Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 arkir) koitar * kr. Erlendii 5 kr,— Borgiít tyrir 15. jiH- ÞJÓÐÓLFUE. , Upp*ögn, bnndin vi» fcr»?'*t, ðgild nemn krml tllðtgefenda tyrir 1. oktéher. XLVIII. árg. Reykjayík, fostudaginn 4. desember 1896. Nr. B6—57. Ferðapistlar Eptir ritstjóra blaösins. XIV. Þá er eg reit síðasta ferðapistilinn minn frá Berlín 22. sept., sem prentaður er í 52. tölubl. Þjóðólfs, hafði eg hugsað mér að láta þar staðar numið, með því að ferð okkar félaga var þá að mestu ieyti lokið, enda vonuðumst við ekki eptir að sjá margt eptir það, er í frásögur væri fær- andi. En sakir þess, að ýmsir hafa mælzt til, að eg héldi þessu efni nokkru lengra fram, og Iéti ekki tölu pistla minna vera lokið með óheillatölunni 13, þá hef eg ráðizt í að slá botninn í þessa ferðasögu okkar Halldórs, og segja ykkur, landar góðir, eitthvað í styttingi frá því helzta, sem á dagana dreif fyrir okkur síðustu 2 mánuðina frá 22. sept. til 20. nóv., er við stigum á land í Reykjavík. Þar er þá til máls að taka, er fyr var frá horfið, að við bundum saman pjönkur okkar í Berlín um miðjan dag 23. sept. og stigum á gufufákinn óþreytandi, er másandi og blásandi flutti okkur á rúm- um 3 klukkustundum til Hamborgar. Þótti okkur alldýrt að borga rúmar 20 krónur hvor fyrir þann flutning jafnstutta stund, þótt með hraðlest væri, og hefðum við al- staðar á ferð okkar orðið að borga jafn- mlkið fyrir hverjar 3 klukkustundir á gufu- vagni, hefði okkur líklega dagað uppi ein- hversstaðar suður í Austurríki eða Alpa- fjöllum og ekki komizt lengra. En fall- ega brunaði fákurinn og bar okkur hratt yfir landið, enda er það marflatt alla leið frá Berlín til Hamborgar, en allófrjótt að s)á og byggð harla strjál. Eru þar mýrar- fiatneskjur miklar og allvotlent, eigi ó- 8Vipað landslagi sumsstaðar i Flóanum, sem sléttast er. Á stöku stað voru Þó rsektuð tré, en mjög voru þau kyrk- ingsleg 8j£. Svipað þessu er lands- lagið í öUum norðausturhluta Þýzkalands, og enda öllu ófrjórra, þá er austar dregur frá þeirri leið, sem við fórum. Þó mun okkur hafa sýnst landið grárra og grey- legra, en það í raun og veru er, af því aó hellirigning var alian daginn og þoku- dumbungur í lopti. Daginn eptir, 24. sept., héldum við kyrru fyrir í Hamborg, en gátum lítið skoðað okkur þar um, því að veður var hið versta þann dag, bæði ofsa- stormur og steypirigning. Flóði þá Sax- elfur upp á bakka en mörgum skipum hlekktist á í Norðursjónum og víðar og varð manntjón af. Samt fórum við þann dag dálitla hringferð á gufubát þar um höfnina og skoðuðum hana. Má þar sjá hin stórkostlegustu mannvirki, ótal skipa- kvíar, hafnargarða og vöruhús svo hundr- uðum skipti, en höfnin öll þakin skipum, svo langt sem augað eygði. Voru það dálaglegar fleytur margar hverjar. Skoð- uðum við þar eitt úthafsgufuskip, sem er haft til mannflutninga vestur um haf til Ameríku, og var það enginn smáræðis bolli, enda hafðí það kostað l1/, milj. kr. Er Hamborg mestur verzlunarbær á öllu meginlandi Norðurálfunnar, og má sjá þess ljós merki skjótlega. Hefur hún vel hald- ið uppi hinni fornu verzlunarfrægð Hansa- staðanna. En nú kveður ekkert að Lubeck og Bremen í samanburði við hana. Ham- borg er, eins og menn vita, mjög gamall bær, og Iagði Karlamagnús keisari hinn fyrsta grundvöll til hennar í byrjun 9. aldar, og nefndist þá Hammaburg. Þar var Ansgar, „postuli Norðurlanda1*, erki- biskup frá 834—845, þá er norrænu vík- ingarnir brenndu bæinn að mestu leyti til ösku, en hann reis aptur úr rústum. Það yrði oflangt að rekja hér sögu þessa stór- bæjar, og skal þess því að eins getlð, að 1842 brann meiri hluti bæjarins, og hefur hann síðan verið reistur að nýju, fegurri en áður, en nokkur hluti gamla bæjarins stendur enn, og er hann harla ljótur út- lits: göturnar afarþröngar, krókóttar og sóðalegar, en húsin há og örmjó, eins og strýtur upp í loptið. Þar búa fátækling- arnir, ljós- og loptvana við lítinn kost, en ódauninn leggur langar leiðir, og er þar harla óvistlegt um að litast. í þessum hluta bæjarins geisaði einnig kóleran 1892 voðalega, enda bætti það ekki um, að íbúarnir höfðu vatnið í Saxelfur til drykkj- ar, og má það undrum sæta, þá er allar saurrennur bæjarins liggja út í ána. Síð- ustu 4 árin kvað þó vera ráðin nokkur bót á þessnm fádæma sóðaskap, en mikið vantar þó víst á, að vel sé. Það getur vel verið, að illviðrið, sem við hrepptum í Hamborg, hafi stuðlað að því, að við urðum alls ekkert hrifnir af fegurð bæjarins, enda gátum við lítið skoð- að þann hluta hans, er fegurstur kvað vera. Eins og nærri má geta eru þar afarmargar skrautlegar verzlunarbúðir og míkill auður hjá einstökum mönnum, en á næstu grösum er líka eymdin og fátæktin, og alls konar óþjóðalýður saman kominn. Á Hamborg að því leyti sammerkt við aðra hafnarbæi og sjóverzlunarborgir, eink- um við hina 2 aðalkeppinauta sína í veizl- un og siglingum: Lundúnir og Liverpool. Til að stytta okkur stundir gengum við á svonefnt „Hansaleikhús“ þar í bæn- um og hoifðum þar á trúðleikaskemmtan. Meðal annars komu þar fram á leiksviðið ein hjón eða hjónaleysi, er voru nýkomin tíl Þýzkalands úr hringferð um Ameriku. Stóð kvennmaðurinn, sem var dáleiðslumið- ill, uppi á leiksviðinu með klút fyrir aug- unum, en förunautur hennar, sjálfur dáleið- andinn,gekk niður á gólfið til áheyrendanna, lét þá nefna í hljóði einhverjar tölur, eða leggja í lófa sinn einhverja hluti, t. d. vasahnífa, tannstöngla bréfmiða, tappa- togara o. s. frv., en stúlkan uppi á leiksvið- inu sagði jafnan, hvað það væri og skeik- aði sjaldan eða aldrei. Einnig nefndi hún hárrétt hinar hæstu og erviðustu tölur, er áheyrendurnir hvísluðu að dáleiðandanum, og þurfti hann ekki annað en benda með hendlnni. Var gerður að þessu mikill rómur. Og harðlega var því neitað, að þar gætu verið nokkur brögð í tafli, held- ur væri þetta eingöngu að þakka undur- krapti þeim, er dáleiðandi væri gæddur til að hafa áhrif á miðil sinn eða„ medíum", sem kallað er. Oeri eg svo eigi þá sögu lengri. — Fátt var þar annað markvert að sjá, nema þessar venjulegu trúðaralistir og skrípalæti, sem lítil skemmtun er að til lengdar, alirasízt fyrir alvörugefna ís- lendinga. Einna hroðaiegast þótti okkur að sjá laglega,unga stúlku koma þar fram á leiksviðið, vinda sig í hnykil aptur á bak, og engjast sundur og saman í alls konar stellingum, skríðandi áfram eins| og högg- ormur. Er ótrúlegt, að mannlegur líkami skuli verða vaninn til að þola jafn voða- legar vinding&r og teygingar. Nefna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.