Þjóðólfur - 03.05.1893, Side 1

Þjóðólfur - 03.05.1893, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. .' Erlenais 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. Tlppsögn.bundin við áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1, október. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árgo Útlendar fréttir. Khöfn 20. april. Noregur og Sríþjóð. Enn hafa Sví- ar látið það í ljósi á þinginu, að Noregur geti ekki ráðið umboðsmannamálinu til lykta og verði málalok að vera komin Undir samningi ráðaneytanna úr báðum löndunum. En Norðmenn sitja við sinn keip og ætla nú að láta skríða til skara sem fyr var ritað. Búast þeir við, að konungur neiti enn sem fyr og ráðaneytið verði að fara, en verði þá nokkur hægri- maður til að koma á fót minnihlutastjórn, þá hafa allir vinstrimenn einn hug til hans. Það hafa þeir í hótunum, að neita þeirri stjórn um öll fjárframlög og láta hana veltast úr sessi við lítinn orðstír. Hafa þeir sýnt, að þetta er alvara, því að þeir hafa þegar neitað um lítilsháttar framlag af þeirri ástæðu, að hugsazt gæti, að þessi stjórn yrði þá fallin, er féð yrði greitt, en hægrimenn væru setztir við stjórn. Nú gerir annaðhvort að reka eða ganga, því að nú er konungur kominn til Kristjaníu, og er það fært í frásögur, að hann hafl þótt þungur undir brún, er hann kom. Þess hefur áður verið getið, að Frið- þjófur Nansen, sá er kannaði Grænlands- jökla, ætlar að fara að ieita að norður- skauti jarðar. Ferðakostnaðurinn er 440 þús. krónur. Þingið hefur veitt 200,000 krónur úr ríkissjóði til fararinnar og ein- stakir menn hafa gefið 165,000, en þær 75,000, sem vanta, á að fá með almenn- um samskotum. Serbía. Síðan Mílan konungur veltist úr konungsstóli í Serbíu hefur sonur lians, er nefnist Alexander, ráðið ríkinu að nafn- inu til, en í rauninni hafa ræðismenn hans haft stjórnina í höndum. Þeir heita Ristic og Belimarkvic, og er Ristic þeirra heldri. Við seinustu þingkosningar varð stjórnin undir fyrir frelsismannaflokkinum. G-erði hún þá ónýt kjörbréf margra þeirra og ]ét kjósa aptur, en varð undir í annað sinn. Þá gerði hún enn ónýt kjörbréf margra aí mótstöðumönnum sínum og setti sína fylgiflska í sæti þeirra, og var þetta gert þvert á móti landslögum og rétti. Hinir mótmæltu, harðlega að- gerðum stjórnarinnar og gengu af þingi, Reykjavík, miðvikudaginn 3. maí 1893. þegar enginn gaumur var gefinn aðfinn- ingum þeirra. Það þótti því komið í ó- vænt efni og trauðla mega svo búið standa. Þá tók Alexander rögg á sig og tók ræðis- menn sína höndum. Kom hann þeim á óvart og urðu því engar óspektir af. Hann lýsti þá yflr því, að hann tæki sjálfur ríkisstjórn og gerði sér lögaldur, þótt ekki væri hann nema 17 ára og hefði eigi náð lögaldri að réttu. Þýzkaland. Maximilian Harden heit- ir maður. Hann hefur ritað grein um uppeldi konunga. Þar ber hann saman árin 1792 og 1892 og talar um aftöku Lúðvíks 16. Það héldu menn, að orð þau, sem þar standa um konung einn, er nú lifir, og þykja mjög einörð, væru töluð til Vilhjálms keisara. Stjórnin lét því höfða mál á móti höfundinum, en hann er dæmd- ur sýkn saka. í ástæðum fyrir dóminum segir svo, að það sé sönn kurteisi við kon- ung, að segja honum satt. Frakkland. Ekki varð úr því, að Meline yrði formaður nýja ráðaneytisins í Frakk- landi, en þó er það komið á fót og heitir sá Dupuy, er fyrir því er. Stjórnin franska hefur samið við Kolumbíumenn um skurð- inn í gegnum Panamaeiðið. Er það í samn- ingi að stofna megi nýtt félag innan 31. oktbr. 1894. Skal það fullgera skurðinn innan 10 ára. Belgía. Þess var áður getið, að bar- átta mikil var í Belgíu um rýmkun á kosningarréttinum. Bar einn úr flokki framfaramanna það upp, að allir þeir, sem væru orðnir 22 ára gamlir, skyldu hafa kosningarrétt. Þetta frumvarp var fellt á þiugi af klerkum og íhaldsmönnum. Þessu reiddust vinnumenn og jafnaðar- menn ákaflega og komst allt í bál og brand. Vinnufall varð nálega um allt land og óspektir miklar og lá við upp- hlaupi. Þá kom fram sú tillaga, að veitt- ur yrði kosningarréttur öllum mönnum, sem náð hefðu 25 ára aldri. Þó skyldu þeir, er hefðu auð eða andans atgervi fremur öðrum ráða tveim til þrem atkvæð- um. Lengi voru íhaldsmenn tregir til að samþykkja þetta, en allt af fóru óeirðirn- ar dagvaxandi og var auðséð, að það Nr. 21. mundi leiða til nppreistar, ef fellt yrði frumvarpið. Þetta sá Bernaert ráðaneytis- forseti og kvaðst því mundi fara frá, ef ekki gengi fram málið. Þau urðu mála- lok, að þetta varð að lögum. Þess má geta, að konungur hefur verið málinu hlynntur, en engu fékk hann ráðið fyrir veldi íhaldsmanna á þinginu. í enskum blöðum, er ná til 24. f. m., er þess getið, að Steins-ráðaneytið í Nor- egi hafi sagt af sér 22. f. m. út af kon- súlamálinu. — Samþykkt var á enska þing- inu með 347 atkvæðum gegn 304 að halda áfram 2. umræðu um írska heimastjórnar- frumvarpið. Fundir hafa verið haldnir um allt land og margar snjallar ræður fluttar gegn frumvarpinu, og hafa mótstöðumenn Gladstones góða von um, að þeim muni takast að fella það að lokum. — Ítalíu- konungur og drottning hans héldu silfur- brúðkaup sitt 22. f. m. og var þá mikið um dýrðir í Rómi. Samskot til séra Mattliíasar Joch- umssonar meðal landa vestanhafs voru orðin að upphæð 722 dollarar (um 2700 kr.) 8. f. m. Hefur það safnazt á tæpum 7 vikum, eptir því sem skýrt er frá í síð- asta tölubl. „Heimskringlu", er hingað kom með þessu skipi, og hafa hátt á 15. hundrað manns, eða að líkindum 8. hvert mannsbarn af íslenzku kyni þar vestra, tekið þátt í þeim, segir „Hkr.“ Hefur Jón Ólafsson ritstjóri gengið mjög ötullega fram í að safna samskotunum og átt í all- miklum ritdeilum við „Lögberg“, sem hef- ur barizt gegn þessu, en virðist nú hafa orðið óþægilega undir, á likan hátt og andstæðingar vorir hér heima. Nú má telja það hér um bil víst, að séra Matthías fer vestur, með því að samskotin þar verða að lokum meir en nægur farareyrir handa honum, og getur þá þing vort og stjórn huggað sig við að hafa verið leyst laglega af hólmi í þessu máli. En hálfgerð minnk- un er það, satt að segja, fyrir land vort, að láta tækifærið til að sýna séra Matthíasi verðskuldaðan sóma ganga þannig úr greip- um sér. En Yestur-íslendingar, og þar á meðal ritstj. „Heimskr.“ fremstur í flokki,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.