Þjóðólfur - 16.03.1892, Page 3

Þjóðólfur - 16.03.1892, Page 3
51 mundur Björnsson (150). 3. Jónas Kristj- ánsson (150). 4. Árni Þorvaldsson (50), ny'sv. 5. Halldór Júlíusson (100). *6. £*orsteinn Björnsson. 7. Þórður Pálsson. *8. Steingrímur Matthíasson (100). 9. Ing- ólfur Gíslason (25), nýsv. *10. G-uðjón Daníelsson (50). 11. Jónmundur Halldórs- son (100). 12. Björn Vilhjálmsson (100). 13. Edvald Möller nýsv. 14. Þorbjörn Þórðarson. 15. Sigurður Pétursson. 16. Magnús Þorsteinsson. 17. Andrés Fjeld- steð. *18. Jón Gt. Breiðfjörð. 19. Sigfús Sveinsson. 20. Eiuar Snorrason. I. B. *1. Sigurjón Jónsson (75). *2. Jón Þor- láksson (50). 3. Eggert Claesen (25). 4. Ární Pálsson (25). *5. Halldór Gunnlaugs- son. *6. Ólafur Briem. *7. Sigurbjörn Gtíslason. 8. Eiríkur Kjerúlf. 9. Ólafur Daníelsson. 10. Böðvar Bjarnason. 11. Jóhannes Jóhannesson. 12. Bernhard Lax- dal. *13. Einar Gunnarsson. *14. Jón Proppé. *15. Ólafur Stephenssen. *16. Þorvaldur Pálsson. í þessum bekk eru allir nýsveinar, nema liinn síðasttaldi, er lauk ekki prófi sakir veikinda. Nýjungar. Gtamalt liandrit. í gömlum rústum í nánd við bæinn Kashgar á Indlandi fann enskur maður nýlega eldgamalt handrit, skrifað á trjábörk. Var það sýnt mál- fræðingafélagi í Bengal, sem hefur látið snúa meiri hluta þess á ensku. Efni þess er ýmsar læknfræðilegar ritgerðir í ljóð- um. Er talið, að það sé hið elzta ind- verska handrit, sem til er, eða töluvert eldra, en elztu handrit af Bigveda, sem þó eru æfagömul. Þeim, er leggja stund á hina nafnfrægu forntungu Indverja (,,sanskrítu), þykir þvi fundur þessi eink- ar markverður. Sverð Kolumbusar. Á sýningunni í Chicago næstkomandi ár verður meðal annars sýnt sverð, er Kolumbus á að hafa borið, er hann steig fyrst fæti á land í Ameríku. Þýzkur umboðsmaður sýningar- innar liefur fundið það á forngripasafni í Salzburg og þykist geta sannað með óræk- um rökum, að það sé hið rétta. Gtamlir peningar. Uppi á hájökli í nánd við Zermat í fylkinu Wallis í Sviss hafa nýlega fundizt 20 gamlar myntir með andlitsmyndum Ágústusar og Diokletians Rómverjakeisara, alveg óskemmdar. DÁNARSKRÁ. 21. septbr. f. á. andaðist merkiskonan Guðrún Eyvindsdöttir í Feliskoti í Bisk- upstungum. Húu var fædd að Felli í sömu sveit 12. marz 1831 og voru for- eldrar hennar Eyvindur bóndi Þorsteins- son (frá Kervatnsstöðum Jónssonar) og Guðlaug Sigmundsdóttir frá Spóastöðum Jónssonar. Hún fluttist með foreldrum sínurn að Fellskoti og fluttist með foreldr- um sínum að Fellskoti og giptist 16. júlí 1853 dugnaðarbóndanum Eiríki Einarssyni (frá Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar), er var þremenningur hennar að frændsemi; áttu þau saman 11 börn og eru 7 þeirra á lífi, öll uppkomin og mannvænleg. „Gruð- rún sál. var þrekkona til sálar og likama og stundaði vel köllun sína; lýsti það sér glögglega á heimili liennar, er jafnan var talið í fremri röð. Hún var hjartagóð við verandi og farandi, og glöð og skemmtin í dagfari. Er hennar því sakuað ekki aðeins af eptirlifandi manni og börnum hennar, lield- ur og af liinum rnörgu, er hún rétti ör- láta hjálparhönd, og munu þeir geyma minningu hennar í þakklátum huga“. (E. G.). 19. febrúar þ. á. andaðist að Tjörn í Biskupstungum Þorbjörn Ashjórnsson fyr 44 þá er hann kemur“. Um leið þreifaði hann á brjóst- vasanum sínum. Það var þó nokkur liuggun fyrir mig, er eg vissi, að þeir vildu hafa hljótt um sig, til þess að eiga því hægra með að fremja ódáðaverkið. „Nú er klukkan orðin 2“, sagði Tom. Þeir höfðu aptur fært sig að ofninum, og eg varð að láta meiri kol í hann. „Við ætlum að bíða eptir lækninum, þótt hann komi ekki heirn fyr en um hábjartan dag. Það er verst, að miðdagsmaturiun hans er farinn að minnka töluvert“. Þeir lilógu báðir að þessari fyndni. Um liábjartan dag! Hvernig skyldi þetta fara, ef eugin hjálp kemur áður, hugsaði eg. Eg vissi, að maðurinn minn mundi vakna þegar í dögun. Svo varð djúp þögn stundar- korn. Það heyrðist ekkert liljóð, nema af fjúkinu, sem dreif á gluggarúðurnar, og þá er kolamolar duttu nið- ur á ofnplötuna. Guð minn góður! Hvílík óttaleg nótt! Klukkan var orðin 3. Eg leit aptur út um glugg- ann. Fannkoman var meiri en fyr. Klukkan liafði ekki verið orðin 12, þá er Nellie fór, og eg var því orðin lirædd um, að hún hefði ekki komizt til Vestur- Malden, og þótt hún hefði komizt þangað, og lögreglu- þjónarnir kæmu aptur með henni, þá ímyndaði eg mér, að þeir færu ekki nógu varlega, svo að þessir tveir 41 Joe kinkaði kolli önuglegur á svipinn og nöldraðí eitthvað um, að það væri ekkert í það varið að verða hengdur sakir tveggja kvennmanna, en Tom svaraði engu og horfði að eins á úrið sitt. Þá er hann í sama bili fletti yfirhöfninni til hliðar sá eg pístóluhlaup standa upp úr brjóstvasanum. Eg hafði verið smeik um, að fantur þessi væri vopnaður og nú vissi eg það til fulls. Klukkan í eldhúsinu sló tólf. Það var óttaleg jólanótt, þessi nótt. Þarna sat eg alein hjá tveimur morðingjum, og vissi ekki, hvernig þessu mundi reiða af. Maðurinn minn svaf uppi, og eg gat ekki gert mér von um að fá lijálp, fyr en að nokkrum klukku- stundum liðnum, og mjög óvíst, hvort eg fengi þá nokkra. Ei að síður hlaut eg að stilla mig, en eg tók svo mikið út, að þvi verður ekki með orðum lýst. Sá sem hefur reynt eitthvað svipað, þótt í minna inæli hafi verið, getur að eins gert sér nokkra hugmynd um hug- arkvöl mína á þessari nóttu. Við hversu lítið hljóð, sem eg heyrði, fannst mér að hjartað hætti næstum að slá í brjósti mér; það þurfti ekki að vera annað, en að kolamoli dytti niður á ofnplötuna eða snjódrífuhljóðið á gluggarúðunum. Eg hleraði og hleraði, livort eg lieyrði nokkurt fótatak uppi, eða livort hurð væri lokið upp. Mínúturnar virtust mér árum lengra, og enn hlutu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.