Þjóðólfur - 02.12.1892, Síða 2

Þjóðólfur - 02.12.1892, Síða 2
222 maður gort en Gröndal, og liafi nokkurt ísl. skáld slegið nótur, sem slá önnur skáld eins og með andlegu rafmagni, þá finnst mér það sé liann. í sundurlausu máli liafa og fáir ritað eins ljómandi mál. Þcgar slíkir rita íslenzku og þeim tekst upp get eg ekki liugsað mér mál hinna ódauðlegu guða inndælla og fegurra. Eu nóg um þetta. Berið dr. Finni kæra þökk frá þjóðinni og biðjið hbskólahennarann að halda fram sömu fögru þjóðrækni við al- þýðu landa sinna, sem hann hefir byrjað. Annars er yndi að sjá, hversu góðum rit- um í nálega öllum greinum hefur fjölgað hjá oss þessi síðastliðnu 10 ár. Matth. Jocliumsson. Viðauki við „Uppástungur um sauöfjármörk“. (Sbr. 42. og 43. tölubl. „Þjóöólfs'1 þ. á.). Eins og markabreytinga-tillögurnar hafa komið fram hingað til, hafa þær cinn galla mjög ísjár- verðan, hann cr sá: að engin trygging er fyrir jiví, að eklci verði sama, eða mjög líkt, yfirmark á báð- um eyrum hjá nágrönnum eða á Jieim hæjum, sem fjársamgöngur hafa. Og Jmð er eínmitt hætt við, að Jietta kæmi opt fyrir, þar sem engin tilhreyting er á yflrmarki jieirra nema á öðru eyranu, en er Jiar líka reglulaus. En þar af leiðir, að þegar skilja þarf kindurnar, verður í hvert sinn að reka þær inn, þreifa eptir undirbeni á vinstra eyra og draga svo i sundur, í stað þess að ganga á milli í haganum og aðskilja þannig, sem hægt er, þegar yfirmörkin þekkjast í suudur tilsýndar. Því ekki er við að búast, að smalamenn þekki kindurnar í sundur í sjón, svo áreiðanlegt sé. Þeir eru náttúr- lega mis-glöggir og stundum nýkomnir i vistina (sem gera má ráð fyrir að verði enn optar, þegar búið er að leysa vistarbandið). Auðvitað gerir þetta lítið til á afskekktum eða landríkum jörðum, þar sem fjársamgöngur eru litlar eða sjaldan smal- að. En hitt er nú hið almenna, að fé gengur sam- an og veitir ekki af að hver hafi iðuglega gætur á sínu, svo það fari ekki á flæking. Og alstaðar þar veldur þetta ósegjanlega miklum erfiðleikum og tímatöfum, hnjaski á fé og, ef menn hlifast við þetta, megnustu óslálum innan sveitar. Og það getur náð lengra, þvi að i nágranna-Bvcitum geta margir orðið sem eiga sammerkt nema aö einu undirbeni. Þetta hlýt.ur að verða tíðara eptir markahreytinguna en áður, og misdráttur þá lika þeim mun tíðari; því enginn mun í alvöru ímynda sér, að aðgætni manna aukist við markabreyting- nna. í stuttu máli er hætt við, að innanhéraðs fjárskil verði svo margfalt meiri vandkvœðum bundin eptir en áður, að það geri meira en vega upp á móti því, sem utanhéraðs fjárslnl verða auð- veldari. Það gæti jafnvel, þegar svo bæri undir, valdið tortryggni og ástæðulausri grunsemi; enda verður því ekki neitað, að með auknum námerking- um er óráðvöndum gert hægra fyrir. Að miklu leyti má samt komast hjá þessum ó- fógnuði með dálitlum viðauka við markabreytinga- tillöguna, nfl.: að eins og sýslum og hreppum er ætlað ákveðið mark á hægra eyranu, eins sé hverj- um bœ i hreppnum œtlað ákveðið yfirmark á vinstra eyranu, og séu þeim bæjum, sem minnstar samgöngur hafa, ætluð líkustu mörkin, að því leyti sem við þarf. Með þessu móti verður lika meining í tillögunni, þá verður hún skipulegt markakerfi (system), í stað þess, að nú er hún hvorki heilt né hálft, og er mesta furða, að þeir „Haukur i horni“ og aðrir meðmælendur markabreytinganna hafa ekki hugsað út i það, heldur hætt á miðri leið. Það er nú vitaskuld, að á þessu eru lika gallar, en þeir eru þó skárri, þvi hugsanlegt er, að úr þeim megi bæta. Pyrsti gallinn er: að enginn búlaus maður getur þá átt sjálfstætt mark. En þá er okki ann- að, en að fá leyfi einhvers bónda til að nota yfir- mark hans og aðgreina með undirbeni. Anuar gallinn er: að sá, sem flytur búferlum, verður að skipta um mark. Nú ætlast „Haukur“ til, að hann marki upp hægra eyrað á öllu sinu fé, þegar með þarf, og hvað er þá vinstra eyranu vandara um? Uppmárkanir eru víst jafnmögulegar og jafnfagrar (!) á báðum eyrum. Sumir viija nú raunar ekki hafa þær og telja þær með illri meðferð á skepnum — og því skal sizt neita. — En þeir vilja að ákveðið sé, að mark þess, sem flytur úr sveit, megi ekki þar upp taka næstu þrjú ár, svo að kindum hans, sem á flæking kunna aö komast, verði haldið til skila að hans fyrra heimili, og hann þurfi ekki annað en vitja þeirra þangað. Kaunar getur þctta stuudum orðið meiri hrakningur á fénu en nú þarf að eiga sér Btað. En látum það samt gott heita, og ekki kem- ur það í bága við bœjarmarkið: Burtfarandi get- ur sarnið við eptirmann sinn um aðgrciniug með undirbeni meðan með þarf. En auk búferla eru líka margir, sem kaupa fé til lífs úr öðrum sýslum og sveitum og það fé getur sloppið. Yerður þá að halda þvi til fyrri eiganda, nema það sé upp- markað, brennimerkt eða auðkennt á einhvern hátt. 1 því tilliti verður þá alveg eins ástatt eptir marka- breytinguna, eins og nú er. Hún gctur ekki, þó hún sé ljós og einföld i sjálfu sér komið í veg fyrir ýmsan rugling, nema með uppmörkunum; það kefur „Haukur" séð. Og jafnvel þó þær verði gerðar að reglu — sem lítt er æskilegt — þá getur það opt komið fyrir, að þeim verði ekki við- komið, enda þó ekki sé gert ráð fyrir, að maður flytji úr sýslunni í vor og í hana aptur að vori, sem þó getur lika komið fyrir. Hvernig sem að verður farið, mun reka að þvi, að menn verða opt að grípa til þeirra aukaráða, sem nú tíðkast. En slíkt kemur hvergi í bága við bæjarraarkið. Þriðji gallinn á bæjarmarkinu er sá: að í stórum hrepp- um verða yfirmörk of fá. En eigi er örvænt að finna megi ný yfirmörk, og er „Hauki“ vel treyst- andi til þess; hann gerir hvort sem er, ráð fyrir allmiklum sœringamörkum, og þar eru margar til- breytingar mögulegar, allt upp að marki útilegu- mannsins, sem lýst er í visunni: „Þrírifað í þrístýft er og þrennar rifur ofan í hvatt“. Lítist mönnum ekki á þetta, þá má grípa til þess, að skipta stóru hreppunum í markahéiuð, eins og „Haukur“ vill skipta stóru sýslunum. Að vísu verður „systemið" flóknara við allar þess konar aukaskiptingu; en frágangssök mun hún ekki vera, ef menn að öðru leyti komast að þeirri niðurstöðu, að breytingin sé til bóta. En þó eg álíti markabreytingatillöguna ólíku aðgengilegri með bæjarnafninu en án þess, þá dett- ur mér samt ekki i hug að ætla, að eg hafi gert hana svo aðgengilega, að ekki þurfl meira ef duga skal til þess, að menn fari almennt að biðja um þingsályktunina, sem „Haukur“ gerir ráð fyrir. Br. J. Doktórinn í duggarapeysu. „Sannleikanum verður hver sárreiðastur" má segja um dr. Jón Stefánsson í Höfn, cptir því sem ráða má af höf'uðórum hans í „ísafold“ í fyrra dag. Hann berst þar um á hæl og hnakka og eys yfir oss fákænlegum fúkyrðum út af ummælum vorum í „Þjóðólfi11 (45. tölubl.) um hið dæmalausa, fagur- fræðilega andans fóstur, er hann gat af sér í síð- asta Skírni. Hverjum tekur sárt til sinna. En doktórinn hefði náð betur tilgaugi sinum í þessari svonefndu vörn sinni, ef hann hefði ritað nokkru stillilegar, og ekki orðið sér til minnkunar með ritliætti sínum, sem er nokkuð ódoktórslegur og lítt sæmandi skynsömum, lærðum manni, er mörg ár hefur verið utanlands og líklega lært þar frem- ur gott en illt, sitjandi sí og æ við vizkubrunninn innan um andaus mestu rnenn, hendandi á lopti molana af borðum þeirra, tyggjandi þá í graut, og berandi þá svo á borð fyrir íslenzka alþýðu í Skírni. Það er því engin furða, þðtt dálítill gorgeir sé í doktórnum af speki sinni, enda er svo að sjá af fyrirsögn greinar hans, að enginn hér lieima, sem ekki hcfur siglt yfir pollinn og lært þar fögur fræði, sé bær um að dæma það, sem hann sjálfur — meistarinn — ritar. Mikil er vizka doktórsins, piltar! Nú skulum vér sjá, hvað hann hefur hrak- ið í ritdómi vorum með þessari ísafoldargrein sinni. Ekki eina einustu setning. Bara brigzlyrði út í loptið og ekkert annað. Hann er ávallt að stagast á þvi, að ritdómurinn í „Þjóðólfi“ sé nafnlaus. Veit þá doktórinn ekki, að ritstjórnargreinar eru jafnan nafnlausar, að minnsta koBti í íslenzkum blöðum. Enginn annar en vér höfum skrifað rit- dóm þennan og vér blygðumst oss ekkert fyrir hann. í rauninni var hann allt of vægur og mörgum stórvitleysum í ritgerð doktorsins slepptum vér með vilja, en það er velkomið, að vér brjótum hana betur til mergjar siðar (ef nokkur mergur væri í henni). Doktórinn ber á móti því, að lýsiugarnar á Karl Bleibtreu séu tvær, en hver heilvita maður, sem les Skírni með atkuga, getur sannfærzt um, hver okkar hefur þar réttara að mæla. Þó kastar tólfunum, þá or doktorinn i þesBari ísafoldargrein sinni, ætlar að telja mönnum trú um, að vér höfum skirpt (!) á J. P. Jacobsen í ritdómnum. Ósköp er orðavalið smekklegt. Það er bara „fint“. En svo viljum vér skora á doktorinn að sýna fram á með gildum rökum, hvar vér höfum skirpt á Jacobsen i ritdómnum. Sannleikurinn er, að vér metum Ja- cobscn mjög mikils, og oss hefur aldrei komið til hugar að kallmæla lionum, en oss gramdist að sjá, hversu doktórinn sullaði kryddmeti sínu saman við hjá Hansson. Eða hyggur doktórinn, að það sé sama að niðra einhverjum höfundi og niðra þeim, sem rita klaufalega um hann(!)? Hún er einkenni- Iega skarpleg þessi „lógik“ doktórsins, alveg sams- konar eins og sú skarpa dómgreind hans, er lýsir sér svo vandræðalega-barnalega, nálega í hverri einustu setningu i bókmenntaritgerðinni hans. Ekki dugar heldur að berja það blákalt fram, að dr. hafi í þessari ritgerð látið höfundana segja

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.