Þjóðólfur - 04.01.1895, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr.—Borgiat
fyrir 15. júll.
Dppsögn, bundin yið úramöt,
ögild nema komitilútgefanda
fyrir 1. oktöber.
ÞJÓÐÓLFFE.
XLVII. árg. ReykjaYÍk, fðstndaginn 4. janúar 1895. Nr. 1.
Til kaupenda Þjóöólfs.
Ofurlítið ávarp þykir Pjóðólfi hlýða að
flytja kaupendum sínum nú um áramótin,
um leið og hann þakkar þeim fyrír gamla
árið og óskar þeim gleðilegs nýárs að
gömlum og góðum sið.
Það hefur löngum verið kvartað yfir
óskilvísi blaðakaupenda á íslandi og ef-
laust ekki um skör fram, því satt mun
það vera, að sumir telja sér ekki skylt að
borga blöð, þótt þeir kaupi þau. Þeir
ímynda sér, að þær skuldir séu réttminni
en aðrar skuldir, en hafa þó stundum
komizt að raun um, að svo er ekki, ef í
hart hefur farið, enda munu flestir nú
horfnir frá þeirri skoðun. En hitt er annað
mál, að ritstjórar beita sjaldnast lögsókn-
um við kaupendur sína fyr en í fulla
hnefana, og af því mun þessi öfuga skoð-
un sumra manna á blaðaskuldum vera
sprottin.
Eins og það er sjálfsagt að víta óskil-
vísi og prettvísi manna, þá er ástæða
er til, eins er það sjálfsagt að geta
þess, sem betur fer, ef kaupendur leitast
við að sýna góð skil. Hvað „Þjóðólf"
snertir þessi 3 ár, er hann hefur verið í
vorum höndum, þá getum vér yfir höfuð
þakkað löndum vorum fyrir þann velvilja,
er honum hefur verið sýndur, og eins fyrir
dágóð skil. Það eru auðvitað nokkrir
menn, og þeir ekki allfáir, er hafa reynzt
miður áreiðanlegir í viðskiptum sínum við
oss, en hinir eru miklu fleiri, sem hafa
reynzt mjög vel, og væri rangt að láta
þánn raeiri hluta eiga óskilið mál með hin-
um, en þess hefur ekki jafnan verið gætt,
heldur öllum verið gert jafnhátt eða rétt-
ara sagt jafulágt UDdir höfði. Einkenni-
legt er það, að skilvisi manna er allmjög
mismunandi í hinum einstöku héruðum.
Einna mestur hluti óskilvísra blaðakaup-
enda er tiltölulega í Glullbringusýslu og
Reykjavíkurbæ, og getur verið, að efna-
hagur manna eigi nokkurn þátt í því, en
alls ekki að öllu leyti. Þó eru skilamenn-
irnir í þessum plássum fleiri en hinir, svo
er fyrir þakkandi, og þeir skilvísu eru þó
sumir hverjir alls ekki efnaðri en hinir.
Góður vilji og samvizkusemi er einatt
drjúgari í þessu efni heldur en geta.
Þau 3 ár, sem vér höfum stýrt „Þjóð-
ólfi“, höfum vér sannfærzt um það betur
og betur, að sú stefna, sem hann hefur
fylgt í þjóðmálum, sé mjög þokkasæl öll-
um meginþorra þjóðarinnar, og þykir oss
það bera gleðilegan vott um, að allur
stjórnsleikjuskapur, hálfvelgja, stefnuleysi
og hringlandi á öllum áttum, sé fráhverf-
ur þjóð vorri, eins og vera ber og bet-
ur fer. Já, því fer betur, að sjálfstæðis-
þrá íslendinga er ekki að dvína, heldur
að dafna. Það hefur ekki enn tekizt að
kreista kraptana úr kögglum íslendinga
eða að kúga og kyrkja kjark þeirra og
þrek í baráttunni fyrir frelsi og framför-
um. Að glæða og örfa sjálfstæðismeðvit-
und og framsóknarþrá þjóðarinnar hefur
„Þjóðólfur" Ieitazt við að gera og mun
halda þeirri sömu stefnu eptirleiðis, þrátt
fyrir mótspyrnu og meginhatur nokkurra
manna, er ekki virðast trúa á né tigna
annað meir í víðri veröldu en útlent drottn-
unarvald og sjálfa sig.
Ekki verður því neitað, að „Þjóðólfur11
hefur lent í nokkrum erjum og orðahnipp-
ingum síðastl. 2 ár, sérstaklega við einn
stirðlyndan náunga á næstu grösum, sem
margir munu kannast við, og þarf ekki
frekara um það að tala hér. „Þjóðólfur“
hefur aldrei að ástæðulausu seilzt í neina
einstaka menn með illindum að fyrra
bragði, en þótt hann hafi stundum stjakað
ofurlítið við nærgöngulum ófriðarseggjum,
mun enginn geta vítt hann fyrir, er hlut-
drægnislaust vill líta á málavexti.
Því fer fjarri, að vér viljum eingöngu
þakka ritstjórn vorri hina auknu útbreiðslu,
er blað vort hefur fengið á þessum tíma,
því að miklu fremur þökkum vér það ljúf-
um undirtektum, umburðarlyndi og góð-
vilja landa vorra, er margir hverjir hafa
stutt blaðið drengilega með kaupendafjölg-
un og góðri skilsemi, frekar en vér gátum
búizt við í upphafi, þá er vér tókum við
blaðinu í fremur bágu árferði og bllum
ókunnir. Það var alls ekki glæsilegt út-
lit og allmikið á hættu lagt, hvernig fara
mundi, enda mun fáum hafa verið það
ljósara en oss, hve mikill vandi fylgdi því
starfi, og hversu teflt væri á tvær hættur
að ráðast í það. En þá er jafnvel hefur
úr því ræzt, eins og orðið er, þá getum
vér nú verið miklu ókvíðnari fyrir fram-
tíð blaðsins, en vér vorum þá, sérstaklega
sakir þess, að nú erum vér kunnir orðnir
kaupendum þess og höfum fengið ýmsa
góða útsölumenn víðsvegar um land, er
vér vonum, að sýni blaðinu jafnmikinn
góðvilja og áreiðanleik í viðskiptum eptir-
leiðis, eins og þeir hafa gert hingað til.
Hvað oss snertir persónulega, þá höf-
um vér gert oss mikið far um að rækja
starf vort sem samvizkusamlegast og lát-
ið oss litlu skipta, þótt blað vort hafi bakað
sér óvild á sumum stöðum eða meðal vissra
stétta. Hjá því verður ekki komizt, enda
kemur engum skynbærum manni til hug-
ar, að ætla sér að geðjast öllum. Það er
líka sannast að segja, að „Þjóðólfur“ hefur
ekki átt því að fagna. Með lögsóknum og
öðrum gauragangi, rógi o. fl. hefur verið
reynt að hnekkja honum, en lítt munu þau
ráð duga til þess. Að kúga málfrelsi á
landi voru á þann hátt mun naumast
takast.
Að svo mæltu óskum vér og vonu'm, að
þetta nýbyrjaða ár verði landi voru heilla-
og hamingjuár, og að vegur og velmegun
þjóðar vorrar eflist og blómgist meðan aldir
renna. Ritstj.
Kvæði,
ort af Gesti Pálssyni þá er hann var í skóla,
(áöur óprentaö).
Líð þú rótt af himni háum,
helga sól, að ægi bláum;
foldu faðmar nótt.
Blundar þjóð að baki drauma,
blundar alda’ á djúpi strauma,
jörð og haf er hljótt.
Einn eg sit með bleika brá,
blund ei nokkurn festa má,
festa má,
ei festa má.
Svala hverjum særðum barmi,
sveiptu’ hann þínum friðararmi,
blundsæl blíða nótt;
þerrðu tár af þreyttum hvörmum,
þýðum svefni léttu hörmum;
ó, hve allt er hljótt!
Yak þú einn við úthaf blátt.
íslands vörður, Snæfell hátt.