Þjóðólfur - 25.06.1897, Síða 1

Þjóðólfur - 25.06.1897, Síða 1
Árg. (60 arkir) koatar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júli. Cppsögn, bundin yiö áramót, ógild nema komi til útgefanda iyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFUE. XLIX. árg, Reykjarík, föstudaginn 25. jóní 1897. Nr. 31. Um verðlagsskrár. Eptir Brand. Svo sem alkunnugt er, þá eru tíundar- svikin illa ræmd á landi þessu af mörg- um, og það eptir maklegleikum, þvi það er sannarlega svívirðilegt, að nokkur mað- ur skuli geta af sér fengið að stela af ættjörðu sinni og eigin þjóð, sem hverjum góðum dreng ber að elska. Sem betur fer munu nú tíundarsvikin óðum fara þverrandi, en samt mun allvíða enn vera pottur brotinn í því efni, og þess vegna vilja sumir stjórnvitrir menn láta helzt afnema lausafjárskattinn og tíundina til prests og kirkju, svo engin freisting sé fyrir menn iengur að draga undan af eig- um sínum. Því verður nú naumast neit- að, að þessi aðferð mundi vera heillaráð til að gera vorar margskökku búnaðar skýrslur dálítið réttari. En eigi líkar mér samt þessi aðferð, því hún er næstum gjald- þrota-yfirlýsing á siðferðisástandi þjóðar- innar og vonleysa um, að það verði lagað. Eptirlitið með tíundinni má gera strang- ara, það mun nú vera viða hvar harla lint, og svo er vafalaust, að undandráttur- inn minnkar eptir því sem menntun og mannræna vex hjá mönnum. Það eru verðlagsskrársvikin, sem eru eptir minni hyggju miklu voðalegri en tíundarsvikin; með því hversu verðlagsskrárnar eru rang- ar, er árlega haft stórfé af landssjóðnum, prestum og kirkjum. Hreppstjórarnir hafa lengi fengið orð fyrir að setja verðið lángt of lágt í skýrslum sínum, og prestarnir munu einnig hafa sínar verðskýrslur með of lágum tölum, því þeir þora opt ekki annað fyrir alþýðunni, sem annars stend- ur á þeim með skömmum. Þingið síðasta vildi nú bæta úr þessu máli með nýjum lögum, en þau voru þá svo úr garði gerð, að stjórnin gat eigi samþykkt þau. Málið kemur nú eflaust fram aptur á næsta Þingi, en verði uudirbúningur verðlags- skránna þar settur nokkuð líkur því, sem nú er, og meira að segja líkur því, sem frumvarp þingsins fór fram á, þá mun lítii eða engin bót í því verða. Skyldi annars eigi mega afnema allar verðlagsskrár með því að setja fast gjald á hvert lausafjár- hundrað? Að iausafjárskatturinn í lands- sjóð væri t. d. ávallt 50 aur. af hundraði og preststíund að sama skapi viss aura- tala. Með þeirri aðferð mundi öllu þrefi um verðlagsskrárnar vera lokið, en líklega þyrfti að breyta til á hverjum 10 árum. Eg get eigi séð, að þetta sé neitt meira eða varasamara, heldur en það sem sýslu- nefndirnar gera árlega, þegar þær leggja vissa auratölu á hvert hundrað. Yilji menn eigi aðhyllast þessa aðferð, þá held eg að skást verði, að sýslumaðurinn, próf- asturinn og einn maður kosinn af sýslu- nefnd undirbyggju verðiagsskrána, í sam- einingu allir þrír. Við það hverfur hin hróplega ósamkvæmni, sem er innbyrðis á skýrslunum um gangverðið, og þá yrði eigi á skrána settir munir, sem hvergi í sýslunni ganga kaupum og sölum. Til að sýna, að skýrslurnar geti eigi verið rétt- ar, má taka nokkur dæmi: í sýslunni, þar sem eg á heima, er t. d. engin veiðistöð, allur fiskur er þar að keyptur, en í næstu sýslu er mikil fiskiveiði og þangað er fisk- urinn héðan úr sýslu sóttur. Það kemur nú svo undarlega við, að harðfiskurinn hér í sýslu er talsvert ódýrri, eptir verð- lagsskránum, heldur en hann er í hinni sýslunni, þar sem hans er aflað, og má þó nærri geta, að full vikuferð eptir fisk- inum með marga hesta muni kosta nokk- uð. í minni sýslu er ekkert, sem aflast af lýsi, nema selslýsi lítils háttar í tveimur hreppum, og enda það gengur hér aldrei sölum manna á milli, en samt eru ailar lýsistegundirnar verðsettar í verðlags- skránni, og eru hafðar miklu ódýrari en í yerðlagsskrá hinnar sýslunnar, sem fisk- urinn er keyptur úr og sem hefar líka ýmiss konar lýsi fyrir verzlunarvöru. Hvernig geta nú menn hér í sýslu vitað, hvað þorskalýsi eða hvalslýsi til dæmis að taka kostar, þar sem enginn maður á það hér til? Það má nærri geta, að verð á slíkri vöru er sett visst og fast, alveg á móti betri vitund af einhverjum. Ær eru í þessari sýslu vanalegast um og yfir 14 kr., en í verðlagsskránni sé eg, að þær eru eigi nema rúmar 12 kr. Áburðarhestar í fullgildu standi kosta hér venjulega 80—90 kr.; verðlagsskráin setur þá allt í einu nið- ur í 66 kr. Fiður er hér selt 1 kr. pd., en verðlagsskráin lætur það vera 76 a. Vað- málsalin er í skránni á 1 kr. 55 a., en svo lágt munu bændur hér trauðla láta vinnufólk sitt hafa það upp í kaupið, nema ef vera skyldi tvistvaðmál, sem er lélegt og kemur verðlagsskrá ekkert við. Svona gæti eg haldið lengi áfram, en þetta nægir til að sýna,hvílíkar skrárnar almennt eru, því eigi get eg ímyndað mér, að öllu minni lygi sé’í þeim í öðrum sýslum landsins. En hvernig sem á þetta er litið, þá er nauðsynlegt að gera eitthvað til að kippa þessu í lag. Það er bæði skaðlegt og sið- spillandi fyrir þjóðina, að grundvöllur sá, sem gjöldin byggjast á, sé ósannur. Það er nú nærri því víst, að hvernig sem til er breytt um samning verðlagsskránna og hvaða menn sem setja þær, verða þær engan vegan veginn réttar né sanngjarnar, meðan undirstaðan, sem þær eru byggðar ofan á, er látin halda sér í sama formi sem nú, því að sú undirstaða er á vorum dögum orðin alveg röng. Menn eru nefnil. að rembast við að halda hinum sex teg- undum landaura í verðlagsskránni og verð- setja meðal þeirra muni, sem aldrei ganga kaupum og sölum manna á milli fyrir peninga, allt saman í þeim tilgangi að fá út jafnvægi milli aurategundanna og til að geta komizt þannig að nokkurn veginn sennilegu og hér um bil fyrirfram ákvörð- uðu meðalverði. Svo sem augsýnilegt er, þá er nú engin von, að réttur mælikvarði fáist með því að dikta sér til meira en helming af því, sem jöfnuðurinn skal byggj ast á. Til þess að umbæta þetta, er ofur- einfalt ráð til, og það er að hafa heldur of fáa en of marga muni í verðlagsskránni. Þar ætti eigi að hafa nema þetta þrennt: 1. Fríðan pening; 2. UIl — smjör — tólg, og 3. Fiskinn. Þegar gerð er tilraun með að finna út meðalverð eptir ýmsum verð- lagsskrám víðsvegar um landið, að eins með því að byggja á þessum þremur land- aurategundum, þá kemur undir eins í ljós, að með þeirri aðferð má fá fram mjög rétta og sanngjarna meðalalin, sem alls eigi er mjög há og svipuð um allt landið. Með þessu er unnt að búa til réttar verðlagsskrár, byggðar á sönnu verði móti peningum út í hönd, en það verður þá að banna mönnum að setja annað en þessar þrjár tegundir inn í skýrslurnar

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.