Þjóðólfur - 26.05.1893, Síða 2
94
á hugsunarhátt manna og liegðun þarf
naumast að búast við, en sjaldan er „góð
vísa of opt kveðin“.
Hin íslenzka þýðing séra Ólafs „Hjálp-
aðu þér sjálfur" er ein þeirra bóka, sem
hefur vekjandi og getur því einnig haft
bætandi áhrif á hugsunarhátt og breytni
manna. Hún er mjög aðgengileg og
skemmtileg til lesturs. Málið er hreint
og lipurt og yfir höfuð betur vandað, en
almennt gerist. Yiðaukar þeir, er þýðand-
inn hefur hleypt inn, einkum um íslenzka
menn, eiga dável við. En þó finnst oss,
að hann hefði getað tekið einhver fleiri
dæmi úr bændastétt vorri en Jón á Gaut-
löndum. Það hefði ekki þurft að lengja
bókina til muna. En hvað sem því líður
á þýðandinn þökk skilið fyrir rit þetta,
sem hin uppvaxandi kynslóð vor ætti að
kynna sér rækilega.
íslendingasögur. 6. hepti (Kormáks saga),
7. h. (Vatnsdæla saga), 8. h. (Hrafnkels
saga freysgoða), 9. h. (Gtunnlaugs saga
ormstungu). Búið hefur (allar) til prent-
unar Váldimar Ásmundarson. Kostn-
aðarmaður Sigurður Kristjánsson.
Fornsögur vorar hafa iöngum átt vin-
sældum að fagna hjá þjóð vorri, og má
því ætla, að hún taki feginshendi við þess-
ari ódýru alþýðu-útgáfu. Það á vel við, að
Vatnsdæla saga sé gefin út á þessu ári, sem
einskonar minningarrit um þúsund ára bygg-
ingu þess héraðs, því að eptir því sem dr.
Guðbrandur telur, hefur Ingimundur gamli
tekið sér þar bólfestu 893. Er mælt,
að Vatnsdælir ætli í sumar að halda
þúsund-ára-hátíð á líkan hátt og Eyfirð-
ingar. Var fyrst vakið máls á þessu með
„Áskorun til Húnvetninga11 (frá einum
sýslubúa) í 35. tölubl. „Þjóðólfs" f. á.
Fáein orð um víkinga Norðurlanda
og Sigurð Jðrsalafara.
Bg sé á „Fjallk.“ (X, 3.), að herra Beneelikt
Gröndal er svo sem ekki af baki dottinn með að
lasta hina fornu víkinga frá Norðurlöndum og setja
þá skör lægra en mér fiunat rétt vera, þótt þeir
væri grimmir óvinum sínum, enda sýnist hann vera
tregur til að kannast við, að nokkuð gott hafi leitt
af herferðum þeirra, en með því að mikil umræða
um þetta efni mun ekki þykja hentugt blaðamál,
þá mundi eg ekki hafa farið lengra út í það mál
að sinni, hefði ekki sá maður átt í hlut, sem fyrir
margra hluta sakir er mikilsverður, og hefur tek-
izt á hendur það vandasama verk, að safna til
þjóðmenningarsögu Norðurlanda, svo að líklega ætti
honum að þykja vænt um vinsamlegar bendingar
þessu máli til skýringar. Hauu segist ekkert vita
um víkingana annað en rán og dráp, og það lítur
jafnvel svo fit, af því sem hann hefur áður ritað,
sem honum þyki það ofgott handa þeim,| að vera
kallaðir „hermenn“(en það er einmitt kallað í sög-
um að fara „hermaunlega“, þegar sem mest rán og
dráp voru framin, svo sem þá er Egill rændi á
Aski, og þau orðatiltæki eru sömu merkingar: að
„fara i hernað“, „taka upp hermanna sið“ og „fara
i víking"). Bg þykist þess fullvis, að jafn-víðlesinn
maður og Gröudal hafi séð nóg dæmi í fyrri og
síðari hernaðar-sögum til jafnmikiila grimmdarverka
og sögð eru um „hina dönsku vikinga11 af römm-
ustu hatursmönnum þoirra, sagnariturum þeirra
þjóða, er stóð mest ógn af harðneskju vikinganna,
og svo að eg taki eitt dæmi, þá mun óvíða hafa
verið farið ver með sigraða raenn, en með Gyðinga,
þá er Jórsalir voru eyddir af Kómverjum undir
forustu Títusar, þess manns, er siðar varð svo fræg-
ur af mildi sinni og mannúð, að hann var kallaður
„yndi og eptirlæti alls mannkyns". Það sýnist þvi
ekkert á móti því, að margir þeirra fornmanna, er
voru „grimmir sem ljón“ i hernaði, hafi verið „ljúfir
sem lömb“ á heimilum sínum og í hópi vina sinna.
Ef víkingarnir eru höfundar Balduvssögunnar, eins
og sumir halda, þá sýnir það, að þeir hafa hugsað
um eitthvað fleira, en rán og dráp. Bn livað sem
því líður, þá sýnist iítil ástæða vera til að rengja
það, sem stendur svo víða i fornsögnnum um víkinga,
að þeir hafi átt festarmeyjar og unnað þeim hug-
ástum. Og að 'þvi er drenglyndi snertir, þá má
það vera kunnugt Gröndal sem fleirum, að Ingi-
mundur gamli skaut banamanni sínum undan hefnd
sona sinna, að Þorsteinn tjaldstæðingur tók að sér
skipshöfn sjúkra manna, er enginn vildi lið veita,
og þjónaði þeim sjálfur meðan þeir lifðu, og að
Þorvaldur víðförli varði mörgum mönnum til hjálpar
hlutskipti því, er hann fékk í hernaði, og sendi
hertekna menn aptur til feðra sinna og frænda.
Um hina sögulegu þýðingu vikingaferðanna get
eg ekki rætt á þeBsum stað, enda nægir að vísa
til ágæts kafla, sem að þvi lýtur í landfræðissögu
Þ. Th., og um Buðurferð Sigurðar Jórsalafara skal
eg að eins taka fram, að eg var búinn að sjá rit-
gerð Gröndals í Tímaritinu, þá er eg skrifaði seiuni
hluta greinar minnar i „Þjóð.“, 55. thl., og fannst
hann ekki draga þar neitt úr hinum fyrri ummæl-
um BÍnum, heldur einmitt herða á þeim með því
að láta menn skilja, að enginn útlendur rithöf-
undur geti neitt um ferð Sigurðar nema Yilh. af
Malmesbury. J.
Skýring. Herra ritstjóri! Það mun vera
alveg rétt, eins og drepið er á í blaði yðar 12. þ. m.,
að Guðmundur Guðmundsson sterki sé fæddur eptir
bóluna 1707, en þó minnir mig, að faðir hans
missti börn úr bólunni og nokkur systkin, en
höfuðatriðið er rétt, eins og það stendur í eptir-
málanum. Guðmundur var hálfbróðir Elínar Guð-
mundsdóttur, sem eg vitna til, og hann var til
lækninga hjá Þórði rektor ÞorkelsByni, og var
meira að segja rekkjunautur hans og hafði margar
sögur eptir honum.
B,eykjavik 13. maí 1893.
T. Þ. Holm.
* * *
Atlis. ritstj. Guðmundur faðir systkina þeirra,
sem hér ‘eru nefnd (Guðmundar sterka og Elínar)
var son Brynjólfs prests Guðmundssonar á Kálfa-
felli í Hornafirði (KálfafellsBtað). Séra Brynjólfur
er útskrifaður úr Skálholtsskóla 1720, tvítugur að
aldri; Guðmundur sonur hans er því naumast fædd-
ur fyr en á árunum 1720—25, og getur þá ekki
staðizt tímans vegna, að hann hafi átt son, er
mundi glögglega Þórð Vídalin, sem andaðist 1742,
Hitt er miklu sennilegra og kemur vel heim við
tímann, að Guðmundur Brynjólfsson (faðir Guðm.
sterka og Elínar) hafi í æsku verið til lækninga hjá
Þórði og að frú T. H. hafi farið feðgavillt. Ekki
nær það heldur neinni átt, að Guðmundur Brynj-
ólfsson hafi misst börn i stórubólu 1707, því að faðir
hans var þá á barnsaldri, eins og áður er
sagt, en árið 1762 gekk hér bóla og dó margt
manna, og þá er allsennilegt, að Guðmundur hafl
misst nokkur börn af fyrra hjónabandi sínu. Lík-
legast er, að hér sé málum blandað á þann hátt,
að Guðmundur sterki, sem mun fæddur um 1750,
hafi heyrt sagnirnar um Jón biskup hjá föður sinum
eptir frásögn Þórðar, og að hann hafi svo sagt þær
Elínu hálfsystur sinni, er mun hafa verið 20—30
árum yngri. En auðvitað er þetta að eins senni-
leg getgáta.
Suðurþingeyjarsýslu 1. raai: „Yeturinn
var hér almennt mjög harður; mátti heita að hann
byrjaði 28. septbr. og létti af 18. marz. Síðan
hefur verið ágætis-veðurátta þangað til síðastliðna
3 daga, að verið hefur kaldur norðanstormur með
hríð. Töluvert var farið að minnka um hey og
horfði til mikilla vandræða, en nú er öll hætta um
garð gengin. Litur nú út fyrir, að fjárhöld verði
góð í vor, því bæði er jörðin góð til beitar, þegar
hún hefur legið svo lengi undir fönn, og svo er
farið að votta fyrir gróðri, sér i lagi á við og
þar sem sendið er.
Sýslunefndarfundur var settur á Ljósavatni 10.
f. m. af cand. jur. Einari Benediktssyni. Fá merk mál
voru þar á dagskrá, nema ef telja skyldi gufu-
bátsmálið, sem Þingeyingar gera ráð fyrir, að taka
þátt í með vestur-sýslunum. Úr sýslunefndinni
voru kosnir 3 menn til að mæta á fundi þeim, sem
á að ræða þetta mál til hlítar, og hlutu kosningu:
Einar umboðsmaður í Nesi, Árni prófastur á Skútu-
stöðum og Sigurður bóndi á Yztafelli.
Sjónleikir hafa verið leiknir á Húsavík Biðari
hluta vetrarins, til eflingar harnaskólasjóði, sem
Húsvíkingar eru að koma á fót hjá sér. Fyrsta
kveldið áður sjónleikirnir byrjuðu hélt cand. jur.
E. Benediktsson fyrirlestur um rétt og skyldur“.
MANNALÁT.
Sigríður Jónsdóttir á Torfalæk í Húnavatns-
sýslu var fædd á Höskuldarstöðum 22. sept. 1806.
Foreldrar hennar voru: Jón Jónsson, af bændaætt
á Vatnsnesi, maður vel að sér í mörgum greinum,
og Sigurlaug Jónasdóttir prófasts Bcnediktssonar á
á Höskuldarstöðum. Þar ólst Sigriður upp til þess
hún var H ára. Fluttist hún þá með foreldrum
sinum að Ytrahóli, og dvaldi þar bjá þeim, til
þess árið 1829, að móðir hennar dó; fór hún þá
að Hvammi i Yatnsdal til sýslumanns B. Blöndals
og dvaldi þar sem þjónustustúlka í 5 ár. Þar
giptist hún (1834) liinum nafnkunna Jóni Sveins-
syni hreppstjóra í Sauðanesi, sem þótti í sinni tíð
vera fremri fiestum, ef ekki öllum leikmönnum í
Húnavatnssýslu, að náttúrugáfum, dugnaði, hag-
sýni og góðum drengskap í hvívetna, er Danakon-
ungur sýndi viðurkenningu fyrir, með því að heiðra
hann með medalíu (heiðurspeningi). Með manni
sínum var Sigríður næsta ár í Sauðanesi. Því næst
reistu þau bú í Tungunesi, og bjuggu þar til 1842,