Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.08.1897, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 20.08.1897, Qupperneq 2
160 milli suður í Hafnarfjörð, skýtur þar nokk- nr skot; við heyrum hvellina, sjáum reyk- inn, búin þau afnotin. Þá er nú hinn varðengillinn, löggjafar- þing lands og þjóðar, er saman stendur af lærðustu, leiknustu og beztu mönnum þjóð- arinnar. Eru þeir menn ekki keyptir til þess að lækna meinsemdir þjóðarinnar fytir svitadropa alþýðunnar? Það virðist oss. En lækningin á böli þessu verður líklega orðin ein“. ■*• * * Það er engin furða, þótt fólki hér í sjávarsveitunum við Faxaflóa gremjist hinn gegndarlausi yfirgangur botnverplanna, og virðingarleysi þeirra fyrir lögum og rétti. Þingið getur að sínu leyti lítið spornað við þessu, því að það hefur engan bak- hjall, þar sem Danastjórn er hins vegar þróttlaus, kjarklaus og lafhrædd við Eng- lendinga. Það mun líka sannast, að þótt þingið að þessu sinni veiti botnverplunum ýmsar ívilnanir, og dragi úr ákvæðum hinna gildandi laga, þá verður endurgjald- ið líklega harla rýrt aí hendi Englastjórn- ar, því að þótt Atkinson herskipaforingi 8é oss sjálfsagt hlynntur í þessu máli og vilji rétta vorn hlut, þá skortir hann allt vald til þess, með þvi að hann hefur ekki haft neitt umboð frá ensku stjórninni til að semja fyrir hennar hönd um málið. Allir samningar stranda einkum á þverúð útgerðarmannafélags botnvörpuskipanna í örimsby. Það er því mjög hæpið fyrir alþingi, að byggja mikið á loforðum Atkinsons, en þó eigi láandi, þótt það vilji leita einhverrar miðlunar í von um ár- angur. Að því stefnir einnig sú tilslök- un, er þingið mun nú gera á hinum gild- andi lögum, bæði að því er snertir lækk- un sektanna og leyfið til að sigla gegnum sundið millum Vestmanneyja og meginlands eða milli Eeykjaness og Fuglaskerja o.s.frv. Þessar tilslakanir eru nú um það leyti samþykktar af þinginu, hvern árangur sem þær bera. Bitstj. Maimlýsiiigar. Bptir Matth. Jochumsson. Það þykir mér eitt vanta í yðar fróð- legu, nákvæmu œfiminningar, minn hátt- virti gamli Þjóðólfur! að mannlýsingar vanta að forn íslenzkum sögumanna sið. Datt mér það síðast í hug nú um daginn, er sagt var frá láti Onðbrandar bónda Sturlaugssonar frá Hvítadai. Á mínum yngri árum þekkti eg Guðbrand vel; mundi hann í Eglu eða Njálu hafa verið kallaður „hverjum manni meiri ok styrkv- ari“ og svo fieiri ytri einkenna hans get- ið. Vér íslendingar, niðjar þeirra, sem frægir eru fyrir frábært auga fyrir ytra (sem innra) atgjörfi manna — á sinn hátt eins og listþjóðin Forngrikkir — vér ætt- um ekki að týna niður þessari fornu lista- einkunn. Allir hörmum vér, sem unnum fornsögunum, hversu hinar gömlu skemmti- legu mannlýsingar í gullaldíarsögunum, Njálu, Eglu, Grettlu o. s. frv., nálega hverfa þegar Sturluga tekur við. Og það eitt er ærinn galli á svo merkilegu sagna- verki, sem víða að öðru Ieyti stappar nærri beztu sögunum, enda hefur það umfram, að segja bokstafiega satt frá og draga hvergi yflr hið dagsdaglega. Annars hygg eg að gullaldarsögumenn einir kunni eða geti samið góðar ytri lýsingar á mönnum — rétt eins og gekk myndasmiðunum á Grikklandi. Því þá sjaldan Sturla Þórð- arson eða aðrir Sturlungu-höfundar fara að lýsa útliti manna og atgerfi, t. d. þeim Þorvaldssonum Vatnfirðings, eða þeim Ormssonum, þá hálfvegis mistekst lýsing- in, svo vér þekkum ekki mennina að ráði fyrir það. Öðruvísi er með „Gunnar og Héðin og Njál“, þá þekkjum vér mun betur af lýsingunni. Eða hann Egil gamla í höllu Aðalsteins! Vér horfum beint á brýnn hans og skalla. Hve mikið gæfum vér ekki fyrir fótógrafíu af Snorra Sturlu- syni og Sturlu Þórðarsyni, frændum þeirra og fjendum? En til hvers er að fást um það? Eg vil þá fást um samtíðarmenn vora, sem merkir eru, og tryggja oss þeirra myndir. Eg hef þekkt marga merka menn um mína daga, og vil eg einkum benda til Vestfirðinga. Af þeim helztu mönnum meðal þeirra, sem hin síðastl. 35 ár hafa andast, man eg ekki til að nokkurt blað hafi tilfært nokkra persónu- lega lýsingu. Þetta þykir mér stór vönt- un. Að vísu eru til ljósmyndir (og stöku dráttmynd) af flestum þeirra, en hvorki munu þær vel likar vera — hstin er svo ung — og svo er sá stórgalli á andlitsmyndum, þótt góðar séu, að þær sýna einungis andlitið, eða réttara sagt, vissan svip eða sýnishorn af þvi — í eitt sinn. Hvenær? hvernig? af þeim eða þeim ungum? gömlum? glöðum? hrygg- um? Eg hef séð ijósmyndir af smámenn- um, sem mér sýndist vera af stórmennum, sem litu út eins og þreyttir einyrkjar; af gáfumanni, sem sýndist vera aulabárð- ur, og mynd af orðlögðum fríðleiksmanni, sem mér stóð stuggur af. Svona er stund- um andlitsmyndir lítið að marka, og það þótt hlutföllin komi rétt út. Hvað Breiðfirðingana suertir, sem eg minntist á, voru margir þeirra einmitt merkir eins fyrir ytra atgervi sem inura. Um miðja öldina og árum saman eptir það voru þessir menn eiuna göfgastir á þvi svæði: Brynjólfur í Flatey Benediktsen, Kristján á Skarði sýslumaður Magnús- sen, Árni i Stykkishólmi Thorlacius; voru þeir þá allir á góðum aldri; þessir voru þá og einna fjáðastir. Næsta þeim eða jafnhliða má telja þá séra Friðrik’í Akur- eyjum Egger?, séra Ólaf prófaat á Stað Johnsen, séra Ólaf prófast Sivertsen og séra Eirík Kuld son hans í Flatey, Sigurð Johnson kaupmann þ«r, þá Svefneyjafeðga Eyjólf og Hafliða, Sturlaug í Rauðseyjum. Þá er og göfugmennið Þorvaldur í Hrapps- ey Sivertsen, Benedikt „rúðumeistari“ í St.hólmi, bróðir Brynjólfs, Hans Hjaltalin í St.hólmi, hinn gamli fastlyndi verzlunar- stjóri Clausens og Sandholts; Jón Eggerts- son í Fagradal, bróðir séra Friðriks, Bögu- valdur í Fagradal, Stefán á Ballará og fleiri niðjar Magnúsar sýslumanns Ketils- sonar. Fleiri göfga og velmennta bændur mætti nefna. (Meira). Frá alþiugi. Lax og selur. Frumvarp um eyðingu sels í laxám var fellt í neðri delld 16. þ. m., en annað frumvarp um „ófriðun“ á sel fékk að lifa. Samkvæmt því frumv. er selur ófriðhelgur hvarvetna í ám, vötn- um, lónum og ósum og fyrir ósmynnum, þar sem lax gengur. SmjörlíkL Nefndin í því máli í n. d. hefur lagt til, að leggja innflutningsgjald á smjörlíki, 10 a. af hverju pundi, en aptur á móti útflutningsgjald á tólg 3 a. af hverju pundi. Póstmál. Guðl. Guðmundsson hefur borið upp þá breytiugu á póatlögunum, að burðareyrir undir blöð og tímarit í krossbandi, skuli vera 20 a. undir hvert pund, hvort heldur flutt aé á sjó eða landi og jafnt á öllum tímum árs. Séu send- ingar afheatar til póstflutnings í einu lagi og vegnar í einu. Áfangastaðir. Frumvarp þess efnis samþykkt í n. d., að sýslunefndum veitist vald til að taka upp áfangastaði, þar sem reynslau sýnir, að þess þurfi við, en á- vallt skuli velja staðinn svo, að sem skað- mínnst sé fyrir ábúanda og jafntramt

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.