Þjóðólfur - 03.12.1897, Side 2

Þjóðólfur - 03.12.1897, Side 2
228 islega feysknum fótum, væri búiu að bera fyrir borð þá virðingu fyrir sínu þjóðerni og þjóðarsóma, sem hverri þjóð er nauð- synleg. Það væri auðvitað mikil huggun fyrir hann að heyra þær upplýsingar öI-Teita, að þessir menn væru alls ekki hér komn- ir til að lokka fólkið burt af landinu, hefðu alis ekkert erindi að flytja fyrir Kanadastjórn. Þeir væru að eins fastlaun- aðir atkvæðasmalar Kanadastjórnar, sem væru sendir hingað til vetrarsetu til þess að hvíla sig og draga að sér hreint lopt eptir sinn miður heilsusamlega starfa, sem gerir þeim nauðsynlegt að skríða inn í hvert kothreysi í Ameríku, til að veiða atkvæði og menn á færi og öngla stjórn- arinnar. Hann mundi brosa að þeirri sögu, að ameríkanskir drottin-doliarar hefðu setið og sopið í raesta bróðerni staup og staup með þessum mönnum, og svara: Ef maður ætlar sér að hafa gagn af einhverjum manni, hversu sem maður fyririítur hann innilega að öðru leyti, er alveg rétt að brjóta odd af sínu oflæti hæfilega, en að stíga niður og í návistir við þá menn, sem hljóta að vera manni skaðlegir vinir, er grafa undan manni fæturna með glottið á vörunum — það er ofmikil mannúð og óhyggileg. Sá hinn sami útlendingur mundi einn- ig eiga bágt með að trúa því, að þessir menn myndu hætta sínu ameríkanska holtaþórsskinni út í hrakviðrin á íslandi á ferð um landið, til þess að leiða fólkið burt af „ófrjósömum, afskekktum hólma, þar sem engin lífsvon er“, inn í fagurt og frjótt land, þar sem hunang drýpur af hverju strái, af einskœrri umhyggju fyrir vellíðan landa sinna. Hann myndi öllu heldur álíta, að það væri útflutningseyrir- inn af þeim sálum, sem dregnar eru á línuna, sem þá klæjar gómana eptir. Og því síður mundi hann Ieggja trúnað á, að þessir menn „væru stórir gentlemenu“ til orða og verka, því svo mikið þekkja menn þá, sem það nafn. verðshulda, að þeirra er ekki að leita á kreatúrmörkuð- um sem verzlunarvöru. Það eina eem hann gæti trúað væri það, að þessir menn læei sig ina á þá, sem einhverntíma hafa rétt þeim sinn minnsta fingur, svo fast, að þeir verði ekki hristir af sér nema með raestu harðneBkju; það er tryggða- einkenni hinna öruggustu fylgidýra mann- kynsins. Vér æskjum eptir athygli annara þjóða, höfum á orði að styrkja menn af almanna- fé, til þess að Bkrifa í erlend blöð og tímarit, og reyna að draga erlend auga að landinu, en vér hugsum raiuna um að þrífa til á pallinum, áður en slíka gesti ber að garði. Henry Heorge, hinn frægi ameríski þjóðmegunarfræðingur, dó af slagi 29. okt. 58 ára gamall. Er þess getið í eriendum blöðum, að ofreynsla í kosningarbaráttu við borgmeistaraval í New-York hafi vald- ið dauða hans, en George var einn kandí- datanna til þessa embættis. Hann var i fyrstu prentari, en aflaði sér síðar marg- háttaðrar þekkiugar með frábærri elju og ástundan. Hann var svarinn fjandmaður auðvaldsins og aílrar kúgunar, en óþreyt- andi talsmaður hinna undirokuðu og fjár- vana stétta maunfélagsius. Á síðuetu ár- um háði hann hanða baráttu gegn ein- okun hinna amerísku hlutafélaga og auð- mannasambanda, er sjúga merg og blóð úr alþýðu manna. Hann var þeirrar skoðunar, að auðsafn í einstakra manna höndum væri grundvöllur þjóðfélagseymd- arinnar, og að dreifa þessu auðsafni á margra hendur ætti að vera takmarkið, sem keppa ætti að. Aðalatriðið í þjóð- megunarfræði hans er, að ríkið — félags- heildin — eigi að taka að sér allar jarð- eignir, eiga allt landið, sjá um yrkingu þess, og láta sérhvern að jöfnuði njóta á- góðans af arðinum, hlutfallslega við erfiði haus, það er að segja, landbúnaðurinn í stórum stýl, er eptir kenningu hans aðal- undirstaða undir framförum og velmegun þjóðfélagsins. Jörðin á að vera sam- eiginleg eign, sameiginlegur höfuðstóll allra, er enginn einstakur hefur fremur öðrum rétt til að taka rentur af. Sum- staðar eru hugmyndir Georges verklega framkvæmdar í smáum stýl, t. d. í Ástral- íu. Hin nafnkunnasta bók Georges er „Framför og fátækt", en hann hefur sam- ið fjölda annara rita, er vakið hafa hina mestu eptirtekt. Hingað og þangað í bók- um og blöðum koma skoðanir Georges fraro, án þesB höfundarnir láti þess getið eða séu þeas vitaudi, að það sem þeir segja, er fengið að láni hjá George. En að hugmyndir hans „ganga aptur" í svo mörgum mönnum, sýnir, hversu sterk á- hrif kenningar hans hafa haft á þjóðirnar. Ný lög staðfest af konungi 6. f. m. auk fjárlagauna: Um samþykkt á lands- reikningnum fyrir árin 1894 og 1895, fjáraukalög fyrir 1894—1895, fjáraukalög 1896—1897, um stofnun byggingarnefnd- ar í Seyðisfjarðarkaupstað, um nýbýli, um undirbúnir.g verðlagsskráa, um heimild til að hafa skipti á 7 hndr. í Nesi í Norð- firði og kirkjujörðinni Grænanesi, um lækk- un á fjárgreiðslum, er hvíla á Holtspresta- kalli í Rangárvallasýslu, um heimild til að ferrna og aöerma skip á helgidögum þjóðkirkjunnar, um veðskuldbindingaafuám úr veðmálabóknm, um uppreisn á æru án konungeúr8kurðar, um frestun á fram- kvæmd Iaga 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi á kostuað landssjóðs, um breytingu á sveitarstjórnarlögunum [um kosniugar í hreppsnefud á haustin o.s.frv.], um þóknun handa forstjórum og sýsluuar- mönnum Söfnunarsjóðsins. AIIs 15 lög. Fjársala. Kaupfélög þau, or skipta við Zöllner & Yídalín, hafa að fiádregn- um kostnaði fengið þetta verð íýrir sauði sína: Kaupfélag N.-Þingeyinga kr. 11,03 og 13,56, kaupfélag S.-Þingeyinga 11,05, kaupfélag Svalbarðseyrar 10,74, kaupfélag Húnvetninga 11,50, kaupfélsg Stokkseyr- ar 8,52, kaupíélag Árnesinga 10,02, kaup- félag Skagfirðinga 10,30, pöntunarfélag Fijótsdalshéraðs 11,10 og 12,86, pöntun- unarfélag Eyfirðinga 10,01, verzlunarfélag Dalasýslu 11,02. Líkþorn ísafoldar. Það hefur ávallt mjög truflandi áhrif á heila ísafoldar-lögspekingsins, ef minnst er á hann í sambandi við lög eða lög- skýringar. Honuro er ekki jafn illa við noitt sem það, og haun kveinkar sér sár- au, eí komið er við þetta viðkvæmasta líkþorn hans. Til að harka af sér og sýna fólkinu, að hana sé ekki svo grænn í lögum, sern menn ætli, gerir hann sig stundum óheyrilega merkiíegan með ein- hverjuro hégóma og hártogar þá orð mót- stöðumanna sinna. Þetta hefur hann ætl- að sér að gera í síðastn blaði ísaf., út af þeim uromælum Þjóðólfs, að ekkert þiwg mundi verða h&ídið að sumri, af því að konungur hefði ekki enn leyst þ»ð uPPi en þingið gæti samkvæmt 8. gr. stjórnarskrár- innar eigi komið saman fyr ea næsta ár, eptir að það væri leyst upp. Þetta er ekki hægt að hrekja, því að lögia segja það skýlaust. En >' Þjóðólfi var gengið út frá þvi sem sjálfsögðu, að þingið yrði eigi leyst upp »ú fyrir nýár, úr því að það var ekki gert, áður en „Laura" fór þessa síðustu ferð frá Höfn, því að þá hafði stjórnin haft meira en tveggja máuaða umhugsunartíma frá þingslitum í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.