Þjóðólfur - 04.12.1896, Qupperneq 7
227
Timbur og þakjárn
verður selt mjög ódýrt við Lefoliis verzl-
uu á Eyrarbakka að vori komanda, sér-
staklega fyrir peninga. Á fyrsta timbur-
farmi er von kringum lok, eða ekki seinna
en 20. maí. Þakjárn kemur hér um bil á
sama tíma á kolaskipi frá Englandi, og
ábyrgist eg, að járnið verður ékki salt-
brunnið.
Viðskiptamenn verzlunarinnar, er hugsa
um stœrri timburkaup hjá mér, og sem
ennþá ekki hafa sent mér pantanir sinar,
eru vinsamlega beðnir að koma þeim til
mín fyrir 20. janúar 1897.
Eyrarbakka, 28. nóvember 1896.
P. Nielsen.
Gerpúlver og eitrónolía
fæst í verzlun
Sturln Jónssonar.
Brúkuð íslenzk Mmerki
borgar undirskrifaður hærra verði en nokk-
ur annar á Élandi.
Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896.
Jön Jönasson
verzlunarstjóri.
Mórautt vaömál, vel vandað, er til sölu.
Ritstj. vísar á.
Nýkomið í verzlun
H. TH. A. THOMSENS
með eim8kipunum „Vesta“ og „Laura“:
Rúg, rúgmjöl, bankabygg, grjón, Victo-
ria-baunir, hænsabygg, hafrar, malt og
aðrar korntegundir.
Jólatré, epli, laukur, kartöflur, valhnet-
ur, skóg&rhnetur, konfekt-rúsínur og brjóst-
sykur, krakmöndlur, brenndar möndlur,
sterínkerti, jólakerti, spil, barnaspil o. m. fl.
Súkkulaði, margar tegundir, pækilkrydd
(Syltetöj), saft, niðursoðnir ávextir, niður-
soðið kjöt og fiskmeti, reykt svínslær, flesk,
saltað, margar nýjar tegundir af osti,
einnig ekta svissneskur ostur.
Rjóltóbak, rulla, reyktóbak, vindlar í J/i
1/a og stokkum, portvín, seresvín,
(Sherry), kampavín, bankó, bitter, genever,
St. Croix-romm, öuava-romm, margar teg.
af konjaki, Whisky á 1,60 og 1,80, Rín-
arvín, rauðvín, og mikið af Good-Templ-
ara-vínum.
Hengi-, borð- og handlampar, lampaglös
og lampahjálmar, glasburstar, kolakassar,
kolasleifar; ofnhlífar, ofn-eldverjur, skarn-
skóflur, steinolíuofnar á 14 og 25 kr.
Seinent, þakpappi, ofapípur, málning af
öllum litum, fernisolía, lakk og þurkunar-
efni.
Jólaborðið verður til sýnis eptir nokkra
daga í sérstöku herbergi; á því verður
fjöldi af fallegum og nytsömum smáhlut-
um, mjög hentugum til jólagjafa.
Jólatrésstáss, grímur, Kotillons-orður, ball-
ritblý o. m. fl.
• Ekta anilínlitir
•fH ar
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og &
NH •fH í verzlun * Bt
fl ce Sturlu Jónssonar
Cð Aðalstræti Nr. 14. P
M w <H-
•JÞHöíTins uina;
r
„Yggdrasill—Oðins hestr“.
Ný skýring hinnar fornu hugmyndar
eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam-
bridge. Verð: 1 kr. Pæst hjá kaupm.
Ben. S. Þórarinssyni, Reykjavík.
100
dýran eið, að gleyma mér aldrei, sleppa mér aldrei.
Eg hef fyllzt gremju við heiminn, sem ekki lítur á
neitt nema auð og ættgöfgi, og treður undir fótum sér
allt, sem ekki er með fangamarki þessara skurðgoða.
20. apríl 18 . .
Kæra systir min! Eg er nú farin að jafna mig.
Það eru nú liðin 5 ár, síðan eg skildi við unnusta minn.
Hann er nú giptur góðri stúlku, sem hafði bæði auð
og ættgöfgi til að bera, móður hans til stórrar gleði.
Hún var búin að koma þessu öllu í kring, áður en ár-
ið var liðið. Eg var venju fremur mislynd og hafði
ekki vald á geði mínu, fyrst eptir að eg frétti trúlof-
unina. En svo fór eg að átta mig. Eg vildi ekki
gera heiminum það til geðs að láta hann sjá, að eg
væri beygð. „Eg skal reyna að koma mér fram það sem
eS get“, hugsaði eg, „reyna að láta sem mest gott af
mér leiða, sýna honum, sýna heiminum, að eg hafi verið
H ... alveg samboðin, þá fullnægi eg lífsins sönnu
ákvörðun, um leið og eg fullnægi mínu stolta hjarta“.
Eg býst við þú spyrjir, hvernig H ... líði. Hann
býr við góð kjör, vantar ekkert nema ánægjuna, hon-
um flnnst hann alltaf eiga í basli, og Iifir í sífelldum
áhyggjum. Hann er illindalaus við konuna, en mér
sýnist hún óttast hann samt. Eg hef opt komið á
97
Það var gæfustund fyrir mig, elsku systir! þegar eg
réðst hingað. Eg hef nú hlotið ást þess manns, sem eg
virði mest allra manna og elska svo innilega. Við H ...
sonur bóndans erum trúlofuð. Hann ætlar að segja for-
eldrum sínum frá þessu á sumardaginn fyrsta. Ó hvað
eg er sæl, og hvað mig langar til þú þekktir hann
líka. Hann er svo hjartahreinn og drenglyndur, eg er
viss um, að þú gætir elskað hann, eius og bróður þinn.
24. júní 18 ..
Hjartkæra systir! Opt hefur mig langað til að
finna þig eu aldrei eins og í vor. Snmardagurinn fyrsti
varð mér ekki annar eins gleðidagur, eins og eg hafði
búizt við. H. . . sagði foreldrum sínum frá trúlofun
okkar og bað þau að leggja blessun sína yflr okkur.
Faðir hans jánkaði við því heldur þurlega, stundi við
og gekk i burtu eptir litla stund. Móður hans setti
dreyrrauða, og þagði þar til faðir hans var genginn
burt, þá lagði hún hendina á öxl sonar sins, og var
auðséð, að henni var mikið niðri fyrir. „Ekki hélt eg
þú mundir rasa svona að ráði þínu“, sagði hún. B ...
er að ýmsu leyti góð stúlka, en samt vona eg þú setjir
ekki blett á ættina okkar með því að ganga að eiga
hana. Veiztu ekki, að faðir hennar var eignalaus og
það var fyrir tilviljun, að hún var ekki nema eitt ár á
i