Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.04.1897, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 30.04.1897, Qupperneq 4
84 að komaí ljós í verkinu; orðið „vinátta", sem Evrópa og heimnrinn hefði á vörunum væri gagnslaust og verra en gagnslaust, og það er auðvitað hverju orði sannara. Það hefur komið í ljós, að Gfrikkir eiga formælendur fá. þá er í nauðirnar rekur. Það stoðar lítið, þótt GHadstone gamli skammi soldán og stórveldin, þvi að þott enska þjóðin heima fyrir sé hlynnt örikkjum í orði, þá virðist það hafa harla lítil áhrif á stjórnina, er situr svo föst í sessi, að Balfour hefur á enska þinginu beinlínis manað andstæðinga hennar til að bera fram vantraustsyfirlýsingu gegn henni, en þeir hafa, ekki séð sér það fært. Og svo mikið er víst, að ýmsir brezkir hershöfðingjar hafa einmitt boðið soldáni þjónustu sína til að berja á Grikkjum, og einn þeirra bauðst jafnvel til að útvega 30 manns til fylgdar sér og standa- sjálfur í ábyrgð fyrir öllum þar af leiðandi kostnaði, og þótti göfug- mannlega(!!) boðið. — Stórveldin halda Krít enn í herkvíum og horfa með ánægiu á viðureignina, ávöxt verka sinna. Hefur utanríkisráðherra Rússa, Muraviefl, lagt það til, að stórveldin skipti sér ekkert af ófriðnum, fyr en annaðhvort örikkir eða Tyrkir óski þess, að þau skakki leikÍDn, og umfram allt verði þau að halda hóp og ekkert þeirra rjúfa sambandið, eða taka sér neitt fyrir hendur upp á eigin spýtur, og er mælt, að öll stórveldin hafi fallizt á þetta. Þó er sagt, að trauðla muni þau leyfa Tyrkjum að vaða langt inn á Grrikkland. Annars væri það hæfi- leg kóróna á allri svívirðingunni, að þau leyfðu Hund-Tyrkjanum að brytja Gfrikki niður, og eyða landið. Aðrar fréttir utan úr heiminum eru lítt markverðar, enda er þeim lítill gaum- ur gefinn í samanburði við Grikkjastríðið. Heimdallur handsamaði einn enska botnskefilinn í landhelgi fram undan Njarð- víkum 23. þ. m., hafði hann leitað þar inn á Keflavíkurhöfn í roki, og fékk áminniugu fyrir. En þá viidi svo til, að heil skips- höfn íslenzk sór, að skefill þessi hefði fisk- að í landhelgi 31. f. m., og fékk haun fyrir það 1080 kr. sekt. Landsynrréttardómur var uppkveðinn 26. þ. m. í málinu milli kaupfélags Þing- eyinga og Húsavikurhrepps, og undirréttar- dómurinn staðfestur, en málskostnaður lát- inn niður/alla. Samkvæmt þeim dómum er kaupfélagið dæmt skyldugt að greiða sveitarútsvar til Húsavíkurhrepps. í lands- yfirrétti veik Kristján Jónsson dómarasæti, en Jón Magnússon landritari var skipaður í hans stað. „Vesta“ kom hingað á ákveðnnm degi 26. þ. m. með fullfermi af vörum. Far- þegar með henni voru: D. Thomsen far- stjóri, kaupmennirnir Ásgeir Sigurðsson, Ásgeir Eyþórsson, W. Ó. Breiðfjörð, W. Christensen, Gluðbr. Finnbogason, Jón Þórð- arson, Chr. Johnasson frá Akureyri; enn- fremur Þorgr. Johnsen fyrv. héraðslæknir, cand. theol. Haraldur Níelsson, stud. mag. Jón Jónsson (frá Mýrarhúsum), Guðm. Oddgeirsson o. fl. Elliðaárnar seldar. Eigandi þeirra, kaupm. H. Th. A. Thomsen, hefur seit Englending nokkrum, sir Payne, veiðina í Elliðaánum ásamt jörðunum Ártúni og Bú- stöðum fyrir 54,000 kr. (3000 pd. sterl.). Látínn er í Kaupmannahöfn 10. þ. m. Pétur Thorberg, einkaeonur Bergs Thor- bergs landshöfðingja og ekkju hans, frú Elinborgar Pétursdóttur (biskups), rúmlega tvitugur (f. 4. des. 1876), og ætlaði að taka stúdentspróf í vor. Hauu var mesti efnis- piltur, ve) gáfaður, prúður í framgöngu og hugljúfi allra, er honum kynntust. Embættlsveiting. Norður-Múlasýsla er veitt 13. þ. m. Jóhannesi Jóhannessyni, settum sýslumanni í Húnavatnssýslu. Lansn frá embætti hefur Benedikt sýslumaður Sveinsson fengið 13. þ. m. Prófastur skipaður í Árnessýslu séra Valdimar Briem á Stóranúpi. — Séra Jónas Jónassou á Hrafnagili er settur prófastur í Eyjafjarðarsýslu í stað séra Davíðs Q-uð- mundssonar, er hefur sagt af sér, en séra Ólafur Petersen á Svalbarði settur prófast ur í Norður-Þingeyjarsýslu í stað séra Halldórs Bjarnarsonar í Presthólum, er vik- ið hefur verið frá embætti. Þorvaldarmálið svo nefnda millum Valdimars ritstj. Ásmundssonar og Þorv. lögregluþjóns Björnssonar, var dæmt í und- irrétti í gær, af settum dómara Jóni Magn- ússyni landritara, og var Valdimar dæmd- ur í 40 kr. sekt og 30 kr. í málskostnað. Skaðabótakrafa stefnanda (Þ. B.) var eigi tekin til greina. Athugrasemd. Bf nokkur yæri sá, maður, er ekki kynni að lesa „fsafold" eins og vera ber, má geta þess, að til að fá út hið rétta, á að snúa orð- unum við — þvert um —, til dæmis: að lesa 400 fyrir „200“, ef um heybyrgðír óvildarmanns ritstj. er að ræða, og ef hún segir, að hann sé heylaus „með þorra“, þá er hann byrgur fram á sumar. B. B. Póstskipið „Laura“ kom hingað í gærkveldi. Með því kom Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri Skuldar og Þjóðólfs, alkom- inn frá Chicago. — Grikkjum vegnaði held- ur betur í ófriðnum síðustu dagana, en nánari fréttir bíða næsta blaðs (aukablaðs), er kemur á mánudaginn 3. maí. Lækningabók dr. J. Jónassens, „Hjálp í viðlögum“, „Auðnuvegurinn" og „Sparsemi", auk margra annara bóka, er til sölu hjá Runólfi Bjarnasyni á Hafrafelli. Verzlun C. P. Knudtzon & Sön 1 Hafnarfirði hefur til sölu nægtir af velverkuðum salt- fiski (ýsu, upsa og keilu). KLíirtÖfllir fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Gott tún með matjurtagardi er til sölu. Bær stend- ur á lóðinni. Góðir borgunarskilmálar. Ritstj. vísar á seljanda. Orgelharmonium frá 125 hr. frá vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu i Málmey 1896. Auk þess höfum vér harmóníum frá hinum beztu þýzku, amerikönsku og sænsku verksmiðj- um. Vér höfum selt harmóníum til margra íslenzkra kirkna og margra prívatmanna. Hljóðfæri má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup. Kjöbenhavn V. pví optar sem eg leik á orgelið í dóm- kirkjunni, þess betur líkar mér það. Keykjavík 1894. Jónas Helgason. Bg finn mig knúða til að flytja innilegt þakk- læti mitt settum póstmeistara Hannesi Ó. Magnús- syni og hÚBfrú hans, fyrir velgerning þann, er þan sýndu mér í erfiðum kringumstæðum mínum, þar sem þau allmikinn hluta hins nýliðna vetrar tóku á fæði beima hjá sér Bon minn, sýndu honum ein- staka alúð og leystu hann að síðustu út með rausn- arlegum gjöfum. Sjálf er eg að eins fær um að þakka með óskum og orðum þetta kærleiksverk, en það er mín vissa von, að það muni eigi látið ólaunað á hinum mikla degi umbunar og endur- gjalds. Beykjavík 23. apríl 1897. Vilborg Pétursdótiir. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.