Þjóðólfur - 01.01.1892, Page 3
3
ársins 1891 ekki að eins sem merkisárs í
sögu þjóðar vorrar yfirhöfuð, heldur og sem
merkiárs fyrir nýtt tímabil verklegra fram-
fara á landi voru.
Þótt sumum þætti síðasta þing nokkuð
afkastalítið og fremur magurt, vann það
samt að minnsta kosti þarft verk með því
að auka drjúgum fjárstyrkinn til gufu-
skipsferða með ströndum fram og til póst-
ferða, og kemur sú breyting til fram-
kvæmda á þessu ári, sem nú fer í hönd,
að minnstá kosti að því er póstferðirnar
snertir, en eins og kunnugt er neitaði
gufuskipafélagið danska að halda uppi
strandferðum hér við land samkvæmt skil-
yrðum fjárlaganna, sem reyndar mátti bú-
ast við. Aptur á móti ætlar það að halda
áfram strandferðunum styrklaust af lands-
sjóði með svipaðri ferðaáætlun og 1889.
Þessi aukna fjárveiting þingsins til strand-
ferða og póstferða var allstórt spor í fram-
faraáttina, þótt sumir þingmenn óskuðu, að
stærra yrði stigið, einkum að því er gufu-
skipsferðirnar snertir. Þótt vér séum þess-
um háttvirtu herrum alveg samdóma um,
að það væri gott og blessað að geta hrund-
ið samgöngumálum vorum í æskilegasta
horf á einni svipstundu, hyggjum vér samt
tiltækilegra að sækja jafnt og þétt í sig
veðrið við aukna reynslu, heldur en eiga
það á hættu að hlaupa af sér hornin á
ofsnörpum spretti í fyrsta skipti. — Þá
ber og að geta þess, að Sigfús Eymunds-
son bóksali í Reykjavík og fleiri í félagi
með honum keyptu næstliðið vor lítinn
gufubát („Faxa“), er þeir ætluðu að halda
úti til flutninga um Faxaflóa, enda fór
hann nokkrar ferðir um sumarið, og var
tiltölulega allvel notaður, þegar þess er
gætt, að hann kom á óhentugum tíma
seinast 1 júnímánuði, þá er flutningsþörfin
var rénuð. Ekki verður varið, að bátur
þessi var fremur óhentugur til flutninga
og fornfálegur, en slysalega fór þó, að
hann skyldi sökkva á Reykjavíkurhöfn í
nóvembermánuði, sem kunnugt er orðið.
Var það mikið tjón fyrir eigendurna, er
höfðu kostað stórfé til þessa fyrirtækis,
einkum aðalkostnaðarmaður þess og hvata-
maður hr. Sigfús Eymundsson, og ekki
verður honum eða sameignarmönnum hans
geflð að sök, þótt báturinn væri ekki sem
ákjósanlegastur, þar eð aðalgöllum hans
hefur verið leynt af seljanda. Það er sorg-
legt, þegar fyrirtæki, sem til framfara
horfa, falla svona um koll og það er ó-
sæmilegt og ódrengilegt að hrósa jafnvel
happi yfir því eða varpa í laumi óverð-
skuldaðri rýrð á gagnleg fyrirtæki þeirra
manna, er hafa dug og dáð í sér til fram-
kvæmda. Þeir eru líka svo ógnarlega fá-
ir þessir áhugamenn hjá oss, að það er
varhugavert að draga úr þeim kjark til
frekari framkvæmda með óþökk og óþörf-
um aðfinningum fyrir aðgjörðir þeirra.
(Niðurl. nœst).
Kjörfundur.
Hinn 8. og 9. þ. m. verður haldinn kjör-
fundur hér í bænum, fyrri daginn til að velja
einn mann í bæjarstjórnina úr flokki hinna
hærri gjaldenda í stað E. Th. Jónassens
amtmanns, er andaðist í haust. Vér vilj-
um fastlega ráða kjósendunum til að velja
annaðhvort Kristján Jónsson yfirdómara
eða Halldór Jónsson bankagjaldkera, enda
vitum vér, að margir bæjarbúar hafa ein-
mitt augastað á þeim öðrumhvorum. Síð-
ari daginn á að velja báða endurskoðunar-
menn bæjarreikuinganna. Verði Halldór
Jónsson, sem nú er aunar þeirra, kosinn
í bæjarstjórnina, þarf að minnsta kosti að
velja annau í stað hans og viljum vér þá
leyfa oss að benda á Eirík Briem presta-
skólakennara, sem hæfastan mann til þess
starfa.
4
fór um mig allan, svo að eg hljóðaði upp yfir mig, datt
um koll og kippti þræðinum niður við fallið. Eg heyrði
að eins ákafan bjölluhljóm, en Schmiedlein hvarf eins og
kólfi skyti út í myrkrið, og hefur að líkindum sloppið
burtu sama veg og við komum þangað. Eg hef aldrei
séð hann síðan. Þegar eg datt niður, skall eg með höf-
uðið á vegg, svo að eg missti meðvitundina við högg-
ið, en rafurmagnsbjallan — er á þeim tíma var fágæt —
hljómaði í sífellu. Þá er eg raknaði við aptur, komst
eg að raun um, að eg var fjötraður og gat hvorki hreyft
legg né lið, enda furðaði mig ekkert á því, þar eð eg
vissi fullvel, að eg var tekinn til fanga. Loksins er eg
hafði alveg ránkað við mér, kom mér til hugar, að það
hlyti að vera í einhverjum sérstökuin tilgangi, að eg
var bundinn á þaun hátt, sem eg var, því að eg var
allsnakinn og 14 á kaldri hellu, er stóð hér um bil borðhæð
frá gólfl, en lítil léreptspjatla var breidd undir mig of-
an á steininn. Beint uppi yfir mér hékk stór lampi
með fægðum hjálmi, er varpaði björtu ljósi um allt her-
bergið, og þegar eg litaðist um sá eg nokkrar hyllur
fullar af fiöskum, glösum og alls konar efnafræðislegum
verkfærum. í einu horninu stóð heil beinagrind af manni
og hingað og þangað á veggjunum liéngu ýmsir einstak-
ir hlutar mannlegs líkama. Þá komst eg að raun um,
að eg lá á líkskurðarborði læknanna, og má geta nærri,
í þarfir vísindanna.
IÞýzk saga.
„Hann Georg Martin hafði lengi verið kunningi
minn“ — segir sá, er þessa sögu hefur í letur fært —
„en það er þó ekki langt síðan, að hann trúði mér fyrir
hinu mikilvægasta leyndarmáli lífs síns. Eg vissi reynd-
ar fullvel, að Iéttúð og alls konar óregla hafði leitt hann
á glapstigu á æskuárum, en samt datt mér ekki í hug,
að hann jafnvel einu sinni hefði komizt svo langt og lágt
að gjörast innbrotsþjófur. Án frekari málalenginga
ætla eg að skýra frá aðalatriðunum úr sögu hins ein-
kennilega manns:
„Hagur minn var bágborinn”, mælti hann, „og
loksins varð eg .. . innbrotsþjófur. Robert Schmiedlein
stakk einhverju sinni upp á því við mig, að við skyld-
um fremja þjófnað í húsi nokkru afskekktu, er tveir
læknar Engler og Landner bjuggu í, og féllst eg þegar
í stað á þá uppástungu. Báðir þessir læknar höfðu all-
mikið orð á sér fyrir vísindaiðkanir, og annar þeirra