Þjóðólfur - 26.07.1895, Side 1

Þjóðólfur - 26.07.1895, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr Erlendis 5 br.— Borgist tyrir 15. júlí. Dppsögn, bnndin við áramöt. ógild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFU R. XLYII. árg. Öfug blaðamennska. ísland er fátækt, fámeant land. — Menn eiga ekki efni til þess að kaupa nema það sem nauðsynlegt er til lífsins, og örlítið af því, sem kallazt getur mun- aður, á þessum afskekkta hólma. Meun hafa hér lítil ráð til þess, að kaupa það sem er einskis vert. Uppeldi lýðsius er víðast hvar í höndum foreldra og presta, því vér erum ekki nógu ríkir og búum ekki nógu nærri hver öðrum til þess að hafa almenna skóla. Aðaluppeldismeðal þjóðarinnar um þau málefni, sem almenn- ing varðar, eru blessuð blöðin. Þau koma sjaldan út, og eru ekki umfangsmikil. — En þó er það ekki þetta, sem er einkenni- legast við blaðamennskuna á íslandi. Það einkennilegasta er, að hér geta þriflzt blöð, sem alstaðar annarstaðar um siðaðan heim mundi verða bægt út úr húsi hvers einasta manns. sem hugsar með alvöru um málefni sinnar eigin þjóðar. „ísafold11 er, eins og nú stendur, sýnis blað þeirrar blaðamennsku, sem eins og af ósjálfráðri náttúruhvöt velur sér að ölí- um jafnaði rangt mál að verja og sækja. Sumir málstaðir eru fyrir fram dæmdir til þess að álítast rangir af hverjum rétt- látum manni. Þannig er t. a. m. óhætt að fullyrða, að almenningsdómur mun hlífð- arlaust sakfella að lokum hvern mann, sem vefst íyrir og bælir niður tilraunir sinnar eigin þjóðar til þess að ná undan erlend- urn yíirráðum því sjálf'ræði um eigin hagi, sem henni ber að guðs og manna lögum, og að enginn getur til lengdar gerzt verndarriddari og hlífiskjöldur ábyrgðar- lausrar, hlutdrægnis-ofsóknar gegn saklaus- um mönnum, án þess að verða opinber mótstöðumaður þess, sem almenningur álít- ur rétt. Það er nú orðið augljóst öllum, hverju umgin hryggjar „ísafold“ liggur i þeim mál- um, sem varða frelsi íslands, eða þar sem réttlætistilfinning almennings er á eina hlið en gjörræði pólitiskra andstæðinga landsins á hina. Það er heldur ekki leng- ur hulið neinum, að tryggðin við eiginn málstað er svo veik og stopul hjá þessu málgagni alls óvinafagnaðar, að varlega er treystandi á það fyrir sjálfa þá, sem njóta Beybjavík, íostudaginn 26. júlí 1895. nú fylgis þess. Ef tii vill þarf ekki að blása mikið á móti, til þess að „ísafold41 snúi við blaðinu og gerist öðrum sterkari straumum fylgjandi um hríð. En slíkt er nú ekki svo mjög að furða, þar sem sann- færing manns og pólitisk ráðvendni er á sölutorgi. Það sem og Iengst mundi að leita dæmis til, er hin andlega fátækt blaðsins. Það er dæmalaust í sögu allrar blaða- mennsku á þessu laudi, að nokkurt blað hafi í raun réttri leikið slíkan feluleik, þegar komið hefur til þess að færa rök fyrir málstað, réttum eða röngum, sem „ísafold". Það liggur nærri að veita viti og víðsýni manns alla viðurkenning, þótt hann virðist ekki hafa á réttu máli að standa. Það er næstum því opt og tíðum skemmtilegt að fyrirgefa manni, sem ver og sækir með snilld, þótt hann af einhverj- um ástæðum flytji mál, sem almennur rétt- lætisdómur getur ekki verið samþykkur. En þegar hlutdrægni og rangsleitni hefur ekkert annað að bera fyrir sig en aud- legan vanmátt, umsnúnar hugsanir og skrípisstýl, er ekkert unnt að mæla til bóta. Það er að sönnu margheyrt meðal sjálfkjörinna fylgismanna „ísafoldar" og þeirrar stefou, sem hún þjónar, að „stýil- inn sé þó alltaf aðdáanlegur“. „ekki sé að efast um lipurðina, vitið og fjölbreytilega þekkingu“, þótt eitthvað kynni sem sé að vera bogið með sannfæringuna. En miklir dauðans einfeldningar mega þeir menn vera, sem halda, að þeir geti einokað heil- brigða skynsemi íslendinga og fegurðar- tilfinningu, að þeir sjái ekki afkáragerfið, sem þetta hið auðvirðilegasta allra stjórn- arblaða klæðist í. — Ef átján-atkvæða- þvæla „ísafoldar“ er góður stýll, og flótti hennar fyrir skynsamlegum rökum er vit, þá er vandalítið að vinna viðurkenning fyrir ’olaðamennsku á íslandi. En því fer betur, að fæstir munu nú vera bliudir fyir verðleikum þessa blaðs. — Það er skilj- anlegt, þótt fáliðaðir flokksmenu „hálf- dönskunnar“ hér á landi vilji halda hæfi- leikum þess fram, meðan blaðið stendur eitt uppi öllum gerðum þeirra til varnar, en hitt er öll furða, að þeir skuli ekki útvega sér skárra málgagn, sem auðveld- ara er að verja og verjast með. Tilraun- Nr. 37. in til þess að yngja „stýlinn" upp hefur tekizt iila, og allur þorri manna mun orð- inn saddur á þeim réttum, sem „ísafold" ber á borð; það er einungis vaninn, sem hún hangir á, Blaðið er eitt af þeim, sem enginn maður vildi bera ábyrgð á gegn refsidómum aimennrar réttsýni og smekks, þegar fram líða stundir, og þjóð vor fær þá menning, sem hvorki „ísafold" né þröngsýnum smjaður-bræðrum hennar mun takast að tefja fyrir til langframa. ^ 8. Samgöngumálið á þingi. Nefnd sú, er valin var til að íhuga samgöngumálin (Valtýr Guðmundsson, Jens Pálsson, Jón Þórarinsson, Klemens Jóns- son, Skúli Thoroddsen), hefur kornið fram með frumvarp þess efnis, að landssjóður kaupi eimskip, er sé að minnsta kosti 600 smálestir „netto“ að stærð og hafi farþega- rúm fyrir að minnsta kosti 60 manns í 1. farrými (káetu) og 40 í 2. farrými, sé allt yfirbyggt og hafi að minnsta kosti 11 mílna hraða á sjöttungi sólarhrings. Skipinu á að fýlgja lítill eimbátur, er nota má til flutninga frá og að skipinu á höfnum. Til þess að kaupa slíkt skip, má verja allt að 350,000 kr. Skipinu á að sigla milli ís- lands og útlanda og kringum strendur landsins samkvæmt ferðaáætlun, er alþingi samþykkir. Kaup á því og útgerð þess skal falin á hendur farstjóra undir yfir- umsjón tveggja fargæzlumanna, er alþingi kýs í sameinuðn þingi til tveggja ára í senn, en landshöfðingi skipar farstjóra samkvæmt tillögum fargæzlumanna. Á far- stjóri að annast ráðningu skipverja á skip- ið, farþjóna á skrifstofur sínar og far- greiðslumenn á þeim stöðum, er þurfa þyk- ir. Hann ákveður og farmgjald og farm- eyri, verð á vistum og öllu, er þar að lýtur. Hann skal og semja nákvæma reikn- inga yfir tekjur og útgjöld skipsins á hverj- um ársfjórðungi. Laun hans séu 4000 kr. á ári, auk 4°/0 af öllum fargjöldum og farmeyri skipsins, en fargæzlumenn eiga að hafa 600 kr. þóknun hvor á ári. Frumvarp þetta var rætt við 1. umr. í neðri deild 22. þ. m. og mælti flutnings-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.