Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 1
Kemur út & föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR Dppaögu akrifleg, bundin við áramót, ógild uema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. lleykjaTÍk, föstudaginn 30. október 1891. Nr. 50 51. Athugasemdir um fjársölu eptir alþingÍBm. Jón Jónsson á Reykjum. II. (Siöari grein). Sú skoðun er víst mjög almenn, enda liefur hún við töluvert að styðjast, að Jjað sje kaupendum að kenna, en engum öðrum, þetta ólag, sem komið er á fjár- verslunina. Menn segja: „Yið getum ekki gert að því, þótt þeir, sem fjeð kaupa, sje svo vitlausir að kaupa og borga háu verði kindur, sem svo að segja er hvorki hlóð nje mergur í, og sem verða til að eyði- leggja álit íslensks fjár í útlöndum. Yið getum ekki verið að halda í skjáturnar, þegar þeir viija kaupa þær, og gefa okk- ur nógu mikið fyrir“. — En kaupendum er eigi að síður opt og einatt vorkunn. Kaupandi er t. d. búinn að ráða gufuskip til fjárflutnings frá ákveðnum stað áákveðn- um degi. Nú fer svo — jeg hef sjálfur reynt það — að hann fær ekki nógu margt af því fje, sem honum likar ogsem hann vill kaupa; en annars vegar getur hann fengið nóg af veturgömlu rusli, sem hann ekki ætl- aði að kaupa. Hann verður þó nauðugur viljugur að taka þetta rýra fje, því hann hugsar sem svo: „Jeg verð að kaupa þetta rusl, til þess að hafa eitthvað í skipið, og jeg vona, að þó auðvitað verði mikill skaði á þessu kaupi, þá borgi það þó eitthvað upp í „fraktina“ — og „betri er hálfur skaði en allur“. En hvaða ráð eru til að lagfæra þetta? Hvað eigum vjer að gera, til að koma í veg fyrir það, að út sje flutt svo rýrt fje, að það verði til að spilla mjög, eða ef til vill eyðileggja með öllu sölu á ís- lensku fje erlendis? Svarið er stutt: Vjer eigum að senda vort eigið fje, á vora eigin ábyrgð, til sölu fyrir reikning sjálfra vor í Englandi og Skotlandi. Það hefur sýnt sig af reynslunni hjá fjelögum þeim, er senda út fje á eigin á- byrgð, enda sjálfsagt eptir hlutarins eðli, að fje það, er þannig hefur verið sent, er að miklum mun vandaðra og betra en það, sem keypt er við ákveðnu verði hjerlendis. Fjelögin gera hæfilegan og skynsamlegan verðmun á fjenu eptir kost- um þess, og sjerhver einstaklingur kapp- kostar því af fremsta megni að láta ein- mitt sínar kindur vera sem bestar og vænstar. Þetta er svo eðlilegt og sjálf- sagt, að það þarf engrar útlistunar við. Menn læra smátt og smátt þá búmanns- reglu, sem margir, því miður, víðsvegar um land eiga ólærða enn, að til þess að hafa mikil not af sauðfje verður að fara vél með fjeð, og hagurinn af hinni góðu meðferð kemur aptur fram, eigi að eins í því, að menn íá hærra verð fyrir sauð- ina sína, heldur einnig og fremur í öðr- um af'notum fjárins, og verður þannig rjett lögð uudirstaða undir velmegun og vaxandi auði. Það hefur líka fleiri kosti í för með sjer, sem að vísu snerta eigi fjárverðið, en eru eigi að síður svo mik- ilsverðir, að mjer sýnist vert að benda á þá. Til þess að geta sent fje sitt og aðr- ar vörur til sölu í útlöndum, verða menn að mynda skipuleg og reglumbundin fje- lög. En að mynda slík fjelög og starfa í þeim, veitir almenningi meiri og gleggri viðskiptaþekkingu, en hann annars að öll- um jafnaði á kost á að fá. Öll sú mikla samvinna, sem slík fjelög hljóta að hafa í för með sjer, hún er betur fallin en nokkuð annað, sem jeg þekki, til að vekja rjettar fjelagshugmyndir og til þess yfir höfuð að fullkomna og manna þá, er taka þátt í henni. Margir eru hræddir við að senda fje sitt og aðra vöru út til sölu á eigin á- byrgð. Þeir óttast, að xunboðsmaður, sem vöruna selur, muni fjefletta þá, muni stinga svo og svo miklum hluta andvirðis- ins í sinn eiginn vasa. Þessi tortryggni er afar-rótgróin meðal alennings, og er það eigi að undra, þar sem viðskiptalíf þjóðar vorrar var svo á undanförnum öld- um og árum, að hugsunarhátturinn lúaut að leiðast í þá átt, að í verslunarviðskipt- um bæri sá best frá borði, er mest gæti svikið og fjeflett aðra, og þar af leiðandi, að enginn væri maður að verri, þótt hann prettaði aðra með svikinni vöru o. s. frv. Þessi hugsunarháttur er langt frá aldauði enn. Hann Iýsir sjer enn í illa þurkuð- um fiski, óhreinni ull, höltum og biluðum hestum, ósönnum sögum um aldur hesta og sauðfjár o. s. frv. Já, fólk hlær jafnvel upp í opið geð- ið á manni, þegar maður er að útlista fyrir því, að það sje verslunarháttur um heim allan, að láta umboðsmenn í fjarlæg- um löndum og stöðum selja og kaupa vöru, og að það liljóti að vera hverjum umboðs- manni mest hugarhaldið að gegna þeim störfum, sem honum .eru þannig falin, sem best og ráðvandlegast, að fullnægja sem best þörfum þeirra, er hann liefur umboð fyrir, því með því, en engu öðru getur hann eflt og tryggt sína eigin atvinnu. Nei, margir trúa því blátt áfram ekki, þegar þeim er sagt slíkt, svo rótgróin er sú skoðun, að í verslun geti ráðvendni ekki átt sjer stað, og eigi jafnvel ekki að eiga sjer stað. — En líti menn nú snögg- vast á, hvernig gengið hefur fyrir þeim, er sent liafa sauði til sölu á eigin ábyrgð undanfarin ár. Á hverju einasta ári nema 1885 liafa þeir haft hag, ef miðað er við það verð, er hægt var að fá á mörkuðum hjer heima, og liefur þó það verð stundum verið all hátt. — í kaupfjel. Þingeyinga, sem jeg þekki best til, hefur hagurinn verið frá tæpri krónu til þriggja króna á hverri kind á liverju ári síðan 1885. Ekki bendir þetta til þess, að mikil áhætta sje að senda sauðiua á eigin ábyrgð. Ekkert fjelag, sem einu sinni hefur byrjað á því, að senda fje á eigin ábyrgð, hefur liætt við það aptur; reynslan hefur miklu frem- ur hvatt þau til að halda áfram. Jeg er gagnkunnugur þeirri aðferð, sem viðhöfð er við útsending sauðfjár á eigin ábyrgð, og jeg hef dálítið fengist við kaup á sauðfje til útflutnings. Mjer hef- ur sárnað, er jeg vegna ýmsra kringum- stæðna hef neyðst til að kaupa kindur, sem jeg var sjálfur sannfærður um. að alls ekki voru hæfar til útflutnings. Mjer hefur sárnað að vita til þess og reyna það, að kaupmenn tækju fje fyrir miklu hærra verð, en liægt var með nokkru móti að fá fyrir það aptur, og svo liafa þeir selt mjer eða öðrum þetta sama fje með miklum afslætti, sem náttúrlega er byggt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.