Þjóðólfur - 14.04.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.04.1897, Blaðsíða 2
74 lýsa, — það hefðij verið lagabrot! — og síðan aldrei fyr en á páskum, og þá lýsti presturinn báðar seinni lýsingarnar í einu og var mildi, að hann missti ekki hemp- una fyrir. Til að losna við þessa og aðra ótalda annmarka, þarf ekki annað en kaupa leyf- isbréf (hjónavígslubréf kalla þeir það í Formálabókinni). En hjónavígslubréf kost- ar 33 kr. 66 aura, og horfa fátækir í að snara þeim út, enda geta 33 kr. í höndum ráðdeildarmanns skjótt vaxið upp í 100 krónur, ef heppni er með. Enda sýnir það sig líka, að tiltölulega fáir af þeim, sem gipta sig, kaupa leyfisbréf; er þó flestum illa við lýsingarnar, þótt þær kosti ekki neitt, enda eru þær gersamlega þýðingariaus at- höfn nú orðið. Eg vil því stinga upp á, að fært sé gjaldið fyrir hjónavígslubréf niður í 10 krónur. Árangurinn yrði sá, að hver einasti maður, er stofnaði ráðahag mundi kaupa leyfisbréf og landsjóður mundi græða við það. Eg hef raunar hvergi getað séð, hvað margir af þeim, er giptast á ári hverju, kaupa leyfisbréf. Það er fráleitt meir en 10. parturinn, og líklega ekki nærri það. öerum samt ráð fyrir, að á ári komi í landsjóð 1500 kr. fyrir leyfisbréf til hjóna- vígslu. Nú munu hjónabönd þau, er stofn- uð eru árlega í landinu vera um 500, eða líklega tæplega þó. Ef nú hjónavígslu- bréfin kostuðu 10 kr. hvert, þá má gera ráð fyrir, að hver sem gipti sig keypti eitt slíkt; mundi þá koma í landssjóð fyrir þau 5000 kr., eða til þess að verða ekki of hár, segjum................... 4500 kr. Það var gert ráð fyrir, að fyrir leyfisbréf kæmu nú árl. í lands- sjóð............................. 1500 — Mismunurinn er .................. 3000 kr. er landssjóðurinn mundi græða á breyting, ef lækkað væri gjaldið fyrir hjónavígslu- bréfin. Annars vildi eg stinga upp á því, að gjöldin fyrir leyfisbréf þessi væru látin renna í „Styrktarsjóð alþýðufólks“, eins og gjöld fyrir leyfisbréf til lausamennsku, og að sýslumenn hefði þau til sölu; það er óþarfa umstang að þurfa að nálgast þau frá amtmanni, og hættuJaust, þótt sýslu- menn hefðu þau, úr því aldrei er neitað um þau. Hver sá alþingismaður, sem tæki að sér að flytja frumvarp til laga um Iækk- uu á gjaldi fyrir hjónavígslubréf niður í 10 kr., mundi öðlast að launum þökk og elsku allra sveina og meyja um ókomnar aldir. Ógiptur í verinu. Bökmenntafélagsfundur var haldinn hér í bænum 2. þ. m. Forseti, rektor dr. Björn M. Ólsen, lagði fram endurskoðaðan ársreikning deildarinnar 1896. Voru skuld- ir hennar í lok reikningsársins 3145 kr. 81 eyri -5- 46 kr. 98 a. í sjóði. í fyrra voru skuldirnar rúmum 180 kr. meiri, svo að hagur félagsins var nú það betri. Að eigi var höggvið meira skarð í skuldina staf- aði af 640 kr. hærri kostnaði, er varð við útgáfu félagsbókanna 1896 heldur en 1895, og munaði þar mestu (um 450 kr.) á Skirni, eflaust sakir hinnar afarlöngu skýrslu um ritgerðir, er snerta ísland og íslenzkar bók- menntir í erlendum blöðum og tímaritum, en svo nákvæm upptalning á ómerkilegum peðring ætti annaðhvort algerlega að falla burtu eða að minnsta kosti styttast afarmik- ið, svo að eigi væri tekið nema hið allra- merkasta. Forseti gat þess, að með nokkr- um hluta landssjóðsstyrksins, er féll til nú eptir nýár, hefði þegar verið höggvið skarð í skuldirnar, svo að þær væru nú 2365 kr. 6 a., en þó væri eptir óeytt af styrknum 766 kr. 23 a. upp í þessa árs útgjöld. Einnig gat hann þess, að ýmsar útistand- andi skuldir hjá félagsmönnum hefðu ver- ið innheimtar, en þó séu þær enn um 3500 kr. Þetta árið mundi deildin hér ekki gefa út nema ársbækurnar: Tímaritið og Skírni, en frá Hafnardeildinni væri von á áframhaldi Landfræðissögunnar eptir dr. Þorv. Thoroddsen og Safni til sögu íslands og líklega registri við 4. bindij Fornbréfa- safnsins. Með því að útgjöld deildarinnar hér yrðu hófleg þetta árið, kvaðst forseti vera viss um, að enn mætti höggva tals- vert skarð í skuldirnar, einkum ef félagið fengi að halda þeim styrk úr landssjóði, er það hefði haft 2 síðustu árin, en fyrst um sinn væri það skoðun stjórnarinnar, að bezt væri að halda í horfinu, og fær- ast ekki nein stórræði í fang, þangað til fjárhagurinn væri réttur við, og væri það þó leitt, því að nóg verkefni væri fyrir höndum, ef fé vantaði ekki. Bókmenntafélagið er lengi að súpa seyð- ið af forseta-ráðsmennsku heiðursfélaga síns(!) Bjarnar Jónssonar. Því nær allar skuldir þess eru fólgnar í prentunar- og pappírsskuld við prentsmiðjueigandann, hinn fyrv. forseta, og er vonandi, að hann bíði ekki neinn halla af viðskiptum sínum við félagið, með því að skuldunauturinn mun vera áreiðanlegur, þá er landssjóður er annars vegar sem borgandi bak- hjallur. Landskjálfta-vella er kryddmeti það, sem „ísafold" hefar nær eingöngu lifað á síðan í ágúst f. á., og það er ekki séð fyrir endann á þeirri vellu enn, því að nú er „ísafold" tekin að sjóða saman við hana væmið skjall um sjálfa sig og alla framgönguna, um leið og hún sendir Eyjólfl í Hvammi unnusta sínum kvittanir og kveðju ástar og þakklætis fyrir órjúfanlega hollustu og lofdýrðar- dekur í hennar garð á þeBsum sameiginiega reynslu- tíma þeirra heggja. Að því er allt skjálftagambur hlaðsins snertir, þá varðar engan um, af hverju það er sprottið. Þótt talað sé um hégóma-fordild og þefvísi í því að halda síhnignandi þjóðhylli á floti um stund, kemur það auðvitað ekki þessu máli við. En gæta verður „ísaf.“ þess í næstu skjálfta- dellu sinni, að gleyma ekki ónotunum til Þjóðólfs, því að annars er allt ónýtt. Þótt ábyrgðarmaður hans væri erlendis allan þann tíma, sem land- skjálfta-máiið stóð hæst á dagskrá, og þar af loið- andi algerlega útilokaður frá öllum afskiptum þess hér heima, þá er óþarft að láta þess getið. Ann- ars er það langsnjallast fyrir „ísafold“, þá er um einhvern ruddaskap eða atvinnuríg er að ræða gagn- vart Þjóðólfi, að fá þá „viðrinið unga“ með löngu eyrun í lið með sér, því að sá snáði virðist vera á góðum vegi til að gerast hlaupa-seppi ísafoldar- klikkunnar, og er jafnvel tekinn að „ganga undir" henni. Ágætt orgel-liarinoiiium, sem er eign háskólasjóðsins. getur fengizt til kaups gegn allniiklum afslætti. Menn snúi sér sem fyrst til féhirðis sjóðsins, Tr. Gunnarssonar bankastjóra. Fataefni og tilbúinn fatnaöur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Fyrir að eins 4 krónur! sendi eg gegn eptirkröfu skrautlegan, fag- urhljómandi Accord-Zither með 20 strengj- um, 3 handföngum, nót-ahaldara, hring, lykli, stilli og Ieiðarvísi, og geta menn af honum ókeypis og tilsagnarlaust og án þess að þekkja nótur lært hin fegurstu sönglög á einni klukkustund. Umbúðir ókeypis. Burðargjald 1 br., 2 hljóðfæri á 7^ krónu, burðargjald lx/2 kr. — Menn snúi sér með pantanir beint til Rob. Husberg, Neuenrade, Westfalen, Deutschland. Hvergt betri VÍIllLaUp mót peningum en í verzlun Sturlu Jónssonar. Nú er llárolían komin aptur í verzlun Sturlu Jónssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.