Þjóðólfur - 14.04.1897, Side 1

Þjóðólfur - 14.04.1897, Side 1
Árg. (60 arklr) koetar 4 kr. Erlendie 5 kr. — Borgiet fyrir 15. jflll. Uppsogn, bnndin vi8 flramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFUE. XLIX. árg. Reykjarík, miðYÍkudaginn 14. apríl 1897. Nr. 19. Þingmál í sumar. I. „Hvernig spáir þú fyrir þinginu í sum- ar?“ E>etta er spurning, sem margir varpa fram við kunningja sína, þá er þingtím- inn tekui að nálgast, það er að segja þeir, sem nokkru láta sig skipta almenn mál. Hinir eru þvi miður miklu fleiri, sem alls ekkert hugsa um slík mál, og vilja ekki heyra „pólitík" nefnda á nafn. Þeir í- mynda sér, að starf þingsins sé eitthvert hégóma-glingur og barnaskapur sé að eyða tímanum til þess að stæla um endurbæt- ur á stjórnarfyrirkomulagi landsins og önnur þýðingarmikil landsmál, sem kölluð eru einu nafni „stórpólitík", og er ekki laust við, að fremur fyrirlitleg merking sé lögð í það orð, eins og öll þvílík mál, sem eitthvað snerta æðri hugsjónir eða framtíðarhorfur þjóðarinnar, séu öll í skýj- um uppi og eigi ómaksins vert að brjóta heiiann um þau. Hugsunarhætti sumra manna er svo varið, að þeir una sér bezt á askbotni með asklok fyrir himinn. Þar rúmast allar þeirra hugsjónir. Lengra sjá þeir ekki. Af hverju stafar það, að flest, sem rætt er eða ritað um almenn mál og hagi ís- lenzku þjóðarinnar nú á síðari tímum, virð- ist hafa svo nauðalítil áhrif? Svarið ligg- ur beint við: Það vantar bergmálið frá brjóstum þjóðarinnar. — Hún mókir. Það er andlegt dauðamók, sem færzt hefur yfir hana, eða réttara sagt, það er að smáþokast yfir hana, þótt sumir kunni að kalla það ýkjur og missýningar og vitni til þess, sem færzt hefur í lag hjá oss síðan 1874. En það er engin sönnun fyr- ir því, að þjóðin sé vakandi í þeim skiln- ingi, sem hún ætti að vera. Því fer fjarri. Hún á enn mjög langt í land til þess að geta gengið upprétt. Hún er enn ósjálf- bjarga barn i samanburði við aðrar mennt- aðar þjóðir, og þó mun húu vilja teljast i þeirra flokki. Það hefur löagum verið talað um, að oss vantaði „vekjara“, og að blöðin ræktu ekki nægilega skyldu sína í því efni. öetur vel verið, að svo sé. En hitt mun þó fremur, að blaðagreinar, hversu góðar og gagnlegar, sem þær eru, geta aldrei komið að varanlegum notum, þá er þær eru lesnar fljótlega, enn skemur íhugaðar eða alls ekki, og svo steingleymdar — og það gengur langfljótast. Það er svona Iátið inn um annað eyrað og út um hitt, og þess vegna þykir mönnum skemmtileg- ast, að blöðin flytji ekki annað en eitthvað stefnulaust og litarlaust léttmeti og sam- tíningsmoð, þar sem engin alvarleg skoðun né ærleg hugsjón situr í fyrirrúmi. Svo má kalla, að millum þinga sé alger þögn í pólitíkinni, nema að því leyti sem stöku blöð minnast endrum og eins á nokkur mál. Annað er naumast teljandi. En svo líður að þingsetningu. Þá! bregð- ur fyrir ofurlitlum fjörkipp hjá þjóðinni í flestum héruðum landsins. Menn taka að hugsa um, að myndarlegra sé að halda einhverja þingmálafundarnefnu, og svo er blásið til fundar einhvern góðan veðurdag í júnímánuði. En svo ber það stund- um við, að í fjölmennustu kjördæmunum sækja fund þennan eigi fleiri en tvennar tylftir kjósenda, og ber það eigi vott um mikinn áhuga héraðsbúa. En sem betur fer eru slikir þingmálafundir í minni hluta. Af því að almenningur rumskar helzt dálítið til umhugsunar um þingmál rétt fyrir þing, þá leiðir þar af, að uppástung- um eða tillögum blaðanna er einna beztur gaumur gefinn um það leyti, og með því að tíminn er nú tekinn óðum að styttast til þingsetningarinnar, þykir Þjóðólfl hlýða að fara nokkrum orðum um helztu málin, sem koma munu til umræðu í sumar. Það getur varla hjá því farið, að þessi næsta fulltrúasamkoma vor verði að ýmsu leyti allþýðingarmikil og afleiðingadrjúg í aðra hvora áttina — til ills eða góðs, frek- ar en hingað til hefur átt sér stað, og styður margt að því, er síðar verður drep- ið á. Það liggur fyrir þinginu að leysa heppilega úr ýmsum stórmálum, sem kom- in eru í eina bendu og óreiðu, er eigi verð- ur svo auðhlaupið úr að greiða, nema sem flestir verði samhuga og samhentir í því. „Eigi verður það allt að regni, sem rökkur í Iopti“. Það er ef til vill ekki að marka, þótt ýmsir spái ófriðvænlega fyrir þinginu í sumar. En það gerir ekkert til, þótt það verði skammaþing, ef það verður eigi skammarþing. Um lijónavígsluÞréf. Á næstkomandi sumri á að halda al- þingi, eins og menn vita. Það er því kom- inn tími til að hugsa um eitthvað handa þinginu að gera, og því tek eg til máls. En það verður engin stórpólitík, sem eg geri að umtalsefni, en margt hefur þó engu merkilegra, og fátt, sem meira suert- ir almenning, komizt á pappírinn, inn í þingsalinn og út þaðan aptur, út yfir hafið til Hafnar, og svo aptur þaðan til ís- lands á gulum pappir í A-deildinni, hvar eptir allir eiga sér þegnlega að hegða. En hverfum nú til efnisins. Þegar einhver vill gipta sig, verður að finna prestinn, og gefa honum í skyn, hvað til standi, og biðja hann að lýsa. Látum það nú vera. Þeir eru flestir skikk- anlegir menn, sauðirnir, og geta setið á sér að kýma framan í fólk, og þó hefur mörgum stigið blóðið til höfuðsins í þeim raunum. En þegar presturinn á stólnum brýnir raustina og segir: „Söfnuðinum gefst til vitundar“ o. s. frv., þá tekur nú fyrst í hnúkana. Kerlingarnar, sem drógu ýsur alla messuna, verða allt í einu glaðvak- andi, og karlarnir stanza með tóbakshaug- inn á handarbakinu og glápa upp á prest- inn, eius og eitthvert tákn og stórmerki. En bágast á þó aumingja brúðguminn, því von bráðar stara öll augu á hann misk- unarlaust, og svo neyðarlega kýmileit, — eins og allir hafi ekki börnin verið, — en aumingja drengurinn situr blóðrjóður apt- ur á háls og vildi víst helzt vera kominn út úr voggnum langt í burtu, en það þykir ódæði að vera ekki viðstaddur í fyrsta sinn. En það er ekki þar með búið. Prest- urinn verður að töngla upp lýsingarnar 3 sunnudaga í rennu, ef duga skal, sjálfum sér til leiðinda, og engum til gagns eða skemmtunar. En það er ekki alténd, að hjónaefnin komi saman að þrem sunnu dögum Iiðnum, fremur.en hann Jón í Götu hérna um árið: Hann lét byrja að lýsa á 1. sunnudag í aðventu, en svo var ekki messað fyr en á jólum, en þá mátti ekki

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.