Þjóðólfur - 16.10.1896, Síða 3

Þjóðólfur - 16.10.1896, Síða 3
195 fremur, hrökkur ekki gulleign alls heims- ins til að fullnægja þörfinni og eptirspurn- inni eptir peningamálmi. Afleiðingin af því er sú, að eptirspurnin eptir gulli hlýt- ur að fara vaxandi langt fram yfir mögu- lega framleiðslu, og af því leiðir aptur, að gullið liækkar jafnt og þétt að verði eða dýrleika. Eða með öðrum orðum: Það mun alltaf útheimtast meiri og meiri vinna og fleiri tunnur af rúgi til að jafnvega einni únsu gulls. Það mun alltaf verða minna og minna um peninga, og þess vegna bágari og bágari tíð. Þetta er nú röksemdaleiðsla silfurmann- anna, og verður því ekki neitað, að nokk- uð er hæft í henni. En höfundur ritgerðarinnar lítur allt öðrum augum á málið og kemst til alveg gagnstæðrar niðurstöðu, þeirrar sem sé, að peningar muni verða ódýrari og ódýrari, og að verzlun og viðskipti muni áður laugt um líður taka stórkostlegum uppgangi. Hann heldur fram þeirri skoðun, að það sé ekki gullið, sem hafi hækkað, held- ur séu það áreiðanlega allir aðrir hlutir, sem hafi lækkað í verði — orðið ódýrari af því, að framleiðslan hefur orðið auðveldari og kostnaðarminni. Gullið hafi þar á móti haldið sér nokkurn veginu við sama, en þó hafi það heldur lækkað en hækkað í verði. Frá 1876 til 1896 lækkaði silfrið, í hlut- falii við gullið, roeð 44 °/0 (úr doll 1.20 f. únsu á fyrstgreindu ári niður í 67 cents á hinu síðastgreinda). Silfurmennirnir hafa leitast við að slá því föstu, að verðfall þetta stafi af hiuni milliþjóðalegu silfur- löggjöf, sem felldi silfrið úr gildi sem pen- ingasláttu-málm og fól það ætlunarverk gullinu einsömlu. Víð það minnkaði eptir- spurnin eptir silfrinu, en jókst eptir gull- inu, svo hið fyrra lækkaði í markaðsverði, en hið síðara hækkaði — hækkaði um helm- ing móts við silfur. En höf. segir að þetta sé rangt, og að verðlækkun silfursins stafi ekki að meira hluta af löggjöf og sé ekki einungis hlutfallsleg við gullið, heldur sé hún sér- stæð fyrir sig og komi beint af því, að framleiðsla silfursins er orðin ódýrari. Það er í raun réttri silfrið, sem fallið hefur í verði, af því hægra er að framleiða það en áður. Framleiðslu-kostnaðurinn er á síð- ustu tuttugu árum orðinn 44°/0 minni, og þess vegna er silfrið fallið um 44°/0 í verði. Þetta er að öllu leyti eðlilegt og kemur ekki af peningalöggjöfiuni, sem að eins hefur orðið að taka tillit til verandi ástands. Hann sýnir, að það er ekki silfrið eitt, sem lækkað hefur í verði. Hið sama á sér stað um málmaua yfirleitt, að gullinu og tveimur öðrum undanskildum. Járn hefur fallið um 46°/0) blý 46 °/0, zínk 47 °/0, silfur 44°/0, kopar 5 °/0 og tin 30°/o. Eins og menn sjá, ber þessum tölum furðanlega saman, og liggur því næst að halda, að verðlækkunin í öllurn þessum tilfellum stafi af sömu orsök og lögmáli, og að silfur t. d. hafi lækkað af sömu orsök sem járn og blý. Ekki hefur nein milliþjóðaleg löggjöf haft áhrif á verðfall tveggja hinna síðastnefndu málma. (Framh.). Strandferðaskipið „Tlryra“ kom hing- að loksins 12. þ. m. og með henni fjöldi farþega. Hún lá 5 daga á Sauðárkrók í norðanveðrinu mikla. Hjörtþór nokkur Nikulásson af Eyrar- bakka dó voveifiega í Svínahrauni í gær. Hitt og þetta. Eins og kunnugt er, hafði Aiexander keisari 3. skert þjóðréttindi Finnlendinga stórkostlega, en nú hafa þeir beðið þess bætnr, þar sem Nikulás keis- ari 2. með tilskipun 23. jftlí þ. á. hefur gefið öld- ungaráði þeirra (Senati) aptur hin fyrri réttindi, og heldur aukið við þau. Öldungaráðið hefur lög- gjafarvald, fjárráð, vald til að skipa embættismenn og víkja þeim frá o. s. frv. Eru Finnlendingar 76 hef ráð á því að eiga börn, en eg hef aldrei átt nein börn“. „Hér er Andrea, elzta dóttir mín. Hún er efnileg stúlka, og hefur hvorki lært tungumál né að spiia á hljóðfæri, eða ueinn hégómlegan óþarfa, en hún er alin upp til þess að verða góð húsmóðir“. „Mér þykir vænt um að heyra það“, sagði ekkja Kildenbauers. Hegðaðu þér svo, telpa mín, að mér geðj- ist vel að þér. Eg á ofurlífið af skildingum og það er ekki nær ag aðrir erfi þá en ættingjarnir11. Það glaðnaði yfir frú Bisby. „Þar eð þú ert svo fáséður gestur hér, þá held eg, að eg fari fram og búi til dálítinn prinsessubýting“. Þannig stóð á því, að ekkja Kildenbauers kom þang- að í húsið. Það var ekki þægilegt að hafa hana í húsi sínu. Hún var mjög hnýsin í lagaskjöl málaflutnings- mannsins og var sem lögregluþjónn i húsinu, svo að hin ungu og biómlegu börn Bisby — tíu að tölu — flýðu í allar áttir og átu brauðið sitt lengst úti í skoti, jafn- skjótt og þau komu auga á renglulegu konuna. Veslings Andrea, sem átti því láni að fagna að eiga að erfa hana, var nú eins og ambátt hennar. Gamla konan sýndi öllum tortryggni, en einkanlega systur sinni, og aldrei Ieið svo nokkur dagur, að hún bæri ekki upp á veslings frú Bisby, að hún hefði stolið vetlingunum sínum, 73 Eptir dauða Kildenbauers hélt ekkjan verzluninni áfram, og var hún hún nú rekin með nafninu „Ekkja Kilden- bauers“; en allt í einu hætti hún að verzla og kom öllu, sem hún átti, í peninga. Það orð lá á, að hún væri svo vellauðug, að hún þyrfti ekki að verzla, en reyndar fullyrtu sumir, að Kildenbauer hefði síðustu æfidaga sína fallið á gróðabragði nokkru og misst allar eigur sínar. Já, það er nú saga að segja frá því, hvernig ekkja Kildenbauers kom þangað til bæjariue, og hún byrjar alveg eins og skáldsaga. — Það var dimmt haustkvöld; vindurinn hvein og regnið skall á rúðunum. Allt var eins og vant er að vera í fyrsta kapítula, þegar elsk- endur fá ekki að njótast í hinum síðasta. Um hina mannauðu götu í hinum litla bæ skálmaði hávaxin kona. Það var ekkja Kiidenbauers. Kólera geisaði í höfuðborginni, og sakir þess hafði ekkja Kilden- bauers flúið þangað til bæjarins, því þar átti hún syst- ur, sem var gipt málaflutningsmarmi Bisby. Því vék svo kynlega við, að nú muudi hún allt í einu eptir henni, annars Iá næst að halda, að hún hefði gleymt, hvar frú Bisby átti heima; að minusta kosti haíði ekkja Kildeubauers ekki svarað nokkrum bréfum systur sinn- ar, er hún hafði beðið haua um peuingalán. Málaflutningsmaður Bisby átti barnahóp mikiuu, en hafði litlar tekjur, og öllu, sem hann vann sér inn,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.