Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 4
224 nefnt „aceessit“ fyrir ritgerð um nýfrakk- neskar bókmenntir, tók meistarapróf 22. apríl 1845 með lofseinkunn, og varði 29. s. m. ritgerð sína um skáldið Byron og hiaut þá meistaranafnbót, er síðar var látin jafngilda doktorstitli, með konungsúr- skurði 10. maí 1854. 1848 varð hann skrifari í utanríkieráðaneytinu, og síðar (1856) fulltrúi i verzlunarmáladeild ráða- neytisins, en 1859 skrifstofustj. i sömu stjórn- ardeild, fékk legatíoDsráðsnafnbót 1860, og var 8æmdur ýmsum tignarmerkjum (riddara- krossi dannebrogsorðunnar 1863, riddara- krossi hannóversku öuelfaorðunnar 1862. kommandörkrossi belgisku Leopoldsorðunn- ar 1863, og riddarakrossi frakknesku heið- urafylkingarinnar 1864), fékk lausn í náð frá embætti sínu með biðlaunum 1866, kom svo híngað til lands og byrjaði búskap á Bessastöðum 1868, en kvæntist 1870 Jak- obínu Jónsdóttur prests í Reykjahlíð Þor- steinssonar, er lifir mann sinn barnlaus. — Dr. Grímur var alþingismaður frá 1869— 1891, fyrst fyrir Rangárvallasýslu, síðar GuIIbringu- og Kjósarsýslu og síðast Borg- arfjarðarsýslu. Forseti neðri deildar var hann 1885. Þótti hann jafnan einn meðal hinna mælskustu þingmanna, og veitti ýmsum óvönum fremur örðugt við hann að etja. Enginn var hann framsóknar- maður, en var of einrænn í skoðunum til að geta myndað ílokk. Verður það eigi þiögmennska hans, er halda mun minningu hans á lopti, heldur Ijóðmæli þau, er hann hefur eptir sig látið, því að þrátt fyrir ýmsa galla, sem á þeim eru, braglýti o. fl., ern þau svo einkennileg að efni og formi, að þau munu jafnan skipa ofarlega sæti í íslenzkum skáldskap. Dr. Grímur var vitmaður, tryggur vinur vina sinna, þéttur i lund og þungur á brún, er hon- um míslíkaði, en stillti opt skapi sínu. Fremur þótti hann glettinn í orðum. Ágrip af skýrslu um íslenzka rerzlun 1896. (ds. 1 Kaupm.höfn 7. nóv.). í marz seldist í Liverpool smáfisJcur og ysa frá Vesturlandinu á 39 og 29 kr. skpd., jaktafiskur hnakkakýldur seldist í Höfn á 51 kr., stór fiskur frá Norðurlandinu á 44 kr., en frá Austurlandinu á 42 kr., smá- fiskur 39 kr., ýsa 26*/, kr., langa 44 kr. í júlí seldist í Höfn jaktaíiskur frá Vesturlandinu á 60 kr., og stór fiskur frá Austurlandinu á 441/,, kr., smáfiskur 33 kr., ýsa 26 kr., langa 44 kr. Einn fisk- farmur til Spánar frá Vesturlandinu 48 kr., einn farmur frá Suðurlandinu 46V4 kr., annar minui 44kr., frá Vesturlandinu stór fiskur með gufuskipi til Spánar 461/* kr., með sama skipi smáfiskur til Genúa á Ítalíu 40 kr., ýsa 30 kr. „frítt um borð“. Frá Austurlandinu seldist í Höfn stór fisk- ur á 45 kr., smáfiskur 33—34 kr., ýsa á 28 kr. Frá Austurlandinu seldust til Berg- eu tveir fiskfarmar: stór fiskur 44 og 45 kr., smáfiskur 36a/2 kr., ýsa 261/, og 29 kr., Ianga 49 kr. Síðar seldust frá Norð- ur- og Austurlandinu tveir fiskfarmar til Liverpool: stór fiskur 41^/g og 44 kr., smáfiskur 36 og 37V4 kr., ýsa 27®/4 og 298/4 kr. í september seldust til Spánar frá Vesturlandinu einn fiskfarmur á 47 kr., annar frá Suðurlandinu 44 kr., fráVestur- landinu til Norvegs og Ítalíu, smáfiskur 40 kr., ýsa 30 kr. í október hækkaði verðið á síðustu fiskförmunum til Spánar frá Vesturlandinu upp í 53 kr. og á smá- fiski og ýsu til Ítalíu: smáfiskur 42 kr. ýsa 32 kr. skpd. í Höfn seldist í okt. góður hnakkakýldur jaktafiskur 60 kr., stór fiskur éS1^ til 46 kr., smáfiskur 32 til 368/4 kr. eptir gæð- um, ýsa 26 til 28 kr. Þar eð fleiri skip komu með fisk fyrst í nóvember til Hafn- ar, þá var talsvert óselt af honum, þegar „Vesta“ fór þaðan. í júlí seldist sunnlenzk ull í Englandi á 64 au. pd.; síðar er seld í Höfn austur- lenzkog norðl. uli á 71 og 72 au. í októ- ber seldist bezta tegund af ull frá sömu stöðum 73 og 75 aura, en frá Suður- og Vesturlandiuu 64 og 65 a. pd., en mikið liggur óselt af ull í Höfn og Englandi. Gufubrætt lysi seldist fyrir 311/^ kr. tunnan, og pottbrætt 30kr., en talsvert er óselt af lýsi, sem síðast kom. Nú er verð á kornvörum: Hveiti ómal- að, 100 pd., eptir gæðum 5,90 til 6 kr., rúgur 4,30—4,50 kr., bygg 4,90—5,25 kr., hafrar 5,15—5,50 kr., maís, ómalað, 3,75 kr., allt pr. 100 pd., frítt á vagn, flórnijöl 9,40 kr., sigtað rúgmjöl 6,05 kr., gróft do. 5,10 kr., en malað úr rússneskum rúg 5 kr., allt pr. 100 pd. með sekk í stór- kaupum. — Kaffi, meðal Rio 48—52 a., fínt 56—59 a., Java blá 79Vs—90% a. ótollað, allt pr. pd. í stórkaupum. — Púcl- ursykur gult 11 og 12 a., ljóst 12 og 131/, a., reyrsykur 12 og 14x/2 a., portorico 148/4 og 19 a.,] St. Croix 15 og 16 a., Dema- rara 16 og 171/,; a., allt pr. pd. í stór- kaupum, ótollað. — Steinolía, ein tunna með trénu, eptir gæðum 9,10—7,85—7,35, pr. 100 pd. Leiðrétting. í „Bjóðólfi" 18. f. m. er birtur bréfkafli úr Táiknafirði, þar Bem sagt er frá, að seint í júlí- mánuði næstliðið sumar hafi fjórir „botnvörpuveið- araru komið inn á fjörðinn og fiekað þar með vörp- um sínum, jafnvel í nót.helgi, eyðilagt fiskiaflann fyrir fjarðarbúum og spillt veiðarfærum þeirra. — Kveðst bréfritarinn sjálfur bafa misst tvívegis lóðir sínar, og ekki getað fengið skaðabætur fyrir, nema einar 15 krónur, er ekki hafi verið hálfvirði Ióð- anna, og hafi hann þó tvívegis sent eptir sýslu- manni, en hann komið að eins í annað skiptið, og þá ekki tekið próf út af þessu. — Lesendur Þjóðólfs hljóta að álíta, að hér sé um mikla embættis-vanrækslu af minni hálfu að ræða, því það hefði verið meira en litið hirðuleysi af mér, ef eg aðgjörðalaus hefði svo að segja horft á, að hin marguinræddu ströngu lög vor um bann gegn botnvörpuveiðum hefðu í sífellu verið brotin, og það uppi í landsteinum. Þess vegna krefst eg þess, að þér, herra ritstjóri, upplýsið lesendur heiðraðs blaðs yðar um, að bréfkafli þessi sé misskilningur og ósanniudi frá upphafi til enda.* Mér vitanlega hefur ekki eitt einasta skip kom- ið næstliðið sumar inn á Tálknaijörð með botnvörp- ur innbyrðis. Þar á móti komu þangað seint í júlí og byrjun ágúst fjögur dönsk kolaveiðaskip, er fiskuðu þar á firðinum, ekki með botnvörpum, heldur með hinni svokölluðu „Snurrevaad“, og munu þetta vera skipin, sem bréfritarinn talar um. Tálkn- firðingar ömuðust við fiskimönnum þessum, og vildu helzt að þeim væri vísað burt úr firðinum. Bn það gat ekki látið sig gera, þar sem þeir voru þegnar Danaríkis og veiðarfæri þeirra ekki bönnuð. Frá einum bónda í Tálknafirðinum (bréfritaranum) fékk jeg tvívegis kæru nm, að kolaveiðarar þessir hefðu skemmt lóðir hans. Kærandi var sjálfur sök i, að eg ekki fór í fyrra skiptið, sem kært var. í hið síðara skiptið fór eg í Tálknafjörðinn, en var varla þangað kominn, fyr en að kærandinn sættist að fullu við skipstjórann á kolaveiðaskipinu, þannig, að hinn síðarnefndi galt 15 kr. fyrir lóðarspjöllin, og kærandinn (o: bréfritarinn) sagði mér, að það væri fullkomin borgun fyrir lóðarspjöll þau, er hann hefði orðið fyrir af þessu Bkipi, og var harla ánægður yfir úrslitunum. Þegar af þessari ástæðu gat það ekki komið til mála, að eg „tæki nokkuð próf í þessu máli", enda hafði skipshöfnin á kola- veiðaskipinu ekki gert neitt af sér, er heyrði undir hina opinberu lögreglustjóru. Annað mál er það, að margir Vestfjarðabúar munu óska, að alþing tæki til athugunar, hvort ekki mætti takmarka eða banna brúkun á „Snurre- vaad“ á fjörðum inni, eins og botnvörpum. Það virðist vera ósamræmi í því, að banna annað af veiðarfærum þessum, en leyfa hitt. Skrifstofu Barðastrandarsýslu 17. okt. 1896. Páll Einarsson. *) Minn góði vin, sýslumaður Barðstrendinga, verður að afsaka, þótt eg neyðist til að skjóta þeirri athugasemd hér inn, að mér vitanlega er bréfritarinu hinn hoiðvirðasti og vandaðasti maður, og þykir mér því harla ótrúlegt, að hann hafi far- ið með ósannindi ein i frásögn sinni. En þeir um það, hann og sýslumaður, hvernig þeir jafna þetta á milli sín. Að minnsta kosti verður það ekki rætt frekar í Þjóðólfi. Bitstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.