Þjóðólfur - 03.03.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlenflia 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júll.
TJppsögn,bunclm viB áramftt
ðgild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. oktöber.
ÞJÖÐÓLFUR
XLY. árg.
Mikill hátíðisdagur
er dagurinn á morgun (4. marz) um öll
Bandaríkin, því að þá fiytur hinn nýi for-
seti þjóðveldisins Cleveland litlu fyrir há-
degi inn í „hvíta húsið“ í Washington, og
tekst öðru sinni á hendur æztu stjórn
hins voldugasta lýðveldis í heimi, eptir 4
ára hvíld frá stjórnarstörfum, en á þeim
tíma hefur hann leitað sér atvinnu sem
málafiutningsmaður. Oss finnst vert að
leiða atliygli manna að því, að einmitt
þennan dag (4. raarz) fyrir 100 árum tók
hinn mikii Washington einnig öðru sinni
við forsetavöldum á bernskudögum lýð-
veldisins (1793) og má ætla, að Ameríku-
mönnum sé ekki ókunnugt um það og
alliiklegt, að fylgismenn Clevelands að
minnsta kosti noti tækifærið til að gera
emhættisviðtöku hans sem veglegasta og
glæsilegasta með samanhurði á 1793 og
1893.
Þá er Bandaríkin völdu fyrsta forseta
sinn, Washington, 1789, var „hvíta húsið“
ekki reist, og forsetinn hjó í leiguhúsi, er
auðmaðurinn Benedikt Arnold hafði áður
búið í. Nú býr forsetinn leigulaust i
„hvíta húsinu“ og allt er lagt ókeypis
upp í hendurnar á lionum að heita má,
nema maturinn; ráðskona, sem sér um allt
í húsinu, er launuð af almannafé, einnig
ráðsmaður eða bryti, hestasveinn og einn
þjónn forsetans, en eldabuskur, þjónustu-
stúlkur, aktygi og ökumann verður hann
sjálfur að annast. Umsjón, viðgerð og
endurnýjun húsbúnaðarins við „hvíta húsið“
kostar nál. 450,000 kr. á ári, auðvitað allt
á kostnað ríkisins. Mestur hluti hússins
eru skrifstofur og forsetinn hefur að eins
lítinn hluta þess til eigin afnota, þar á
rneðal ekki nema 5 gestaherbergi.
Þá er hinn fyrverandi forséti Harrison
kom til Washington fyrir 4 árum til að
taka *við völdum, bauð Cleveland honum
að dvelja hjá sér, þangað til hann tæki
algerlega við embættinu, en Harrison af-
þakkaði þetta vingjarnlega boð.
í þinghöllinni (Capitolium) í Washing-
ton er sérstakt herbergi handa forseta, á-
kaflega skrautlegt, en ekki kemur hann
þangað nema að eins einu sinni annað-
hvert ár til að skrifa uudir lagafrumvörp,
Reykjavík, föstudaginn 3. marz 1893.
er þingið hefur samþykkt. Að kveldi hins
3. marz (þ. e. í kveld) fer Harrison þang-
að og dvelur þar til miðnættis við undir-
skriptir, svo að frumvörpin geti orðið að
lögum, áður en hinu 52. þingi er slitið.
Verður þetta hið síðasta embættisstarf
hans, því að um hádegi á morgun ekur
hann til þinghallarinnar með Cleveland
forseta, er heldur þar ræðu, og skýrir frá
meginreglum þeim, er hann muni fylgja
í stjórn sinni. Að því búnu snúa þeir
forsetarnir aptur til „hvíta hússins" og
Harrison skilar öllu af sér, kveður nýja
forsetann og hefur upp frá því ekki meiri
áhrif á opinber málefni, en hver óvalinn
borgari.
Síðari hluta dagsins hefjast hátíða-
göngur miklar og þá er uppi fótur og fit
um alla borgina. Allir vilja sjá nýja for-
setann, er hann gengur með konu sinni út
á veggsvalirnar og heilsar múgnum, er
ryðst fram og aptur með miklum gleði-
látum og óþrjótandi húrraöpum. En for-
setaskiptunum er samt ekki heilsað með
jafnmiklum fagnaði af öllum, og allrasízt
af þeim, er komizt hafa til einhverra valda
á stjórnai'árum Harrisons, því að nú vita
þeir, að þeir hljóta að rýma sætið fyrir
áliangendum og vildarmönnum nýja for-
setans. Þessar rniklu byltingar í embætta-
skipaninni, er fylgja hverjum forsetaskipt-
um í Bandaríkjunum, mundu víðast livar
annarstaðar hafa ískj^ggilegar afleiðingar
í för með sér, en þar gengur allt fremur
friðsamlega, því að menn vita, að þetta er
gömul liefð og verður svo að vera. Úr-
slit forsetakosningarinnar hafa þegar varp-
að teningunum og það tjáir ekki að mögla.
Sigraðir menn verða að sætta sig við allt.
Ekki er og heldur að sjá, að þjóðveldið
bíði neinn halla við þetta fyrirkomulag.
Það verður miklu fremur til að efla fjör
og framtakssemi æðri sem lægri, og kemur
í veg fyrir liinn skaðlega hugsunarleysis
doða og drunga, er einkennir svo marga
embættismenn annara þjóða, er komast í
feit embætti og vita, að þeir geta setið
þar æíilangt, hvernig sem allt veltist.
Forseti Bandaríkjanna hefur meira vald
en margir stjórnendur í Evrópu. Hann
liefur meðal annars á hendi æztu stjórn
yfir öllum her Bandaríkjanna á sjó og
Nr. 10.
landi. Hann getur upp á eigin hönd svipt
tuttugu þúsundir embættismanna völdum
og skipað í þeirra stað jafnmarga ítalska
umrenninga, ef honum þóknast. Hið borg-
aralega hegningarvald hefur engin yfirráð
yfir honum. Hann getur með nokkrum
línum, hvenær sem vera skal, kvatt heim
alla ráðgjafa, konsúla og aðra fulltrúa
Bandaríkjanna víðsvegar um lieim, án
þess að ráðgast um það við nolckurn, en
ferðakostnað heim til sín geta þeir fengið
af almannafé. Vilji forsetinn aptur á móti
losast við þá fyrir fullt og allt, fá þeir
engan eyri af landsfé til að komast heim
aptur.
Eu Ameríkumenn vilja ekki láta sama
manninn liafa þetta mikla vald lengi í
höndum. Enginn forseti Bandaríkjanna
kefur hingað til setið lengur að völdum
en tvö kjörtímabil (8 ár).
Verzlunarfélag Dalasýslu.
Skýrsla eptir alpm. Guðjón Guðlaugsson.
Næstliðið ár keypti verzlunarfélag Dala-
manna vörur af Zöllner, sem námu með
félagsverði um 82,200 krónur. Auk þess
mun það hafa fengið rúm 15,000 kr. í
peningum og ávísunum.
Móti þessum vörum lét félagið 6976
kindur og fékk fyrir hverja að meðaltali
um 9 kr. 13 aura. UU lét það fyrir 7,600
krónur, 30 tunnur af lýsi, 24 hross, dá-
lítið af dún og fáein selskinn, sem hvoru-
tveggja var óselt, þegar reikningarnir voru
gerðir upp af ZöIIner.
Félagið skuldar Zöllner 17,900 kr. sam-
kvæmt reikningum hans.
Verðmunurinn á félagsfénu eptir þyngd
á fæti varð þessi:
90 punda kind á kr. 5,84
100 — — - — 7,12
110 — — - — 8,91
120 — — - — 10,70
130 — — - — 12,50
140 — — - — 14,28
150 — — - — 16,07
160 — — - — 17,86
170 — — - — 19,64
Þetta verð að frádregnum öllum kostn-
aði innlendum og útlendum.