Þjóðólfur - 26.05.1893, Síða 3

Þjóðólfur - 26.05.1893, Síða 3
95 að þau fluttu búferlum að Sauðanesi. Þar bjuggu þau 15 ár, til þess hann dó, 1857. Hélt Sigríður áfram óbreyttum búskap þar í 6 ár. Árið 1863 flutti hún búferlum að Torfalæk og bjó þar í 12 ár. Hætti hún síðan búskap, og dvaldi til skiptis hjá börnum sínum, þar til hún dó 18. april 1892. £>au hreppstj. Jón sál. Sveinsson og Sigríður sál. Jónsdóttir eignuðust 10 börn, hvar af 7 dóu i æsku en 3 lifa: Jónas óðalsbóndi i Finnstungu, Sigurlaug húsfreyja á Torfalæk og Guðrún, gipt hreppstjóra Jóhanni Fr. Sigvaldasyni í Mjóadal. Öll eru þau systkini talin í fremstu röð bændastéttar. Sigríður Jónsdóttir var í stöðu sinni ein af dugnaðarmestu konum, og þvi vel samboðin manni aínum. Vegna þessa og annara góðra hæfilcgleika græddist þeim hjónum mikið fé. Ekkert var að erfðum fengið. Höfðingslund þoirra hjóna var svo mikil, að ekkert var sparað til að veita hjúum og gesturn, né gjafir fátækum. Sem eiginkona, móðir og húsmóðir var Sigríður beztu kvennkostum búin. Samfara því var guðhræðsla, siðprýði og að öllu leyti dyggðaríkt framferði. Á seinustu æfiárum hennar fór heilsu hennar hnignandi; missti hún og smámsaman sjón, og varð að síðustu blind. Þennan mótlætiskross bar hún, sem aðrar raunir, er hún hafði orðið fyrir, með fágætu jafnaðargeði og undir- gefni undir drottins vilja. Með þakklátsemi með- tók hún hverja aðhjúkrun og hvað annað, er henni var látið i té, hversu lítilfjörlegt sem það var. — Þannig leið líf Sigríðar sál. til hinnstu stundar, er hún gaf upp sinn anda i sönnum friði og ró. Áf öllum, er til hennar þekktu, er hennar að makleg- leikum minnzt með þakklátsemi og virðingu. J. Fr. Nýdáinn er Sigurður ívarsson bóndi á Gegnis- hólaparti í Flóa, „valinkunnur sómamaður, nær hálfsjötugur; hafði lengi verið hreppsnefndaroddviti i Gaulverjarbæjarhreppi, en legið 3 síðustu árin rúmfastur í brjóstveiki. Eitt barna hans er ívar borgari á Stokkseyri11. Gufuskipið „Solide“, sem Björn kaupm. Kristjánsson hefur útvegað til flutninga með suður- strönd landsins austur að Vik, kom hingað frá Hamborg á hvítasunnumorgun. Gufubáturinn „Elín“, eign Fr. Fischers stórkaupmanns, sem ætlaður er til flutninga á Faxa- flóa, kom hingað 22. þ. m. Strandferðaskipið „Thyra“ (skipstj. ÁlphonBe Garde) kom hingað í gær. Með þvi komu fáeinir farþegar. Fréttir engar markverðar. Veður- átta hin bezta um allt land, að því er spurzt hef- ur. — Málið nafnkunna gegn Skúla sýslum. Thor- oddsen loks höfðað með stefnu dags. 20. þ. m. og þykir sumum allliklegt, að dómur verði ekki felld- ur svo snemma, að Sk. Th. geti komizt á þing í sumar. Prófasturinn í Viðvík, sem í síðasta tölubl. „ísafoldar" (24. þ. m.) þenur hina andlegu verndar- vængi sína út yflr allan Skagafjörð, skákar eflaust i því hróksvaldi, að vér svörum honum ekki, og það er honum óhætt, þvi að vér teljum oss það ósæmilegt að eiga i illdeilum við hann. Vér ætl- um að lofa honum að hafa heiðurinn af framkomu sinni gagnvart oss. Að eins skulum vér geta þess, að niðurlagsorð greinarinnar eru miður heppileg hjá prófastinum á þeim stað og i því sambandi, sem hann talar um, því að þau ummæli (sem tek- in eru eptir oss) eiga að eins vel við samskonar óþverragreinar, sem þau voru upphafiega stýluð til (sbr. grein „gamla þingmannsins11 í 15. tbl. „ísaf.“ þ. á.), en geta alls ekki átt við fregnbréfið skag- firzka, sem ritað er af lærðum gáfumanni þar í héraði, og getur engan veginn talizt í flokki slíkra greina, þótt það sé nokkuð harðort, eins og vér einnig höfum tekið fram i blaði voru. Prófastur- inn þekkir sjálfsagt orðtakið: „þótt kraptana skorti er viljinn samt loflegur11. Það er auðséð, hvað haun er að bisa við í grein sinni. En betur má, ef duga skal. Páll Einarsson málaflutningsmaður flytur mál fyrir undir- og yfirrétti, semur samninga. innheimtir skuldir, útvegar mönnum lán í bankanum og öðrum pen- ingastofnunum í Reykjavík o. fl. 189 RÚmteppÍ af ýmsum tegundum fást í verzluu 190 verzlun Sturlu Jónssonar. Sumarsltór og ýmis- legur skófatnaður nýkominn í 191 verzlun Sturlu Jónssonar. Allskonar kramvara nýkomin í 192 verzlun Sturlu Jónssonar. 56 En Jón Hálfdánarson var beygður og skjálfandi — hann tinaði höfðinu, hendurnar skulfu, og hnén skullu sam- an af óstyrk. Hann leit eklti upp á nokkurn mann — hann þorði það ekki — hann gaut að eins hornauga í ýmsar áttir — en því hann fylgdi — það vissi hann ekki — hanu gerði það nauðugur — eu liann réð ekki við sig — hann varð að gera það. vm. Jón Hálfdanarson lagðist nú í rúmið frá þessum degi, og leit eigi upp. Lá hann svo til jóla; úr því fór hann að klæðast, og hresstist nokkuð. Þrisvar sinnum voru próf haldin í máli þessu til jóla, og vitnaðist lítið annað en það, að enginn annar en Jón Hálfdanarson hefði getað komið síðhempunni að Úlfá þessa ákveðnu nótt. Við eitt af þeim prófum bar Magnús Benediktsson fram bréf með sinni hendi, og handsöluðu nafni Jóns Hálfdanarsonar undir; bar hann fram í því bréfi, að liann hefði verið í síðhempunni á föstudagskveldið, en hvernig hún hefði komizt um nótt- ina fram á Úlfártún, megi þeir vita bezt, er hafi látið hana þar, því að þar hefði hann þá hvergi nærri komið. „Er það snöggt að segja“, segir hann, „í áheyrn guðs, er mín sannleiks játuu, að eg afsaka mig, að eg aldrei 53 helzt það sé nú eitthvað annað verra“, og hann hljóp af stað og Jón reið á eptir hónum. „Nú hvað er þetta— kvennmaður ?“ spurði Jón í fáti. „Eg sé ekki betur en það sé hún Gunna, sem hjá mér er, hún hefur ekki sézt síðan í fyrri nótt; hvaða ósköp eru þetta?“ Jón ætlaði að fara að draga hana upp, en Þorsteinn baunaði honum að snerta við henui. Hann sá þar í nándinni ýmsa, sem voru í kindasýsli, Árna og Bjarna, feðga frá Tjörnum, Ólaf Jónsson í Leyningi, Þorlák í Hólakoti, Jón Helgason í Hólsgerði og Jón Jónsson á Halldórsstöðum; þar voru þær og nærri, Þuríður á Úlfá og Helga Sigurðardóttir í Hólsgerði kona Jóns. Köil- uðu þeir nú á alla þessa, og skipaðist þessi hópur allur á eyrina hjá líkinu. — Allt í einu fann einn þeirra litla brennivínstunnu, tappalausa, og var dálítið eptir í henni; lá hún uppi undir bakkanum efst á eyrinni. Gekk nú tunnan á milli, og þekkir fólk þegar, að það var tunna Guðrúnar. Líkið lá þannig, að það vatnaði yfir andlitið upp að eyrum, annan handlegginn og brjóstið, en hnakkinn og bakið var upp úr. Tóku þeir nú líkið, og drógu það á þurt, og skoðuðu það vandlega. Allt bar það á sér merki þess, að dauðdagi hennar hefði ekki orðið með eðlilegu móti. Húfan lá þar á eyriuni, rétt hjá fótum

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.