Þjóðólfur - 26.05.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
ErlendiB 5 kr. — Borgist
fyrir 15. jtili.
Uppaögn.bundin við áramðt,
ógild nema liomi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
XLY. árg.
„ÞJÓÐÓLFUR"
kemur út einu sinni í viku og stundum
tvisvar, eða alls 60 tölublöð um árið, og
kostar ekki nema 4 kr. hér á landi.
Með þessum yfirstandandi árgangi fylg-
ir ökeypis handa öllum (skilvísum) lcaup-
endum blaðsins fyrsta hepti hinnar fróðlegu
og skemmtilegu sögu af „Þuríði formanni
og Kambsránsmönnum“ (sem nú er alprent-
að). Br það 4 arkir að stærð, en öll verð-
ur sagan líkl. 18—19 arkir eða um 800
bls., og kemur út í 4 heptum (eitt hepti
á ári). Hún verður alls ekki til lausasölu
og geta því enqir eignazt liana nema lcaup-
endur „Þjbdblfs“.
Nýir kaupendur að þessum 45. árg.
fá auk 1. heptis sögunnar sérprentun af
Sögusafni „Þjóðólfs“ 1892, 144 bls., með 11
skemmtisögum.
Peir, sem gerast áskrifendur að hálf-
um árgangnum (frá júlíbyrjun þ. á.), verða
sömu hlunninda aðnjótandi, að því er fylgi-
ritin snertir, og fá þá 30. nr. af blaðinu og
yfir 200 bls. í kaupbœti fyrir einar 2 kr.
Notið tækifærið
og sætið þessum vilkjörum, svo að þér
getið eignazt upphaf fylgiritsins. Það er
ekki seinna vænna, því að þeir, sem ekki
gefa sig fram á þessu ári, sem nýir kaup-
endur, eiga á hættu að fá aldrei fyrsta
hepti sögunnar.
Útlendar fréttir.
Kaupmannaliöfn 7. mai.
Noregur. Pess var áður getið, að kon-
ungs var von til Kristjaníu. Settist hann þá
á rökstóia með ráðgjöfum sínum, en sam-
lyndið fór heldur út um þúfur. Konungur
kvaðst ekki mundu samþykkja ákvæði stór-
þingsins í umboðsmannamálinu. En það hafði
samþykkt og ákveðið að veita skyldi 50,000
kr. til að búa allt undir aðskilnað við Svía
í þeim efnum. En áður en málið væri
lagt undir úrskurð konungs á þann hátt,
sem lög eru til, bað ráðaneytið lausnar og
Keykjavík, föstudaginn 36. maí 1893.
kvaðst ekki vilja bera ábyrgð á neitun
hans. Pá bað konungur Sivert Nielsen
að verða forseta í nýju ráðaneyti, en hann
aftók með öllu og réð konungi, að sam-
þykkja ákvæði þingsins, en ekki þekktist
konungur það, Leitaði hann þá til Stangs,
þess er áður var ráðaneytisforseti, og hann
varð við bæn konungs, en áskildi sér,
að frestað væri málinu. Stang er foringi
hægrimanna, en þeir eru minníhluti þíngs.
Þykja vinstrimönnum aðfarir Stangs illar
og gera honum allt til bölvunar, sem þeir
geta. Þeir neita um fjárveitingar og hafa
í hótunum að minnka laun ráðgjafa og
konungs. Þingið hefur þegar lýst van-
trausti sínu á ráðaneytinu og hagað orð-
um sínum sem líkast því, sem Stang gerði,
þá er hann hratt Sverdrúp úr sessi, en Stang
situr. Það er haft á orði, að Steini verði
veitt laun úr fjárhirzlu ríkisins, og á það
að vera viðurkenning á dugnaði hans og
alúð við Noreg.
„Yíkingur“ er farinn á stað til Vestur-
heims. Það er skip, sem Norðmenn hafa
látið gera í líki drekanna gömlu, er vík-
ingar höfðu í hernað. „Víkingur" á að
vera til sýnis í Chicago í sumar.
Finnland. Alltaf kreppa Rússar meir
og meir að Finnum. Áður höfðu þeir sett
ritnefndir til að gæta þess, að blöð þeirra
Finnanna flyttu ekki annað en það, sem
væri stjórninni geðfelt, en nú hafa þeir
bannað allar aðfinningar við stjórn og
kirkju og rítnefndir, og leggja við harða
refsing, ef brugðið er af.
Þýzkaland. Nú er lokið þreflnu um
heraukalögin og þau urðu málalokin, að
frumvarpið var fellt. Foringi miðmanna
hafði reynt að miðla málum, en það varð
að engu. Þegar lokið var atkvæðagreiðslu,
las Caprivi í heyranda hljóði þingslitabréf
frá keisaranum. Þar var skipað svo fyrir,
að nýjar kosningar skyldu fara fram 15.
júní og þingið koma saman aptur í júlí.
Vilhjálmur keisari fór fyrir skömmu til
Ítalíu og var þar vel fagnað. Þess er og
getið, að hann hitti páfa í þeirri ferð og
gatst þar hvorum vel að öðrum.
Belgía. Öldungaráðið samþykkti kosn-
ingarlögin óbreytt, og nú ríkir friður og
sátt þar í Iandi.
Nr. 34.
England. Heimastjórnarlög Grladstoue’s
voru samþykkt við aðra umræðu og all-
miklar líkur eru nú til, að þau verði sam-
þykkt í neðri málstofunni. Mótstöðumenn-
irnir hamast og gera allt, sem þeir geta
til að hnekkja því, en lítið verður þeim
ágengt. Þess er getið, að einn dag, er
ö-ladstone var genginn til þings, heyrðist
skot við hús hans. Fannst þar þá mann-
ræfill einn, er kvað hafa ætlað að drepa
Gladstone, og fann það til, að Englandi
væri hætta búin af heimastjórn þeirra ír-
anna. Hann hafði þá upp orðrétta kafla
úr æsingaræðum Salisbury’s, og fannst það
á, að maðurinn var ekki með öllum mjalla.
En það sagði hann bjargað hafa G-Iadstone,
þegar hann fór að heiman um morguninn,
að honum sýndist hann sjá föður sinn,
svo mikinn svip þóttist hann sjá með þeim.
Bókmenntir.
Hjálpaðu þér sjálfur. Bendingar til
ungra manna, skyrðar með sönnum dæm-
um og rökstuddar með œfisögubrotum
ágætra manna. íslenzkað og samið hef-
ur Ólafur ólafsson prestur í Gruttorms-
haga. Kostnaðarmaður Sigurður Kristj-
ánsson. 167 bls. 8.
Aðalefni rits þessa er tekið úr enskri
bók, er nefnist „Selfhelp“, eptir Samud
Smiles, er ritaði ýmsar bækur í líka stefnn
og fengu þær allar hinar beztu viðtökur.
Kaflar úr þessari bók hafa áður birzt á
íslenzku í „Lestrarbók handa alþýðu“, og
þótti þá mikið til þeirra koma. „Auðnu-
vegurinn“ eptir W. Matthews mun og mörg-
um löndum vorum góðkunnur. Allar slík-
ar bækur eiga skilið að vera lesnar með
eptirtekt og umhugsun. Þær œttu að vekja
meira en stundaráhrif, en því miður munu
þeir sárfáir, er kemur til hugar að færa
sér í nyt, það sem þeir lesa, hversu mikið,
sem á því getur verið að græða. Gragn-
legar bendingar og góðar lífsreglur, á-
minningar um þolgæði og þrautseigju, spar-
semi og sjálfsafneitun, dáð og dugnað í
framkvæmdum o. s. frv., það eru allt pré-
dikanir, sem íslenzka þjóðin að minnsta
kosti lætur inn um annað eyrað og út um
hitt. Verulegum áhrifum slíkra kenninga