Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.11.1895, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 22.11.1895, Qupperneq 2
218 Fyrirlestur um Albert Thoryaldsen, myndasmiðinn mikla, hélt rektor Björn M. ólsen á 125. afmælisdegi hans 19. þ. m. og rann ágóðinn í sjóð Thorvaldsensfélags- ins hér í bænum. Fyrirlesturinn var vel sóttur og áheyrilega fluttur. Jafnframt sýndi dr. Ólsen þar mynd af hinum fræga landa vorum Jóni konferenzráð Eiríkssyni, einhverja meðal hinna allra fyrstu mvnda eptir Thorvaldsen, og kvað hún vera mjög vel gerð. Thorvaldsen var eins og kunn- ugt er íslenzkur í föðurætt, sonur Gott- skálks tréskurðarmanns í Kaupmannahöfn (ý 1806) Þorvaldssonar prests á Miklabæ (f 1762) Gottskálkssonar, af ætt Gottskálks Hólabiskups hins grimma, en Danir eigna sér hann, og þakka sér, hvað hann varð, sem þeir geta og að vissu leyti, því að hér hefði hann sjálfsagt „lifað og dáið í myrkri", eins og eitt skáld vort komst einhverju sinni að orði um hann. En það kunnum vér þó að meta, er Danir gáfu landinu líkneski hans í minningu þjóð- hátíðarinnar. Það er eitt meðal hinna fáu ærustryka þeirra um langan aldur gagn- vart oss íslendingum. Nýtt rit. Dæmisögur Esóps í íslenzkri þýðingu eptir Steingrím Thorsteinsson, eru nú nýprentaðar á kostnað hr. Sigurðar Kristjánssonar. Sögur þessar eru jafn- ágætar að efni og búningi, og hafa marga nytsama lærdóma að geyma, er heimfæra má upp á margvísleg atvik í daglega líf- inu. Eru þær mjög hentugar til lestrar- æfinga handa börnum, og verða eflaust mikið keyptar til þeirrar notkunar. Þýð- ingin er hin vandaðasta að orðfæri og öllum frágangi, eins og annað, er Steingr. Thorsteinsson þýðir. Það er jafnan eitt,- hvert snilldarbragð á því. Maður fannst dauður í flæðarmáli hér í bænum í fyrra dag, Oddur Jónsson að nafni, um tvítugsaldur. Eigi vita menn, hvernig slys þetta hefur atvikazt. Einu fúleggi hefur ritstjóri ísafoldar orpið í hið þokkalega hreiður sitt núna síðast, út af' því, að Jón bóndi Ólafs- son á Bústöðum, hefur kvartað í Þjóð- ólfi yflr óbilgirni þingmannsins í Fífu- hvammi, og látið prenta til sannindamerkis bréf eptir hann, öldungis eins og það kom úr verksmiðju þingmannsins. Er afsakan- legt, þótt stafsetning þess sé bágborin, en hitt síður, hversu það er hrokalegt og klaufalega orðað, ekki ósvipað því, er venjulega flýtur úr penna ísafoldar-ritstjór- ans. En Þjóðólfi er alveg óviðkomandi, hvað þeim Jóni og Þorláki fer á milli. Og ritstjóra ísaf. mundi miklu nær að sópa hreint fyrir sínum eigin dyrum, held- ur en að sletta sér fram í deiluefni, sem hann auðvitað ber alls ekkert skynbragð á. Til þess að sýna lsafold, að vér kunn- um fyllilega að meta Þorlák alþm., þrátt fyrir allt, skulum vér geta þess, að bæði hann og enda hver óvalinn almúgamað- ur, er að vorum dómi miklu virðingar- verðari og nýtari maður í þjóðfélaginu, heldur en t. d. „sigldur“ uppskafningur, sem gaufast hefur við laganám erlendis á annara kostnað xl10 hluta úr öld, en skort þrek og hæfileika til að ná í krásina við embætta-kjötkatlana en mænir svo ávallt freðnum ísuaugum til þeirra, og hefur því gerzt svo lítilþægur, að láta hafa sig fyr- ir stjórnarlepp eða gólfþurku stórmenna og stjórnarvalda og látið þá teyma sig á eyrunum um allar^trissur, til þess að geta að minnsta kosti fengið reykinn af rétt- unum. Og hvað þá ísafoldar-ritstjórann og Þorlák sérstaklega snertir, þá er að minnsta kosti einn mikill munur á þeim, og hann er sá, að Þorlákur er formaður búnaðarfélags Seltirninga og hefur ekki sett það á höfuðid, svo menn viti, en rit- stjóri ísafoldar hefur sællar minningar ver- ið formaður bókmenntafélagsins, og sett það gersamlega á höfuðið, svo að það á trauðla viðreisnar von,a og hefur fengið það staðfestf!) með yfirréttardómi 20. maí þ. á. Munu fáir hafa fengið jafn laglegt „notarial- vottorð upp á vasannu fyrir frammistöðu sína í þjóðarþarfir. Af þessu sést meðal annars, að þeir Björn |og Þorlákur eru alls ekki jafnsnjallir, þótt sumir kunni að hafa ímyndað sér það. Yfir höfuð mundi ritstj. ísaf. snjallast, að Jeggja alveg frá sér pennann, en taka heldur reku eða fjósa- spaða sér í hönd, því að það verkfæri virðist jafnan hafa verið betur við hans hæfi en penninn, sem hvorki hefur verið honum né öðrum til mikillar uppbygging- ar í höndum hans, karlsins, enda er langt frá því, að það sé nú „lystugt fyrir fólkið“, sem hann skrifar, heldur er það orðin hin „fúlasta“ ólyfjan, er hann byrlar því. Og samt básúnar aumiugja maðurinn það ávallt í „fúlustu“ alvöru, hversu gagnsamleg og heillarík ritstörf hans séu fyrir hina ís- lenzku þjóð (!!). En sú blessuð einfeldni. Það er engin furða, þótt slíkur piltur sé hreykinn af öllum sínum afreksverkum (I). „Vér eplin með“, sögðu hrossataðsköggl- arnir. Norðurmúlasýslu 20. okt.: „Af tíðarfarinu bjá oss Anstíirðingum er það að segja, að veður- blíður voru í sumar fram að „heyönnum“, þótt eigi væri sem hagfeldust grastíð sakir þurka, svo gras- vöxtur varð því allvíða í lakara lagi einkum á túuum. Með „heyönnum“ brá til óþurka um alla Austtirði, er héldust fram í september öndverðan. Á þessum tíma slæddust að eins 2—3 þerridagar. flröktust hey manna þvi allmikið sakir úrfella og hve heitt var lopt; en bót var það, að margir bændur, eink- um í Pijótsdalshéraði, voru búnir að hirða töðu, þá til óþerranna brá, þvi nú er orðið nærri alsiða að slá fyr tún en var fyrir t. d. 30 árum. Að öllu töldu mun heyskapur bænda hafa orðið í tæpu meðallagi. Yel gekk að smala fénaði úr afrétti í fyrstu göngum, og þótti hann vænn, nema lömb, er smá þóttu, er um var kennt ónógum hita til fjalla, en svo færðust upp i norðri þokuflókar 1. dag október, sem breiddust yfir fjórðung þennan, og feykti úr 2. og 3. þ. m. Var sérstaklega ólátaveður um alla Austfirði aðfaranótt 2. þ. m. og þaun dag, bæði að vindi og fannkomu; varð nokkur skaði á bátum og enda timburhúsum til sjós, en á fénaði í sveitum. Mestur mun fjárskaði hafa orðið í Jök- ulsárhlíð. Þar vantar á sumum bæjum alit að 80 fjár, og hefur þó dálítið fundizt dautt. í Hlíðinni fórust 3—4 hestar. Á svonefndum Byjabæjum i Hjaltastaðaþinghá varð og nokkur fjárskaði; í öðr- um hreppum varð ei svo spurzt haíi meiri skaði á fé en sá, að 10—20 kindur hafa farizt á bæ hér og hvar. Heyskaðar urðu ei teljandi. — Há óveður þetta gerði var J. Ooghill á ferðinni í Héraði í fjárkaupum, rugluðust við það markaðsdagar og hurfu ýmsir með féð heirn apturjj fékk hann fyrir þá sök færra fé. Hann og Siimon muuu nú vera búnir að kaupa í fjórðungi þessum 6—8000 fjár. Pyrir veturgamalt gaf hann 9—12 (ær) —15 kr. (sauði) og enda úrvalssauði veturgamla 17 kr. Á meðan Coghill var á ferð gaf hann (að und- anteknum á tveim stöðum fyrir nokkra sauði 18 kr.) einungis 17 kr. hæst, en gerði litinn mismun á fé; en þá hann kom á Seyðisfjörð gaf hann fyrir margt af óvöldum sauðum 18 kr.; var hann þar nokkra hrið og keypti þá allmargt; er hann nú að sögn nýfarinn með þriðja skipsfarminn af fé. — 8. þ. fór fjárflutningaskip pöntunarfélags Pijótsdalshéraðs frá Seyðisíirði með tæp 6000 sauði; átti Sig. kaup- maður Johansen og Jón kaupm. Bergsson tæpt 1000. Pöntunarsauðirnir þóttu töluvert fallegri en Slimons- féð, enda fóru þeir óhraktir um borð, þar sem þeir voru reknir tafarlaust að heiman í skip. Pess er vert að geta, að sauðirnir voru reknir um borð á bryggju, er félagið hefur látið byggja, og sem félagsstjórinn Snorri Wium hefur ekk- ert til .sparað að yrði sem ramgervust og trygg- ust, enda mun hún einhver bezta bryggja hér við land, sérstaklega sakir aðdýpis. Mér dettur i hug, þá eg nefni þetta íslenzka mannvirki: skyldi ekki einhver moldryks-þeytarinn verða fijótur til þess að fortelja fólki, er „ísuroð11 kaupir, að fé það, er til slíkra mannvirkja er lagt, renni í vasa Zöllners og félaga hans, og biðji því hinn alvalda að ann- ast þá, er í söludeild skipti við pöntunarfélögin, þar slíkur kestnaður er lagður á útlendu vörurnar, og þeir þar með verði til að leggja hönd að slík- um húmbúggs-hleðslum. Um næstliðin mánaðamót brann eldhús á Þur- íðarstöðum í Fljótsdal. Varð að því nokkur skaði^ þvi að þar var geymt töluvert af reiðskap og fleiru.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.