Þjóðólfur - 05.01.1894, Síða 7
7
un fyrir, og efast menn mjög um, að
Danir hafi sjálfir slökkt meiru niður tím-
ann, sem þeir urðu að bíða eptir hest-
unum í Reykjavík og sem þeir kvarta
yfir. Vera má, að eitthvað af þessu hafi
verið fylgdarmönnunum að kenna, en hér
a. m. k. er sökin látin bitna á ferða-
mönnunum sjálfum, og hafa blaðagrein-
arnar um för þeirra síður en ekki bætt
fyrir þeim. Ef Danir leggja optar út
í sams konar leiðangur væri óskandi,
að þeir hefðu ofuriítið viðfeldnari náunga
til að stýra förinni, en þessi Thomsen sýn-
ist hafa verið, og svo væri ekki verra, að
þeir skrifuðu það á bak við eyrun, að vér
sveitamenn erum líkir öðrum mönnum, a.
m. k. í því, að vér gefum ekki um, að
gestir séu með nefin niðri í hverjum krók
og kima í híbýlum vorum; köllum vér þá
„búrsnata" er svo hegða sér, og eru þeir
hverjum manni hvimleiðir.
Um stjórnarmál er lítið rætt; þingtíð-
indin eru nú á ferðinni milli manna. Það
voru sérstaklega tvö mál, er þetta hérað
snertu og eigi náðu fram að ganga, að
aukalæknir væri settur í uppsveitum Árnes-
sýslu, og að landssjóður keypti Geysi og
Strokk. Að því er hið fyrra málið snert-
ir, huggum vér oss við, að ekki vant-
aði nema herzlumuninn til þess að því
yrði framgengt, og búumst því við bæn-
heyrslu næst. Að því er hið síðara snert-
ir, þá fengum vér það sem mest var vert
fyrir sveitina, að ákveðið var að gera
flutningabraut alla leið frá Reykjavík til
Geysis. Eigi teljum vér neitt að því, þó
að brúartollurinn væri felldur; getum vér vel
unnt mönnum austan Hvítár að eiga frjálsa
för um brúna; vera má og, að þar komi
einhvern tíma, að vér, sem búum utan
Hvítár, leggjum leið vora til Eyrarbakka
um þá brú. Vér vonum, að brúargæzlan
þurfi eigi að kosta stórfé, eins og nú er,
en auðsætt, að mikið hefði kostað að heimta
inn tollinn, og tvísýnt, að afgangurinn af
tollinum hefði orðið svo mikill, að hann
borgaði þau óþægindi, er af honum leiddi.
Yfir höfuð mun vera óhætt að segja, ad
almenningur hér sé venju fremur ánægður
með aðgerðir þingsins í sumar, og einkum
er vegalögunum tekið með miklum fögnuði.
Úr Mosfellssveit.
Það er ekki með degi hverjum, að blöð-
in flytja fréttapistla af Mosfellingum, eða
héruðunum í kringum Reykjavík. Það er
eins og þau sjái ekki það, sem næstþeim
ir, eða taki ekki nálægari héruðin til greina,
því að næstum í hverju blaði fáum við að
iesa lengri eða skemmri fréttagreinar ut-
ast af landshornum, okkur til mikils gagns
og fróðleiks. Þess vegna mættum við ætla
að þeir; „landshornabúar“ hefðu gagn og
gaman af að frétta af þeim verum, sem
lifa í kringum höfuðstað landsins.
Eg er sannfærður um, að almenningur
metur ekki að verðleikum gagn það, er
sannar og glöggvar fréttagreinar geta kom-
ið til leiðar. Því að ef menn mættu ganga
að því vísu, að ágrip af gerðum, fram-
kvæmdum eður háttalagi þeirra, væri jafn-
óðum skráð á prenti mundi margt fara
öðru vísi en farið hefur. Þá mundi sam-
keppnin setjast á veldisstól sinn og knýja
menn til meiri framfara.
Veturinn er nú genginn í garð, og tals-
verður kuldabragur á honum, það sem af
er; skiptir ýmist á um útsunnan snjó eður
norðankulda með allmiklu frosti. Þrátt
fyrir hinn góða grasvöxt og ágætu nýtingu
í sumar má ganga að því vísu, að ýmsir hafi
ekki sett skynsamlegar á heybirgðir sínar en
að undanförnu; það hefur verið ærið þrálát
ættfylgja hjá mörgum hér, „íslenzki hor-
innu, sem ætíð hefur sínar illu afleiðingar
í för með sér, ekki sízt í efnalegu til-
liti, heldur og einnig að svipta skepnuna
þeim rétti, er við skyldum ætla, að náttúr-
an mundi veita henni, þeim rétti, er við
sjáum ganga sinn eðlilega gang á sumrin,
en sem maðurinn hefur tekið að sér að
beina götu yfir vetrartímann, en heppnast
æði misjafnlega. Það virðist því heil furða,
hve menn eru seinir á að átta sig á þeirri
götu, er þeir upphaflega lögðu út á; það
kemur æði opt fyrir, að þeir villast svo
hraparlega, að þeir koma aptur á sömu
endastöðvarnar, er þeir lögðu frá. Þeir
hafa algert hausavíxl á áformi sínu; þeir
láta skepnuna vaxa inn í sjálfa sig, unz
hún verður urtum þeim að bráð, er áttu
að endurlífga krapta hennar með vorinu;
þeir framleiða þannig plöntur í stað dýra.
Hvað félagsskap snertir, vill það vera
á sömu bókina lært, hver potar sér og
þykist sæll og heppinn, ef hann dettur
niður á eitthvert fangaráð til að draga
fram lífið á sem einfaldastan hátt. — Það
er altítt hér, að menn hafa ekki þol til
að bíða uppskerunnar, hvort sem um fé-
lagsskap eða annað er að ræða, heldur
neyta frækornsins um sjálfan sáðtímann.
Eg álit þeim mönuum þannig varið, sem
flytja heyið í kaupstaðinn jafnóðum og þeir
losa það á sumrin, til að fá aura fyrir til að
lifa á þann og þann daginn, eða þeim, sem láta
sig muna um að vera samtaka í góðum
félagsskap fyrir 1—2 kr. virði. Allur fé-
lagsskapur og allar framkvæmdir Mos-
fellinga koma eingöngu fram í tveimur
félögum: búnaðarfélagi og Iestrarfélagi.
Lestrarfélagið var stofnað fyrir 3 ár-
um af nokkrum ungum mönnum, körlum
sem konum; aldurinn er nú ekki hár,
enda má með sanni segja, að það sé enn
í bernsku, þrátt fyrir sívaxandi lestrar-
fýsn, sem virðist þó vera að vakna hjá
fólki.
Hvað búnaðarfélagið snertir, þá hefur
það komið talsverðu góðu til leiðar, fyrst
og fremst með að útvega mönnum verk-
færi til að vinna með, og svo nú tvö sið-
ustu árin með verðlaunum, sem það hefur
veitt fyrir unnar jarðabætur.
Heiztu jarðabœtur hér eru túnasléttur.
og hlöðubyggingar. hvorttveggja sumstað-
ar í nokkuð stórum stíl, en sumstaðar alls
ekki neitt. Samgöngumál eru hér dauð
og dofin, enda hafa menn ekki af góðum
samgöngumeðulum að segja innan héraðs,
þó að margur mundi hugsa annað, sem
veit af því, að milli 30 og 40 manns hafa
unnið að akbrautalagningu eptir endilöngu
héraðinu í sumar; en því er a'!t öðruvísi
varið. Braut þessi liggur hér svo algert
á bæjabaki, að hver meðal hugsunarsamur
maður mundi hafa valið sér þá leið, ef
hann hefði ætlað sér að strjúka úr
Reykjavík austur yfir Mosfellsheiði. —
Hreppsvegir eru hér allir steyptir í gamla
mótinu: þverfets breiðar, en miklu dýpri,
hlykkjóttar moldar- og melgötur, að mestu
leyti myndaðar af hestahófunum og fram-
rennsli vatnsins.
Á Eligiusmessu 1893. ’
Heyrandi í Holti.
Mannalát.
Hinn 19. október f. á. andaðist að Snæ-
foksstöðum í Grímsnesi merkiskonan Sig-
ríður Guðmundsdöttir, fædd 1824. For-
eldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson
frá Ásgarðí og Katríu Bjarnadóttir frá
Kotferju í Flóa Bjarnasonar. Guðmundur
og Katrín bjuggu í Öndverðarnesi og þar
var Sigríður fædd og uppalin. Hún gipt-
ist vorið 1852 Jóni Magnússyni Hjörts-
sonar frá Snæfoksstöðum og bjuggu þau
jafnan síðan að Snæfoksstöðum. Þau áttu
tvö börn, son og dóttur. Sonurinn, Guð-
mundur, drukknaði rúmlega tvítugur í
fiskiróðri úr Þorlákshöfn með Ólafi Jó-
hannessyni frá Dísastöðum, en dóttirin,