Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.06.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 29.06.1894, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓ.LFUR Uppsögn, bnndin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLYI. &rg. Fyrir tvær krónur geta nýir haupendur fengið þennan yfir- standandi árgang Þjóðólfs frá júlibyrjun (30 tölublöð) og fylgja þó með í kaupbæti þrenn fylgirit (sbr. auglýsingar í 22. ög 26.—27. tölubl.). Þjóðólfur kemur tyisyar út í næstu yiku, miðrikudag og laugardag. Frá Chicagosýningunni. Eptir P. M. Clemens. VI. „Midway plaisanceu. Hvert sem orðrómur berst af sýning- unni mun nafnið „Midway plaisance" einnig berast. Þetta er nafn á landræmu, sem samtengir garðana Jackson- og Washing- ton Park. Um sýninguna er þetta svæði mestmegnis notað til að sýna lifnaðarháttu og aðbúnað ýmsra þjóða. Þó að sýningin öll sé sannur skemmtistaður, þá má „Mid- way plaisance" einkum og sér í lagi nefnast því nafni. En í stað ánægjunnar yfir að sjá hvað mannkynið hefur fram- leitt, er manni hér veitt það, sem því tekur langt fram, að sjá mannkynið sjálft, búninga þess, viðurværi og siði, að sjá það eins og það hefur orðið við þess flöl- breyttu kjör og kringumstæður, að sjá það í sínu innsta eðli. Gjarnan vildi eg lýsa Þessu ýtarlega, eins og það kom mér fyrir 8júnir, en það yrði of langt mál. Samt 8kulum vér jita inn hjá nokkrum af þjóðum þessum. Kg vil byrja á villiþjóðunum, eða þeim, sem að ein8 eru nýkomnar í skin menntunar- sólarinnar. Suðurhafseyjabúar hafa um mjög stutta stund notið yigeisla hennar, sem bezt sést 4 aðbúnaði þeirra. Húsin þeirra eru ekki annað en nokkrir staurar, reknir ofan í jörðina í hring, sperrurnar eru bundnar við þ4 0g 8V0 saman á einum stað yfir miðjum hringnum, og svo eru þær þaktar með strái, þá er húsið búið. Eldstæði er á miðju gólfinu (náttúr- lega moldargólf) og þar bjóða þeir eyja- skeggjar manni að kveykja í með því að núa saman tveimur spýtum. Þeir eru hálfnaktir, vesalingar, skýlur þeirra eru Reybjavík, fostudaginn 29. júní 1894. úr tágnum berki. Þó eru þeir fullt eins ánægðir og glaðværir eins og þeir „civili- seruðu". Herskip, sem þeir sýna, er saumað saman með hampþráð og prýtt með skeljum. Dahomeymenn frá Afríku eru svartir ffljög á hörund og miklu villilegri að sjá en Suðurhafseyjamenn; þeir eru herskáir menn og eru konur þeirra einnig vopnfærar. Villiþjóðir þessar hafa hér leikhús, þar sem þeir sýna dansa sína og hernaðaraðferð. Þrátt fyrir hina fornu, einræningslegu menntun sína eru Kínverjar mjög skammt á leið komnir í nútímamenntun, sem bezt sést á hinum afskræmislegu goðum þeirra, þau eru sannarleg skrímsli, með stór uglu- augu og stóra búka; þó eru þau tilbúin úr dýrindis vefnaði og saumuð með gull- þráð! Hér eru einnig nokkrar leifar frá Forn- Egyptum, já, leifar af þeim sjálfum, eða það sem næst því gengur, áreiðanleg eptir- líking af „múmíum" þeirra. í húsi, sem gert er í líking við eitt af musterum Forn- Egypta, og allt er prýtt með hinum ein- kennilegu myndum og „hieroglýfum"; eru sýndar milli tíu og tuttugu afsteypur úr vaxi af „múmíum“ Egyptakonunga. Fast við þetta hús er líking af stræti í Kairo. Þegar maður er kominn inn í þetta stræti getur maður hugsað sig vera kominn heilu og höldnu inn á einar af aðalstöðv- um Múhamedsmanna. Karlmennirnir eru i marglitum búningum, sumir teymandi asna og úlfalda undir kátum, amerískum unglingum, og konurnar eru með allt and- litið byrgt nema augun. Helztu húsin á strætinu eru: Múhamedana musteri (mos- que), með háum turni (minaret), þaðan sem hinir rétttrúuðu eru kallaðir til bæna þrisvar á dag, leikhús og kaupmannahús frá seytjándu öld. í hinum húsunum eru smábúðir, þar sem fá má alls konar egypzkan varning. Tyrkir sýna hér stræti í Konstantino- pel, en ekki er það nálægt því eins mikils virði og Kairostrætið. Algeriumenn hafa hér leikhús. Arabar sýna hér frækleik sinn sem reiðmenn. En það eru ekki allt þjóðir frá hinum sælu suður- og austurlöndum, sem hér má sjá. Hér er æði stór sýning frá Finnlandi. Kr. 30. Ekki veit eg, hversu lík hreysi þau, sem þeir jhafa hér eru húsum þeirra á Finn- landi; en eptir því sem þau eru sýnd eru þau lakari en nokkurt íslenzkt kot. Að utan eru þau mjög áþekk móhrúgu að eins berki eða torfi hlaðið utan um nokkra staura. Að dæma þjóðirnar eptir því sem þær eru sýndar á „Midway plaisance" er ekki rétt; það áiyktaði eg, er eg sá finnsku sýninguna. Ennfremur eru hér tvær sýningardeildir frá írlandi. Önnur er kölluð írska þorpið, en hin er undir forustu Lady Aberdeen, konu hins núverandi landstjóra í Kánada. Þessi síðari deild er einnig æði stórt þorp. Inni í húsunum sitja irskar stúlkur við ýmsar írskar hannyrðir einkum kniplinga- gerð. Lady Aberdeen vinnur að því með mikilli elju að gera kunna írska heima- vinnu, og það er í þeim tilgangi, að þessi sýning er gerð. „Der Graben" heitir stræti i Wien í í Austurríki. Stræti þetta, með húsunum, eins og það leit út fyrir 150 árum, er sýnt hér. Það tekur yfir svæði, sem er 195 fet (ensk) á annan veginn og 590 fet á hinn. Það er til samans 36 byggingar, þar á meðal dómhús og kirkja. Á þessu stræti er mjög mikil verzlun, einkum á drykkjarvörum og er hér hornieikaraflokkur, sem heldur skemmtunum uppi. Þýzka þorpið er stærsta þorpið á „Mid- way plaisance". Það er umgirt stórum varnarmúr með díkjum umhverfis og drag- brúm yfir, sem títt var á miðöldunum. Fyrir innan varnarmúrinn er miðalda kastali, kirkja og bændahús, eins og þau eru nú á Þýzkalandi. Auk þjóða þeirra, sem taldar hafa verið, hafa þessar þjóðir ennfremur sams konar sýningar hér: Japansmenn, Indverjar, Java- menn og Indíanar. En auk þessara þjóðasýninga eru á „Midway plaisance" nokkrar aðrar sýn- ingar, þar á meðal þessar: Kvennbún- ingasýningin; i henni sýna sig 40 ungar stúlkur í búningum þjóða sinna (engin er þar þó frá íslandi). Þá eru sýndar hér tvær glergerðar verksmiðjur; meðal merki- legra hluta, sem í þeim má sjá má nefna Jcjöl úr gleri, sem hin spanska prinsessa Eulalia lét gera handa sér — glerið er

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.