Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á, íögtudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda lyrir 1. október. XUVTárg: Skrípanöfn—Fleirnefni—Ættarnöfn, i. í 1. bindi landshagsskýrslnanna, er bók- menntafélagið gaf út, er, eins og menn vita, ritgjörð nokkur um mannaheiti á ís- landi 1855, samin af Sigurði Hansen skrif- ara eptir manntali, er tekið var her á landi það ár (1855). Ritgjörð þessi er að mörgu leyti markverð og einkar fróðleg, en engin samskonar skýrsla hefur síðan verið gefin út í nærfellt 40 ár. Það er vonandi, að hún verði samin innan skamms eptir síðasta manntaiinu(haustið 1890), því að ekki væri það nein ýkja fyrirhöfn. Væri mjög fróðlegt að hafa þá skýrslu til samanburðar við liina eldri frá 1855, svo að sjá mætti, hverjum nöfnum hefði mest fjölgað, hver fækkað eða dáið út og hver ný komið í staðinn o. s. frv., því að auðvitað hefur margt breyzt á svo löng- um tíma. En þar eð engin ný skýrsla í þessu efni er nú fyrir hendi, verðum vér að byggja á hinni gömlu frá 1855. Ritgjörð Hansens skiptist í þrennt. Er fyrst talað um skírnarheiti karla og kvenna, því næst um, hversu margir af hvoru kyni heiti fleir- um skírnarnöfnum en einu og loks um ættarnöfn. Hefur hann ritað stuttar athugasemdir um hvert þetta atriði fyr- ir sig. Þá voru alls 530 karlmannaheiti á landinu, en 529 kvennalieiti, en miðað við fólkstölu urðu karlmannaheiti tiltölu- lega fleiri. Hér er ekki rúm til að gefa ueitt almennt yfirlit eða ágrip af skýrslu þessari, enda er það í sjálfu sér óþarft, þar eð hún mun vera í margra manna höndum. Af karlmannaheitunum er auðvitað nafnið Jón langtíðast. 1855 bar 6. hver maður á ölllu landinu þetta nafn eptir hinni þáverandi fólkstölu, eða alls 4827,- og varla hefur þeim fækkað síðan. AI- gengast karlmannaheiti næst Jóns nafninu er nafnið fí-uðmundur, en þó kemst það ekki í hálfkvisti við það. 1855 bar 14. hver maður þetta nafn eða alls 2135. Þar næst kemur Sigurður 20. hver og svo Magnús 30. hver. Þessi 4 nöfn eru lang- nlmennust. fíuðmundur og Sigurður eru æfagömul og norræn nöfn, en Jóns nafnið ekki. eins og kunnugt er. Það kemur Iteykjavík, föstudaginn 4. marz 1892. ekki fyr en með kristninni til Noregs. Einhver hinn fyrsti maður í Noregi með þvi nafni mun hafa verið Jón Árnason, faðir Yiðkunnar í Bjarkey og bróðir Kálfs og þeirra bræðra, enda mun hann fæddur um árið 1000. Hinn fyrsti Jón á íslandi hefur að vorri ætlun verið Jón biskup helgi Ögmundsson, er var fæddur 1052. Hver veit nema nafn þetta eigi heilagleika biskupsins að þakka hina óvenjulegu út- breiðslu og vinsældir, er það hefur náð hjá þjóð vorri framar öllum öðrum nöfn- um (!). Óskandi væri samt, að Jónarnir fækkuðu heldur hér eptir, þvi að Jón Jónsson t. d. er sama sem ekkert nafn út af fyrir sig, svo að það er jafnvel nauð- ugur einn kostur að hnýta við það ein- liverju ættarnafni til leiðbeiningar, enda hafa margir Jónar Jónssynir gjört það, Magnúsar nafnið er, eins og margir munu þekkja, runnið frá Magnúsi góða Noregskonungi, er var heitinn eptir Karla- magnúsi keisara. Hinn fyrsti íslendingur með þessu nafni var Magnús son Þorsteins Síðuhallssonar, afl Magnúsar biskups Ein- arssonar. Hann mun vera fæddur um 1040 eða litlu fyr, því að Magnús biskup son- arson hans var fæddur 1098. Af kvennmannaheitum er fíuðrún al- gengast, og slagar hátt upp í Jónana, því að 1855 bar 8. hver kvennmaiður á land- inu þetta nafn, eða alls 4363. Þar næst er Sigriður, svo Margrét, Kristín, Ingibjörg 0. s. frv., sem öll voru algengari en Magn- úsar nafnið eptir skýrslunnni 1855. Nöfnin Guðrún, Sigríður og Ingibjörg eru öll fornnorræn, en nöfnin Margrét og Kristín komu á Norðurlönd eptir að kristni var lögtekin. Hér á landi mun Margrétar nafnið fyrst koma fyrir á fyrri hluta 12. aldar, því að einhver hin fyrsta með því nafni mun hafa verið Margrét Höskulds- dóttir, móðir Þorfinns Þorgeirssonar ábóta á Helgafelli (f 1216). Aptur á móti kem- ur Kristínar nafnið ekki fyrir hér á landi fyr en um 1300. Hinar fyrstu með því því nafni munu hafa verið: Krístín sú, er vígð var abbadís að Stað í Reyninesi 1332, og Kristín nunna í Kirkjubæ á Síðu, er þar var brennd 1343, fyrir það, að hún „hafði gefizt púkanum með bréfi“, segir í íslenzkum annálum. Nr. 11. Yér viljum geta þess hér, að bókmennta- félagið hafði einu sinni í hyggju að láta birtast á prenti ritgjörð um uppruna, þýð- ingar og sögu nafnanna, sem nokkurs konar áframliald eða viðauka við ritgjörð Sigurðar Hansens um mannaheitin, en ekki er oss kunnngt um, að Jón Sigurðs- son, er einna fyrstur mun hafa vakið máls á þessu, eða nokkur annar hafi tekizt þetta starf á hendur. Slík ritgjörð gæti verið einkar fróðleg og þýðingar- miki'l, ef hún væri samin með vandvirkni og alúð, og öll stuðningsrit, sem til eru um þetta efni, væru notuð, en þau eru eigi allfá, liingað og þangað í handritasöfnum, þar á meðal talsvert eptir Jón Ólafsson frá Grunnavík 0. fl., er allt gæti orðið til mikillar styrktar við þessa ritsmíð. En aðáltilgangurinn með þessum línum vorum var að vekja athygli landa vorra á því, liversu mörg mannaheiti hér á landi eru skrípaleg og afkáraleg, 0g svo ósamboðin tungu vorri og lubbaleg í samauburði við fornu nöfnin, að vér finnum skyldu vora að áminna alla landa vora alvarlega um að leggjast á eitt og leitast við af fremsta megni, að útrýma öllum þessum hneykslisnöfnum, sem eru þjóð vorri og tungu til mestu vanvirðu, satt að segja. Yér erum að vísu sann- færðir um, að sum hégiljunöfnin, er standa í nafnaskránni frá 1855, muni nú vera útdauð, en svo eru komin önnur ný í þeirra stað, sem ef til vill eru enn hneyksl- anlegri og auðvirðilegri en hin. Vér skulum láta oss nægja að taka fá- ein dæmi úr nafnaskránni 1855, svona rétt af handahófi, því að rúmið í blaðinu leyfir oss ekki að taka upp svo langa romsu, sem öll ónefnin eru. Hér verða þá fyrst talin fáein dáfalleg 0g dável mynduð karlmannaheiti (!), t. d. svo sem: Arent, Árnibjörn, Askalon, Bernótus, Bert- hold, Blansifiúr, Dalholí, Danival, Demas, Dinus, Dósóþeus, Edílon, Ektor, Elíden, Elífas, Elínes, Elínmundur, Elís, Elíseus, Fertram, Filpó, Folmer, Friðsemel, fíedeon, Georg, Guðbjarni, Hannibal, Híram, Hug- glaður, Ingimar, James, Jedrosky, Jesper, Jess, Job, Jónadab, Júlínus, Júst, Kaífónas, Karfi, Karlemíl, Karvel, Kasper, Kasten, Lars, Leó, Leví, Lindal, Lýsimundur,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.