Þjóðólfur - 04.12.1896, Page 8
298
SAPÓLÍN
er bezta hjálp fyrir húsmæðurnar.
Sapólín er ágætt til að hreinsa allt í eld-
húsinu, svo sem máim, járn, stál,
kopar, iátún o. fl.
Sapólín sparar helming vinnnnnar við að
fægja hnífa, leirtau, glugga og
aðra hluti þess kyns.
Sapólín er ómissandi til að þvo með eld-
húsgögn úr tré, máluð eða ómál-
uð, svo sem borð og hyllur, einn-
ig máluð eða ómáluð þil og hurð-
ir o. s. frv.
Sapólín tekur burt óhreinindi, ryð og
fltu fljótar og betur en nokkur
önnur tegund af fægidupti eða
„smergel“.
Sapólín er ágætt til að fægja ryðguð
verkfæri.
Sapólín gerir tvöfalda vinnu við ræst-
ing á heimilum, veitingastöðum
skipum og verkstofum, alstaðar
þar sem brúkaðir eru hlutir úr
málmi, tré, gleri eða postuiíni,
sem á að halda hreinum og fág-
uðum.
Sapólín er ekki hægt að brúka til að
fægja með gull, silfur eða nýsilfur.
í Sapólín er ekkert af skaðvænum sýrum
og getur það þess vegna ekki
skemmt hörundið við brúkun þess.
Einkaútsölu fyrir ísland hefur:
H. Th. A. Thomsen,
Reykjavík.
Til sðlu er ágœtt orgél, sem er gjöf
frá orgelsmið í Noregi til háskólasjóðsins.
Þeir sem kaupa vilja, snúi sjer til ritstj.
þessa blaðs.
Harðfiskiir og saltfiskur
fæst í verzlun
Sturlu .Jónssonar.
(Þakkarávarp). Við undirrituð fátæk hjðn frá
Vestmannaeyjum, sem biðum eptir „Vestu“ á Eski-
firði í rúman mánuð atvinnulaus, eins og fleiri
Snnnlendingar, dvöldum þá hjá þeim heiðruðu hjónum
herra Benedikt Hallgrímssyni og konu hans Jðn-
ínu Guðmundsdðttur, sem bæði hýstu okkur og
fæddu án nokkurs endurgjalds, sem er ðvani á veit-
ingahúsum. Þetta gððverk biðjum við algóðan guð
að launa fyrir okkur, þegar þeim liggur mest á
og hentar bezt.
Vestmannaeyjum 10. nðv. 1896.
Elíae Sæmundsson.
Ejálmfríður Björg ísaksdöttir.
fást á Laugaveg nr. 1S.
hefur með ferð gufubátsins „Oddur“ frá
Reykjavík til Eyrarbakka 14. júlí næstl.
1 pakki með færum, neftóbaki og munn-
tóbaki, merktur „H. J. Hafnaleir". Ná-
kvæmar upplýsingar um, hvar pakki þessi
sé niðurkominn, verða vel borgaðar og ósk-
ast gefnar verzlunarstjóra P. Nielsen á
Eyrarbakka eða Jóni Norðmann í Reykja-
vík.
Hotel „Reykjavik".
Hér með geri eg það almenningi kunn-
ugt, að auk gístingar og venjulegs fæðis
fæst nú á Hotel „Reykjavík“ nr. 17 i
Vesturgötu allt sem heyrir til almennra
veitinga.
Inngangur á veitingasaliun er um vestri
dyr hússins, götumegin.
Hotel „Reykjavík“ 3. desember 1896.
E. Zoöga.
Eigandi og ábyrgðarmaiur:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiíj at
98
sveitinni, af því það þurfti léttakind í húsi þar rétt við.
Þú veizt, hvað faðir þinn er vel metinn, þar sem hann
hefur verið í öllum nefndum, sem kosnar hafa verið í
sveitinni og þar að auki hreppstjóri; ef þú færir svo að
giptast sveitarómaga væri það óþolandi niðrun fyrir ætt
okkar“. — H . .. lagði hendurnar um háls móður sinnar,
og reyndi að eýna henni fram á, að eg væri saklaus af
öllu þessu, sem henni sýndist niðurlægja ætt mína, eg
hefði komið mér vel fram, væri sparsöm, og hefði traust
allra, sem þekktu mig. „Það er sama, hvernig hún er“
sagði móðir hans, „ættin er óþolandi, það væri nú ekkert
nema ef sveitarómagi kæmist inn í ættina okkar; þú verð-
ur að kjósa um, hvort þú vilt heldur hætta að hugsa
um hann eða eg hætti að elska þig“. — Eg ætla ekki
að lýsa fundi okkar, þegar H . . . sagði mér þetta. Hann
hafði lært að hlýða móður sinni nærri í blindni, og þó eg
vissi, að hann elskaði mig innilega, þá fann eg þegar,
að eg mundi missa hann. Við gátum lítið talað. Eg
hvíldi grátandi höfuð mitt í faðmi hans. „Hættu að
hugsa um mig sagði eg, þegar eg kom upp orði“, eg
vil ekki svívirða ættina þína. Öröfin verður bráðum
heimili mitt“. Það var vaknað stoltið í brjósti mínu
og gremjan við móður hans fékk yfirhöndina. „Eg
gleymi þér aldrei — sleppi þér aldrei“, sagði hann, „við
skuium hafa þolinmæði". Rétt í þessu heyrðum við
99
fótatak. „Vertu sæl, vertu róleg“, sagði hann, og þrýsti
heitum kossi á enni mér, og gekk sem hljóðlegast i
burtu. Það var húsmóðir mín, sem kom. Hún var
venju fremur þurleg. „Eg ætla að láta þig vita það
í tíma sagði hún, að eg hef ráðið mér vinnukonu næsta
ár, og þarf þín þá ekki með. Eg er vön að segja
fólki hreint og beint þessháttar, svo að það sitji ekki
af sér góðar vistir. Eg Þagði og leit til hennar. Ef
augun eru ætíð trúr spegill sálarinnar, hefði hún ef-
laust getað lesið í augum mér þessar hugsanir: „Vertu
óhrædd, eg ætla ekki að þrengja mér inn i ættina
þína.“
4. júní 18 ..
Margt hefur nú breyzt síðan í fyrra. Eg er nú
komin hér á góðan bæ í N. N. sveit. Eg ætla ekki
að lýsa skilnaði okkar H . .. með mörgum orðum. Hann
sór þess dýran eið að gleyma mér aldrei. „Tímarnir
breytast, og mennirnir með“, sagði hann. „Nei, tímarnir
breytast aldrei svo“, sagði eg, „að eg vildi láta móður
þína horfa á það, að eg dragi þig niður í skarnið, sem
henni sýnist loða við mig. Eg geng heldur ein og
óstudd. Ástin til þín fylgir mér i gröfina, verður leið-
arstjarna mín á lífsins vegi“. Það variþung stund,
skilnaðarstundin. Mér fannst eitthvað bresta í hjarta
mér, þegar eg kvaddi unnusta minn. Hann sór þess