Þjóðólfur - 28.11.1893, Qupperneq 1
Árg. (60 arklr) kostar 4Jkr
Erlenflls 5 kr. — Borgist
íyrir 15. Júll.
JÓÐÓLFUR
Uppsögn.bundin viö áramöt,
ögild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. oktöber.
XLY. árgo
Reykjavík, þriðjudaginn 28. nóvember 1893.
Nr. 56.
Nýir kaupendur
að 46. árgangi „Þjóðólfs"
1894
fá ókeypis
1. Söguna af Þuríði formanni og
Kambsránsmönnum, 1. hepti, 64 bls.
2. Sömu sögu, 2. hepti, um 64 bls., er
verður prentuð á næstkomandi vori,
og fá hana einnig allir gamlir kaup-
endur blaðsins, er í skilum standa
við það.
3. Sögusafn Þjóðólfs Y., 1892, 144 bls.
4. Sögusafn Þjóðólfs VI., 1893, um
140 bls., er verður fullprentað í árs-
lok.
Alls yflr 400 bls. ókeypis.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 7. nóvbr.
Danmörk. Degar Þjóðverjar fóru að
grafa skurð gegnum Jótlandseiðið í ná-
Wunda við Egðuna, urðu Danir hræddir
otn, að sá skurður mundi draga verzlun
frá Kaupmannahöfn. Þeim hugkvæmdist
Þá að gera höfn, þar sem erlendir menn
gsetu geymt vörur án þess að borga toll
af þeim. Höfn þessi er nú komin Iangt
á leið, og er hið mesta stórvirki. Skipa-
kvíarnar eru þegar fullgerðar og var far-
ið að hleypa sjónum inn í þær 1. þ. m.
Þó allmikið ógert enn. Það er haldið að
höínin muni kosta 20 milljónir króna, en
því trúa Danir, að það sé vel til vinn-
andi.
Frá þingi Dana eru engin tíðindi
Noregur og Svíþjóð. Margir munu
kannast víð Jónas Lie. Hann er eitt af
beztu skáidum Norðmanna, og vinsæll mjög.
Enda sýna landar hans það þessa dagana,
að þeim er vel til lians, því að nálega
allur Noregur tekur þátt í 60 ára afmæl-
ishátíð hans, á einhvern hátt. Norðmenn
eiga nú sem stendur allra manna bezt
skáld, enda kunua þeir flestum betur að
sýna þeim þann sóma, sem þau eiga skil-
inn.
Óskar konungur hefur nýlega haldið
stórmenni Norðmanna veizlu i Kristjaníu.
Flutti hann þar langt erindi um samband
Iandanna, og hve nauðsynlegt það væri
að geyma það vel. Kvaðst hann vona, að
Norðmenn hefðu það hugfast við næstu
þingkosningar og sýndu í því ættjarðar-
ást sína. Ræðan hné einkum að umboðs-
mannamálinu. Þess má geta, að Steinn
þá ekki boðið.
Frakkland. Mac Mahon hershöfðingi
er dáinn. Hann varð 85 ára gamall.
Hann hafði átt í hernaði mörgum sinnum,
og þótti jafnan röskur foringi og sigur-
sæll. En í ófriðinum milli Frakka og
Þjóðverja 1870 sneri hamingjan baki við
honum. Þá beið hann ósigur mikinn við
Sedan og varð handtekinn. Frakkar virtu
hann jafnan mikils og var hann forseti
þar árin 1873—79. Charles Gounod er
og dáinn. Hann var söngskáld ágætt og
er heimsfrægur. En Frakkar höfðu naum-
ast tíma til að jarða þessa merkismenn,
því að þeir þurftu að knékrjúpa Rússan-
um og lofa hann og halda honum veizlur.
Flotadeildin rússneska, sem send var til
Toulon, hefur verið borin á höndum um
allt Frakkland og veizluhöldin hafa verið
eiuna líkust því, sem segir í sögunni um
orustuna á Heljarslóð.
England. Þingið enska var svo lengi
með heimastjórnarmál þeirra íranna, að því
varð lítið annað að verki í sumar. Þess
vegna hefur Gladstone nú kallað til auka-
þings. Þar á að ræða ýms merkismál,
sem urðu að sitja á hakanum. Það þyk-
ir óvíst, hvort heimastjórnarmálið verður
á dagskránni á næsta þingi. Hefur það
orðið til þess, að Redmond, formaður Par-
nellssinna, hefur heitazt við Gladstone að
ganga úr liði hans, ef næsta þing fæst
ekki við það mál. En andstæðir Parnells
segja það ástæðulaust, og lofa Gladstone
fylgi sínu sem áður, enda mun þá Glad-
stone þola að missa Parnellssinna, því að
þeir eru ekki nema 9.
Ensku verzlunarfélagi Ienti saman við
þjóðflokk þann í Suður-Afríku, er kallast
Metabelar. Þeir eru hraustir menn og
hugprúðir og hafa sýnt ágæta framgöngu,
en fallið hafa þeir, eins og hráviði fyrir
skotum Eugla. Stjórnin enska skarst að
síðustu í leikinn, en áður en lið hennar
kom, höfðu Metabelar beðið ósigur og ver-
ið flæmdir úr landi. Eru þeirnú nauðug-
lega staddir.
Austurríki. Kosningarlög í Austur-
riki eru mjög ófrjálsleg, og er kosningar-
réttur byggður á fjáreign, og hafa auð-
menn mörg atkvæði. Þetta vildi Taafíe
ráðaneytisforseti laga, og bar upp frum-
varp, er rýmkaði kosningarréttinn mikið.
Hver sá, er verið hefur í einhverjum skóla
á að fá kosningarrétt, og slíkt hið sama
þeir, er borga beina skatta eða hafa ver-
ið í her Austurríkismanna. En vinnumenn
og fátækir borgarar eiga að fá kjörgengi.
Móti þessu frumvarpi risu þingmenn með
svo miklum ákafa, að Taaffe varð að víkja
úr sæti; en ekki mun sá betri, sem eptir
hann kemur. Sá heitir Windischgrátz.
Bandaríkin. Silfurlög þau, er kennd
voru við Shermann, stofnuðu fjárhag
Bandamanna í mikla bættu. Cleveland
hefur því látið sér annt um að afnema þau,
enda tókst það nú um daginn. En þó varð
áður orrahríð mikil í öldungaþinginu, og
var sótt og varið af miklu kappi. Cleve-
land og hans menn báru þó af hinum.
Y i ð a u k i (eptir enskum blöðum til
11. þ. m.). Borgarstjórinn í Chicago, Carter
Harrison, var myrtur 28. okt. af manni
nokkrum, Prendergast að nafni, ættuðum
frá Englandi. Hafði hann áður veriðlög-
regluþjónn, en var vikið frá því starfi og
vildi nú komast að því aptur. Þóttist
liann hafa stutt Harrison til að ná endur-
kosningu til borgarstjóraembættisins og
ritaði honum hótunarbréf, ef hann sinnti
ekki beiðni sinni, en er það tjáði ekki,
gekk hann rakleiðis heim til hans, fékk
inngöngu í herbergið, þar sem Harrison lá
á legubekk, og hleypti þegar af 4 skamm-
byssuskotum, og beið Harrison bana af þeim
að 20 mínútum liðnum. Morðinginn var
óðar tekinn höndum og fluttur ívarðhald,
en nærri lá, að múgurinn hrifí hann úr
höndum Iögreglunnar og dræpi hann. At-
burður þessi vakti mikla gremju meðal
borgarbúa, og sýningarstjórnin ákvað, að