú að nokkru leytí af því, að karlmennirnir í Vestur- ríkjunum bera aí ásettu ráði ekkl mikíð í klæðaburð. En samt sem áður má segja, að sá vitnisburður, að fjöldinn af alþýðu manna í Ameríku sje eins og meðalstjett- irnar í Evrópu, sje sannari að því er kvennfólkið snertir en karlmennina, eink- um í Vesturríkjunum. Jeg minnist þess, að jog einu sinni’var staddur í bóksölu- búð í litlum bæ í Oregon; kom þá kvenn- maður þar inn og spurði, bvort komið væri mánaðairit eitthvert, sem jeg kann- aðist ekki við. Þegar hún var farin, spurði jeg afhendingarmanninn, hver hún væri og hvaða tímarit það væri, sem hún hefði spurt um. Hann svaraði, að hún væri kona járnbrautarverkmanus eins, að tímaritið væri tískublað, og að mikið væri keypt af þess konar blöðum af kvennfólk- inu í verkmannaflokknum þar í bænum. Af þessu fór jeg að veita klæðaburði kvenna þar meiri eptirtekt og komst að raun um, að í smábæjunum um þessar slóðir fóru þær eptir Parísartískunni og voru í þessu enda fremri en enskt kvennfólk í embætt- ismanna- og verslunarstjettinni. í bæ eins og þeim, sem jeg lijer á við, eru engar vinnukonur, nema á gistihús- uuum. Nálega öll dagleg imianhúsvinna er unnin af Kínverjum, þar sem vinnufólk annars er haldið. En húsmæðurnar, þess- ar „tiskudömur1', hafa sjálfar á hendi inn- anhússtörfin og liafa fyrir börnum sínum. Kvennfólkið í Ameríku liefur fremur en kvennfólk í Evrópu smekk fyrir bók- menntum og mikil áhrif á bókmenntirnar þar í landi. Það er þrennt, sem styður að þessu, í fyrsta lagi auðveldur aðgang- ur að andlegri menntun, því næst viður- kenning þess, að kvennfólkið standi karl- mönnum jafnfætis að borgaralegum rjett- indura og andlegum hæfileikum, og loks hinn mikli tími, sem kvennfólkið hefur fram yfir karlinennina. í þvi landi, þar sem karlmennirnir eru stöðugt önnum kafn- ir við atvinnustörf sín eða embættisskyld- ur, verður það verk kvennanna að halda bókmenntunum uppi. Og það ar óhætt að trúa þeim fyrir því. Þær eru fijótari að hugsa og djúpsæar, eru minna eu kvenn- fólk á Englandi hneigðar fyrir hreyfingu úti við eða líkamsæfingar og eru tilneydd- ar vegna veðurlagsins að halda sjer leng- ur inni, á veturua vegna kuldans, en á sumrin vegna hitans. Svo virðist sem þær sjeu ekki eins hneigðar fyrir sönglist og myndalistir, eins og fyrir bókmenntir, enda lesa þær með kappi miklu og iðjusemi all- ar bækur og tímarit, er ekki þarf sjer- staka vísindalega þekkiugu til að skilja, og þær eru enda margar, sem helgað hafa líf sitt iðkun einnar eða annarar vísinda- greinar og komist langt í þeirri grein. Það eru óendanlega miklu fleiri konur, sem ger- ast rithöfundar, 1 Ameríku en í Evrópu. Það sem þær hafa mestar mætur á að fást við, er auðvitað stuttar skáldsögur, minui ritgjörðir og ljóðagjörð. Hafa margar, sem eru óþekktar í Evrópu, orðið allfrægar víða fyrir ljóðmæli sín. Það má spyrja, hvort þessi glæsilegi liagur kvenna í Ameríku sje að þakka lýðveldisskoðununum eða yfir höfuð hverju staða þeirra sje að þakka. Staða þeirra er að svo míklu leyti að þakka lýðveldinu, sem hún á rót sína að rekja til þeirrar grundvallarsetningar, að allir menn sjeu frjálsir og jafnir, hafi til að bera viss rjettindi, sem enginn getur frá þeim tekið, og tilsvarandi skyldur. Þessi grundvallarskoðun getur ekki tak- markast með því að segja, að menn sjeu að eins karlmenn eða menn með livítum hörundslit. í mörg ár hafa Ameríkumenn trúað á jöfnuðinn, verið hróðugir yfir að liafa uppgötvað hann og barist fyrir hon- um með líf og sál. Þegar þeir áttu að fara að koma jöfuuðinum til framkvæmda á alls konar mönnum, þá Ijetu þeir auð- vitað kvennfólkið fyrst njóta hans, og það eigi að eins í pólitiskum málum, heldur einnig í borgaralegum málum. Meðal ann- ara orsaka, sem verkað hafa í sömu stefnu, má nefna tvær. Önnur þeirra er sá sið- ur í söfnuðum presbyleríana og baptístci, að kvennmaður hefur sama rjett sem karl- maður til að kjósa presta og forstöðumenn safnaðanna. Hin orsökin var sú, að meðal landnema, sem stöðugt leituðu lengra vest- ur í landið, var í fyrstunni fátt kvenn- fólk, og var það þess vegna virt og heiðr- að og vel farið með það. Þessi siður hjelst svo, eptir að fólkinu fjöigaði þar um slóðir, og liefur breiðst þaðan út um allt land. Hver áhrif hefur nú allt þetta haft á kvennfólkið ? í einu orði góð og heillarík áhrif. Kvenu- fólkið hefur fengið stærra starfsvæði og á því hægra með að komast áfram. Svo sýnist og sem kvennfólksins sjerstaklegu aðlaðandi eiginlegleikar hafi ekki beðið neinn hnekki við það. Kvennfólkið liefur orðið óháðara og færara um að bjargast sjálft áfram, sem er því meira í varið sem ógiptu kvennfólki fer stöðugt fjölgandi. Stúlka í Ameríku, sem verður að lifa ó- gipt, hefur greiðari aðgöngu að ýmsum störfum og til að menntast heldur en göm- ul jómfrú eða ekkja í Evrópu; á hinn bóginn hefur uppeldið og skólamenntunin gjört giptar konur í Ameríku ekki síður hæfar til að gegna störfum sínum sem húsmæður. Hvernig hefur nú þetta allt verkað á þjóðina í heild sinni? Ef kvennfplkið yfir liöfuð hefur haft gott af því, liefur öll þjóðin við það einn- ig liaft gott af því. Sem mæður skapa þær lyndiseinkunnir barna sinna og að mestu leyti geta þær einr.ig lagað tísku og venju, sem er ráðandi i samkvæmum meðal þjóð- arinnar. Staða kvennanna hefur einnig góð áhrif á karlmeunina. Þeir hafa gott af því að skoða þær sem jafningja sína í staðinn fyrir að skoða þær sem fagurt leikfang eða gagnlega vinnuþræla. Sú virðing fyrir kvennfólkinu, sem karlmenn í Ameríku annaðhvort sýna því af sjálfs- dáðum eða neyðast af almenningsálitinu til að sýna því, hefur bætandi áhrif á framgöngu karlmanna og viðmót og dreg- ur úr eða eyðir ýmis konar ósvinnu, sem ýmislegt annað þar í landi kemur af stað. Öll þjóðin á velgjörðasemi kvenna og áhuga þeirra á margs konar endurbótum að þakka fýrir margt og mikið gott, sem siðir og tíska í Evrópu mundi varla hafa leyft þeim að afreka. Evrópumenn eru á síðari árum farnir að dást að fjöri og framtaksemi kvenna í Ameríku. Þeir, sem þekkja, hváð þær hafa framkvæmt, og framkvæma enn til að koma fram mörg- um velferðarmálum, munu enn meir dást að þreki þeirra, kjarkí og hve mikið þær leggja í sölurnar. Ekkert land virðist eiga kvennfólki sínu meira að þakka en Ameríka fyrir hið besta í grundvallarskoðunum þeim, sem líf manna, bæði opiuberlega og prívat, lag- ar sig eptir. Dr. Jón Stefánsson í Kaupmanna- höfn er orðinn aðstoðarmaður (assistent) við konunglega bókasafníð í Höfn. Hann byrjaði í haust að halda fyrirlestra í há- skólanum um bókmenntasögu Englands.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.