Þjóðólfur - 26.01.1894, Blaðsíða 2
18
Nýtt veiðiáhald,
er mun öldungis óþekkt hér á Suðurlandi, en
hefur verið notað sumstaðar á Vesturlandi
á síðustu árum, er eins konar gaddagrind
eða plógur til að ná upp kúfskeljum af
sjávarbotni. Fiskurinn í kúfskeljunum —
kúffiskurinn1, sem svo er nefndur — er hin
bezta beita, að vitni þeirra, er reynt hafa,
engu síður en kræklingur, sem er sömu
tegundar.
Af þvi að mörgum ókunnugum mun
þykja fróðlegt að heyra, hvernig plógur
þessi er notaður til að ná beitunni, setjum
vér hér stutta skýrslu um það efni frá
Einari gullsmið öíslasyni í Hringsdal við
Arnarfjörð (sunnanv.), einhverjum fram-
kvæmdarsamasta dugnaðarbónda þar um
slóðir. Hann segir svo:
„Kúffiskurinn er áreiðanlega þar fyrir
landi, sem hvítleitur sandur er með smá-
um kúfskeljabrotum, optast við útnes, þar
sem brim er á 5—8 faðma dýpi, en inn á
fjörðum er hann grynnra, þetta á 2—4
faðma dýpi, og opt þar sem mikið er af
honum má grafa hann upp um stórstrauma,
helzt á útmánuðum. Aðferðin að taka
hann upp af sjávarbotni er tvennskonar,
eptir því sem mér er kunnugt. Önnur er
sú, að maður hefur kaðal svo langan, er
nái frá landi þangað sem kúffiskurinn er
mestur fyrir. Kaðall þessi er svo festur
í plóginn. Auk þess eru hafðar tvær
„Iínur“ og er öunur fest framan í plóginn
hjá landfestinni, en hin í grindina á plógn-
um að aptanverðu. Pví næst er plógnum
hleypt til botns þannig, að hann komi nið-
ur á tennurnar. Svo eru menn á landi
með litla vindu (gangspil), og draga plóg-
inn svo langt að landi, sem þörf gerist.
Að því búuu er hann dreginn upp í bát-
inn og skeljunum hellt úr riðnum snæris-
poka, sem festur er við plóggrindina að
aptanverðu. — Hin aðferðin er sú, að mað-
ur hefur stöðugan bát, sem lagður er við
akkeri, og svo er höfð vinda í bátnum,
plóglínan sett á hana og plógurinn dreg-
inn að. Hæfilegt mun vera að flytja plóg-
inn 30—40 faðma frá bátnum, sem vind-
an er höfð í, og draga svo plóginn upp,
þegar plóglínan fer að liggja ofslök frá
vindubátnum, því að annars rífa ekki
0 í daglegu tali er jafnan talað um kúfisk og
Mskeljar og ritað svo, en það er eflaust rangnefni
og á að vera tó/fiskur, tó/skeljar o. s. frv. (af
kúfw — ávöl bunga) sbr. húfungar, sem optast er
ritað „kufungar“, er mun miður rétt („kuðungur"
mun vera afbökun, þótt orðið komi fyrir í óeigin-
legri merkingu í Biskupaannálum Jóns Egilssonar
og sé nú mjög almennt í daglegu tali).
tennurnar á kambinum nóg niður í kúf-
fiskinn. Það verður að gæta þess, að
plógtennurnar sljófgist ekki, því að þær
þurfa að vera beittar vel, svo að plógur-
inn hlaupi ekki upp af skelinni, því að
hún liggur víða þétt saman“.
Höfundur jskýrslu þessarar var stadd-
ur hér í bænum fáeina daga næstl. haust
(fyrstu dagana í okt.) og ætlaði hann sér
þá að vekja eptirtekt manna hér syðra á
plóg þessum og sýna, hvernig ætti að
smíða hann, en sakir naumleika tímans
gat hann ekki komið því við, en skildi
eptir teikningu af verkfæri þessu hjá Birni
Hjaltesteð járnsmið og mun hún vera til
sýnis hjá houum. Má sjálfsagt smíða plóg-
inn eptir þessari teikningu, og væri æski-
legt, að einhverjir vildu taka sér fram um
það. Að vísu höfum vér heyrt suma sjó-
menn segja, að enginu kúffiskur væri hér
við Faxaflóa, að minnsta kosti ekki að
neinu ráði, en „sá veit ger sem reynir“
og það hefur mag. Bened. Q-röndal sagt
oss, að ailmikið væri t. d. af honum inn
á Kollafirði hjá Þerney, „inn í sundurn11,
sem kallað er hér, og svo getur víðar verið.
En það vill opt verða svo, þá er um ein-
hverjar nýjungar til framkvæmda er að
ræða, ekki sízt hér á Suðurlandi, að eng-
inn nennir að hefjast handa eða byrja á
neinu. Áhugaleysið er svo mikið og deyfð-
in og vanafestan svo rótgróin, að furðu
gegnir. Vestfirðingar standa Sunnlending-
um yfir höfuð mikíu framar, að því er
allan sjávarútveg og sjómennsku snertir,
enda græða þeir miklu meira á þessum
atvinnuveg, af því að þeir stunda hann
með meiri hagsýni og dugnaði. Það er
viðurkennt.
Að því er áhald þetta snertir, sem
áður er umgetið, virðist ekki hundrað í
hættunni, þótt einhverjir útvegsbændur
reyndu það hér, því að þótt það kæmi í
ljós, að ekki fengist nægur kúffiskur til
beitu hér á Faxaflóa, þá mætti eflaust
nota þetta sama áhald til að ná upp
kræklingnum. Væri þá ekki mikið unnið
að sleppa við alla þá vosbúð, allan þann
hrakning, sem menn hér verða að þola í
„beitufjöru“? Enginn sjómaður mun neita
því, að beitufjöruvinna sé eitthvert hið
versta verk er hugsazt getur, einkum í
misjöfnu veðri, sem opt ber við. Væri
það ekki þess vert, að sjómenn, eða rétt-
ara sagt útvegsbændur hér syðra, tækju
þetta málefni til athugunar, og hugsuðu
um að fá sér hentugt verkfæri til að ná
beitunni með, hvort heldur það væri kúf-
fiskur eða kræklingur.? Vér höfum nú
bent á þennan plóg, sem reynzt hefur
mjög vel á Vesturlandi. Hér er opt mik-
ill hörgull á kræklingsbeitu og afarillt að
ná henni, og væri það mikil framför
fyrir sjávarútveginu hér syðra, ef menn
gætu fengið kúffisksbeitu jafnframt, og
það án þess að kafa eptir henni ofan í
sjóinn. Það er óneitanlega eitthvað hálf
viðvaningslegt við þessa köfunaraðferð,
auk þess sem hún stofuar lífi manna í
hættu sakir kulda og vosbúðar.
Hver vill nú verða fyrstur til að ríða
á vaðið og gera tilraunir í þessa átt?
Að halda góðum, gömlum venjum er gott
en að brjóta bág við gamlar óvenjur og
setja eitthvað nýtt og betra í staðinn, er
til framfara og umbóta horfir, það er
bein skylda, og sá er fyrstur gerir það í
verkinu á miklar þakkir skilið
Dómur í „plankamálinu“ svonefnda
úr Vestur-Skaptafellsýslu var kveðinn upp
í landsyfirrétti 22. þ. m. Tildrög máls
þessa voru þau, að sýslumaðurinn í Skapta-
fellssýslu, Guðlaugur Guðmundsson, hafði
látið selja á þremur uppboðum þar í sýalu
mikið af samkynja söguðum plankavið m.
fl. smáspýtum, er rekið hafði á fjörur í
Leiðvalla- Álptavers- Hvamms- og Dyr-
hólahreppum í febrúar, marz og snemma
í apríl. f. á. Skoðaði sýslumaður reka þennan
sem „strand“ eptir 1. gr. í opnu bréfi 4.
maí. 1778, sbr. lög um skipströnd 14. jan.
1876, 4. og 22.—25. gr., og var hinn setti
amtmaður, Kr. Jónsson á sama máli og
hann, eins og tekið er fram í dómsástæð-
unum, en á uppboðsþíngi í Loptsalahelli í
Mýrdal 17. apríl f. á. mótmæltu eigendur
og umráðamenn rekatjaranua í Hvamms-
og Dyrhólahreppum þessari sölu sýslumanns
fyrir hönd hins opinbera og gerðu tilkall
til rekans fyrir sjálfa sig og báru fyrir
sig 2. og 3. gr. í opnu bréfi 4. maí 1778,
sbr. opið bréf 2. apríl 1853, en sýslum.
tók ekki mótmæli þeirra til greina, og lét
selja rekaviðinn, um 80 tylftir. Áfrýjuðu
þá 23 fjörueigendur þessum úrskurði sýslu-
manns til landsyfirréttarins til ógildingar.
í dómsástæðum yfirréttarins er tekið fram,
að í hreppum þessum hafi ekki rekið af
skipsbrotum nema smábrot ein, er ekki
hafi numið því verði, er kansellíbréf 26.
ág. 1809 tiltekur, og til þess að planka-
reki þessi geti heimfærzt undir 1. gr. í
opnu bréfi 4. maí 1778, þá verði hann að
geta haft „Navn af strandet Skib og Gods“,
en það verði því að eins sagt, að skips-
skrokkur fylgi rekanum, eða að hann